Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1988, Page 35
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1988.
43
Fréttir
Patreksfjörður:
Hraðfrystihúsið illa statt
- starfsfólM fækkað úr 120 1 40 á 5 mánuðum
Siguijón J. Sigarösson, DV, Vest§öröum;
„Ástandiö er hreint hörmulegt.
Við höfum þurft aö draga saman
seglin og fækka starfsfólki úr 120 í
40 síðan í maí til þess að halda í
horfinu. Það eru Utlar líkur á að
úr rætist eins og málin standa í
dag,“ sagði Jens Valdimarsson,
framkvæmdastjóri Hraöfrystihúss
Patreksflarðar, í samtali við DV,
aðspurður um íjárhagsstöðu fyrir-
tækisins.
„Þaö er ýmislegt sem veldur,
vaxtabyröi og lækkun afúröa. Þær
hafa lækkað svo mikiö í verði, mið-
að viö þaö gengi sem við höfúm í
dag, að það er varla nokkur leið
að standa í fiskframleiöslu á ís-
landi. Við vorum aö fá nýtt verð
og verðfalliö á karfa er um 20%.
Aðrar afturðir, eins og til dæmis
blokk, hafa líka lækkað mikið.
Viö skiluöum 26 milljóna króna
hagnaði árið 1986 en síöan þá hefur
allt verið á hraðri niðurleið. Við
erum þvi svartsýnir og sjáum ekki
aö landinu sé stjómaö þannig að
nokkurt vit sé í,“ sagði Jens Valdi-
marsson á Patreksfirði.
Jens Valdimarsson, framkvæmdastjóri á Patreksfirói.
Nýr Páll Páls-
son á heimleið
Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafirði:
Togarinn Páll Pálson frá Hnífsdal,
sem verið hefur í gagngerðum breyt-
ingum híá skipasmíöastöðinni í
Gdynia í Póllandi, lagði af stað frá
PóUandi áleiðis til íslands 4. október
sl Stansað var í Kaupmannahöfn til
að taka olíu en síðan lá leiðin heim
til ísafjarðar. ■
Togarinn var lengdur um 8,8
metra. Skipt var um brú, aðalvél og
ýmis tæki. Má segja að það verði að
mestu nýtt skip sem kemur til ísa-
fjarðar. Þar til Páll Pálsson kemur
úr fyrstu veiðiferöinni eftir breyting-
amar munu togaramir frá Þingeyri
halda áfram að sjá Hnífsdælingum
fyrir hráefni til vinnslu í hraöfrysti-
húsinu.
Gjaldþrohjm
fjölgar í ísa-
fjarðarsýslum
Sigurjón J. Sgxirðœon, DV, fsafiröi:
Gjaldþrotabeiðnum í ísafjarð-
arsýslum hefúr fjölgað nokkuð
frá síðastaári. Fyrstuníumánuði
þessa árs hefúr 31 beiðni um
gjaldþrotaskipti borist frá 25 aðil-
um, þar af þremur fyrirtækjum.
Búið er að taka 11 aðila til gjald-
þrotaskipta.
Allt árið 1987 bárast 18 beiðnir
um gjaldþrotaskiptL Þar af voru
þijú fyrirtækL
Smurstöö Heklu hf. er í alfaraleið við Laugaveginn.
Hún er skammt frá miðbænum og því þægilegt að skilja bílinn
eftir og sinna erindum í bænum á meðan bíllinn er smurður.
Nýlega var tekin í notkun fulíkomin veitingaaðstaða fyrir þá -
viðskiptavini sem vilja staldra við á meðan bíllinn er smurður.
Fljót og góð þjónusta fagmanna tryggir fyrsta flokks smurningu.
Lítið við á Laugavegi 172 eða pantið tíma í símum
695670 og 695500.
Veríðvelkomin.
HEKLAHF
Laugavegi 170 - 172 Sími 695500
STÖDIN SEM HLUSTSD ER !
... Jt TOPPNUM/