Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989. Utlönd Sovéskir skriðdrekar í Búdapest 1956. Ungverjar lærðu að gera breytingar án þess að æra stóra bróður í austri. Hljóðlát bylt- ing í Ung- verjalandi Óþekktur prófessor í lögum stend- ur fyrir hljóölátri en róttækri bylt- ingu í Ungverjalandi. Ef prófessorinn nær sínu fram munu stjórnarskrá og stjórnkerfi Ungverjalands veröa nauðalík því sem gerist og gengur í Vestur- Evrópu. Þetta gerist rúmum 30 árum eftir að rússneskir skriðdrekar bældu niður uppreisn Ungverja gegn al- ræðisvaldi kommúnista. Kalman Kulcsar var prófessor í lögum við Lorand Eotvos háskól- ann í Búdapest þegar leiðtogi kom- múnistaflokksins, Karoly Grosz, það hann að taka við embætti dómsmálaráðherra í sumar. Kulc- sar stendur á sextugu og er þekkt- astur í heimi háskólans. Hann skoraðist ekki undan og tók við ráðherrastarfinu. Umbætur og lög í nýja embættinu gefst Kulcsar tækifæri sem fágætt er að fræði- menn fái. Hann á þess kost að koma í framkvæmd hugmyndum sínum og kenningum sem fram að þessu hafa aðeins verið til í ritgerðum og bókum. Á ensku birtust kenningar Kulc- sars í bókarformi undir heitinu Umbætur og lög (Modernization and law). Þar segir frá hvernig nota megi löggjöfina í þágu sam- félagsumbóta. Um miðjan næsta áratug verða Ungverjar búnir að fá nýja stjórn- arskrá auk margra lagasetninga um mikilvæg mál eins og verkfalls- rétt, kosningar og starf stjórn- málaflokka sem er kannski mikil- vægasta nýmælið. Takist Kulcsar ætlunarverk sitt mun ungverski kommúnistaflokk- urinn verða að vinna fyrir því „leiðandi hlutverki" í þjóðlífinu sem núverandi stjórnarskrá trygg- ir flokknum. „Markmið mitt er réttarsamfé- lag,“ segir Kolcsar við fréttamann Reuters á skrifstofu sinni í Búda- pest. Umdeild markmið Austantjaldsríkin voru til skamms tíma alræmd fyrir réttar- far sitt. Dómstólar voru þekktir fyrir að dæma í samræmi við óskir og vilja ríkjandi kommúnista- flokka. „Ef Kolcsar tækist aö koma á sjálfstæðum dómstólum í Ung- verjalandi væri það eitt afrek út af fyrir sig,“ er haft eftir vestræn- um stjórnarerindreka í Ungverjal- andi. Það eru þó ekki dómsmálin sem verða ráðherranum þyngst í skauti. í nóvember kynnti Kulcsar frumvarp til laga um félagafrelsi. í frumvarpinu felst löggilding á starfi annarra stjórnmálaflokka en Kommúnistaflokksins sem hingað til hefur verið meö einokun á stjórnmálastarfi í landinu. Þingið á að taka afstöðu til frum- varpsins í næsta mánuöi. Gamlir jaxlar úr Kommúnistaflokknum rísa öndverðir gegn þvi að frum- varpið verði samþykkt. Kulcsar segir viðurkenningu stjórnvalda á rétti til að stofna stjórnmálaflokk „afgerandi þátta- skil“ í þróun stjórnkerfis Austur- Evrópuríkja og stórt skref fram á við fyrir Ungverjaland. Stjórnarandstaða nauðsynleg Álit Kulcsars er að Kommúnista- flokknum sé nauðsynlegt að fá að- hald annarra stjórnmálasamtaka. Hann segir meðferð Kommúnista- flokksins á öðrum stjórnmála- flokkum á árunum eftir stríð skammarlegan. Smábændaflokk- urinn, sem fékk flest atkvæði í frjálsu kosningunum strax eftir stríð, var kúgaður og leystist upp á fimmta áratugnum. Núna stend- ur til að endurreisa flokkinn ef stefna dómsmálaráðherrans fær fyigi. Kulcsar er gagnrýninn á núgild- andi stjórnarskrá Ungverjalands en hún er frá árinu 1949 og sniðin eftir sovésku stjórnarskránni sem Stalín fékk samþykkta árið 1936. Hann telur meðal annars vanta í stjórnarskrána ákvæði um mann- réttindi. Kulcsar segir stjórnar- skrána, sem nú er í smíðum, tryggja lagalegan rétt manna mun betur en áður. Núverandi stjórnarskrá gerir ráð fyrir samþjöppun valds í hendur Kommúnistaflokksins. Dómsmála- ráðherrann vill taka mið af stjórn- arskrá Vestur-Evrópuríkja sem all- ar gera ráð fyrir þrískiptingu ríkis- valdsins í framkvæmdavald, dóms- vald og löggjafarvald. „Stjórnarskráin frá 1949 skildi okkur frá meginþróuninni í Evr- ópu. Við viljum komast aftur í takt við evrópskt stjórnarfar,“ segir Kulcsar, maðurinn sem gekk í ung- verska Kommúnistaflokkinn á síð- asta áratug og ætlar að bylta'stjórn- kerfinu í heimalandi sínu. „En við verðum samt að fara varlega. Ef við ætlum okkur of mikið í einu er voðinn vís og breytingarnar geta orðið að engu.“ Hér talar maður sem þekkir sög- una frá 1956 þegar Ungverjar æt- luðu að rífa sig lausa frá kommún- istaríkjunum í Austur-Evrópu en fengu þess í stað „vináttuheim- sókn“ sovéskra skriðdreka með til- heyrandi blóðbaði. Reuter og Handbooks to the modern world SKRIFSTOFUTÆKNINÁM EITTHVAÐ FYRIR ÞIG? Innritun er hafin í skrifstofutækninámið sem hefst á vorönn 1989. Vinningstölurnar 30. desember 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.016.941 Þar sem enginn var með 5 réttar tölur á laugardaginn var færist 1. vinningur, sem var kr. 5.740.695, yfir á 1. vinning á laugardaginn kemur. Bónustala + fjórar tölur réttar, kr. 595.194, skiptast á 6 vinningshafa, kr. 99.199 á mann. Fjórár tölur réttar, kr. 1.026.571, skiptast á 203 vinningshafa, kr. 5.057 á mann. Þrjár tölur réttar, kr. 2.395.176, skiptast á 6456 vinningshafa, kr. 371 á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.