Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989.
Útlönd
Nýju ári
fagnað
Margvíslegar eru aðferðimar við
að fagna nýju ári. Á efri myndinni
má sjá sjötíu og sex ára gamlan Róm-
veija sem er vanur að fá sér sund-
sprett í Tíberfljóti á nýársdag. Á
neðri myndinni eru íbúar í Appenz-
ell í Sviss búnir að búa sig í skraut-
búninga og á höfðinu á þeim „hvílir
landslag". Samkvæmt gamalli hefð
ganga þeir hús úr húsi og óska sveit-
ungum sínum gleðilegs árs.
Engin ellimörk er að sjá á þessum hrausta Rómverja.
Simamynd Reuter
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í skrifstofu embættisins,
Auðbrekku 10 í Kópavogi,
á neðangreindum tíma:
Álfhólsvegur 66, ris, þingl. eig. Karl
Bjömsson, fimmtud. 5. janúar ’89 kl.
10.35. Uppboðsbeiðandi er Skatt-
heimta ríkLssjóðs í Kópavogi.
Þverbrekka 6, neðri hæð, nr. 01.03.,
þingl. eig. Amþór Bjamason,
fimmtud. 5. janúar ’89 kl. 10.00. Upp-
boðsbeiðantfi er Sigfús Gauti Þórðar-
son hdl.
Nauðungaruppboð
annað og síðara
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í skrifstofu embættisins,
Auðbrekku 10 í Kópavogi,
á neðangreindum tima:
Engihjalfi 11, 2. hæð D, þingl. eig.
Guðmundur K. Hjartarson, fimmtud.
5. janúar ’89_ kl. 10.10. Uppboðsbeið-
endur eru Ásgeir Thoroddsen hdl.,
Bæjarsjóður Kópavogs, Guðjón Ár-
mann Jónsson hdl., Ævar Guðmunds-
son hdl., Steingrímur Þormóðsson
hdL, Ólpfúr Gústafsson hrl., Jón G.
Briem hdL, Veðdeild Landsbanka ís-
lands, Gunnar Sólnes hrl., Bjöm Ólaf-
ur Hallgrímsson hdl., Hróbjartur Jón-
atansson hdl. og Skattheimta ríkis-
sjóðs í Kópavogi.
Austurgerði 3, þingl. eig. Ólafúr Frið-
riksson, fimmtud. 5. janúar ’89_ kl.
10.05. Uppboðsbeiðendur em Ami
Grétar Finnsson hrl., Jón Ingólfsson
hdl. og Lögfræðiþjónustan hf.
Ásbraut 9,1. hæð t.v., þingL eig. Garð-
ar Guðjónsson, fimmtud. 5. janúar ’89
kL 10.0ö. Uppboðsbeiðandi er Guðjón
Armann Jónsson hdl.
Furugrund 22, 1. hæð A, þingl. eig.
Guðrún Stefansdóttir, fimmtud. 5. jan-
úar ’89 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi er
Bæjarsjóður Kópavogs.
Kársnesbraut 104, hluti, þingl. eig.
Skipafélagið Víkur hf., fimmtud. 5.
janúar ’89 kl. 10.35. Uppboðsbeiðendur
eru Bæjarsjóður Kópavogs, Benedikt
Ólafsson hdl., Brunabótafélag íslands,
Bjöm Ólafúr Hallgrímsson hdl.,
Bjami Ásgeirsson hdl., Eggert B. Ól-
afkson hdl., Landsbanki íslands, Sig-
ríður Thorlacius hdl. og Ásgeir Thor-
oddsen hdl.
Meltröð 8, þingl. eig. Bjöm Einarsson,
fimmtud. 5. janúar ’89 kl. 10.00. Upp
boðsbeiðendur em Verslunarbanki
Islands, Skattheimta ríkissjóðs í
Kópavogi, Skúfi J. Pálmason hrl.,
Útvegsbanki íslands, Veðdeild Lands-
banka íslands, Othar Öm Petersen
hrl. og Tryggingastofinm ríkisins.
Nýbýlavegur 20, 1. hæð, þingl. eig.
Alexander Sigurðsson, fimmtud. 5.
janúar ’89 kl. 10.10. Uppboðsbeiðendur
em Tryggingastofhun ríkisins, Bæjar-
sjóður Kópavogs, Baldur Guðlaugs-
son hrly Brunabótafélag íslands og
Guðni Á. Haraldsson hdL
Smiðjuvegur 28, hluti, þingl. eig.
Málmiðjan hf., fimmtud. 5. janúar ’89
kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Iðnlána-
sjóður.
Vogatunga 20, kjallari, þingl. eig.
Páfi Jensson, fimmtud. 5. janúar ’89
kl. 10.20. Uppboðsbeiðandi er Veð-
deild Landsbanka íslands.
Þinghólsbraut 24, efri hæð, þingl. eig.
Þorgeir Axel Örlygsson, fimmtud. 5.
janúar ’89 kl. 10.25. Uppboðsbeiðendur
eru Bæjarsjóður Kópavogs og Skatt-
heimta ríkíssjóðs í Kópavogi.
Þinghólsbraut 74, þingl. eig. Ófi Há-
kon Hertervig, fimmtud. 5. janúar ’89
kl. 10.25. Uppboðsbeiðandi er Bæjar-
sjóður Kópavogs.
BÆJARFÓGEBNN í KÓPAV0GI
Þegar smáhlé veröur á bardögunum í suöurhluta
Beirúts nota ibúarnir tækifærið til að kaupa i matinn.
Símamynd Reuter
Shítar berjast
í Beirút
Harðir bardagar geisuðu þriðja
daginn í röð í gær milli stríðandi
fylkinga shita í suðurhluta Beirúts í
Líbanon í gær. Tíu manns, sex
óbreyttír Jiorgarar og fjórir byssu-
menn, em sagðir hafa fallið frá því
að bardagamir hófust á laugardag.
Tvö ungböm og kona vom meðal
þeirra sem féllu. Sjúkrabfium og
hjúkrunarliði tókst ekki að komast á
vettvang á helsta bardagasvæðið.
Heimildarmenn amalshita, sem
hliðhollir em Sýrlendingum, segja
að þjóðvarðliðar þeirra hafi náð á
sitt vald stöðvum hizbollahmanna,
sem studdir em af írönum, í þorpi í
Suður-Líbanon. íbúar Sidon greindu
frá þvi að heyrst frefðu skotdrunur í
hlíðunum þar sem síðustu vígstöðv-
ar hizbollah í suðurhluta landsins
eru síðan amalshítar neyddu þúsund
liðsmenn þeirra af svaeðinu í apríl
síðastliðnum.
Þrátt fyrir margar tilraunir írana
og Sýrlendinga til að koma á vopna-
hléi hafa átökin haldið áfram í Beirút
og í Suður-Líbanon. í nóvember síð-
astliðnum létu tuttugu og níu manns
lífið í bardögum og rúmlega sjötíu
særðust.
Það var árið 1984 sem hizbollah-
samtökin fóra að heimta yfirráð yfir
shítum í Líbanon en þeir em um ein
og hálf mfiljón talsins. Síðustu átökin
em talin eiga rætur sínar að rekja
til nýlegs friðarsamkomulags milli
amalshíta og Frelsissamtaka Palest-
ínumanna, PLO.
Reuter
Mótmæli í Peking
Um hundrað kínverskir stúdent-
ar efndu tíl mótmæla á háskólalóð
í Peking í morgun og sökuðu þeir
afríska stúdenta um að vera of
nærgöngula við kínverskt kven-
fólk.
Mótmælin fylgdu í kjölfar ásak-
ana afrísku stúdentanna í Nanking
um að kínversk lögregla hefði
hleypt rafstraumi á kynfæri og í
andlit rúmlega þrjátíu þeirra þegar
gerð var skyndiárás á bústað þeirra
á laugardaginn.
Talsmaður héraðsstjórnarinnar í
Nanking vísaöi þvi á bug í morgun
að afli heföi verið beitt við skyndi-
árás lögreglunnar. Kvað hann lög-
regluna í Nanking hafa handtekiö
einn stúdent frá Ghana og yfir-
heyrt þrjá aðra vegna átaka í há-
skólanum i borginni á aðfanga-
dagskvöld. Þrettán manns særðust
í átökunum.
Reuter
Bera við skorti á sönnunum
Aðalstöövar vestur-þýska fyrirtækisins Imhausen-Chemie sem Bandaríkja-
menn fullyröa aö hafi aðstoðað viö byggingu efnavopnaverksmiöju í Líbýu.
Símamynd Reuter
Stjórnin í Bonn sagði í gær að hún
hefði engar sannanir fyrir því að
vestur-þýsk fyrirtæki væru viðriðin
byggingu efnavopnaverksmiðju í
Líbýu.
Bandaríska blaðið New York Times
skýrði frá því á sunnudaginn að
bandarískir embættísmenn hefðu
staðfest að vestur-þýskt fyrirtæki
hefði aðstoðað við byggingu efna-
vopnaverksmiðju í Líbýu.
Talsmaður fiármálaráðuneytisins í
Vestur-Þýskalandi kvað rannsókn í
málinu þegar vera hafna. Bandarísk-
ir og vestur-þýskir embættismenn
segja að Reagan Bandaríkjaforseti og
Shultz hafi rætt málið við Kohl,
kanslara Vestur-Þýskalands, þegar
hann kom til Washington í nóvemb-
er.
Gaddafi Líbýuleiðtogi hefur neitað
því að umrædd verksmiðja muni
framleiða efnavopn. Hefur hann boð-
ið Bandaríkjamönnum að gera
skyndirannsókn í verksmiðjunni en
því boði var hafnað. Að sögn yfir-
valda í Líbýu munu lyf verða fram-
leiddíverksmiðjunni. Reuter