Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1989, Page 7
FÖSTUDAGUR 17. MARS 1989.
7'
Fréttir
Fjárhagsáætlun Keflavíkur samþykkt:
Skuldar hátt í
500 milUónir
Fjárhagsáætlun Keflavíkur var
samþykkt á bæjarstjómarfundi á
þriðjudag. Þá kom fram að skuld
bæjarins var 436 milijónir króna
um síðustu áramót. Minnihlutinn
í Keflavík gagnrýndi á fundinum
skuldastöðu bæjarins.
Að sögn Guðfinns Sigurvinsson-
ar, bæjarstjóra Keflavíkur, er eng-
in ástæða til svartsýni í upphafi
nýs fjárhagsárs. Hann sagði að um
100 milljónir af bókfærðri skuld
bæjarins væm vegna félagslegra
íbúða aldraðra. Byggðar hefðu ver-
ið íbúðir fyrir aldraða sem þeir
greiddu upp með kaupleigu. Því
þyrfti bærinn ekki að greiða neitt
af þessu. Guðfinnur sagði að því
mætti líta svo á að skuldir bæjarins
næmu aðeins 330 miiljónum.
Að sögn Guðfinns er gert ráð fyr-
ir því í fjárhagsáætlun að skuldir
bæjarins verði greiddar niöur um
29 milljónir á þessu ári.
Fjárhagsáætlun síðasta árs fór
fram úr áætlun en tekjur einnig.
„Því má segja aö á heildina litið
standist fjárhagsáætlun nokkuð
vel,“ sagði Guðfinnur. Gert er ráö
fyrir framkvæmdum upp á um 200
milljónir í nýsamþykktri fjár-
hagsáætlun.
-SMJ
Stefán Stefánsson að gefa hrossunum á Gýgjarhóli í Skagafirði nýlega í éljaveðri. DV-mynd Þórhallur
Jarðbönn og hestar á gjöf
Þórhallur Ásraimdssan, DV, Sauaðárkróki:
Vetm-inn, sem vonandi er senn á
enda, hefur verið mjög gjafafrekur
fyrir hrossabændur í Skagafirði og
Húnavatnssýslum sem víðar og jarð-
bönn að mestu frá því fyrir áramót.
Bændur á þessu svæði eru margir
komnir með heyvagnana út á tún og
á bæ einum í Vatnsdal eru sögð 100
hross á gjöf á einum bæ.
Meinatæknar:
Vilja mikla hækkun
AUGLÝSING
Laus staða heilsugæslulæknis á Hellu.
Laus er til umsóknar staða heilsugæslulæknis á
Hellu. Staðan veitist frá og með 31. júlí 1989.
Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um læknis-
menntun og læknisstörf, sendist ráðuneytinu fyrir
10. apríl 1989 á sérstökum eyðublöðum sem þar
fást og hjá landlækni. í umsókn skal koma fram hve-
nær umsækjandi getur hafið störf. Æskilegt er að
umsækjendur hafi sérfræðileyfi í heimilislækningum.
Nánari upplýsingar um stöðuna veita ráðuneytið og
landlæknir.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
10. mars 1989.
Skrifborð
Úrval af skrifborðum, verð frá 4.800 kr., og skrif-
borðsstólum, verð frá 3.850 kr. Skrifborðið á mynd-
inni kostar 8.400 kr.
Hillusamstæður sem eru
tilvaldar í unglingaher-
bergið. Þær kosta 14.800 kr.
Hillusamstæður
Húsgögn og innréttingar
Suðurlandsbraut 32 sími 686900
„Félag meinatækna er nýtt félag,
sem er að gera kjarasamninga í
fyrsta sinn. Þess vegna verðum við
að semja um allt sem að okkur snýr,
alveg frá grunni," sagði Marta
Hjálmarsdóttir, formaður félagsins,
í samtah við DV. Kröfur meina-
tækna, sem og nokkurra annarra
stétta sem stofnuðu félög í fyrra og
eru að semja í fyrsta sinn, þykja
nokkuð háar.
„Kröfur okkar eru einfaldlega þær
að við viljum sambærileg laun og
aðrar stéttir háskólamenntaðra
manna hafa“, sagði Marta.
Hún nefndi sem dæmi að laun al-
mennra meinatækna eru nú á bihnu
54 til 65 þúsund krónur á mánuði.
Meðahaun viömiðunarstéttanna eru
á mihi 80 og 90 þúsund krónur. Það
er ef til vih vegna þessara viðmiðun-
arbreytinga sem kröfur hinna nýju
félaga eru sagðar háar.
Marta sagði að meinatæknar væru
ekki búnir að leggja sínar kröfur
formlega fram en þær væru að mestu
leyti fullmótaðar.
S.dór
Mál Árbæj arlæknisins:
Kröfunni vísað á bug
Lögmaður læknisins, sem nýverið
var dæmdur vegna fjársvika, skjala-
fals og brota í opinberu starfi, hefur
vísað á bug kröfu Tryggingastofnun-
ar á hendur lækninum. Trygginga-
stofnun krafðist þess að læknirinn
greiddi um eina milljón vegna
meintra fjársvika.
Hhmar Ingimundarson hæstarétt-
arlögmaður, sem er lögmaöur lækn-
isins, hefur vísað greiðslukröfunni á
bug. Hann segir kröfuna vera stað-
lausa og hreinan tilbúning.
Fyrir sakadómi var læknirinn sak-
fehdur fyrir að hafa dregið sér tæpar
sextán þúsund krónur. Hhmar Ingi-
mundarson segir að engar forsendur
séu fyrir kröfunni og því hafi henni
verið vísað á bug.
-sme
M)
DÚNÚLPUR
á börn og unglinga og fullorðna
Verð frá
Sendum í póstkröfu
SPORTBÚÐIN
Ármúla 40, Rvík, sími 83555.
Eiðistorgi 11, 2. hæð, Seltj. sími 611055.