Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1988, Blaðsíða 1
Jólahlaðborð í hádeginu:
Tilbreyting í skammdeginu
Þaö hefur færst í aukana á undanf-
örnum árum að sett eru upp hlað-
borð á veitingastöðum höfuðborg-
arinnar í hádeginu. Þessi siður hef-
ur mælst vel fyrir í skammdeginu
og hefur aukið aðsókn á veitinga-
staðina. Er eins og almenningur
þurfi aðeins að létta á byrðinni í
þessum annasamasta mánuði árs-
ins enda er þægilegt andrúmsloft á
veitingastöðum sem eru með jóla-
hlaðborð.
Ekki bjóða staðirnir upp á sams
konar hlaðborð. Reynt er að draga
að með því að hafa fyrirmyndir
erlendis frá. Algengust mun vera
dönsk fyrirmynd enda er hefð fyrir
slíku í Danmörku. Hótel Borg er
undantekning, auglýsir svissneskt
jólahlaðborð og hefur í tilefni þess
fengið til sín svissneskan mat
reiðslumeistara sem hefur yflrum-
Jólahlaðboróin eru glæsileg og freistandi eins og sjá má á þessum tveimur myndum.
sjón með matargerðinni.
Einstaka veitingahús hefur einn-
ig íslenska rétti á hlaðborðinu. Má
þar nefna Blómasal Hótel Loftleiða
og Arnarhól sem komast líkast til
næst því að vera með íslenskt jóla-
hlaðborð. Á Óðinsvéum við Óðins-
torg er aftur á móti ekta danskt
jólahlaðborð og ganga þeir svo
langt að auglýsa matinn undir
danska heitinu. Þá má einnig nefna
mjög glæsilegt jólahlaöborð á Hótel
Sögu.
Kappkostaö er að andrúmsloftið
á veitingastöðunum sé notalegt.
Kertaljós eru óspart notuð. Eitt er
það sem er sameiginlegt með öllu
þessu tilstandi veitingahúsanna.
Það er jólaglögg og piparkökur.
Enda þykir það nauðsynlegt tii að
skapa stemningu.
-HK
Allur ágóði af hlutaveltunni rennur til byggingar tónlistarhúss.
Kringlukast
í Kringlunni
Samtök um byggingu tónlistar-
húss fara um helgina af stað í sam-
vinnu við Kringluna með hluta-
veltu í Kringlunni undir nafninu
Kringlukast og rennur ágóöi til
byggingar tónlistarhúss. Kringlu-
kast hefst í dag og verður á morgun
og svo aftur næstu helgi.
Eitt þúsund vinningar eru í boði
í hvert skiptið og hafa mörg fyrir-
tæki í Kringlunni og önnur fyrir-
tæki gefið fjölda skemmtilegra
vinninga.
Félagar úr Sinfóníuhljómsveit
Æskunnar sjá um miðasölu og er
miðaverðið 50 krónur.
Á meðan Kringlukast stendur
yfir mun ijöldi úrvalshljóðfæra-
leikara og kóra spila og syngja gest-
um til ánægju.
í dag mun Einar Kristján Einars-
son leika á gítar kl. 15.30. Þar á eft-
ir koma fimm blásarar úr Sinfóníu-
hljómsveit æskunnar og spila jóla-
lög og kl. 18.00 kemur Háskólakór-
inn ásamt stjórnanda sínum og
mun kórinn flytja jólalög.
Á laugardaginn leikur Blásara-
kvintett Reykjavíkur kl. 16.00 og
strax á eftir syngur Skólakór
Garðabæjar undir stjórn Guöfinnu
D. Ólafsdóttur.
Á sunnudaginn verður kveikt á mun Lúðrasveit Reykjavikur leika.
jólatrénu á Austurvelli. Tréð er að Sendiherra Noregs á íslandi, Per
venju gjöf Oslóborgar til Reykja- Aasen, mun afhenda tréð en Davíð
víkur. I þrjátíu ár hafa Oslóbúar Oddsson borgarstjóri veitir trénu
sýnt Reykvíkingum vinarhug með viðtöku fyrir hönd borgarbúa. At-
þessum hætti. höfninnilýkurmeðþvíaðDómkór-
Athöfnin hefst kl. 16.00. Áður inn syngur jólasálrna.
Gömlu jólin í
Þjóðminjasafninu
I Þjóðminjasafni íslands stendur
nú yfir sýning á ýmsum munum og
minjum er tengjast jólasiðum. Er þar
hægt að sjá gömul íslensk jólatré,
jólakort, jólaskraut, jólasveina af
ýmsum gerðum, Grýlu, Leppalúða
og fleira.
Eitt af því sem hægt er að kynna
sér er þróunarsaga jólasveinsins, allt
frá heilögum Nikulási til jólasveina
sem krakkar þekkja í dag.
Ekki var alltaf borin jafilmikil virð-
ing fyrir jólasveinunum og nú. Til
dæmis eru hinir upprunalegu ís-
lensku jóiasveinar hálfgerður óald-
arlýður og áttu þeir það til að vera
hrekkjóttir.
Ekki eru íslendingar einir um að
hafa haft vantrú á jólasveinunum
áður fyrr. í dag er jólasveinninn aft-
ur á móti vinsælasta veran hjá öllum
börnum meðan á jólahaldinu stend-
ur.
Á mánudag kemur fyrsti jóla-
sveinninn af fjöllum. Verður tekið á
móti hverjum og einum í Þjóðminja-
safninu kl. 11.00. Sýningin er opin
daglega frá kl. 11.00-17.00. -HK
Veitingahús vikunnar:
Kaffi Hressó
- sjá bls. 18
Rokkað
í Q-inu
- sjá bls. 19
Jóladjass
í Heita
pottinum
- sjá bls. 19
Tolli sýnir
í íslensku
óperunni
- sjá bls. 20
Kvikmynd-
• f
n í
bíóhúsum
borgarinnar
- sjá bls. 30
Vinsælustu
mynd-
böndin
- sjá bls. 32