Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1988, Blaðsíða 8
★★ Trylltur dans stjórn á sköpunarverki sínu og kemur fyrir lítið þótt leikarar standi sig bærilega. Myndin er þó að mörgu leyti forvitnileg og sjálf- sagt fyrir kvikmyndasjúka að láta freistast til að horfa á hana. -SMJ Mynd- bönd Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hilmar Karlsson V _L Þrjár nýjar kvikmyndir koma inn á hstann og tvær þeirra taka stórt stökk. Greinilegt er að margir vilja fá góða hrollvekju svona rétt fyrir jólin, því hin magnaða kvikmynd John Carpenters, Prince Of Dark- ness, fer beint í þriðja sætið. Þar er það sjálfur höfðinginn í neðra sem er höfuðóvinurinn. Hin róm- aða óskarsverðlaunakvikmynd The Last Emperor fer í 5. sætið og gamanmyndin Hello Again með Shelley Long í aðalhlutverki kem- ur inn í 10. sætið. Og í efsta sæti tekur ein saka- málamyndin við af annarri. Best Seller tekur fyrsta sætið af The Untouchables. FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988. DV-LISTINN MARGOT KiÐÞER BARRY BOSTWI TONY LO BIANCO ★★ Skemmdarverk í kjamorkuveri BODY EVIPEMCE# mraoDt imr aus.... im toa md tm nrir' ....... ISLENSKUB TEXT1 1. (2) 2. (1) 3- (-) 4. (3) 5. (-) 6. (8) 7. (6) 8. (5) 9. (7) 10. (-) The Best Seller The Untouchables Prince Of Darkness SomeoneToWatch Over Me The Last Emperor Nuts Spaceballs Stakeout Tough Guys Don’t Dance Hello Again TOUGH GUYS DON’T DANCE ★★ /2 Unglingaveiki RED AUERT Útgefandi: Háskóiabió. Leikstjóri: Billy Hale. Aóalhlutverk: William Devane, Michael Brandon og Adrienne Barbeau. Bandarisk, 1977 - Sýningartími 92 min. Miklar umræður eru alltaf í gangi um þá hættu er getur stafað af kjarnorkuverum og mistökum sem þar gætu átt sér þar stað og gætu jafnvel eytt öllu í nágrenni við verið. Kjarnorkuslys hafa orðið og víst er að framhald verður á þeim. Red Alert er sjónvarpskvikmynd sem gerist innan veggja kjarnorku- vers. Stjórntölva segir hættuástand sé og lokar öllum útgönguleiöum og þar með farast fjórtán manns. Þegar farið er að rannsaka hvað hafi gerst kemur í ljós að um skemmdarverk er að ræða og að sprengjum hefur verið komið fyrir. Spengjumar fmnast en ekki á þeim stöðum þar sem þær ættu að vera, enda kemur í ljós að skemmdar- verkamaðurinn er meðal hinna látnu. Eitthvað hefur farið úrskeið- is... Red Alert er ágætis afþreying eina kvöldstund. Ekki ristir hún djúpt sem aðvörun, til þess eru flest atriði hennar of kunnugleg úr ann- ars konar spennumyndum. Will- iam Devane er sérstakur leikari sem nær sér ágætlega á strik í hlut- verkum á borð við það sem hann hefur í Red Alert. -HK Útgefandi: Myndbox Leikstjóri: Norman Mailer, Framleið- endur: Golan og Globus. Handrit: Nor- man Mailer byggt á eigin sögu. Aðal- hlutverk: Ryan O’Neal, Isabella Rossel- ini. Bandarísk 1987. 105 min. Bönnuð yngri en 16 ára. Það voru mistök hjá Mailer að leikstýra þessari mynd. Um það eru flestir sammála. Það er hins vegar að mörgu leyti skiljanlegt aö hon- um hafi langað að fylgja þessu barni sínu alla leið. Sagan er í hin- um harðskeytta bandaríska bók- menntastíl sem er nátengdur þurru og knöppu myndmáli margra j bandarískra kvikmynda. Sagan segir frá Tom Maddén sem er rækilega flækktur í morðmál einn morguninn þegar hann vakn- ar eftir herfilegt fyllirí. Veruleik- inn er vitfirrtur og söguþráðurinn sömuleiðis. Mailer tekst illa að hafa í leit að sönnunargögnum RIVER’S EDGE Útgefandi: Skifan Leikstjóri: Tim Hunter. Handrit: Neil Jimenez. Aðalhlutverk: Crispin Glover, Keanu Reeves, Roxana Zal og Denis Hopper. Bandarísk 1986. 99 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Hér er um að ræða heldur myrka sýn á manninn svo að líkja má við hina frægu bók nóbelsverðlauna- hafans Williams Golding, Höfuð- paurinn. Börnin eru aðeins eldri hér en jafnráðvillt í heimi ofbeldis og firringar. Það má vera að hér hafl veriö ætlunin að gagnrýna ★★ Bömin í þriðju myndinni „Það er enn á lífi“ hefur þessum börnum verið komið fyrir á eyju einni og nú eru þau fullorðin þótt ekki séu þau nema átta ára. Þegar þeim er ógnað sleppur enginn lifandi frá þeim. Allt í einu ræna þau báti og stefna til lands og birtast þar íbúum strandborgar einnar til mikillar skelfmgar. Þegar farið er að rann- saka af hverju þau koma til megin- landsins kemur í ljós að þau eru öll haldin ólæknandi sjúkdómi... Þessar þrjár myndir eiga það sameiginlegt að vera stjórnað af Larry Cohen og ekki er hægt að segja annað en að vel hafi tekist til. Mikill munur er á tæknivinnu í fyrstu og síðustu kvikmyndinni. Á móti kemur að fyrsta myndin er með bitastæðasta handritið. Fyrir unnendur spennu- og hryllings- mynda er alls ekki svo vitlaust að sjá allar þessar þrjár myndir, enda eru þær í beinu framhaldi hver af annarri. -HK Tímaflakk GOR Útgefandi: Myndbox Leikstjóri: Fritz Kersch. Myndataka: Hans Khule Handrit: Rick Marx Aðalhlutverk: Urbano Barberini Rebec- ca Ferratti, Jack Palance, Paul L. Smith og Oliver Reed 93 min. Bönnuð yngri en 16 ára. Ævintýramyndir sem þessi hljóta að eiga mest erindi til yngri áhorf- enda en eigi að síður er þessi mynd bönnuð fyrir 16 ára og yngri. Efni myndarinnar er meðhöndlað á það barnalegan hátt að varla getur það höfðað til eldri áhorfenda. Myndin virðist því flögra um í tómarúmi sem er kannski vel við hæfi því hún segir frá tímaflakki. Ruglaður sög- uprófessor dettur á höfuðið og er skyndilega staddur á allt öðrum stað þar sem menn takast á og kon- ur ganga um í bikini. Þetta mun vera einhvers konar forsögulegur tími sem er hér meðhöndlaður heldur heimskulegar en í Conan. Hefur virkilega enginn áhuga á að gera svona myndir af viti? -SMJ Aðalpersónan er ung eiginkona læknis sem vinnur við krufningar á líkum. Fjöldamorðingi gengur laus og em fórnarlömb hans ein- göngu ungar konur. Erfiðlega gengur að finna áþreifanlegar ábendingar um það hver morðing- inn er þrátt fyrir yfirgripsmikla leit. Eiginkonan unga sem heldur sig lifa í hamingjusömu hjónabandi verður fyrir andlegu áfalh þegar hún kemst yfir upplýsingar um að eiginmaðurinn geti verið fjölda- morðinginn. Líkurnar eru sterkar. Líkin eru dauöhreinsuð af öhum ummerkj- um og hegöun hins ástkæra eigin- manns er stundum undarleg. Ekki þorir hún að segja lögreglunni frá grunsemdum sínum heldur vin- konu sinni og saman ákveða þær að komast að hinnu sanna í mál- inu. Eins og ætíð í sakamálamynd- um þróast málin öðruvísi en haldið var. Body of Evidence er ágætlega leikin og er Barry Bostwick sérlega góður í hlutverki eiginmannsins og krufningamannsins. Góður leikur og gott handrit kippa myndinni þó nokkuö yfir meðahag. -HK sem enginn vill ÞAÐ ER ENN Á LÍFI (ISLAND OF THE ALIVE) Útgefandi: Steinar. Leikstjóri: Larry Cohen. Aðalhlutverk: Michael Moriarty, Karen Black og Laurene Landon. Bandaríkin, 1986 - Sýningartími 87 mín. Það er enn á lífi er þriðja í röð- inni af kvikmyndum sem eru í beinu framhaldi hver af annarri en eru gerðar á 14 ára tímabili. í fyrstu myndinni „Þaö lifir“ kynnumst við hjónum sem eiga von á barni. Barnið sem fæðist er ófreskja sem sleppur eftir að hafa gengið frá lækni og hjúkrunarliði. í þeirri mynd kemur fram að lyfjafyrirtæki eitt hefur sent á markaðinn meðal sem hefur þessi áhrif í einstaka tilfelli. í lok fyrstu myndarinnar er búið að ganga frá „barninu“ þó foreldrarnir hafi reynt að vernda það. I annarri myndinni „Það er lif- andi“ er það orðin staðreynd að þessi ófreskjuböm fæðast af og til. Komið hefur verið upp rannsókn- arstöð þar sem þeim er komið fyr- ir. Búið er að komast að því að þessi grimmu böm em óvenjulega greind og þroskast mun hraðar en aðrar mannverur.. AUt fer þó úr- skeiðis í rannsóknarstofunni. uppeldismál í Bandaríkjunum og að nokkru leyti má segja að það takist. Unglingarnir eru engan veg- inn færir um að takast á við þær siðferðfiegu spurningar sem vakna þegar morð er framið. Þeir vafra um ráðvfiltir en í myndinni leynist heldur engin lausn. Aðeins er brugðið upp heldur væmnum endi sem skýrir fátt. Myndin er ofhlaðin og leikarar og leikstjóri ekki færir um að takast á við þau vandamál sem vakin eru upp. Það má þó segja að það sé virðingarvert að þeir skyldu reyna. -SMJ BODY OF EVIDENCE Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Roy Campanella II. Aðalhlutverk: Margot Kidder, Barry Bostwick og Tony Lo Bianco. Bandarisk, 1988. - Sýningartími 100 mín. Body of Evidence er sakamála- mynd og gerð fyrir sjónvarp. Og sem slík er hún furðugóð. Spennan er alltaf fyrir hendi og handritið er ágætlega skrifað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.