Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1988, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER.1988. 39 Kjarvalsstaðir: Fjórar árstíðir II Sýning Haröar Karlssonar listmál- ara á Kjarvalsstöðum lýkur á aö- fangadag. Á sýningunni eru nafn- lausar akrýlmyndir og nefnist sýn- ingin Fjórar árstíðir II. Er þetta þriðja einkasýning Harðar hér á landi en hann er búsettur í Was- hington. Hörður er fæddur í Reykjavík 1933. Hann fór til Bandaríkjanna til fram- haldsnám, var fyrst við Corcoran listaskólann í Washington og síðan við háskólann í Mexíkóborg. Hörður var forstöðumaður mynd- Hörður Karlsson ásamt eiginkonu sinni Mariu Karlsson við opnun sýn- ingarinnar. smíðadeildar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins í mörg ár og hafa myndir hans verið sýndar í mörgum löndum, meðal annars í Bandaríkjunum og á Spáni. Hörður er einnig þekktur frí- merkjateiknari og hefur fengið mörg verðlaun og orðið sigurvegari í sam- keppnum um gerð frímerkja. Sýn- ingin á Kjarvalstöðum er opin 14.00- 22.00 daglega og stendur til 24. desem- ber. Frá iriðargöngunni á siðasta ári. Blysför friðarhreyfinga Á Þorláksmessu kl. 17.45 verður safnast saman á Hlemmi og kl. 18.00 lagt af stað í hina árlegu blysför frið- arhreyfinga niður Laugaveg. Þessi blysför er orðin fastur liöur í undir- búningi jólanna hjá mörgum fjöl- skyldum og verður nú farin í sjötta sinn. Háskólakórinn, Hamrahlíðarkór- inn'og Barnakór Kársnesskóla fara fyrir göngunni og syngja niðri viö Torfu eftir að ávarp friðarhreyfmg- anna hefur verið lesið af Önnu Krist- ínu Arngrímsdóttur leikkonu. Stjórnandi fundarins verður séra Gunnar Kristjánsson. Þeir sem standa að friðargöngunni eru Friðarhópur fóstra, Friðarhópur listámanna, Friðarhreyfing ís- lenskra kvenna, Friðarömmur, Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna, Samtök herstöðva- andstæðinga, Samtök íslenskra eðl- isfræðinga gegn kjarnorkuvá, Sam- tök lækna gegn kjarnorkuvá og Sam- tök um kjarnorkuvópnalaust ísland. Innanlandsflug yfir hátíðarnar Arnarflug Vetraráætlun Arnartlugs verður óbreytt yfir hátíðarnar nema flug fellur niður á jóladag, gamlársdag og nýársdag. Ef þörf krefur verður bætt viö vélum á áætlunar- leiöum í innanlandsflugi svo allir komist á leiðarenda. Félag um skjalastjórn Þann 6. des. sl. var haldinn stofnfundur Félags um skjalastjórn. Tilgangur félags- ins er m.a. að efla þekkingu og skilning á skjalastjórn hjá einstaklingum, fyrir- tækjum og opinberum aðilum. Ennfrem- ur að efla tengsl þeirra sem starfa við skjalasöfn og stuðla að samvinnu þeirra á milli. Félagið er opið öllum sem vilja vinna að markmiðum félagsins. Stofnfé- lagar eru þegar orðnir rúmlega 50 tals- ins. Á stofnfundinum voru samþykkt lög hins nýja félags og kosin stjórn. Upplýs- ingar um félagið og aðild að því veita Kristín Ólafsdóttir, s. 20522, Svanhildur Bogadóttir, s. 688943 og Kristín H. Péturs- dóttir, s: 35364. Strætisvagnar Akstur Strætisvagna Reykja- víkur um jólin 1988 Þorláksmessa: Ekið eins og á virkum degi. Aðfangadagur og gamlársdagur: Ekið eins og á laugardögum til um kl. 17.00. Þá lýkur akstri strætisvagna. Jóladagur 1988 og nýársdagur 1989: Ekiö á öllum leiðum samkvæmt tímaáætlun helgidaga í leiðabók SVR að því undan- skildu að allir vagnar hefja akstur um kl. 14.00. Annar jóladagur: Ekið eins og á sunnu- degi. Upplýsingar í simum 12700 og 82533. Fyrstu ferðir jóladag 1988 og nýársdag 1989 og síðustu ferðir á aðfangadag og gamlársdag. Leið 2 frá Öldugranda 3 frá Suðurströnd 4 frá Holtavegi 5 frá Skeljanesi 6 frá Lækjartorgi 7 frá Lækjartorgi 8 frá Hlemmi 9 frá Hlemmi 10 frá Hlemmi 11 frá Hlemmi 12 frá Hlemmi 13 frá Lækjartorgi 14 frá Lækjartorgi 15A frá Lækjartorgi 17 frá Lækjartorgi frá Skeiðarv. frá Efstaleiti frá Ægissíðu frá Sunnutorgi frá Óslandi frá Óslandi frá Selási frá Skógarseli frá Suöurhólum frá Vesturbergi frá Skógarseli frá Reykjafold Fyrstu Síðustu ferðir ferðir 14.05' 16.35 14.03 ■ 17.03 14.09 16.39 13.45 16.45 13.45 16.45 ' 13.55 16.55 13.53 16.53 14.00 17.00 14.05 16.35 14.00 16.30 14.05 16.35 14.05 16.35 14.05 16.35 14.06 16.36 14.07 17.07 13.44 17.14 14.10 16.40 14.02 17.02 14.08 16.38 14.05 . 17.05 14.09 17.09 14.00 16.54 13.49 16.49 13.56 16.56 13.55 16.55 13.55 16.55 13.58 16.58 Á aðfangadag verða farnar tvær ferðir í Gufuneskirkugarð: Frá Lækjartorgi kl. 10.30 og kl. 14.00 Frá Hlemmi kl. 10.35 og kl. 14.05 Frá Grensásstöð kl. 10.45 og kl. 14.15 .Vagnarnir bíða meðan farþegar fara i garðinn. Okeypis verður í vagnana 23. - 26. des. að báðum dögum meðtöldum. Stætisvagnar Reykjavíkur |L JSSS f8I J: ZJ J Jólahelgistund i Hallgrímskirkju í kvöld Þorláksmessukvöld kl. 23.15 verð- ur jólahelgistund í Hallgrímskirkju á vegum Kristilegra skólasamtaka. Kristi- leg skólasamtök eru félagsskapur ungs fólks í framhaldsskólum í borginni. Mun félagsfólk sjá um dagskrá. Jólahugvekja verður og sungnir veröa jólasálmar. Hvetja Kristileg skólasamtök fólk sem er að koma úr verslunarleiðangri og aðra til að koma við í kirkjunni og eiga góða og kyrra stund til að undirbúa jólin. All- ir velkomnir. Opið hús í Fríkirkjunni í dag, Þorláksmessu 23. desember, verður Fríkirkjan í Reykjavík opin fyrir gesti og gangandi frá kl. 17-20. Síðasta klukku- tímann verður leikið á orgel kirhjunnar. Tekið verður við framlögum til Hjálpar- stofnunar kirkjunnar og útsendum söfn- unarbaukum veitt mótttaka. Heitt kaffi verður á könnunni. Með þessu vill kirkj- an vera þeim, sem vilja í ys og erli annas- ams dags, ylur og skjól. Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæmis Akstur strætisvagna Kópa- vogs um jól og áramót 1988- 1989 Þorláksmessa: Föstudagur 23/12 ekið samkv. áætlun virka daga. Síðustu ferðir frá skiptistöð kl. 00.30 úr Lækjargötu kl. 00.41 frá Hlemmi kl. 00.47 Aðfangadagur: Laugardagur 24/12. Ekið samkv. helgidagaáætlun á 30 mín. fresti. Síðustu ferðir: Frá skiptistöö til Reykjavíkur kl. 16.30 Úr Lækjargötu kl. 16.41 Frá Hlemmi kl. 16.47 í vesturbæ Kópavogs kl. 16.45 í austurbæ Kópávogs kl. 16.45 Enginn akstur eftir það. Jóladagur: sunnudagur 25/12. Akstur hefst kl. um 13.45 innan Kópavogs og kl. 14.00 milli Kópavogs og Reykjavíkur. Frá Lækjargötu kl. 14.11 Frá Hlemmi kl. 14.17 (Ekið á 30 mín. fresti samkv. tímat. sunnud.) Annar í jólum: Mánudagur 26/12. Ekið samkv. áætlun sunnud. frá kl. 9.45-00.30. Ekið á 30 mín fresti. Gamlársdagur: Laugardagur 31/12. Ekiö eins og á aðfangadag. Nýársdagur: Sunnudagur 1/1 1989. Ekið eins og á jóladag. Eins og undanfarin ár munu starfsmenn kirkjugaröanna aö- stoða fólk, sem kemur til aö huga aö leiðum ástvina sinna. Á Þorláksmessu og aðfangadag verða talstöövarbílar dreiföir um Fossvogsgarð og munu í samvinnu viö skrifstofuna leiöbeina fólki eftir bestu getu. Skrifstofan er opin til kl. 16.00 á Þorláksmessu og til kl. 15.00 á aðfangadag. í Gufunesgarði og Suöurgötu- garði veröa einnig starfsmenn til aðstoðar og sérstakar feröir veröa i Gufunesið meö strætisvögnum sem hér segir: Á aðfangadag veröa farnar tvær feröir: Frá Lækjartorgi kl. 10.30 og kl. 14.00. Frá Hlemmi kl. 10.35 og kl. 14.05. Frá Grensásstöð kl. 10.45 og kl. 14.15. Vagnarnir bíða meðan farþegar fara í garðinn. Vinsamlegast athugið að það auð- veldar mjög alla aðstoð ef gestir í garðana vita leiðisnúmer. Þeim sem ekki vita það og eru ekki ör- uggir að rata, viljum við eindregið benda á að hafa samband sem fyrst við skrifstofuna, sími 18166 og fá uppgefið númer þess leiðis er vitja skal og hafa það á takteinum þegar í garðana er komið. Tekinn veröur upp einstefnu- akstur að Fossvogskirkjugarði og mun lögregla gefa leiðbeiningar og stjórna umferð. Ferðir sérleyfisbifreiða um jól og áramót 1988 Jól og áramót eru miklir anna- tímar hjá sérleyfishöfum, enda stó- reykst þá ferðatíðni á sérleiðum þeirra til íjölmargra staða víða um landið. Á öllum styttri leiðum út frá Reykjavík, eru frá einni upp í sjö ferðir á dag og á langleiöum, s.s. til Akureyrar og Snæfellsness, eru daglegar ferðir. \Auk þess hefur verið bætt viö allmörgum aukaf- erðum, svo þjónusta við farþega megi verða sem allra best. Þegar nær dregur jólum eru dag- lega fleiri en 50 komur og brott- farir sérleyfisbifreiða frá Umferð- armiðstööinni og ætla má að á bil- inu 2000-3000 farþegar séu á ferð- inni með sérleyfisbifreiöum á degi hverjum, síðustu dagana fyrir jól. Síðustu ferðir fyrir jól frá Um- ferðarmiöstöðinni eru á aðfanga- dag kl. 15.00 til Hveragerðis, Selfoss og Þorlákshafnar, og kl. 15.30 til Keflavíkur. Á jóladag eru sérleyfis- bifreiðar ekki í förum. Á gamlaárs- dag eru síðustu ferðir frá Umferð- armiðstöðinni kl. 15.00 til Hvera- gerðis, Selfoss og Þorlákshafnar og kl. 15.30 til Keflavíkur. Á nýársdag aka sérleyfisbifreiðar yfirleitt ekki, þó með þeim undantekningum að ferðir eru síðdegis til og frá Hvera- gerði, Selfossi, Þorlákshöfn og Keflavík. Einnig er ferð til og frá Borgarnesi og frá Reykhólum síð- degis. Sérleyfishafar vilja eindregið hvetja fólk til að panta sér far, eða kaupa farmiða tímanlega, svo auð- veldara sé aö koma því bæði fljótt og örugglega til vina og skyld- menna sinna um þessi jól og ára- mót. Þeir sem þurfa að koma pökkum meö sérleyfisbifreiðum fyrir jól, er bent á að pakkaafgreiðsla sérleyfis- hafa í Umferðarmiðstöðinni er opin virka daga frá kl. 7.30 til 21.30 og á laugardögum frá kl. 7.30 til 14.30. Á Þorláksmessu er opið frá kl. 7.30 til 22.00 og á aðfangadag frá kl. 7.30 til 14.30. Sérleyfishafar vilja eindregið hvetja fólk til að koma með pakka sína timanlega, svo þeir berist mót- takendum örugglega fyrir jól. Einnig er mjög áríðandi að merkja alla pakka vandlega og geta um símanúmer móttakenda. Til að auðvelda fólki að afla sér upplýsinga um feröir sérleyfishafa þessi jól og áramót, hefur verið gefin út sérprentuð áætlun, er fæst endurgjaldslaust á Umferðarmið- stöðinni, Vatnsmýrarvegi 10, Reykjavík. Állar nánari upplýsingar um ferðir sérleyfisbifreiða eru veittar hjá B.S.Í. Umferöarmiðstöðinni, sima 91-22300.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.