Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1989, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 17. MARS 1989.
5
pv___________________________________________________Fréttír
Viðskiptabankamir tapa 2 miUjörðum af tekjum sínum:
Versnandi af koma bankanna
rekur þá til sameiningar
- Útvegsbankiim verðlaun viðskiptaráðherra til þeirra fljótustu
Bæði Alþýðubankinn og Iðnaðarbankinn biðla nú til Verslunarbankans með hugsanlega sameiningu í huga. Sá
sem hreppir hnossið getur vonast eftir Útvegsbankanum sem „morgungjöf" frá viðskiptaráðherra.
Þrátt fjuir að flestir viðskiptaban-
kanna háfi haft góða aíkomu á síð-
asta ári bendir margt til þess að yfir-
standandi ár verði þeim þungt í
skauti. Tekjur þeirra af vaxtamun
inn- og útlána eru nú ekki nema um
helmingur þess sem þær voru í fyrra.
Flestir bankanna afskrifuðu útlán í
fyrra fyrir umtalsvert hærri fjár-
hæðir en árið þar á undan. Þeir búa
sig nú undir enn frekari áföli á þessu
ári.
Það eru ekki síst þessi umskipti í
rekstri bankanna sem ýta þeim nú
til þess að kanna þá hagræðingu sem
hafa má af sameiningu. Það er einnig
hætt við því að sá einkabanki, sem
verður útundan í hugsanlegri sam-
einingu og kaupum á hlutabréfum
ríkisins í Útvegsbankanum, geti átt
erfiða framtíð.
Vaxtamunurinn helmingi
minni en áður
Valur Valsson, bankastjóri Iðnað-
arbankans, sagði í samtali við DV að
á síðustu mánuðum ársins 1988 hefðu
orðið veruleg umskipti varðandi
tekjur bankanna af vaxtamun.
Vaxtamunurinn heföi þá lækkað svo
að bankamir fengu helmingi minni
tekjur af honum en fyrr á árinu.
„Við búumst við því að tekjur
bankans af vaxtamuninum á árinu
1989 verði um þriðjungi lægri en í
fyrra,“ sagði Valur.
Tekjur Iðnaðarbankans af vaxta-
mun vora í fyrra um 660 milljónir
króna. Bankinn stendur því frammi
fyrir um 220 milljón króna tekjusam-
drætti.
Valur sagði að þegar heföi verið
gripið til aðhaldsaðgerða. Meðal ann-
ars heföi yfirvinna starfsmannanna
verið dregin umtaisvert saman.
Bankastjórnin reiknaði með því að
þessar aðhaldsaðgerðir gætu sparað
allt að 100 milljónum. Það má því
búast við að afkoma Iðnaðarbankans
verði um 120 milljónum verri á þessu
ári en í fyrra þótt ekki sé tekið tillit
til annars en minni tekna af vaxta-
mun.
400 milljónir í töpuð útlán
Til viðbótar við minni tekjur
standa bankarnir nú frammi fyrir
meiri áföllum vegna tapaðra útlána
en þeir hafa gert um langan aldur. Á
árinu 1987 afskrifaði Landsbankinn
106 milljónir vegna tapaðra útlána. í
fyrra voru hins vegar um 187 milljón-
ir afskrifaðar. Aukingin nemur um
42 prósentum þegar tillit hefur verið
tekiö tii verðbreytinga.
Sé miðað við að viðskiptabankarn-
ir allir hafi afskrifað jafnstóran hluta
af útlánum sínum og Landsbankinn
má gera ráð fyrir að í heild hafi bank-
amir tapað um 400 milljónum á síð-
asta ári.
Framlag Landsbankans í afskrift-
arsjóð var í fyrra um 384 milljónir.
Landsbankinn hefur því undirbúið
sig undir frekari áföU á þessu ári
vegna tapaðra útlána. Ef aðrir við- -
skiptabankar hafa lagt álíka hiutfall
af útiánum sínum í afskriftarsjóði
sína jafngiidir það um 800 milljónum
yfir bankakerfið allt.
Töpuð útlán í bankakerfinu eru
afleiðing versnandi afkomu í at-
vinnulífinu. Opinberir sjóðir hafa
heldur ekki farið varhluta af afleiö-
ingum þess. Þannig afskrifaði
Byggðasjóður um 33,5 milljónir í
fyrra en leggur hins vegar til hiiðar
um 200 miiljónir til að mæta frekari
áföllum. Þá upphæð hefur sjóðurinn
til að afskrifa töpuð útlán fyrir utan
þau sem hann mun breyta í hlut-
deildarskírteini í Hlutafjársjóði sín-
um. Búast má við að Byggðasjóður
muni breyta útlánum í hlutdeildar-
skírteini fyrir umtalsverðar fjár-
hæðir þar sem sjóðurinn er djúpt
sokkinn í taprekstur þeirra fyrir-
tækja sem Hlutafjársjóði er ætlað að
bjarga.
Fréttaljós
Gunnar Smári Egilsson
Sveiflur í afkomu
uppá þriðja milljarð
Ef spá Vals Valssonar, bankastjóra
Iðnaðarbankans, um að bankarnir
muni í ár fá um þriðjungi minni tekj-
ur vegna vaxtamunar, ganga eftir
má gera ráð fyrir að viðskiptabank-
amir þurfi að mæta tekjutapi í ár
sem getur numið allt að 2,3 milljörð-
um króna. Tii viðbótar þessu má
búast við að bankamir muni tapa
enn hærri upphæðum í ár vegna glat-
aðra útlána en raunin varð á í fyrra.
Umskiptin milli áranna 1988 og 1989
geta því kostað viðskiptabankana vel
á þriðja milljarð.
Það mun verða erfitt fyrir stjórn-
endur bankanna að mæta þessu
tekjutapi með hagræðingu innan
bankanna án þess að til komi sam-
eining og sú hagræðing sem hún á
að geta leitt af sér.
Þar sem hugsanleg sameining
banka tekur langan tíma er ekki ólík-
legt að þegar fer að hða á árið muni
eigendur einkabankanna horfa upp
á að tap muni verða á rekstri bank-
anna í ár. Þótt ekki sé lengra síðan
en 1985 að allir viðskiptabankarnir
voru reknir með tapi er nokkuð Ijóst
að taprekstur muni ýta undir hug-
myndir um sameiningu einhverra
einkabankanna og þá ekki síður fyrir
það að viðskiptaráðherra hefur í
raun boðið Ötvegsbankann sem
verðlaun fyrir þá banka sem fyrstir
verða til að sameinast.
Verslunarbankinn fær
bónorð úr tveimur áttum
í febrúar síöasthðnum sendi
bankaráð Iðnaðarbankans bréf th
bankaráös Verslunarbakans þar sem
óskað var eftir viöræðum um hugs-
anlegan samrana þessara banka. Þá
höföu staöið yfir viðræður milh
Verslunarbanka og Alþýðubanka í
nokkum tíma um sameiningu og síð-
ar kaup á Útvegsbankanum í sam-
vinnu við einhvem af bönkum Al-
þýðusambandanna á Norðurlönd-
unum.
Nokkrir hluthafar í Verslunar-
bankanum era jafnframt hluthafar í
Iðnaðarbankanum. Á meðal þessara
hluthafa era sterkir aðilar eins og
Eimskip og Lífeyrissjóður verslunar-
manna. Strax í haust létu þessir aðil-
ar í ljós þá skoðun við bankaráð
Verslunarbankans að þeir teldu
sameiningu við Iðnaðarbankann
eðlilegasta kostinn ef til sameiningar
kæmi á annað borð. Þessi afstaða er
skiljanleg þar sem með slíkri samein-
ingu yrðu hlutabréf þessara aöila í
báðum bönkunum tryggð. Ef Versl-
unarbankinn sameinast hins vegar
Alþýðubankanum er hætt við að Iðn-
aðarbankanum væri þar með snið-
inn þröngur stakkur.
En meðal hluthafa Verslunarbank-
ans era einnig þeir sem vilja samein-
ast Alþýðubankanum og jafnframt
aðrir sem vilja að Verslunarbankinn
haldi áfram óbreyttum rekstri. Innan
bankans eru aðhar sem í samtali við
DV bentu á að Iðnaðarbankinn ætti
við alvarleg útlánavandamál að
stríða og þar á bæ væri hætt við
umtalsverðum áföllum innan tíðar.
Valur Valsson, bankastjóri Iðnaðar-
bankans, hafnaði þessu algerlega í
samtali við DV og sagði að Iðnaðar-
bankinn hefði dreift áhættu sinni
mim meira en flestir aðrir bankar.
Á aðalfundum þessara tveggja
banka um helgina mun koma fram
hver hugur hluthafti þeirra er í sam-
einingarmálum. Hver niðurstaðan
verður á aðaifundi Verslunarbank-
ans getur skipt miklu - ekki bara
fyrir þann banka heldur einnig fyrir
Alþýðubankann og Iðnaðarbankann.
Norskt blað um EFTA-samkomuiagið:
Steingrímur sleipur fiskur
Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló:
Steingrímur Hermannsson fær
einkunnina útsmoginn samninga-
maður og sleipur fiskur í norska
blaðinu Dagens Næringsliv í gær.
Steingrímur tefldi djarft fyrir hönd
íslands og vann sigur, segir blaðið.
Spurningin um fiskinn, sem hefur
verið þrætuepli í EFTA í meira en
tuttugu ár, leystist vegna þess að
Steingrími tókst að koma máhnu á
framfæri núna.
Málið var síðast tekið upp í Tamm-
ersfors í fyrrasumar og hefði átt að
liggja um kyrrt fram að ráðherra-
fundinum í Christianssand í Noregi
í júni.
Opið stríð í fiskimáhnu hefði litið
fáránlega út í lokayfirlýsingu EFTA
fundarins. Fremur en að verða sér
til athlægis lögðu hinir ráðherrar
Norðurlandanna niður vopnin.
Þó að lokayfirlýsing EFTA fundar-
ins eigi eftir að rykfalla á nokkrum
árum geta íslendingar unað glaðir
við sitt því þeir fengu sínu mikilvæg-
asta máli framgengt, skrifar Dagens
Næringsliv.
Af réttarlönd eins og jökull
Þórhállur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
Mikinn snjó er nú að sjá á heiðar-
löndum allt frá Blöndu og vestur að
Víðidalsá og þau sem jökull á að líta.
Sérstaklega á þetta við um Víðidals-
tungu- og Haukaghsheiðar. Þar eru
aðeins skálar og alstærstu steinar
upp úr snjónum.
Öll gil virðast full af snjó og hvergi
sést móta fyrir þeim mörgu stööu-
vötnum sem á heiðunum eru. Snjó-
léttara er norðan th á Grímstungu-
heiði og Auðkúluheiði.
Þetta er í stuttu máli ástandið eins
og það blasti við þegar flogið var yfir
heiðarnar nýlega. Veður var bjart og
skyggni frábært.
AF:
SVÉFNPOKUM
jr vnrkinTIVr
DJLm jLi JC%» Jl▼JL
SJÓNAUKUM
VEIÐISTÖN GUM
VEIÐIHJ ÓLUM
FLUGNAHNÝT-
jr cr.mmTnvyr
JLX\ jStSLöJl> ; JL Jl X# X» Jl
Sendum í póstkröfu
LAUGAVEGI 178
Sími 16770 - 84455