Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1988, Blaðsíða 1
Sviðsmynd úr Fjalla-Eyvindi og konu hans. A sviðinu sjást Arngrimur holdsveiki (Ævar Kvaran), Halla (Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir) og Fjaila-Eyvindur
(Þórarinn Eyfjörð).
Þjóðleikhúsið:
Fjalla Eyvindur
og kona hans
Fjalla-Eyvindur er með vinsælustu
leikritum íslenskra bókmennta.
Leikritið var fyrst frumsýnt í Iðnó
annan dag jóla árið 1911 og í kjölfar-
ið fylgdu sýningar í Dagmarleik-
húsinu í Kaupmannahöfn, Þjóðleik-
húsinu í Osló, leikhúsum í Árósum,
Gautaborg, Helsinki, Hamborg,
Múnchen, London og víðar í Evrópu
og einnig vestanhafs.
Þá gerði sænskur leikstjóri kvik-
mynd eftir Fjalla-Eyvindi 1917 sem
naut mikillar hylli. Fjalla-Eyvindur
hefur löngum verið talinn bók-
menntasögulegt afrek og var hann
sýndur bæði við alþingishátíðina
1930 og við opnun Þjóðleikhússins
1950.
Þjóðleikhúsið hefur valið Fjalla-
Eyvind og konu hans sem jólaverk-
efni í ár og verður frumsýning annan
dag jóla. Er leikritið í leikstjórn Brí-
etar Héðinsdóttur. Sú gerð verksins
sem sýnd er hér nú hefur ekki verið
sýnd á íslandi áður, en íslenski text-
inn hefur verið styttur til samræmis
við þriðju útgáfu á „Bjærg-Ejvind og
hans Hustru“ frá 1917 og var sú út-
gáfa endurskoðuð af höfundi sjálf-
um.
Höfundur Fjalla-Eyvinds og konu
hans, Jóhann Sigurjónsson, fæddist
1880 á Laxamýri í Þingeyjarsýslu.
Hann fór ungur til Danmerkur til
náms í dýralækningum. Ekki kláraöi
hann námið enda átti skáldskapur
hug hans allan. Hann ílengdist í Dan-
mörku og dvaldi þar í tuttugu ár. Það
leikrit Jóhanns sem er hvað þekktast
utan Fjalla-Eyvindur er Galdra Loft-
ur er hann samdi 1915. Jóhann lést
aöeins 39 ára gamall.
Fjalla-Eyvindur er rómantískur og
ljóðrænn harmleikur um ástir og
örlög útilegumannsins Kára, sem
nefndur var Fjalla-Eyvindur, og
Höllu, konunar sem hlýðir rödd
hjartans og fórnar öllu fyrir ástina.
Jóhann er talinn hafa fengið hug-
myndina að verkinu þegar hann sá
standmynd Einars Jónssonar, Úti-
legumanninn, og síðan hráefnið úr
sögunum af Fjalla-Eyvindi og Höllu
Halla og Fjalla-Eyvindur standa
saman í blíðu og striðu. Lilja Guðrún
Þorvaldsdóttir og Þórarinn Eytjörð i
hlutverkum sinum.
sem byggja á atburðum er áttu að
hafa gerst um miðbik átjándu aldar.
Helstu hlutverk í Fjalla-Eyvindi og
konu hans eru í höndum Lilju Guð-
rúnar Þorvaldsdóttur er leikur Ilöllu
og Þórarins Eyflörð er leikur Fjalla-
Eyvind. Aðrir leikarar eru Hákon
Waage, Erlingur Gíslason. Bryndís
Pétursdóttir, Guðný Ragnarsdóttir,
Rúrik Haraldsson, Baldvin Halldórs-
son, Guðbjörg Þorbjarnardóttir og
Ævar Kvaran en hann heldur upp á
fimmtíu ára leikafmæli sitt með þess-
ari sýningu.
Fyrsta sýningin er eins og áður
sagði annan dag jóla. Milli jóla og
nýárs verða svo þrjár sýningar, 28.
29. og 30. desember.
-HK
Dansbænir
í Hallgríms-
kirkju
- sjá bls. 26
Jólakvik-
myndir
- sjá bls. 40
Messur
um
jólin
- sjá bls. 41
Halldór
Laxness
- sjá bls. 27