Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Blaðsíða 5
20
29
CELEBRITY
Til sölu Chevrolet Celebrity árg. 1986,
ekinn 56.000 mílur, svartur, sjálfskiptur, rafm. í rúð-
um, sportfelgur o.fl. o.fl.
Bíll í sérflokki.
æ
BILASALAN BUK
Skeifunni 8, símar 68-64-77 og 68-66-42
CedoVit
Mél
VotbVW
b'SL\
Hvidlegs-
perler
Uden lugt og smag
Ekstra stærke
HVÍTLAUKS
PERLUR
ÁN LYKTAR
OG BRAGÐS
HVER PERLA INNI-
HELDUR 66mg. AF
NÁTTÚRULEGUM
HVÍTLAUK
Jólatilboð
20% afsláttur
á öllum skóm í versluninni fram til jóla
FRANCO
MARTINI
kvenskór
Mjög fallegir og vandaðir kvenskór frá Ítalíu sem
fást aðeins hjá okkur.
Mikið úrval
Eigum líka fallega kvenskó í mörgum breiddum.
Hjá OKKUR færðu góða skó
GÓÐU VERÐI
NÝTT kreditkortatímabil
SKt ÍBLIÐ 1
GÍS FEI Ll ?DlMANbSS ON HF
í 1-1 1
Lækjargötu 6a, Reykjavik, simi 91-20937
ATH.
Viö gerum við skóna þína meðan þú bídur
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988.
i
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988.
- ■ t - rf • i -r r :>tr hwii
Kjarvalsstaðir:
Fjórar árstíðir II
Hörður Karlsson listmálari opn-
aði um síðustu helgi sýningu á
verkum sínum aö Kjarvalsstöð-
um. Á sýningunni eru nafnlausar
Hörður Karlsson við eitt verka
sínna.
akrýlmyndir og nefnist sýningin
Fjórar árstíðir II. Er þetta þriöja
einkasýning Harðar hér á landi
en hann er búsettur í Washing-
ton.
Hörðu’r er fæddur í Reykjavík
1933. Hann fór til Bandaríkjanna
tii framhaldsnám, var fyrst viö
Corcoran listaskólann í Was-
hington og síðan við háskólann í
Mexíkóborg.
Hörður var forstöðumaður
myndsmíðadeildar Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins í mörg ár og hafa
myndir hans verið sýndar í mörg-
um löndum, meðal annars í
Bandaríkjunum og á Spáni.
Hörður er einnig þekktur frí-
merkjateiknari og hefur fengið
mörg verðlaun og orðið sigurveg-
ari í samkeppnura um gerð frí-
merkja. Sýningin á Kjarvalstöð-
um er opin 14.00-22.00 dagiega og
stendur til 24. desember.
Gallerí Undir pilsfaldinum
Tilraunamyndir
í kvikmyndafomii
Edda Hákonardóttir heldur sýn-
ingu á tilraunakvikmyndum sínum
í gallerí Undir pilsfaldinum, Hlað-
varpanum, á laugardagskvöld kl.
20.00. Þetta eru stuttar kvikmyndir
sem líkja má við myndlist í formi
kvikmyndar.
Edda hefur haldið sýningar í Par-
ís og New York ásamt sýningum
hér heima. Fyrst umdeild mynd-
listarsýning í Grjótaþorpi 1972 og
svo sýning í Tjarnarbíói 1979. Hún
hefur einnig gefið út ljóðabók í New
York.
Kópíur aö tilraunakvikmyndun-
um sem sýndar verða eru til sölu.
Edda Hákonardóttir.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar:
Lestur úr nýjum bókum
Lesið verður úr sex nýútkomnum bókum
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugar-
Séra Rögnvaldur Finnbogason les úr Trú-
in, sálin og efinn eftir Guðberg Bergsson.
nestanga á sunnudaginn. Á milli atriða
leikur Hlíf Sigurjónsdóttir á fiðlu. Dagskrá-
in hefst klukkan 15.30 og stendur yfir í eina
og hálfa klukkustund.
Þeir sem lesa úr bókum sínum eru Einar
Már Guðmundsson sem les úr nýju smá-
sagnasafni, Leitinni að dýragarðinum. Jó-
hamar les úr bók sem nefnist Bygging.
Séra Rögnvaldur Finnbogason les ú Trúin,
ástin og efmn eftir Guðberg Bergsson.
Matthías Johannessen les úr ljóðabókinni
Dagur af degi. Sigurður A. Magnússon les
úr bók sinni um ævi Sigurbjöms Einars-
sonar biskups. Þá les Gísli Halldórsson úr
skáldsögu Þórarins Eldjáms, Skuggaboxi.
Kynnir á þéssari bókmennta- og tónlistar-
dagskrá er Erlingur Gíslason leikari.
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, sem
nýlega var vígt, eru til sýnis fimmtíu lista-
verk eftir hann. Safnið er opið á laugardög-
um og sunnudögum frá klukkan 14.00-17.00
og er kafílstofa safnsins þá einnig opin.
Ráðgert er að áframhald verði á bók-
mennta- og tónlistardagskrám með svip-
uðu móti í Listasafninu eftir áramót.
Gallerí Guðmundar frá Miðdal:
Esjan í vatnslitum og olíu
Jörandur Pálsson heldur sýningu á verk-
um sínum í Gallerí Guðmundar frá Miðd-
al. Á sýningunni eru vatnslitamyndir og
olíumálverk. Verk Jörundar á sýningunni
eiga það sameiginlegt að Esjan er í bak-
grunni á öllum myndunum.
Þetta er áttunda einkasýning Jörundar
en hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum
samsýningum, meðal annars sýningu Vest-
ur-íslendinga í Kanada.
Sýningin er opin alla daga frá kl. 14.00-
19.00 og lýkur henni 20. desember en þá
verður Jörundur 75 ára. Jörundur Páisson.
Geróuberg:
Úr námum íslensku
hljómsveitarinnar
Þriðja eftiisskráin úr námum Is-
lensku hljómsveitarinnar verður
flutt í menningarmiðstöðinni
Gerðubergi á sunnudaginn kl.
16.00.
Jóhanna V. Þórhaflsdóttir alt-
söngkona, Viðar Gunnarsson
bassasöngvari og íslenska hljóm-
sveitin munu þá frumflytja
Klukkukvæði eftir John Speight
við samnefnt og frumort kvæöi
Hannesar Péturssonar.
Á undan tónhstarflutningnum
verður afhjúpað málverk sem
Guómundur Emilsson, stjórn-
andi íslensku hljómsveitarinnar.
Einar Hákonarson hefur gert og
nefnir Við Klukkukvæði og á rót
að rekja til Ijóðs Hannesar líkt og
nafngiftin ber með sér.
í Klukkukvæði beinir Hannes
Pétursson sjónum að ónefndum
reiðmanní er áir í fomum eyðidal
i Skagafiröi og dreymir draum um
kiukku eina er áður var trölla- og
djöflafæla á hinum afvikna stað
og þykir honum sem klukkan tali
til sín. Kvæði þetta er aö sögn
Hannesar smíðað með frjálslegu
móti upp úr orðum í sjálfsævisögu
Jóns prófasts Steingrímssonar er
uppi var á átjándu öld.
Tónleikum þessum er einnig
ætlað annað hlutverk. Þeir era
haldnir til heiðurs tveimur tón-
skáldum sem eiga merkisafmæli,
þeim Jórunni Viðar og Jóni Ás-
geirssyni. Viðar Gunnarsson og
Þóra Fríða Sæmundsdóttir munu
flytja sönglög eftir aftnælisbörnin.
Að lokum veröur frumflutt nýtt
verk eftir Mist Þorkelsdóttur,
Smalasöngvar. Söngvarnir eru
samdir að tilhlutan hljómsveitar-
innar,
Aðventuhátíð á Stöðvar-
firði og í Heydölum
Aöventuhátíðir í Heydalaprestakalli verða næstkomandi laugardag, 17.
desember, í barnaskólanum á Stöðvarfirði og í Heydalakirkju sunnudag-
inn 18. desember og hefjast á báðum stöðum klukkan 20.30.
Kirkjukórar Heydalakirkju og Stöðvarfjarðarkirkju munu syngja saman
á hátíðunum aðventu- og jólasálma undir stjórn Ferenc Utassy. Þá munu
kóramir flytja sérstakt tónverk helgað aðventunni, aðventusöng eftir
Zoltán Kodally. Fermingarbörn munu flytja helgileik og sunnudagaskóla-
börn syngja við kertaljós.
Þá verður ljóðalestur og bænastund. Ræðumaður á báðum aðventuhá-
tíðunum verður séra Kristján Róbertsson, sóknarprestur á Seyðisfirði.
Séra Gunniaugur Stefánsson, Heydölum.
Messur
Guðsþjónustur í Reykjavíkur-
prófastsdæmi sunnudag 18.
desember1988.
Árbæjarprestakall. Barnasamkoma í
Foldaskóla í Grafarvogshverfi laugardag
kl. 11 árdegis. Sunnudagur: Barna- og
fjölskylduguösþjónusta í Árbæjarkirkju
kl. 11 árdegis. Skólakór Árbæjarkirkju
syngur jólalög undir stjórn Áslaugar
Bergsteinsdóttur tónmenntakennara. Sr.
Guðmundur Þorsteinsson.
Áskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Árni Bergur Sig-
urbjörnsson.
Breiðholtskirkja. Jólasöngvar fjölskyld-
unnar kl. 11. Þriöjudag: Bænaguðsþjón-
usta kl. 18.15. Sr. Gísli Jónasson.
Borgarspítalinn. Guðsþjónusta kl. 10. Sr.
Sigfmnur Þorleifsson.
Bústaðakirkja. Jólasöngvar kl. 14. Börn
úr Breiðagerðisskóla syngja og börn úr
Fossvogsskóla flytja helgileik. Kór og
hljómsveit Nýja tónlistarskólans flytja
jólalög. Saga og almennur söngur. Organ-
isti Guöni Þ. Guömundsson. Guðrún
Ebba Ólafsdóttir. Ólafur Skúlason.
Digranesprestakall. Barnasakoma í
safnaöarheimilinu við Bjarnhólastíg kl.
11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.
Sr. Þorbergur Kristjánsson.
Dómkirkjan. Laugardag: Barnasam-
koma í kirkjunni kl. 10.30. Öll böm vel-
komin. Egill og Ólafía. Sunnudag: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Börn úr kirkjuskól-
anum sýna helgileik undir stjóm Egils
Hallgrímssonar og Ólafíu Sigurjónsdótt-
ur. Lúðrasveit Laugarnesskóla leikur
undir stjórn Stefáns Stephensen. Sr.
Hjalti Guðmundsson.
Elliheimiiið Grund. Guðsþjónusta kl. 10.
Sr. Anders Josephsson.
Fella- og Hólakirkja. Fjölskvlduguðs-
þjónusta ki. 14. Ungir og aldnir koma
saman og syngja jólalög. Börn úr sunnu-
dagaskólanum. Kór aldraðra í Gerðu-
bergi. Kór Fjölbrautaskólans i Breiðholti
syngur og börn úr Völvukoti sýna helgi-
leik. Organisti Guðný Margrét Magnús-
dóttir. Prestar Guömundur Karl Ágústs-
son og Hreinn Hjartarson. Kaffí, djús og
smákökur eftir guðsþjónusta. Mánudag-
ur: Jólafundur Æskulýðsfélagsins kl.
20.30. Sóknarprestar.
Fríkirkjan i Reykjavík. Messa kl. 14.00.
Orgelleikari Pavel Smid. Sr. Cecil Har-
aldsson.
Grensáskirkja. Jólabarnasamkoma kl.
11. Messa kl. 14. Altarisganga. Organisti
Árni Arinbjarnarson. Prestarnir.
Hallgrimskirkja. Laugardag: Samvera
fermingarbarna kl. 10. Sunnudag: Barna-
samkoma og messa kl. 11. Sr. Sigurður
Pálsson. Ensk jólamessa kl. 16. Sr. Ragn-
ar Fjalar Lárusson. Þriðjudag: Fyrir-
bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir
sjúkum. Miövikudag: Náttsöngur kl.
21.00. Mótettukór Hallgrímskirkju syng-
ur, stjórnandi Hörður Áskelsson.
Landspítalinn. Messa kl. 10. Sr. Jón Bjar-
man.
Háteigskirkja. Kirkjudagur Háteigs-
kirkju. Barna- og fjölskylduguðsþjónusta
kl. 11 í samvinnu við æskulýðsstarf þjóö-
kirkjunnar. Leikhópurinn sýnir og
barnakórinn syngur. Sr. Torfi H. Stefáns-
son æskulýðsfulltrúi talar við börnin.
Kristín Þórunn og Pétur Björgvin. Messa
kl. 14. Við messu afhendir kvenfélag Há-
teigssóknar söfnuðinum altaristöflu aö
gjöf og listamaðurinn Benedikt Gunnars-
son lýsir boðskap myndarinnar. Að-
ventusöngvar við kertaljós kl. 21. Kór og
kammersveit Háteigskirkju flytja kirkju-
tónlist. Hjörtur Pálsson flytur hugleið-
ingu. Almennur söngur. Kvöldbænir og
fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudög-
um kl. 18. Sóknarprestar.
Hjallaprestakall í Kópavogi. Almenn
guðsþjónusta kl. 14 í messuheimili Hjalla-
sóknar, Digranesskóla. Dr. Einar Sigur-
björnsson, prófessor í trúfræði við guð-
fræðideild Háskóla íslands, messar. Kór
Hjallasóknar syngur. Organisti Solveig
Einarsdóttir. Allir velkomnir. Sóknar-
prestur.
Kársnesprestakall. Barnasamkoma i
safnaöarheimilinu Borgum kl. 11. Jóla-
tónleikar Tónlistarskóla Kópavogs í
Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Árni Pálsson.
Laugarneskirkja. Barna- og fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Barnakór Laugar-
nesskólans syngur nokkur lög. Kveikt
veöur á fjórum kertum aðventukransins
og sögð jólasaga. Fimmtudagur 22. des.
Helgistund í hádeginu með altarisgöngu
og fyrirbæn. Sóknarprestur.
Neskirkja. Jólasamvera aldraðra laugar-
dag kl. 15. Jólahugleiðing, einsöngur,
happdrætti, helgileikur og kaffiveitingar.
Sunnudagur: Barnaguösþjónusta kl. 11.
Munið kirkjubílinn. Húsiö opnar kl. 10.
Jólaföndur. Jólasöngvar fjölskyldunnar
kl. 14. Félagar úr barnakór Melaskóla
syngja undir stjóm Helgu Gunnarsdóttur
og ungar stúlkur syngja þrísöng. Börn
úr kirkjustarfinu sýna helgileik. Sr.
Guðni Gunnarsson skólaprestur hefur
hugleiðingu. Miðvikudag: Fyrirbæna-
messa kl. 18.20. Þorláksmessa: Orgel-
stund kl. 17-18. Reynir Jónasson organ-
isti kirkjunnar leikur á orgel hennar.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Seljakirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Síðasta barnaguðsþjónusta fyrir jól.
Guðsþjónusta kl. 14. Skólakór Kársness-
skóla í Kópavogi syngur undir stjórn
Þórunnar Björnsdóttur.
Seltjarnarneskirkja. Barnasamkoma kl.
11. Messa kl. 14. Skólakór Seltjarnarness
(9-13 ára börn) leiöir kirkjusöng undir
stjóm Helgu Bjarkar Grétudóttur. Org-
anisti Sighvatur Jónasson. Þriðjudag:
Starf fyrir KF-12 ára börn kl. 17-19. Sr.
Guðmundur Örn Ragnarsson.
Frikirkjan í Hafnarfirði. Ferming kl. 11.
Fermdur verður Pálmi Geir Konráösson,
búsettur í Ástralíu. Aðventusamkoma kl.
14 á 75 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Börn
úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar sýna
helgileik. Magnús Gíslason syngur ein-
söng. Flautuleikur: Linda Hreggviðsdótt-
ir flautuleikari ásamt blokkflautusveit
Tónlistarskóla Garðabæjar. Ræðumaður:
Guðm. Árni Stefánsson, bæjarstjóri. Hiö
nýja safnaðarheimili að Austurgötu 24
verður til sýnis að lokinni samkomunni.
Einar Eyjólfsson.
Garðasókn. Barnasamkoma í Kirkju-
hvoli sunnudag kl. 13. Guösþjónusta í
Garðakirkju sunnudag kl. 14. Skólakór
Garöabæjar syngur. Stjórnandi Guðfinna
Dóra Ólafsdóttir. Organisti Þröstur Ei-
riksson. Bænastund og biblíulestur er í
Kirkjuhvoli alla laugardaga kl. 11. Sr.
Bragi Friðriksson.
Sýningar
Árbæjarsafn,
simi 84412
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 10-18.
Ásgrímssafn,
Bergstaðastræti 74
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-
16.00.
Bókakaffi,
Garðastræti 19
Margrét Lóa sýnir í Bókakaffi. Myndirn-
ar em flestar unnar á þessu ári. Sýningin
er opin á venjulegum afgreiðslutíma
kaffihússins frá ki. 10-18.30 og á laugar-
dögum kl. 10-16.
Bókasafn Kópavogs
Nú stendur yfir sýning á verkum Svav-
ars Ólafssonar í listastofu Bókasafns
Kópavogs. Sýningunni lýkur í kvöid kl.
9. Þá stendur einnig yfir sýning á bibbum
á ýmsum málum og stendur hún til ára-
móta.
FÍM-salurinn,
Garðastræti 6
í desember og janúar verður galleríiö
eingöngu starfrækt sem sölugallerí og
veröur skipt um upphengi viku- til hálfs-
mánaðarlega. Sýningartími gallerísins er
kl. 12-18 virka daga en í desember frá
kl. 12 þar til verslunum er lokað. Laugar-
daga er opið frá kl. 14-18 nema í desem-
ber, þá er opið jafnlengi og verslanir eru
opnar. Lokað á sunnudögum.
Gallerí Borg,
Pósthússtræti
í Gallerí Borg stendur nú yfir hið árlega
jólaupphengi. Þar eru til sölu og sýnis
verk gömlu meistaranna, einnig teikn-
ingar, vatnsbta- og pastelmyndir eftir
hina ýmsu höfunda. Auk þess er úrval
gler- og leirmuna, bæði í Pósthússtræti
og grafíkgallerí Borg, Austurstræti 10. í
Kringlunni hefur Gailerí Borg opnað
jólasölusýningu á þriðju hæð. Þar era til
sölu grafíkmyndir, teikningar, vatnslita-,
pastel- og oliumyndir, auk leirmuna.
Opiö er á venjulegum afgreiðslutíma
verslana í desember.
Gallerí undir pilsfaldinum,
Hlaðvarpanum
Ásgeir Smári Einarsson heldur sina 6.
einkasýningu hérlendis. Þar sýnir
„Móri“ myndverk sín unnin á þessu og
síðasta ári. Myndirnar eru olíumálverk
og vatnshtamyndir og eru allar myndirn-
ar til sölu. Sýningin er opin virka daga
kl. 14-20 en um helgar kl. 14-18. Henni
lýkur 18. desember.
Listasafn Einars Jónssonar
er lokaö í desember og janúar. Högg-
myndagarðurinn er bpinn daglega kl.
11*47.
Listasalurinn Nýhöfn,
Hafnarstræti 18,
í Nýhöfn stendur nú yfir jólasýning.
Þetta er mjög fjölbreytt samsýning á
listaverkum eftir lifandi og látna lista-
menn og eru öll verkin til sölu. Laugar-
daginn 17. desember kl. 13-15 mun söng-
konan Anna Sigríður Helgadóttir syngja
nokkur lög við hljómborðsundirleik Jó-
sefs Gíslasonar gestum til ánægju og
yndisauka í jólaannríkinu. Nýhöfn er
opin á afgreiðslutíma verslana og frá kl.
14-18 á sunnudögum fram að jólum.
Galleri Guðmundar
frá Miðdal,
Skólavörðustíg 43
Þar stenduryfir afmælissýning Jörundar
Pálssonar. Á sýningunni em bæði vatns-
litamyndir og olíumálverk og eru þau öll
af Esjunni. Jörundur verður 75 ára þann
20. desember og er sýningin haldin í til-
efni af því. Hún er opin kl. 14-19 alla
daga til 20. desember.
Gallerí Grjót,
Skólavörðustíg
Þar stendur yfir jólasýning á verkum
þeirra 9 listamanna sem að galleriinu
standa. Verkin em öll til sölu. Galleriið
er opið virka daga kl. 12-18 og á laugar-
dag kl. 14-22.
Gallerí Langbrók,
Bókhlöðustíg 2,
textílgallerí, er opið þriðjudaga til föstu-
daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14.
Gallerí List,
Skipholti 50b
Nýtt og mikið úrval listaverka. Nýjar
grafík- og vatnslitamyndir. Galleríið er
opið frá kl. 10.30-18.
Gallerí Svart á hvítu,
Laufásvegi 17
í listaverkasölu gallerísins (efri hæð) em
til sölu verk ýmissa myndlistarmanna.
Kjarvalsstaðir
v/Miklatún
Hörður Karlsson listmálarí sýnir á
Kjarvalsstöðum. Sýningin nefnist „Fjór-
ar árstíðir II“. Hörður er Reykvíkingur
sem fór ungur vestur til Bandaríkjanna
og Mexíkó til listnáms. Hann var i mörg
ár forstöðumaöur myndsmíðadeildar Al-
þjóðagjaldeyrissjóösins í Washington.
Málverk og myndverk Harðar hafa veriö
«ýnd víða um lönd. Þetta er þriöja einka-
sýning hans í Reykjavík. Sýningin er
opin daglega kl. 14-22 fram til 24. desem-
ber.
Listasafn ASÍ,
Grensásvegi 16
Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá sýnir
verk sín. Á sýningunni em myndverk
úr ull gerð á sl. tveimur árum. Þetta er
fyrsta einkasýning Kristínar í Reykjavík
en hún hefur haldið einkasýningu á Ak-
ureyri og tekið þátt í fjölmörgum sam-
sýningum hér á landi og erlendis. Sýning-
in er opin virka daga kl. 16-20 og um
helgar kl. 14-20.
Listasafn Háskóla íslands
í Odda,
nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega
kl. 13.30-17. Þar em til sýnis 90 verk í
eigu safnsins, aöallega eftir yngri lista-
menn þjóðarinnar. Aðgangur að safninu
er ókeypis.
Listasafn íslands,
Fríkirkjuvegi 7
Sýningarsalir og veitingastofa Listasafns
íslands verða lokuð frá 15. des. til 15. jan.
nk. Skrifstofa safnsins ásamt afgreiðslu
korta veröur opin virka daga frá kl. 8-16.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar,
Laugarnestanga 70
í tilefni af opnun safnsins og 80 ára af-
mæli listamannsins er haldin yfirlitssýn-
ing á 50 verkum Siguijóns, þar á meðal
em myndir sem aldrei hafa áöur verið
sýndar á íslandi. Safnið og kaffistofan em
opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17.
Tekið er á móti hópum eftir samkomu-
lagi.
Mokkakaffi,
Skólavörðustíg
Ríkey Ingimundardóttir sýnir þessa dag-
ana nokkur verka sinna á Mokka. Þetta
em postulínslágmyndir og málverk. Rík-
ey hefur haldiö margar einkasýningar
og tekið þátt í samsýningum hér heima
og erlendis. Öll verkin eru til sölu.
Myntsafn Seðlabanka
og Þjóðminjasafns,
Einholti 4,
er opið á sunnudögum kl. 14-16.
Norræna húsið
Thor Vilhjálmsson og Örn Þorsteinsson
opna á morgun kl. 14 sýningu sem þeir
kalla „Sporrækt". Sýningin stendur til
31. desember og opin alla daga kl. 14-19.
Stofnun Árna Magnússonar
Handritasýning Stofnunar Árna Magn-
ússonar er í Árnagarði við Suðurgötu á
þriðjudögum, fimmtudögum og laugar-
dögum kl. 14-16.
Póst- og símaminjasafnið,
Austurgötu 11
Opið á sunnudögum og þriöjudögum kl.
15-18. Aðgangur ókeypis.
Sjóminjasafn íslands,
Vesturgötu 8,
Hafnarfirði
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18.
Til sýnis og sölu postulínslágmyndir,
málverk og ýmsir litlir hlutir. Opiö á
verslunartíma þriðjudaga, miðvikudaga,
fimmtudaga og fóstudaga og á laugardög-
um kl. 10-16.
Þjóðminjasafn íslands
Safriið er opið þriðjudaga, fimmtudaga,
laugardaga og sunnudaga kl. 11-16.
SÝNINGAR Á
LANDSBYGGÐINNI
Listkynning Alþýðubankans
Menningarsamtök Norðlendinga
(Menor) og Alþýðubankinn á Akureyri
kynna að þessu sinni áhugaljósmyndar-
ann Hörð Geirsson. Kynningin er í af-
greiðslusal Alþýðubankans á Akureyri,
Skipagötu 14, og henni lýkur 6. janúar
1989.
j