Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1988, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1988, Side 36
-44 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1988. REYKJMJÍKURBORG Aautevi Sttoáin ÞJÓNUSTUÍBÚÐIR ALDRAÐRA DALBRAUT 27 Starfsfólk óskast við þrif á íbúöum. Upplýsingar gefur forstóðumaður í síma 685377. s FREEPORTKLÚBBURINN Fyrsti fundur vetrarins verður fimmtudaginn 13. okt. kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Kaffi og eitthvað til að kýla út vömbina að vanda. Skemmtiatriði. Fjölmennið. Baldur og félagar ^ Húsnæðisstofnun ríkisins TÆKNIDEILD Simi 696900 Útboð Hreppsnefnd Fellahrepps óskareftirtilboðum í bygg- ingu eins einnar hæðar einbýlishúss, byggðu úr steinsteypu, verk nr. A.18.006, eða úr timbri, verk nr. A.18.008, úr teikningasafni tæknideildar Hús- næðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 127 m2. Brúttórúmmál húss 429 m3. Húsið verður byggt vió götuna Miðfell nr. 6, Fellabæ, Fellahreppi, og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðs- gögn. Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Fellahrepps, Heimatúni 2, Fellabæ, Fellahreppi, og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins frá fimmtudeginum 13. október 1988 gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en þriðju- daginn 25. október 1988 kl. 11.00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. hreppsnefndar Fellahrepps, Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. Fréttir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í ræðustól á fjórðungsþinginu. Fjórðungsþing Vestfirðinga: Aðgerða strax krafist fyrir fiskvinnsluna Sigmjón J. Sigurðsson DV, ísafirði: Þing Fjórðungssambands Vestfirð- inga fór fram í liinu nýja Stjórnsýslu- húsi á ísafirði fyrir stuttu. Aðalmál þingsins voru byggðaáætlun fyrir Vestfirði og skógræktarmál. Sérstök ályktun var gerð um fjár- hagsvanda fiskvinnslunnar og alvar- legum áhyggjum lýst vegna þeirra þrenginga sem flest helstu fisk- vinnslufyrirtæki búa nú við. Þá segir í ályktuninni að fjórðungsþingið krefjist þess að stjómvöld skapi þess- um fyrirtækjum eðhleg starfsskil- yrði þegar á næstu dögum. Samþykktar voru ýmsar ályktanir, sem m.a. lúta að samgöngum, og fagnaði þingið því að hafin skuli rannsókn á brúar- og vegstæði yfir Gilsfjörð og undirbúningur að jarð- göngum undir Breiöadals- og Botns- heiðar. Þá var samþykkt tillaga um að heimila framkvæmdastjóra sam- bandsins að greiða kostnað vegna gjaldheimtu á Vestfjörðum. Þingið hvatti til þess aö hraðað yrði bygg- ingarframkvæmdum við nýja Fjórð- ungssjúkrahúsið á ísafirði svo unnt yrði að taka það í notkun hið allra fyrsta. Þá var þeim tilmælum beint til stjórnvalda að skógræktarfræð- ingur yrði ráðinn til starfa í Vest- fjarðakjördæmi. Þingið gerði einnig þá kröfu til Al- þingis og ríkisstjómar að nú þegar yrðu gerðar ráðstafanir til að jafna og lækka húshitunarkostnað lands- manna. Húsavlk: Framkvæmdir við heilsu- gæslustöð hafnar Jóhannee Siguijónsson, DV, Húsavik: Hinn 26. september sl. var tekin fyrsta skóflustunga að byggingu heilsugæslustöðvar á Húsavík og þar með virðist langþráður draumur starfsfólks Heilsugæslustöðvar Húsavíkur vera að rætast. Heilsu- gæslustöðin á Húsavík er ein sú elsta á landinu og má segja að Húsvíking- ar hafi verið brautryðjendur á þessu sviði. Hins vegar hafa þeir þurft að bíða lengur en flestir eftir húsnæði fyrir starfsemina. Heilsugæslustöðin hefur notað húsnæði sjúkrahússins og þar með þrengt verulega að starfsemi þess og að sjálfsögðu hafa þrengsh einnig háð starfsfólki heilsugæslustöðvar- innar. Það er Stefán Óskarsson á Rein sem er verktaki að 1. áfanga bygging- arinnar sem gert er ráð fyrir að ljúki 1. september á næsta ári. Byggingin ogheildarbyggingarkostnaðurásamt er á tveimur hæðum og tengist stofnbúnaðieráætlaðurl25milljónir sjúkrahúsinu. Húsið er alls 1290 m2 króna. Gisli G. Auðunsson læknir, til hægri, hefur tekið fyrstu skóflustunguna og Egill Olgeirsson óskar honum til hamingju með þennan áfanga. Starfsfólk Heilsugæslustöðvar Húsavíkur fylgist með. DV-mynd Jóhannes Aukinn gámaútflutningur frá Bfldudal Sigurjón J. Sigurðsson, DV, ísafirði: „Staðan lagast eitthvað með.síð- ustu aðgerðum stjórnvalda þótt það sé ekki nærri því nóg og alls ekki nóg til að það sé hægt að snúa .sér eingöngu að frystingu. Ef það er betra að sigla með aflann en vinna hann hér heima þá gerum við það. Við verðum að velja þann kostinn, sem gefur meiri peninga,“ sagði Jak- ob Kristinsson, framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar á Bíldudal, í sam- tali við DV i síðustu viku. Þar hefur verið ákveðiö aö auka 'til muna gámaútflutning til Bretlands og Þýskalands. „Það voru allt önnur rekstrarskil- yrði í fyrra. Á þessu ári hafa kostnað- ur og vextir rokið upp um leið og. afuröaverðið hefur lækkað og gengið hefur nánast verið fast,“ sagði Jakob og hélt áfram. „Við vorum með góða afkomu fyrri hluta ársins 1987 en svo fór að halla undan fæti þannig að það verður tap á þessu ári. Núna er aö- eins lágmarksvinna. Við höfum ekki ráðiö neitt fólk í staðinn fyrir skóla- fólkið og þurfum því ekki að segja neinum upp. Núna eru 40-50 manns í vinnu hjá okkur. Við eigum kvóta fram undir miðjan desember og verð- um þá líklega að taka langt jólafrí," sagði Jakob Kristinsson að lok- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.