Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1988, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988. 19 Dansstaðir Abracadabra, Laugavegi Bigfoot sér um tónlistina um helgina. Amadeus, Þórscafé, Brautarholti, simi 23333 Hljómsveitin Kátir piltar leikur fyrir dansi á efri hæðinni um helgina. Ben- son sér um fjöriö á þeirri neðri. Ártún, Vagnhöfða 11 Gömlu dansarnir fóstudagskvöld kl. 21-3 og laugardagskvöld kl. 22-3. Hljómsveitin Danssporið leikur fyrir dansi bæði kvöldin. Bíókjallarinn, Lækjargötu 2, sími 11340 Diskótek um helgina. Broadway, Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Casablanca, Skúlagötu 30 „Hip-hop house acid“ danstónhst föstudags- og laugardagskvöld. Duus-hús, Fischersundi, sími 14446 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Glæsibær, Álfheimum Hljómsveitin í gegnum tíðina leikur gömlu og nýju dansana föstudags- og laugardagskvöld. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavík Hljómsveitirnar Rokkabilliband Reykjavíkur og Karakter leika fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími 82200 Dansleikir föstudags- og laugardags- kvöld. Lifandi tónlist. Tískusýningar öll funmtudagskvöld. Opið frá kl. 19-1. Hótel ísland í kvöld og á laugardagskvöld verður skemmtimin Rokkskór og bítlahár, svipmyndir úr sögu rokksins á árun- um 1955-1970. Hótel Saga, Súlnasalur, v/Hagatorg, Reykjavík, simi 20221 25 ára afmælishátíð á Hótel Sögu á laugardagskvöld. Vinsælustu söngv- arar frá þessum tima. André Bach- mann leikur fóstudags- og laugar- dagskvöld á Mímisbar. Rétt hjá Nonna Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Tunglið, Lækjargötu 2, sími 621625 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Vetrarbrautin, Brautarholti 20, sími 29098 Hljómsveitin Boogie spilar um helg- ina. Ölver, Álfheimum 74, s. 686220 Opið funmtudags-, fóstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. Zeppelin „rokkklúbburinn“, Borgartúni 32 Royal Rock, ný húshljómsveit, leikur fyrir dansi um helgina. Q, Borgartúni 32 Diskótek á föstudags- og laugardags- kvöld. Rokkað í Q-inuum helgina Breytingar hafa nú átt sér stað í gamalgrónu skemmtihúsi við Borgartún 32 þar sem Klúbburinn og Evrópa voru áður til húsa. í kjallara og á fyrstu hæð er nú skemmtistaðurinn Q til húsa. Um helgina verður boðið upp á lifandi tónlist og verða tvær af vinsælustu hljómsveitum landsins þar á fjöl- um auk Bjartmars Guðlaugssonar. Hljómsveitirnar eru Strax og Síðan skein sól. Strax hefur veriö á yfirreið um landsbyggðina og kemur nú fram í fyrsta skipti í Q-inu. Hljómsveitina skipa Ragnhildur Gísladóttir, Jak- ob Magnússon, Sigurður Gröndal, Sigfús Óttarsson og Baldvin Sig- urðsson. Síðan skein sól er með Helga Björnsson í broddi fylkingar og verða þessar tvær hljómsveitir föstudags- og laugardagskvöld og lofað er að rokkað verði grimmt þessi kvöld. Þess má geta að Strax heldur til Englands þar sem hún mun leika í næstu viku. Friðrik Theódórsson fyrir miðju ásamt tveimur félögum, Agli B. Hreins- syni og Hans B. Jenssyni. Hótel fsland: á Rokkskóm og bítlahári í kvöld og annað kvöld verða síðustu sýningar á hinni vinsælu söngskemmtun Rokkskór og bítlahár á Hótel íslandi. Sýningar hófust á Akureyri en voru færðar t haust á Hótel ísland. Þær hafa á báðum stöðum hlotið afbragðs viðtökur áheyrenda. Meðal flytjenda eru Einar Júl- íusson, Anna Vilhjálms, Sigríður Beinteinsdóttir og Ingvar Grét- arsson. Sögumaður og kynnir er Bjarni Dagur Jónsson. Átta manna dansflokkur, sem tekur þátt í sýningunni, er undir stjórn Jóhannesar Bachmann. Hamborgarjólatréð Á morgun kl. 16.00 verður kveikt á Hamborgarjólatrénu sem Reykja- víkurhöfn hefur nú, eins og mörg undanfarin ár, fengið sent frá Ham- borg. Tréð er gjöf frá klúbbnum Wik- ingerrunde sem er félagsskapur fyrrverandi sjómanna, blaða- manna og verslunarmanna í Ham- borg og nágrenni. Einn af félögum klúbbsins, Ac- him D. Möller, er hingað kominn ásamt frú til að afhenda tréð sem að venju verður reist á hafnar- bakkanum við Hafnarbúðir. Af- hendingin fer fram kl. 16.00 að við- stöddum borgarstjóranum, sendi- herra Sambandslýðveldisins og öðrum gestum. Hafnarstjóri mun veita trénu móttöku. Lúðrablásarar munu leika við Hafnarbúðir frá kl. 15.45. Kringlan: Jólasveinamir koma Fyrstu jólasveinarnir koma til borgarinnar á morgun og'munu þeir koma við í Kringlunni kl. 11.00. Þar munu þeir heilsa upp á börnin og syngja jólalög. Það verður fleira til skemmtunar í Kringlunni. Léttsveit Tónmennta- skólans mun leika kl. 14.00. Stjórn- andi er Sæbjörn Jónsson og klukkutíma síðar mun Blásarak- vintett Reykjavíkur ásamt liðsaqka leika. Þá mun Skólakór Garðabæj- ar syngja nokkur jólalög undir stjórn Guðfmnu Dóru Ólafsdóttur. Hefst söngur kórsins kl. 16.30. Verslanir eru opnar til kl. 18.00 á morgun. Strax er önnur tveggja húshljómsveita í Q-inu um helgina. Jóladjass í Heita pottinum Að venju er djass í Heita pottin- um í Duus-húsi á sunnudagskvöld. Aö þessu sinni eru það Friðrik Theódórsson og félagar er leika. Sveiflan kemur til með að ráða þar ríkjum og verða leikin og sungin sígræn swinglög svona til að ylja mönnum í skammdeginu. Til að koma gestum í enn betra skap verður jólaglögg seld ásamt öðrum ljúfum veigum. Fyrir utan Friðrik, er leikur á básúnu og syngur, verða með þeir Tómas R. Einarsson, sem leikur á bassa, Guðmúndur R. Einarsson á trommur og básúnu, Egill B. Hreinsson á píanó, Hans Jensson á tenórsaxófón og Davíð Guðmunds- son á gítar. Allir velunnarar Heita pottsins og aðrir jasunnendur eru hvattir til að koma og taka þátt í jólasveifl- unni með Friðriki og félögum. Gallerí Grjót: Fatnaður á böm og unglinga Uppákoma veröur í Gallerí Grjóti, Skólavörðustíg 4a, á morg- un. Verður sýndur fatnaður á börn og unglinga á aldrinum 4-16 ára ásamt leðurfatnaði á unga menn. Fötin eru hönnuð af Ingibjörgu Þ. Gestsdóttur (Ingu) sem hefur ný- lega lokið námi í fatahönnun við Mode og Designskole í Kaup- mannahöfn. Karlmannafatnaðurinn var hannaöur fyrir tískusýningu skól- ans sem haldin var síðastliöið sum- ar. Barnaog unglingafatnaðurinn er unninn fyrir þessa sýningu. Inga notar gjarnan leður við hönnun sína og í barna- og ungl- ingafatnaðinn notar hún að hluta til leður frá Iðnaðardeild Sam- bandsins. Fatnaður eftir Ingu. Selfoss: Jólagleði Mikill jólaglaðningur verður í safnahúsunum á Selfossi um helg- ina. Dagskráin hefst með upplestri í bókasafninu kl. 14.00 á laugardag. Þann dag verður lesið úr Sögu Þor- lákshafnar eftir Skúla Helgason og Guðmundur Daníelsson Ies úr bók- unum Lífssaga Bryndísar Schram, Hrafninn flýgur og fleiri ritum. Sýningar verða opnaðar í báðum safnahúsunum. Byggðasafniö sýn- ir jólasveinana þrettán í gamla hlóðaeldhúsinu og skjalasafniö sýnir gömul jólakort. Listasafnið heldur sýningu á verkum nemenda frá námskeiðum haustsins og verða grafíkmyndir til sölu þar. í bókasafninu verður sýning á graf- íkverkum Svövu Sigurðar og eldri útgáfum á verkum Guðmundar Daníelssonar sem mun árita bók sína á laugardaginn. Sýningarnar verða allar opnar til 17.00 laugar- dag og sunnudag. Kafíi verður selt í bókasafninu en þar verða einnig sýndar nýjar jólabækur og verður safnið opið til útlána.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.