Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1988, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1988, Side 34
42 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1988. PERMANENT Ef þú ert að hugsa um að fá permanent hafðu þá samband við okkur. Við munum með ánægju leið- beina þér. Opið til kl. 7 á föstudögum og til hádegis á laugardögum. w IMW uAi w -V tlARQREIÐSLUSTOFA VALnOLLd . ooi,n óÐinsGöTu 2, reyhjavík ■ Slr1I*2213o ■ c§3Húsnæðisstofnun ríkisins TÆKNIDEILD Simi 696900 Útboð Stjórn verkamannabústaða í Bolungarvík óskar eftir tilboðum í byggingu fjögurra íbúða í tveimur par- húsum, byggðum úr steinsteypu. Verk nr. U.19.01, úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál hvers húss 190 m2. Brúttórúmmál hvers húss 733 m3. Húsin verða byggð við Bakkastíg 6 og 8 í Bolungar- vík og skal skila fullfrágengnum skv. útboðsgögnum. Afhending útboðsgagna erá bæjarskrifstofu Bolung- arvíkur, Aðalstræti 12, og hjá tæknideild Húsnæðis- stofnunar ríkisins frá fimmtudeginum 13. október 1988 gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðan en þriðju- daginn 25. október 1 988 kl. 11.00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. Stjórnar verkamannabústaða í Bolungarvík, tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins ^Húsnæðisstofnun ríkisins HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN LAUFÁSVEGUR 2 - 101 REYKJAVlK INNRITUIM STENDUR YFIR Bótasaumur ...11. okt. Bótasaumur m. jan Þjóðbúningasaumur ..14. okt. Tuskubrúðugerð Baldýring ..17. okt. Tóvinna 16. jan. Leðursmíði ..20. okt. Prjóntækni 18. jan. Knipl ..21. okt. Knipl 21.jan. Tuskubrúðuqerð ..25. okt. Fatasaumur 21.jan. Tauþrykk Útskurður 25. jan. Prjóntækni Spjaldvefnaður 26.jan. Námsk.fyrir leiðb. aldraðra.. ....7. nóv. Þjóðbúningasaumur 27. jan. Dúkaprjón, hyrnur og sjöl ....9. nóv. Jurtalitun .30. jan. Vefnaður, glit, krossvefn ..14. nóv. Tauþrykk 31.jan. Námsk. fyrir leiðb. aldraðra.. ..14. nóv. Tuskubrúðugerð 14. febr. Útskurður Krirfnnerð Ifi fehr Barnafatasaumur ..19.nóv. Námsk. fyrir leiðb. aldraðra....20. febr. Námsk. fyrir leiðb. aldraðra.. ..21. nóv. Myndvefnaður 21. febr. Myndvefnaður Vefnaður, uppsetning,... 23. febr. Leðursmíði Baldýring 27. febr. Vefnaður, almennur Leðursmíði 27. fehr. Körfugerð Námsk. fyrir leiðb. aldraðra....27. febr. Innritun fer fram á skrifstofu skólans, Laufásvegi 2, II. hæð, frá kl. 16.15-19.00 daglega. Nánari upplýsingar i sima 17800 á sama tima. Utan skrifstofutíma tekur sím- svari við skráningu. Námskeiðaskrá afhent við innritun og hjá Islenskum heímílisiðnaði, Hafnarstræti 3. Fréttir Kvenfólkið í Dögun gefur körlunum ekkert eftir og nýlega voru fjórar þeirra í löndunarliðinu þegar skipað var upp frosinni rækju úr Þresti frá Bíldudal. DV-mynd Þórhallur Sauðárkrókur: Öllu starfsfólki rækju- vinnslunnarsagt upp Þórhallur Ásmundsaon, DV, Sauöárkróki: Um síðustu mánaðamót var öllu starfsfólki Dögunar á Sauðárkróki, 18 að tölu, sagt upp. Allt er nú óvíst með framtíð rækjuvinnslunnar eftir að fiskveiðasjóður neitaði vinnsl- unni um lán út á endurbætur á Röst- inni, 150 tonna skipi í hennar eigu. Búið var að bjóða endurbætumar út og semja við Slippstöðina á Akur- eyri. Garðar Sveinn Ámason, fram- kvæmdastjóri Dögunar, segir þetta einkennilegt mál. í vor þegar þeim var neitað um lán vegna kaupa á nýju skipi hafi starfsmenn sjóðsins bent þeim á að gera endurbætur á Röstinni þó að skipið sé orðið 30 ára gamalt. Þeir hafi síðan allan tímann fylgst með hönnun endurbótanna. Neitun barst síöan frá stjórn sjóðsins á dögunum. Garðar Sveinn segir að líklega ráð- ist nú í mánuðinum hver framtíð fyrirtækisins verður. Helsta vonirí sé að eitthvað verði um innfjarðar- rækju.á firðinum þó svo að hún hafi ekki verið síðan 1984-1985. Heima- bátarnir fara að leita í næstu viku. Fjórir bátar auk Rastar hafa lagt upp hjá Dögun í sumar og eru þeir hættir veiðum. Aðeins vantaöi 60 tonn upp á 800 tonna kvóta vinnsl- unnar. ísaQöröur: Beðið eftir tækjum í Fjórðungssjúkrahúsið Öll tæki í Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði eru komin í pöntun. Flutt verður í húsið strax og þau berast. Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafirði: „Innkaupastofnun ríkisins segir að búið sé að panta og staðfesta pöntun á öllum tækjunum sem voru á lista tækjakaupanefndar og nú erum við bara að bíða eftir að þau komi til landsins. Þaö er misjafn afgreiöslu- frestur á þeim og því ómögulegt að gefa ákveðna dagsetningu á flutning- um yfir í nýja sjúkrahúsið," sagði Eríkur Kristófersson, formaður byggingarnefndar Fjórðungssjúkra- hússins á ísafirði, í samtali við DV þegar hann var spurður um nýjustu dagsetningu á flutningum úr gamla sjúkrahúsinu yfir í það nýja. „Pöntunin var gerð fyrir tveimur mánuðum og hún var sett í gang er- lendis fyrr en staðfesting og greiðsia inn á hana barst fyrir mánuði þegar sveitarfélögin voru búin að útvega 15 milljóna króna lán til kaupanna. Heildarverðmæti allra tækjanna, sem keypt hafa verið og veriö er að kaupa í 4. áfanga, er um 33 milljónir og þó er búið að setja fjölda tækja á biðlista." Hvers vegna var sagt að flutningar færu fram 16. september þegar ljóst var að tækin yrðu ekki einu sinni komin til landsins á þeim tíma? „Sú dagsetning var sett af Inn- kaupastofnun ríkisins og ég get ekki svarað fyrir það. Það vantaði líka inn í fjármögnunina framlag ríkisins og það fékkst með aukafjárveitingu al- veg nýlega. Þaö er líka önnur skýr- ingin á seinaganginum að það hefur ekki verið hægt að ganga frá mörgu á stjórnarheimilinu undanfarnar vikur.“ Hvenær lýkur 5. áfanga, frágangi legudeildar? „Það er ekki ákveðið hvenær hann verður boðinn út. Það eru 30 rúm í 4. áfanganum þennig að við getum flutt þótt 5. áfanga sé ólokið. En nú á að fara að gera fjárlög, þá verður ákveðið hvað hver fær og þá er hægt að taka afstööu til fimmta áfanga." Verður rampurinn brotinn niður, eins og rætt hefur verið um? „Það er engin spurning að þetta er ónothæfur gripur og hann verður brotinn niður en hvort það verður gert fyrir flutning er ekki ljóst í dag,“ sagði Eiríkur Kristófersson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.