Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1989, Page 12
12
Spumingiri
FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989.
Spumingiii
Ætlar þú að fagna
1. mars á einhvern hátt?
Baldur Úlfarsson sölumaður: Ég ætla
að keyra niður í bæ og virða fyrir
mér örtröðina við bjórkrámar. Ég
drekk sjálfur ekki bjór.
Jóhann Bj. Ármannsson, bóndi og
sölumaður: Ég var búinn að fá leyfi
hjá konunni til að kaupa einn kassa
af hverri tegund. En ég bý úti á landi
svo hátíðahöldum verður trúlega að
fresta.
Konráð Ingi Torfason húsasmíða-
meistari: Ég á ekki pantað borð neins
staðar og býst við aö láta þetta allt
afskiptalaust.
Baídvin Garðarsson atvinnulaus:
Nei, það stendur ekki til að fagna
bjómum neitt sérstaklega.
Árni Sveinsson húsasmiður: Ég skil
eklci þetta tilstand út af þessum bjór
sem er ekkert sérstakur. Þetta er
óþarfa nýjungagimi í íslendingum.
Jóhanna Tryggvadóttir húsmóðir:
Nei, það verður engin þjóðhátíð þó
bjórinn sé að koma - þetta er ekki
svo merkilegt.
Lesendur
Staðreynd að undirmálsfiskur berst að landi bæði hérlendis og erlendis, segir hér m.a.
Kópadráp og karp
um staðreyndir
Árni hringdi:
„Ég mótmæli þvi að við höfum ver-
ið með ólögleg veiðarfæri en viður-
kenni hins vegar að við vorum með
135 millímetra net í hluta pokans,"
sagði netagerðarmeistari og eigandi
báts sem tekinn var fyrir landhelgis-
brpt úti fyrir Suðurlandi fyrir stuttu.
- Ég tel að svona staðhæfingar lýsi
best karpinu um það hvort hér við
land sé stundað dráp á kóðum eða
smáfiski eða ekki.
Hvað sem menn vilja lýsa mikilh
furðu á því að varðskip skuli taka
báta og skip, sem stunda ólöglegar
veiðar hér við land, þarf' enginn að
efast um að hér er stundað smáfiska-
dráp og af engum öðrum en sjómönn-
um sjálfum sem ættu að vita betur
og eru í raun að slátra mjólkurkú
sinni, fiskistofnunum.
Þetta hefur verið mikið karp um
staðreyndir sem ekki verða umflún-
ar, karp um það t.d. hvort vörpur
hafi verið „klæddar" með fínt riðn-
um netum eða ekki. Staðreynd máls-
ins er sú að fiskur berst að landi
bæði hérlendis og erlendis sem er
undirmálsfiskur gagnvart lögum og
enginn getur varið þaö með því að
skjóta sér bak við þá fáránlegu skýr-
ingu að kolinn hafi hindrað út-
streymi smáfisksins eða aðrar enn
fáránlegri sem gera menn bara að
kjánum þegar þeir fara að tjá sig
opinberlega til varnar smáfiska-
drápi.
Eins er það með alla þessa „áfrýj-
endur“ sem lýsa furðu sinni á dómi
vegna smáfiskadrápsins og vilja
skjóta dómnum til Hæstaréttar. Auð-
vitað er þeim frjálst að gera svo en
jafn fáránlega verka þær hótanir á
mann engu að síður.
Og loks eru það dómarnir yfir hin-
um seku. Það er til fyrirmyndar
hversu fljótt þetta allt gengur fyrir
sig. - Það væri óskandi að dómar
yfir óþokkunum á eiturlyfja- og
smyglmarkaðinum væru fram-
kvæmdir jafn fljótt. En þar er nú
ekki verið að birta myndirnar eða
ræöa við hina seku. Það gerist aðeins
í sjávarútveginum!
Bjórmálin:
Gimbrótt tegundaval
Garðar Hinriksson skrifar:
Eftir hverju skylduþeir háu herr-
ar hjá ÁTVR hafa farið þegar þeir
ákváðu hvaöa bjórtegundir yrðu
fyrir valinu þegar loksins að því
kemur að sala á áfengum bjór verð-
ur leyfð hér á landi? - Var það
happa- og glappaaöferð eða var ein-
hver klíkuskapur þar á bak við?
Frá mínum sjónarhóli séð finnst
mér þetta tegundaval vera ákaflega
gimbrótt en þar á ég sérstaklega
viö valið á þessum mjög svo
óþekkta Kaiser bjór sem enginn
sem ég hefi rætt þessi mál við hefur
nokkurn tíma heyrt nefhdan.
Ég bjó erlendis í 18 ár og ferðað-
ist mikið um Skandinavíu og meg-
inland Evrópu (vestan jámtjalds) í
fríum minum og neytti að jafnaði
bjórglass með máltíðum. Ekki íeitt
einasta skipti var þessi Kaiser bjór
á boðstólum - meira að segja ekki
í Austmríki!
Ekki hafa þeir sem þessum mál-
um ráöa hér leitaö álits almenn-
ings. Þó heföi þeim verið í lófa lag-
ið að kanna hvaða bjórtegundir eru
vinsælastar hér heima því að sölu-
skýrslur um hinar óáfengu tegund-
ir tala sínu máli og ýmsar þeirra
eru seldar hér, svo sem Egilsöl,
Sanitas, Royal, Carlsberg, Tuborg
og Pripps, svo að einhvetjar séu
nefndar.
Hvaða tegund trónar svo hæst á
neytendalistanum? Þaö er sænska
gæðavaran Pripps. Ég hefi áreiðan-
legar heimildir fyrir því að neysla
á Prippsbjór er í yfirgnæfandi
meirihluta hér eöa yfir 50% á móti
öllum hinum. Þetta talar sínu máli
og sannar hvaða tegunda lands-
menn helst neyta.
Vonandi sjá ráðamenn þessara
mála að sér og leyfa innflutning
fleiri tegunda og alla vega á þeirri
tegund sem án nokkurs tvimælis
er langvinsælust hér. Án efa verð-
ur þungur róður forráðamanna
þess fyrirtækis sem flytur inn
Pripps að sanna fyrir kerfinu að
þeir hafi vinsælustu vöruna. Von-
andi samt ekki eins þungur og hjá
Skúla Pálssyni á Laxalóni foröum
þegar hann þurfti að berjast í ára-
tugi við kerfið til að sigrast á rang-
lætinu gagnvart sér og sinni fram-
leiðslu.
Sjálfsagt er þó ekki sáð fræi í frjó-
an svörö þegar venjulegur borgari
er að fetta fingur út í það sem ráða-
menn kerfisins eru aö gera.
Góð Glenn Miller-mynd
„Ánægður“ skrifar:
Það var sannarlega ánægjuleg til-
breyting að sjá og heyra prýðilegan
tónlistarþátt í ríkissjónvarpinu á
fimmtudagskvöldið í síðustu viku,
nefnfiega þáttinn um hljómsveitar-
stjórann Glenn Miller, þar sem kvik-
myndaleikarinn Van Johnson
kynnti og lýsti aðalatriðum úr tón-
listarferli hins vinsæla hljómsveitar-
stjóra.
Það voru áreiðanlega margir sem
biðu með eftirvæntingu eftir þættin-
um sem var auðvitaö auglýstur fyrir-
fram. Ég var búinn að klippa út úr
blaði minnisatriði um að þátturinn
yrði sýndur umrætt kvöld og lima
minnismiðann á ísskápinn hjá mér
svo aö hann færi nú örugglega ekki
i fram hjá mér.
Þama var ágætis hljómsveit sem
tók fyrir allflest gömlu lögin sem
þekkt eru fyrir sitt sérstaka Miller-
„sound“. Það náðist náttúrlega ekki
eins og hjá Miller sjálfum en varla
var hægt að komast nær upprunan-
um. Þarna komu fram söngvararnir
Tex Beneke og Marion Hutton og
Johnny Desmond sem sungu með
hljómsveit Glenns Miller. Vissulega
era þessir söngvarar nokkuð við ald-
ur en þetta var nú einu sinni heimild-
arþáttur um hljómsveitina og hér er
viljinn tekinn fyrir verkið.
Söngvarinn Johnny Desmond kom
þó þægilega á óvart með mjög hrein-
um og óskertum raddblæ og náði
fyllilega að túlka lögin eins og í gamla
daga. - Það má að ósekju endursýna
svona þátt við tækifæri, að ekki sé
nú talað um að reynt sé að viða að
sér fleiri álíka heimildarþáttum um
liðna tíma í djass- og dægurlagaheim-
inum. Nóg er af stórhljómsveitunum
sem hafa verið festar á filmu sem eru
áreiðanlega til leigu á kvikmynda-
markaðinum. - Og ekki vantar
áhugasama áhorfendur hér.
söngkonan Marion Hutton sem byrj-
aði sinn söngferil 17 ára gömui.
Spádómar:
Framtíðin
er ávallt
hulin þoku
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Sagt er að spákonur geti rýnt í
framtíðina. Á miðöldum voru konur
þessar nefndar nornir. Fólk óttaðist
þær. Það taldi, sökum fáfræði, að ill-
ir andar heföu tekið sér bólfestu í
líkama umræddra kvenna. í þann tíð
voru galdrakerlingar brenndar á báli
og þótti gjörningur sá vera land-
hreinsun mikil. Þegar að því kom að
örlagagyðjurnar skyldu líflátnar
mætti gjarnan múgur og margmenni
til að berja aftökuna augum.
Þegnarnir röðuðu sér hringinn í
kringum aftökustaðinn. Þá var bor-
inn eldur í bálköstinn er umlukti
hina dauðadæmdu. Lýðurinn horfði
með athygli á logana læsa sig í klæði
hennar og hold. Að lokum kom dauð-
inn í líknarformi. Torgið tæmdist og
lítilsháttar reyk lagði upp frá stað
dauðans. - Atvikið var hins vegar
skráð á spjöld sögunnar.
í dag hafa aftur á móti nokkrir
dágóðar „tekjur“ af spámennsku.
Ásókn viðskiptavina er sögð jöfn og
þétt. Ég dreg ekki í efa að hér í heimi
leynist einstaklingar er yfir slíkri
þekkingu ráða. Hrapparnir eru samt
ansi margir á bænum þeim eins og
sjónvarpsmyndin er bar fyrir augu
okkar fyrir fáeinum dögum vitnar
kannski best um. - Þar var hvert
vigið á fætur öðru fellt með braki og
brestum frammi fyrir áhorfendum.
Eigi að síður heldur fólk áfram að
kaupa þessa þjónustu.
Kaffibollar og spil eru notuð við
áðurgreinda iðju. Pappaspjöldin og
kaffilöggin ku segja spáfólkinu hvort
viðskiptavinir öðlist hina sönnu ást
á lífsleiðinni ellegar grípi þrefaldan
lottóvinning næsta laugardag,
o.s.frv.
En framtíðin kemur til mín og til
þín og færir okkur gleði eða sorg og
allt þar á milh. Ókomnir dagar og
ár verða ávallt sveipaðir þoku sem
enginn mannlegur máttur fær greitt
úr.
Góð kvikmynd í
Regnboganum
Gunnar Sverrisson skrifar:
Kvikmyndir eru misjafnar að gæð-
um, sumar betri, aðrar verri eins og
gengur. Þrátt fyrir það virðist mis-
munur á svokölluðum góðum mynd-
um og hinum verri ganga í fólk, ein-
mitt vegna þess að smekkkurinn er
misjafn og margvíslegur. - Þetta kom
mér í hug þegar ég brá mér fyrir
stuttu í kvikmyndahúsið Regnbog-
ann í sal A, þar sem myndin Sept-
ember er sýnd.
Myndin fjallar um margvísleg
vandamál sem fjölskylda ein á við
að etja. Ég ætla svo sem ekki að rekja
söguþráðinn hér þar sem ég myndi
þá spilla ánægjunni fyrir annars
sönnum aðdáendum góðra kvik-
mynda eins og mér finnst að segja
megi að þessi sé.
í henni er valinn maður í hverju
hlutverki og sérlega góð leikstjórn
gerir það að verkum að mér kæmi
ekki á óvart þótt myndin fengi góð
verðlaun (ef hún er þá ekki búin að
fá þau). En leikstjóm og handrit er
ekki úr lakari höndum en hins vin-
sæla Woody Allens, sem mér finnst
eiga mikið lof skilið fyrir stjórn
myndarinnar. Það er afar athyglivert
hve góðum tökum hann nær á sam-
leik og þess vegna finnst mér myndin
fá aukið gildi.
Hvað snertir Woody Allen þá finnst
mér leikstjórn hans og handrit allt
eins geta átt við þau ummæli að
myndin sé eins og lífið er, sem stund-
um kemur, sér og sigrar sem betur
fer. - Með hækkandi sól má búast
við að margur sem sér þessa mynd
fái tvöfalda birtu í sálina, komi betri
út en hann fór inn. Ég mæli eindreg-
iö með kvikmyndinni September. -
Góða skemmtun.