Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1989, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1989, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 17. MARS 1989. Fréttir Leif Blaidel um áströlsku kvikmyndina sem Greenpeace sver af sér: Eg fékk myndina í gegnum Greenpeace þeir eru ekki svo vitlausir að lögsækja mig „Greenpeacemenn eru ekki svo vitlausir aö fara aö lögsækja mig. Þeir vita að ég hef mitt á hreinu,“ sagði Leif Blaidel, blaðamaður í Dan- mörku við DV. Talað er við Leif í myndinni Lífs- björg í norðurhöfum þar sem hann fjallar um Greenpeace sem áróðurs- og mótmælafyrirtæki þar sem til- gangurinn helgi meðalið. Séu allar aðferðir notaðar til að koma áróðri til skila. Fylgist leiðitamur hópur blaðamanna með aðgerðum samtak- anna í þeim tilgangi einum að fá góöa frétt. „Ég fékk myndina „Goodbye to Joey“ í gengum Grenpeace. Þó þeir sverji hana af sér þá dreifa þeir henni og sýna þingmönnum í Evrópu. í myndinni eru mjög gróf atriði, atriði sem ekki koma fram í mynd Magnús- ar. Þar á meðal er atriði þar sem kengúra er skorin upp lifandi á brjóstinu og hengd á staur. íslend- ingar hafa ekki séð allt.“ Leif hefur dóminn frá Ástralíu undir höndum þar sem tveir Astralir eru dæmdir fyrir verk sem hann seg- ir Greenpeace dreifa í áróðursskyni. „Varðandi ásakanir Greenpeace um að fá ekki að tjá sig um atriði myndar Magnúsar vil ég bara segja að ég þekki ekki til þess að slíkar aðferðir séu í heiðri hafðar hjá Gre- enpeace. Menn fá ekki tækifæri til að svara fyrir sig þegar Greenpeace gerir áróöursmyndir." Leif var ekki hissa að heyra af orð- bragði yfirlýsingar Greenpeace- manna eftir að mynd Magnúsar hafði verið sýnd. „Samtökin hafa verið hrelld með sýningu myndarinnar í svo öflugum fjölmiðh sem sjónvarp er og hafa eiginlega veriö felld á eig- in bragði.“ Leif sagðist spenntur að sjá mynd Magnúsar og sagði áhugann vera töluverðan í Danmörku. Hvort TV-2 muni sýna myndina vissi hann ekki. -hlh Magnús Guömundsson: Sverja af sér óþverrann en dreifa honum Kengúrudráp í Ástraliu: Myndinni með hinum umdeildu atriðum er dreift af Greenpeacemönnum að sögn Magnúsar Guðmundssonar og Leifs Blaid- „Þessar útskýringar Greenpeace eru ekkert annað en yfirklór. Ef þess- ir umtöluðu myndbútar, sem ég nota, eru ekta og hafa verið teknir upp á vegum Greenpeace verða þeir að gangast við því. Greenpeace verður þá að svara fyrir dómstólum á við- komandi stöðum. Það þýðir ekkert að láta einhvem mann í London Ijúga fyrir sig og ég ætla ekki að munnhöggvast við hann. Green- peacemenn era í ójafnvægi eftir þessa afhjúpun. Þeir sverja af sér óþverrann en dreifa honum um allt,“ sagði Magnús Guðmundsson, höf- undur myndarinnar Lífsbjörg í norð- urhöfum, í samtali við DV. „Hvað varðar myndina þegar sels- unginn er dreginn efdr ísnum þá er hún rækilega sviðsett og það klaufa- lega í þokkabót. Það má heyra fyrir- skipanir leikstjórans í bakgrunni og með því aö stækka kyrrmyndir af fólkinu má þekkja einn fyrrum æösta mann Greenpeace. Tæknin fellir þá. Hvað kengúrumyndina varðar eru þar á ferð sams konar atriði og í um allt myndinni Goodbye to Joey. Mér finnst afar furðuleg heppni að Green- peace skuli akkúrat vera á staðnum með myndavélar og ljóskastara þeg- ar einhverjir sadistar taka sig til og pína dýr, hvort sem það er úti á ísn- um eða á komakri í Ástralíu. Sadist- amir gera ekkert til að fela sig sem gerir myndimar enn furðulegri. Gre- enpeace kom hvergi nærri þegar Gustav Pourier fláði selinn lifandi eða þegar atriðin í Goodbye to Joey vora tekin upp. Þaö er rétt. En þeir era mjög duglegir við að dreifa þess- um myndum. Ég og Leif Blaidel feng- um áströlsku myndina frá Green- peace. Það var auðsótt mál. Það er kjami málsins. Þeir nota falsanir sér til framdráttar í áróðursstríðinu, fullyrða hástöfum aö selir séu fláðir lifandi þó það hafi aðeins gerst í þetta eina skipti." Eins og stafur á bók Magnús segir skýringar Grenpeace ekki breyta innihaldi sinnar myndar, það standi eins og stafur á bók. Hann el. segist hvergi í mynd sinni segja að Greenpeace hafi staðið á bak við sels- drápið eða misþyrmingu kengúr- anna í áströlsku myndinni, aðeins að þeir noti myndimar. - Hvaö um málssókn Greenpeace á hendur þér? „Þetta era bara hótanir ennþá, í raun ekkert annað en reykslör. Gre- enpeace hefur alls ekkert í mál gegn mér. Mér finnst öllu alvarlegra að Greenpeacemenn skuli hóta íslensku þjóðinni vegna myndarinnar. Þeir skjálfa greinilega á beinunum eftir að hafa komist í rækilega varnar- stöðu í fyrsta skipti." -hlh ,,Það er ftdlkominn grundvöll- ur fyrir gagnsókn í formi meið- yrðamáls á hendur Greenpeace og lögfræöingur minn er við- búinn slíku. Islenska rikissjón- varpið er ábyrgt gagnvart birt- ingu yfirlýsingar Greenpeace en ég hef engan áhuga á aö höfða mál gegn því,“ sagði Magnús Guðmundsson um málsókn á hendur Greenpeace vegna yfir- lýsingarinnar sem lesin var eftir sýningu myndarinnar á þriðju- dagskvöld. „Það er erfitt að lögsækja Gre- enpeace þar sem hreyfingin er ekki í landinu. Ef Greenpeace- menn koma hingaö til lands til að lögsæKja mig þá er auövelt að stefha þeim. Ég er fullviss um að Edda Sverrisdóttir hefur fullan hug á því líka. Það sem fram kom í yfirlýsingunni var mjög æra- meiðandi. . -hlh Málssókn Greenpeace: Hafa ekki lögfræðing Greenpeace hafa ekki lögfræð- ing á íslandi til að vinna fyrir sig þegar þeir hefja málssókn á hend- ur Magnúsi Guðmundssyni eða Sjónvarpinu. Martin Leeburn, talsmaður samtakanna, benti fyrst á Róbert Áma Hreiðarsson í samtali við DV. Þegar óljóst var um áfram- haldandi störf hans fyrir samtök- in gat hann ekkert Ijáð sig um hver lögfræðingur samtakanna á íslandiyrði. -hlh Róbert Árai Hreiðarsson: Ekki verið haft „Greenpeacemenn hafa ekki haft samband viö mig vegna málssóknar á hendur Magnúsi Guðmundssyni eða Síjónvarpinu. Get ég ekkert tjáð mig um hvað verður ef þeir gera það,“ sagði Róbert Ámi Hreiðarsson við DV. Hann var lögfræðingur fyrir Gre- enpeace þegar samökin reyndu að fá lögbann á myndina Lífs- björg í norðurhöftun. „Ég tók aðeins þetta einstaka verkeöú að raér fýrir samtökin og hef þannig lokiö viöskiptum mínum við þau í bili. Ég er ekki lögfræðingur Greenpeace á ís- landi eins og margir virðast halda.“ -hlh Talsmaður Greenpeace sá Lífsbjörg í norðurhöfum í gær: Myndir okkar eru ekki falsaðar „Það hefur verið tekin ákvörðim um að lögsækja bæði Magnús Guð- mundsson og íslenska ríkissjónvarp- ið eftir öllum mögulegum leiðum vegna myndarinnar. Nákvæmlega hvemig og hvenær er í höndum lög- fræðilegra ráðunauta okkar. Ásak- anir þær á hendur Greenpeace, sem fram koma í myndinni, era lygar. Við getum hrakið allar þessar lygar. Þetta á ekki síst við um myndbútana um seladrápið og misþyrmingu kengúranna. Við vöraðum Sjón- varpið við því að sýna myndina vegna þessa. En þeir virtust vita allt betur á þeim bæ. Því er málið komið í þennan farveg og þannig mun fara fyrir öllum sjónvarpsstöðvum sem taka myndina til sýningar," sagði Martin Leebum, talsmaður Green- peace, í samtali við DV. Martin Leeburn sá mynd Magnús- ar Guðmundssonar um miðjan dag í gær. Fannst honum myndin van- sæmandi og furðaði sig á því hvemig aðstandendur hennar gætu ásakað Greenpeace um áróður. Myndir Greenpeace ekta „Það sem varðar okkur er grand- vallað á lygum. Það sem skaðar okk- ur þó mest era ásakanir um að not- ast viö falsaðar kvikmyndir um sela- dráp og misþyrmingar á kengúram. Gustav Poirer, 'sem vitnað er til í myndinni, kom hvergi nærri þessari selamynd okkar sem Magnús Guð- mundsson notaðist við. Hann viður- kenndi frammi fyrir kanadískri þingmannanefnd að mönnum hafði verið borgað af umhverfisvemdar- hópi fyrir að selja seladráp á svið. í þeirri játningu er ekki minnst orði á Greenpeace auk þess sem hún á sér staö 1971. Greenpeace var stofnað 1971. Þessi mynd sem Magnús notar var hins vegar gerð 1978. Hún er ekta. Klukkutíma eftir að ég sá myndina var ég kominn í samband við kandadíska embættismenn í Ottawa og fékk þetta á hreint. Við erum að leita þá, sem vora viðstadd- ir upptökur á mynd okkar, uppi til að votta það sem gerðist. Hvað varð- ar fullyrðingar Inúítakonunnar þá var hún ekki á staðnum þegar mynd okkar var tekin. Orð hennar era vangaveltur sem sanna alls ekki neitt. Á vegum bænda Hvað varðar misþyrmingar á keng- úranum þá era þar enn lygar á ferð. Myndbúturinn sem Magnús notaði var tekinn á vegum Greenpeace og er hluti myndarinnar „Kangaroos under fire“. Allt sem á sér stað í henni gerðist í raun og vera. Hún er ekki fölsuð. Sá dómur, sem sagt er frá, að tveir Ástralir hafi fengið vegna misþyrm- ingar á kengúram er vegna allt ann- arrar myndar sem var sviösett og kemur Greenpeace alls ekkert við. Það yar þannig að bændur höfðu áhuga á að sýna fram á skaðsemi kengúra gagnvart þeirra starfsemi. Þá var hafist handa við gerð myndar þar sem kengúrur voru meðal ann- ars dregnar út á akur og þeim mis- þyrmt hrottalega. Bændunum var ráðlagt að notast ekki við þessar upptökur og þær því lagðar á hill- una. Aftur á móti komst framleið- andi og leikstjóri myndarinnar „Go- odbye to Joey“, Peter Cunningham, yfir upptökumar og notaðist við þær í mynd sinni. Þetta vakti úlfaþyt í Ástralíu. Tveir menn vora dregnir fyrir dómstóla þar sem þeir játuðu að hafa framkvæmt þessi voðaverk á kengúrunum gegn greiðslu frá að- standendum upptakanna í Queens- land. Vora mennimir dæmdir í fjár- sektir og fangelsi fyrir vikið. Afrit af dómnum, frá 15. mars 1983, höfum við undir höndum. Sviðsetningar vora á vegum bændanna, okkar mynd er alveg ekta.“ Tóm vitleysa Martin Leebum undirstrikar að Magnús Guðmundsson hafi notað filmubúta Greenpeace án leyfis og hafi því gerst brotlegur við höfundar- réttarlög. Sagði hann ennfremur að ef Magnús hefði borið sig eftir þeim upplýsingum, sem Greenpeace hafði þegar eða fékk á klukkustund, hefði útkoman orðið ööravísi. „Ef Magnús Guðmundsson ætlast til að vera tekinn alvarlega sem blaðamaður, hvar sem er í heimin- um, verður hann í það minnsta að bera ásakanimar undir þá sem eiga hlut að máh. Hann gæti bjargað and- htinu með því að biðjast afsökunar en það bjargar honum ekki frá máls- sókn. Hvað varðar danska blaða- manninn, sem fæðir Magnús á þessu kengúrumáh, þá má hann hafa hvaða skoðanir sem er. Og hvað varðar myndina í heild þá er hún vafasöm og við ánægð að geta fuhyrt fuhum fetum aö hún sé tóm vit- leysa.“ -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.