Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989. 27 Fólk í fréttum Guðni Bergsson Guöni Bergsson var nýlega ráðinn atvinnumaður í knattspyrnu hjá LundúnaliðinuTottenham Hotspur. Guðni er fæddur fl.júh 1965 í Rvík og ólst þar upp. Hann varð stúdent frá MS1984 og er nú á fjórða ári í lögfræði. Guðni hóf að leika knatt- spyrnu 1974 og handknattleik með Val 1976. Hann lék í meistaraflokki í handknattleik í Val 1981-1983 og í unglingalandsliðinu, 18 ára og yngri, í handknattleik 1982. Guðni lék í meistaraflokki í knattspyrnu í Val frá 1983 og varð Reykjavíkur- meistari 1984 og 1987, íslandsmeist- ari 1@85 og 1987 og bikarmeistari 1988. Hann lék í unglingalandsliðinu í knattspyrnu 1980-1985 og hefur leikið tuttugu og íjóra landsleiki frá 1984. Guðni var kosinn besti knatt- spyrnumaðurinn 1987 af leikmönn- um deildarinnar og leikmaður Vals 1987. Hann var kosinn leikmaður Morgunblaðsins 1987 og leikmaður DV haustið 1988. Unnusta Guðna er Elín Konráðsdóttir, f. 30. mars 1963, nemi í félagsráðgjöf. Foreldrar Elín- ar eru Konráð Davíð Jóhannesson, d. 1985, stórkaupmaður í Rvík, og kona hans, Páldís Eyjólfs. Systkini Guðna eru Sigríður, f. 23. nóvember 1966, lögfræðinemi, sambýlismaður hennar er Skúli Skúlason mat- reiðslumaður; Böðvar, f. 19. septem- ber 1970, og Bergur Þór, f. 26. júlí 1977. Bróöir Guðna, samfeðra, er Þorsteinn, f. 27. júní 1964, nemi í Bændaskólanum á Hvanneyri. Foreldrar Guðna eru Bergur Guðnason, lögfræðingur í Rvík, og kona hans, Hjördís Böðvarsdóttir verslunarmaður. Bergurer sonur Guðna, prófessors í Rvík, Jónsson- ar, b. og formanns á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, Guðmundssonar, b. og formanns á Gamla-Hrauni, bróð- ur Jóhanns, langafa Jóns Óttars Ragnarssonar. Guðmundur var sonur Þorkels, b. og formanns í Mundakoti, Einarssonar, bróður Hannesar, langafa Sigurjóns Ólafs- sonar myndhöggvara. Móðir Guð- mundar var Guðrún Magnúsdóttir, b. ogformanns í Mundakoti, Ara- sonar, b. í Neistakoti, Jónssonar, b. á Grjótlæk, Bergssonar, b. í Bratts- holti, Sturlaugssonar, ættfoöur Bergsættarinnar. Móðir Jóns á Gamla-Hrauni var Þóra Símonar- dóttir, b. á Gamla-Hrauni, Þorkels- sonar. Móðir Símonar var Valgerö- ur Aradóttir, systir Magnúsar í Mundakoti. Móðir Þóru var Sesselja Jónsdóttir, b. á Ásgautsstöðum, Símonarssonar og konu hans, Guð- rúnar Snorradóttur. Móðir Guðrún- ar var Þóra Bergsdóttir, systir Jóns á Grjótlæk. Móðir Bergs var Sigríð- ur, systir Guðmundar frá Miðdal, föður Errós. Sigríður var dóttir Ein- ars, b. i Miödal í Mosfelissveit, bróð- ur Eiríks, afa Vigdísar Finnboga- dóttur. Einar var sonur Guðmund- ar, b. og hreppstjóra í Miðdal, Ein- arssonar, b. á Álfsstöðum á Skeið- um, Gíslasonar, b. á Álfsstöðum, Helgasonar, bróöur Ingveldar, móð- ur Ofeigs ríka á Fjalli. Móðir Sigríð- ar var Valgerður Jónsdóttir, form- anns á Bárekseyri á Álftanesi, Guð- mundssonar og konu hans, Sigríöar Tómasdóttur, systur Margrétar, langömmu Einars Benediktssonar sendiherra. Hjördis er dóttir Böðvars, d. 1967, vélstjóra í Rvík, Egilssonar, síma- verkstjóra á ísafirði, Jónssonar, b. á Hrafnabjörgum í Ögursveit, Egils- sonar, b. á Laugabóli í Ögursveit, Guðmundssonar, b. á Laugalandi, Egilssonar, bróður Sveinbjörns, langafa Alfreðs, fööur Alfreðs Jol- son biskups. Systir Guðmundar var Jóhanna, langamma Sólveigar, móður Jóns Baldvins Hannibals- sonar. Móðir Egils Jónssonar var Þuríður Guðmundsdóttir, b. í Lambadal í Dýrafirði, Jónssonar og konu hans, Gróu Aradóttur, stúd- ents á Bæjum, Jónssonar, b. í Mýr- artungu, Arasonar, bróður Sigríðar, ömmu Matthiasar Jochumssonar. Móöir Gróu var Guðrún Þorsteins- dóttir, b. í Ögri, Sigurðssonar, stúd- ents í Ögri, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri í Seyðisfirði, Jónssonar, ætt- föður Eyrarættarinnar, langafa Jóns forseta. Móðir Böðvars var Guðni Bergsson Hrafnhildur Eiðsdóttir, skipstjóra á Akureyri, Benediktssonar, sjó- manns á ísafirði, Kristjánssonar. Móðir Benedikts var Helga Magnús- dóttir Thorberg, b. á Kirkjubóli í Skutulfirði, Hjaltasonar, bróður Ól- afs, langafa Ólafar, móöur Jóhann- esar Nordals. Móðir Eiðs var Björg Flóventsdóttir, systir Maríu, ömmu Einars Olgeirssonar. Móðir Hjördís- ar var Ingibjörg Guðnadóttir, tré- smiðs á Siglufirði, Guðnasonar og konu hans, Pálínu Jónsdóttur. Afmæli Kristín Á. Ólafsdóttir Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfull- trúi, Öldugötu 59, Reykjavík, er fer- tug í dag. Kristín Ágústa er fædd í Rvík og ólst upp í Stórholtinu í Rvík. Hún var í námi í Austurbæjar- barnaskólanum og Kvennaskólan- um í Rvík 1962-1966. Kristín útskrif- aöist úr Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur 1969 og var í söngnámi hjá Engel Lund. Hún var gestastúd- ent i tvö ár við háskólann í Kaup- mannahöfn í leikhúsfræði og pæda- gogisk dramatik. Kristín var í sveit, í fiski og við afgreiðslustörf sem bam og unglingur og vann ýms skrifstofustörf, m.a. á Orkustofnun og Þjóðviljanum. Hún vann hjá Rík- isútvarpinu, á auglýsingadeild, við þularstörf og þáttagerð og var um- sjónarmaður Stundarinnar okkar hjá Ríkissjónvarpinu. Kristín var leikkona m.a. hjá Leikfélagi Akur- eyrar, LR og Alþýðuleikhúsinu og var einn stofnenda þess 1975. Hún var kennari, m.a. við Menntaskól- ann á Akureyri, Barnaskóla Akur- eyrar, Myndlista- og handíðaskóla íslands og Þroskaþjálfaskóla ís- lands þar sem hún starfar nú. Krist- ín var í sveit í Síðumúla í Hvítársíðu sumurin 1957-1963 og bjó utan Rvík- ur á Akureyri 1974-1979 og í Kaup- mannahöfn 1979-1981. Hún hefur starfað í Alþýðubandalaginu frá 1974, hefur setiö í miðstjórn nær samfellt frá 1975 og framkvæmda- stjórn frá 1983. Kristín var vara- formaður Alþýðubandalagsins 1985-1987 og borgarfulltrúi frá 1986 og situr í nokkrum nefndum Reykjavíkurborgar. Sambýlismað- ur Kristínar frá 1979 er Óskar Guð- mundsson, f. 25. ágúst 1950, ritstjóri Þjóðlífs. Foreldrar hans eru Guð- mundur Kr. Óskarsson, d. 26. maí 1970, kaupmaður í Rvík, og kona hans, Hólmfríður Oddsdóttir. Guð- mundur var sonur Óskars Pálsson- ar, verkamanns í Rvík, af Samson- arættinni, og konu hans, Lovísu Kristjánsdóttur, afkomanda Hnausa-Bjarna. Hólmfríður er dótt- ir Odds, b. í Króki á Kjalarnesi, Jónssonar, af Engeyjarættinni eldri, og konu hans, Brynhildar Ingi- mundardóttur, systur Bjarnfreðs, föður Aðalheiðar alþingismanns. Móöir Brynhiídar var Sigurveig Vigfúsdóttir, b. á Söndum, Jónsson- ar, b. á Söndum, Brynjólfssonar, prests í Meðallandsþingum, Árna- sonar. Móðir Brynjólfs var Guðrún Eiríksdóttir, systir Jóns konferens- ráðs og Þórdísar, langömmu Guðnýjar, móður Þórbergs Þórðar- sonar. Önnur systir Guðrúnar var Anna, langamma Benedikts, föður Einars Benediktssonar. Börn Krist- ínar eru Hrannar Björn Arnarsson, f. 16. september 1967, stúdent frá MH, starfar nú í Rvík, sonur Arnars Sigurbjörnssonar útvarpsvirkja og tónlistarmanns, fyrrum sambýlis- manns Kristínar, og Melkorka Óskarsdóttir, f. 2. júlí 1981, nemandi í Vesturbæjarskólanum. Systkini Kristínar eru Guömundur, f. 1938, verkfræðingur, kvæntur Sigurrós Þorgrímsdóttur háskólanema; Þor- valdur, f. 1944, eðlisfræðingur, kvæntur Brynju Jóhannsdóttur meinatækni; Eggert, f. 1952, tækni- fræðingur, kvæntur Sigrúnu Þor- varðardóttur háskólanema, og Snjólfur, f. 1954, stærðfræðingur, kvæntur Guðrúnu Eyjólfsdóttur lyfjafræðingi. Foreldrar Kristínar eru Ólafur Guðmundsson, húsgagnasmiður í Rvík, og kona hans, Þorbjörg Þor- valdsdóttir. Ólafur er sonur Guð- mundar, b. á Mosvöllum í Önundar- firöi, Bjarnasonar, b. og hreppstjóra í Tröð í Álftafirði, Jónssonar. Móðir Guðmundar var Guðrún Jónsdóttir, b. i Hattardalskoti, Ólafssonar, b. á Kristin Á. Ólafsdóttir Svarfhóli, Ásgrímssonar, b. í Arnar- dal Báröarsonar, b. í Arnardal, 111- ugasonar, ættföður Arnardalsætt- arinnar. Móðir Ólafs Guðmunds- sonar var Guðrún, systir Kristjáns, föður Kirkjubólssystkinanna Ölafs Þ., Guðmundar Inga, Jóhönnu og Halldórs. Guðrún var dóttir Guð- mundar, b. á Kirkjubóli, Pálssonar. Móðir Guðmundar var Kristín, syst- ir Sofiiu, ömmu Sigurjóns Péturs- sonar borgarfulltrúa. Kristín var dóttir Hákonar, b. í Tungu, Hákon- arsonar, bróður Brynjólfs, langafa Guðnýjar, móður Guðmundar G. Hagalín. Þorbjörg er dóttir Þorvaldar, b. á Kroppsstöðum í Önundarfirði, Þor- valdssonar. Móðir Þorvaldar var Efemía Þorleifsdóttir, prests í Gufu- dal, Jónssonar og konu hans, Stein- unnar Ólafsdóttur. Móðir Þorbjarg- ar var Kristín Halldórsdóttir, b. í Ytri-Hjarðardal, Jónssonar og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur. Móðir Guðrúnar var Kristín Einarsdóttir, b. í Tungu í Skutulsfirði, Ásgríms- sonar, bróður Ólafs á Svarfhóli. Magnús B Magnús B. Norödahl leigubílstjóri, til heimilis að Fellsmúla 22, Reykja- vík, er áttræður í dag. Magnús fæddist á Hólmi við Reykjavík og ólst þar upp í foreldra- húsum til fimmtán ára aldurs en fór þá til sjós og stundaði sjómennsku í fjölda ára á íslenskum fiskiskipum og erlendum verslunarskipum allt til ársins 1945. Hann var þó á þessu tímabili verkstjóri sex sumur á síld- arplani á Siglufirði hjá Sófusi Blöndal og Asgeiri og Beinteini Bjarnasonum þjóðlagasafnara Þor- steinssonar í byrjun árs 1939 flutti Magnús frá Siglufirði á Akranes og var þar há- seti og vélstjóri á togaranum Sindra, en með honum sigldi Magnús öll stríðsárin þar til í ársbyrjun 1945 er Magnús kom í land. Hann hóf þá vörubílaakstur á eig- in bíl en keypti sér síðan leigubif- reið, flutti til Reykjavíkur og ók þar leigubíl á Hreyfli þar til fyrir skömmu. Jafnframt akstrinum hef- ur Magnús starfað hjá B.M. Vallá sl. tuttugu og fimm ár og starfar þar enn. Kona Magnúsar er Guðrún, f. 3.1. 1927, dóttir Andrésar Gíslasonar frá HamriíMúlasveit. Börn Magnúsar og Guðrúnar eru HreggviöurNorðdahl. doktorí jarð- fræði og kennari viö HÍ, kvæntur SYövu Guðmundsdóttur lyfjafræð- ingi, en þau eiga tvö börn; Svala Norðdahl, húsmóðir í Reykjavík, en hún á þrjú börn; Hrönn Norödahl, ekkja í Reykjavík og starfsmaður hjá Hagkaup, en hún á tvö börn, og Magnús Norðdahl hdl., en hann rek- ur ásamt starfsbróður sínum eigin lögfræðistofu í Reykjavík, kvæntur Elinu Jónasdóttur, kennara frá Eg- ilsstööum og eiga þau tvö börn. Frá því fyrir þetta hjónaband á Magnús fjögur börn. Þau eru Örn Norðdahl, sendibílstjóri í Hafnar- firði, kvæntur Elísabet Þorgeirs- Norðdahl Magnús B. Norðdahl dóttur en þau eiga þrjú börn; Kol- brún Norðdahl, húsmóðir í Reykja- vík og starfsmaður hjá Vörubíl- stjórafélaginu Þrótti, en hún á fjög- ur uppkomin börn; Hrafn, sjómaður á ísafirði, kvæntur Herdísi Htibner kennara, en Hrafn á sex börn, og Drífa, húsfreyja á Keldum á Rangár- völlum, gift Skúla Lýðssyni b. þar. Magnús átti fjögur hálfsystkin, samfeðra, og eru þrjú þeirra látin, en auk þess á hann eina alsystur. Systkini hans: Hrefna Eggertsdóttir Norðdahl sem er látin; Ránnveig Eggertsdóttir Norðdahl sem einnig er látin; Karl Eggertsson Norðdahl, b. á Hólmi, sem er nýlátinn, og Guð- rún Eggertsdóttir Norðdahl, ekkja í Reykjavík. Alsystir Magnúsar er Birna Norðdahl, húsfreyja að Bakkakoti við Hólm, ekkja eftir Ólaf Þórarinsson bakarameistara. Foreldrar Magnúsar voru Eggert Guðmundsson Norðdahl, b. að Hólmi, og Ingileif Magnúsdóttir. Tilmæli tii afmælisbarna Til hamingju með daginn! 85 ára Haraldur Sölvason, Borgarheiði 7V, Hveragerði. Margrét Sigurðardóttir, Hnitbjörgum, Blönduósi. Daðína Jónasdóttir, Sólvangi, Hafnarfirði. 60 ára Guðný Jónasdóttir, Geirshlíð, Miðdalahreppi. Viggó Haraldsson, Víkurbraut 18, Grindavík. Þórunn Gottliebsdóttir, Heiðargerði 16, Vatnsleysustrand- arhreppi. Halldóra Hjaltadóttir, SeljavöUum, Nesjahreppi. Sigríður G. Johnson, Skólabraut 63, Seltjarnamesi. Eyjólfur Bjamason, Víðivangi 8, Hafnarfirði. 50 ára Einar Gíslason, Laufási 1, Garðabæ. Lára Ingibergsdóttir, Framnesvegi 27, Reykjavík. Áslaug Torfadóttir, Heiðarbraut 8, Miðneshreppi. 40 ára Svandís Magnúsdóttir, Skagaseli 11, Reykjavík. Friðrik Elvar Yngvason, Barmahlíð 4, Akureyri. Ragnheiður K. Benediktsdóttir, Grænabakka 7, Suöurfjarðahreppi. Halldóra Böðvarsdóttir, Dalbraut 15, Akranesi. Guðríður Birna Jónsdóttir, Eyri, Suðurfjarðahreppi. Halldóra Níelsdóttir, Víðihvammi 7, Kópavogi. Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til aðsendaþvímyndirog upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögumfyrirafmælið. Muniðaðsenda okkur myndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.