Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1988, Blaðsíða 6
30 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988. Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir Willow er ævintýrakvikmynd úr smiöju George Lucas. Leikstjóri er Ron Howard en vegur þessa fyrr- verandi barnastjörnu fer vaxandi meö hverri kvikmynd. Willow ger- ist í landi töfra og dulúöar. Sögu- hetjan er Willow Ufgood sem er einn úr flokki litla fólksins. Litla fólkið er friðsemdarfólk sem lifir á búskap og námagreftri. Ævintýri Willows byrjar þegar hann finnur barnið, Elora Danan. Þetta er sérstakt barn, því spáö er Bíóborgin Willow aö það eitt geti ráðiö niöurlögum hinnar illu drottningar, Bavmorda. Willow stefnir því lífi sínu í hættu til að vernda barnið og koma því í kastalann Tir Asleen þar sem þaö getur veriö öruggt fyrir göldrum Bavmorda drottningar. • Leiðin til kastalans er löng og kraftur drottningar og dóttur hennar mikill. Hjálp fær Willow frá vöskum riddurum. Á hinni löngu leið vingast Willow viö Madmartig- an sem er mikill stríösmaður. Og eins og í öllum góðum ævintýrum eru erfiöleikarnir til aö yfirstíga þá og kapparnir tveir eru engar undantekningar. Aðalhlutverkin leika Val Kilmer er leikur Madmartigan, Warwick Davis er leikur Willow, Joanna Whalley er leikur Sorsa, dóttur drottningarinnar, og Jean Marsh er leikur Bavmorda. -HK Vinirnir tveir, Willow og Madmartigan. Madmartigan (Val Kilmer) tekur Sorsa (Joanne Whalley), dóttur drottningarinnar illu, til fanga. Háskólabíó: Apaspil Apaspil (Monkey Shines) fjailar um Alan sem lamast í slysi. Vinur hans, sem er líffræðingur sem gerir tilraunir til aö greindarbæta apa, þjálfar Ellu apaynju fyrir Alan til aö inna ýmis viðvik af hendi fyrir hann. Samband Ellu og Alans veröur náiö og sú heift sem hann er hald- inn yfir vanmætti sínum brýst fram. Apinn Ella nær meiru og meiru valdi yfir honum og kemur aö því aö hún ræöur orðiö yfir yfir lífi hans. Apaspili er leikstýrt af George A. Romero og er þetta talin hans langbesta mynd til þessa. Romero er hryllingsmeistari sem hefur tek- ist aö gera hryllingskvikmynd sem svo sannarlega stendur undir nafni Jason Beghe og Kate McNeil í hlutverkum sínum i Apaspili. og fær hárin til að rísa á áhorfand- anum. Myndin hefur alls staöar fengiö góöa dóma og er Romero kominn í röö fremstu hryllings- meistara kvikmyndanna. -HK Meðal kvikmynda í Regnboganum er tónlistarkvikmyndin Rattle and Hum sem er um tónleikaferð U2 í Banda- ríkjunum. U2 er sjálfsagt einhver allra frægast hljómsveit heimsins í dag og í Rattle and Hum fá aðdáendur hijómsveitarinnar gott tækifæri til aö kynnast þeim á hljómleikferð og í upptökuveri. Mynd sem óhætt er aö mæla meö fyrir alla aðdáendur rokktónlistar. Laugarásbíó: Skordýrið Það er farið með Fred Adams á sjúkrahús með háan hita og vanlíð- an. Þaö tekst ekki aö bjarga lífi hans þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sýni er tekið úr líkama hans og sett í rannsókn. Eftir niðurstöður þaöan er sjúkrahúsið sett í sóttkví og herinn kallaður til aðstoðar. Það kemur sem sagt í ljós að í líkama Adams finnst veira sem er skæö og ekki fyrir hvern sem er að fást við hana. Hún sleppur laus og þá nótt voru ekki mörg börn mennsk sem fæddust á sjúkrahúsinu... Eins og sjá má af þessari lýsingu er Skordýrið (Insect) hryllings- mynd sem ekki er ætluð tauga- veikluðum. Aðalhlutverkin leika Steve Railsbach og Chynthia Walsh. -HK Bagdad Café er kostuleg gamanmynd sem segir frá konu einni sem yfirgef- ur leiðinlegan eiginmann sinn úti í miðri eyöimörk er hún sér skilti sem auglýsir kaffihúsið Bagdad Café. Hún tekur stefnuna á það. Þótt ekki sé allt þar sem hún hafði ímyndað sér finnur hún loks lífshamingju og gleði. Bagdad Café er eftirminnileg gamanmynd sem svíkur engan sem hefur á annað borð gaman af kvikmyndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.