Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1989, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1989, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989. Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchurmeðferð með lacer Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. ELSA HALL, Langholtsvegi 160, sími 68-77-02. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og greiða Þú gefur okkur upp: Nafn þitt og heimilisfang, síma, nafnnúmer og giidistíma og númer greiðslukorts. E_> Hámark kortaúttektar í síma kr. 5.000,- • SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 Utlönd Þjóðhöfðingjar þyrpast til Tokýo Þjóðarleiðtogar þyrptust til Japans í gær til að vera viðstaddir útfor Hirohitos Japanskeisara. Virðist sem margir ætli sér að nota þetta einstaka tækifæri, þar sem verða saman komnir um eitt hundrað og sextíu þjóðhöfðingjar, til að gera samninga og útvega sér aðstoð frá öðrum ríkj- um. George Bush, forseti Bandaríkj- anna, er í sinni fyrstu ferð til annarr- ar heimsálfu síðan hann tók við emb- ætti forseta Bandaríkjanna. Strax eftir komuna tii Tokýo í gær hélt hann til hádegisverðarfundar með Mitterrand Frakklandsforseta. Að þeim fundi loknum átti hann viðræð- ur við Takeshita, forsætisráðherra Japans. Að sögn Japana féllst Hans- Dietrich Genscher, utanríkisráð- herra Vestur-Þýskalands, á þá skoð- un á fundi sínum með Sosuke Uno, utanríkisráðherra Japans, að hin pólitíska breyting, sem oröið hefur í Sovétríkjunum, væri til mikilla bóta fyrir samskipti austurs og vesturs. Mitterrand, sem flaug til Japans með Concorde þotu frá Air France, mun á fundum sínum með Bush og Takeshita í Tokýo ræða leiötoga- fundinn um efnahagsmál sem fyrir- hugaður er í París í júlí. Einnig mun hann ræða brottflutning Sovét- manna frá Afganistan og friðarhorf- ur í Mið-Austurlöndum. Takeshita sagði í gær að hann hefði nú mestar áhyggjur af því að veðrið yrði ekki eins og best yrði á kosið. Spáð er rigningu eða jafnvel snjó- komu. Þjóðarleiðtogarnir munu sitja á sérstökum palli við útfórina og verð- ur gólfið á pallinum sérstaklega upp- hitað. Einnig fá leiðtogarnir efnaíút- ara í vasa sína til að koma í veg fyr- ir að vindurinn mæði á þeim meðan á athöfninni stendur, en hún mun verða nokkuð löng. Flestar verslanir og veitingastaðir verða lokaðir á morgun þegar útförin fer fram. Stjómvöld beindu þeim til- mælum til fólks að það sýndi minn- ingu keisarans látna tilhiýðlega virð- George Bush, forseti Bandarikjanna, og Barbara kona hans við komuna til Haneda flugvallar í Tokýo í gær. Símamynd Reuter ingu og stillti sig um að syngja og dansa á morgun. Nú þegar hefur verið boðað til eitt hundrað og tuttugu dansleikja á morgun og enn fleiri tónleikar eru fyrirhugaðir. Það er því greinilegt að ekki finnst öllum Japönum mikið til hins látna keisara koma. Hirohito fer ekki allslaus í gröfina. í kistu hans verða eitt hundrað per- sónulegir munir, þar á meðal uppá- haldssverðið hans, sem hann svaf með við hlið sér alla ævi. Þýska smá- sjáin, sem hann notaði til að rann- saka sjávarlífverur, fylgir eiganda sínum líka. Einnig ”má nefna að prentuð dagskrá fyrir Sumo glímu- keppni verður með. Sumo glíma var uppáhaldsíþrótt keisarans. Reuter Tveir til viðbótar setlir inn Tveir tékkneskir andófsmenn voru í gær dæmdir í fangelsi, fundnir sek- ir um skrílslæti. Fimm aörir andófs- menn fengu skilorðsbundna dóma. Þessir dómar komu í kjölfarið á dómi yfir leikritaskáldinu Vaclav Havel, sem á þriðjudag var dæmdur í níu mánaða fangelsi. Ota Veverka, þrjátíu og tveggja ára, var dæmdur í eins árs fangelsi og Jana Petrova, tuttugu og tveggja ára, var dæmd í níu mánaða fang- elsi. Réttarhöldin stóðu í tvo daga. Sjömenningarnir og Havel voru einnig sökuð um að trufla opinberan embættismann í starfi. Þau voru handtekin 16. janúar þegar þau reyndu að minnast þess að liöin eru tuttugu ár frá því að námsmaðurinn Jan Palach framdi sjálfsmorð. Hann kveikti í sér til aö mótmæla innrás Sovétríkjanna og leppríkja þeirra inn í Tékkóslóvakíu 1968. Vestræn ríki hafa þegar mótmælt harðlega dóminum yfir Havel. Bret- land, Austurríki og Holland segjast ætla að taka mannréttindabrotin í Tékkóslóvakíu upp á fundi í Vín þar sem verður farið yfir árangur af sam- komulaginu sem þrjátíu og fimm ríki, þar á meðal Tékkóslóvakía, skrifuðu undir í janúar um öryggi ogsamvinnuíEvrópu. Reuter .,óo9-'Æ<^ena^dS sA^oPt SahÍlinífÉ Ármúla3-108 Reykja vik - Sími 91-680988

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.