Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989. 13 Lesendur Ekki nema sanngjarnt að gamlir bílar njóti þess i einhverju að vera komnir til ára sinna, t.d. í tryggingagjöldum, viðgerðum o.fl., segir hér meðal annars. Gamlir bílar f ái af slátt Lárus hringdi: Ég er ekki alveg sáttur við að þurfa að greiða jafnmikið í tryggingar af mínum gamla bíl og þeim sem eru yngri. Ábyrgðartrygging er sú sama hvort sem bíliinn er nýr éða gamall. Það er ekki fyrr en til kaskótrygging- ar kemur að farið er að meta aldur bifreiöanna gagnvart tryggingar- gjaldi. Eins og allir vita fá nú aldraðir af- slátt af einni og annarri þjónustu, t.d. fá þeir afslátt hjá Pósti og síma, hjá Ríkisútvarpi og jafnvel enn víð- ar. Allt eru þetta opinberar stofnanir sem haldið er uppi af okkur, þessum svokölluðu launamönnum. Mér finnst að þetta afsláttarfyrirkomulag mætti taka upp á öðrum vettvangi, svo sem hjá tryggingafélögunum vegna skyldutryggingar, hjá toll- stjóra vegna þungaskatts og á ýmiss konar þjónustu við gamlar bifreiöir. Ef þetta væri gert myndu menn ekki skipta svo oft um bíla og nú er og þar meö myndi mikill gjaldeyrir sparast vegna minni innflutnings á nýjum bifreiðum. Kannski ykist að sama skapi innflutningur á notuðum bílum. Ríkiskassinn fengi samt sitt af þeim í formi tollgjalda. Ég sé ekk- ert nema sanngimi í því að taka upp nýtt fyrirkomulag á greiðslu opin- berra skatta og trygginga af gömlum bílum og ég veit að þjónustufyrir- tæki, t.d. bílaverkstæði og jafnvel smurstöðvar, myndu fylgja eftir góðu fordæmi frá hinu opinbera og veita einhvem afslátt af viðgerðum. Listin að lifa Einar Ingvi Magnússon skrifar: Þótt ég hafi ekki fengist mikið við kennslu í grunnskólum landsins hef ég samt sem áður kynnst náms- efni grunnskólanna í gegnum starf mitt fyrir skömmu. Svo em ekki mörg ár liðin síðan ég sat sjálfúr á skólabekk í öölbrautaskóla og há- skóla. En svo ég haldi mig við áætlaðan tilgang þessa bréfs þá finnst mér að byrja mætti á að kynna börnum og unglingum raiklu fyrr námsefni sem kalla mætti „listin að lifa“. Böm og unglingar em fljótskóluð í því að bolast áfram í lífinu. Þeim er kennt um hnefaréttinn og aö sá sterkasti að líkamsafli sigri. Þeim er kennt fyrst og fremst að verða sér útí um menntun sem fært geti þeim sem raestan fjárhagslegan ágóða og að peningamir séu völdin - jafnvel sjálfur guð. Aö enginn til- gangur sé æðri. Lifið er samt göfugra, háleitara, heilagra og fegurra en svo að því skuli kastað á glæ fyrir frumstæða söfnunaráráttu og fíkn í líkamleg- an munað. Lífið er sjálfur skólinn þaðan sem fólk útskrifast að lok- um, sumir með ágætiseinkunn og kannskí þeir fæstu á meðan aðrir faila. Fólki er því hollt að komast að því um hvað lífiö snýst Og ljúft væri því að fá forsmekkinn af því strax í grunnskólanum. Fag þetta sem ég nefhdi „listina að lifá' ætti að vera börnum og unglingum leið- sögn til lífshamingju. Maöurinn fæðist til að þroskast og ganga í gegnum skóla lífsins. Mörgum er sú braut þymurn stráö en engin rós er án þyrna og sérhver þroski kost- ar miklar þjáningar. Hollt væri að kenna unglingum þessa speki og vekja þjá þeim skiln- ing á mótlæti og erfiöleikum sem biða þeirra úti i ,Jífinu“, úti í þjóð- félaginu. Með því að byija strax í gmnnskólunum yrði minna ura mæðuleg móðursýkitilfelli og brostin hjörtu þegar fólk þarf að fara að takast á við lifið af fullum krafti. Sturlumálið: Útgjöldin upp á borðið Sleða stolið Hrafnhildur Karlsdóttir hringdi: Nú eftir jólin var sleða af svokall- aðri „Stiga“-gerð stolið hér í Fella- hverfi í Breiðholti. Þannig var að drengnum okkar var gefinn þessi sleði í jólagjöf. Hann fór síðan með sleðann á Asparfellshól til að renna sér og í leiðinni heim kom hann við í verslun. Hann skildi sleðann eftir fyrir utan bókaverslunina Emblu og þegar hann kom út aftur var sleðinn horf- inn. Nú vil ég biðja þá aðila, sem ef til vill kunna að hafa séð sleðann tek- inn, að hringja í síma 71949 og gefa upplýsingar. Eins vil ég hvetja for- eldra, sem kunna að verða varir við ókunnan sleða af þessari gerð, til að láta vita í sama síma. Hafsteinn Jónsson hringdi: Ég er sammála þeim aðilum á Alþingi sem vilja fá inn á borð allar upplýsingar sem varöa útgjöld vegna svokallaðs Stm-lumáls. Fjár- veitinganefhd Alþingis hefur nú málið í sínum höndum og hún ætti að skikka viðkomandi ráðherra, sem nú fer með menntamálin í landinu, til að leggja spilin á borðið svo að almenningur, sem borgar brúsann að lokum, fái að sjá hvern- ig á málinu hefur verið haldiö. Það sem ég hef lesið um lausn málsins er svo reyfarakennt að mér finnst það efni í bækling sem ætti að gefa út opinberlega og senda til allra skattgreiðenda í landinu. Fyrst fær viðkomandi fræðslu- stjóri miskabætur upp á nokkrar milljónir, ásamt vöxtum og verð- bótum eins og þær eru samkvæmt laganna hljóðan. Síðan fær hann styrkveitingu til að dvelja um tveggja ára skeið erlendis! - Ef þetta mál er ekki óvenjulegt og þarfiiast ekki rannsóknar við má sleppa að rannsaka flest það er hér orkar tvímælis í opinberri embætt- isfærslu. Aðstoðarmaður í prentsmiðju Prentsmiðja á höfuðborgarsvæðinu leitar að iaghentum og áreiðanlegum starfskrafti. Umsóknir sendist DV, merkt „Stundvís 1605". SIGLUFIRÐI Óskum að ráða umboðsmann sem fyrst á Siglufirði. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 96-71252 og á af- greiðslu í síma 91-27022. Húsavík Blaðbera vantar í suðurbæ. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 96-41853. UðURAUnSXÓUHN BREIfiHOtTl FRÁ FJÖLBRAUTASKÓLANUM í BREIÐHOLTI Innritun og val námsáfanga í Kvöldskóla Fjölbrauta- skólans í Breiðholti fer fram dagana 4. og 5. janúar kl. 15.00-19.00 og 7. janúar kl. 10.00-14.00. Almennur kennarafundur verður 5. janúar kl. 9.00- 11.00. Námskynning fyrir nýnema dagskólans verður 6. jan- úar kl. 10.00-15.00. Stundatöflur dagskólanema verða afhentar 6. jan- úar, nýnemar kl. 9.00-10.00 en eldri nemendur kl. 10.00-12.30. Kennsla hefst í dagskóla og kvöldskóla mánudaginn 9. janúar 1989 skv. stundaskrá. Skólameistari Munið að senda inn r w JOLAKROSSGATUNA Fyrstu verðlaun fyrir rétta lausn eru: AIWA ferðaútvarp með tvöföldu segulbandi að verð- mæti kr. 11.130. Önnur og þriðju verðlaun eru: Steepleton ferðaútvarp að verðmæti kr. 2.965. Verðlaunin eru frá Radíóbæ, Ármúla 38. Lausnir skulu sendar DV, merktar: Jólakrossgáta, c/o DV, pósthólf 5380, 125 Rvík. Skilafrestur er til 10. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.