Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1989, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 17. MARS 1989.
9
Utlönd
Gríska stjórnin
segir af sér
Andreas Papandreou, forsætisráö-
herra Grikklands, mun í dag kynna
nýja stjóm eför aö hafa rekið alla
ráöherra sína í gær. Uppstokkunin
er höur í tilraun Papandreous til aö
vinna á ný traust landsmanna fyrir
kosningamar í júní en það hefur far-
ið ört minnkandi vegna hneykslis-
mála sem stjórn hans hefur veriö
viðriðin. Papandreou stóð af sér van-
traustsyfirlýsingu á þingi fyrr í vik-
unni.
Þetta er í sextánda sinn sem Pap-
andreou stokkar upp í stjórn frá því
að hann komst til valda 1981. í gær
sögðu allir ráðherrar stjómarinnar
af sér til að forsætisráðherrann fengi
frjálsar hendur við nýja stjórnar-
myndun. Á þriðjudaginn sagði hægri
hönd forsætisráðherrans, Agam-
emnon Koutsoyorgas, af sér embætti
í annað sinn frá því í haust.
Hann var sagður hafa verið í sam-
bandi við hvarf bankasvindlarans
George Koskotas frá Grikklandi sem
ákærður haíði verið fyrir að hafa
svikið til sín milljónir dollara úr
Krítarbanka sem hann átti sjálfur.
Koskotas var handtekinn í'Bandarík-
unum og hefur í fangelsinu sakað
Sósíahstaflokkinn um að hafa ráð-
gert fjárdrátt. Reuter
Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, bað í gær alla ráðherra sína,
54 talsins, að segja af sér. Símamynd Reuter
Fleiri ásakanir
um símahleranir
Hlera átti síma sænska ráðuneyt-
isstjórans Pierres Schoris í sam-
bandi við einkarannsókn bókaút-
geíandans Ebbe Carlssonar á
Palmemoröinu. Við hlerunina átti
að nota tæki sem smyglaö var til
Sviþjóðar. Ráöherrann Bengt Jo-
hansson tilkynnti. þetta í gærkvöldi
en fyrr í þessari viku hafði Jan
Danielsson tilkynnt ráðherranum
um máhð.
Ástæðan til þess aö hlera átti
síma Schoris er sögö vera sú að
sænska leyniþjónustan hafi fengið
viðvömn frá frönsku öryggislög-
reglunni um aö Schori hafi reglu-
bvmdiö heimsótt konu sem grunuð
var um hryðjuverk þegar hann
kom til Parísar, að því er segir í
blaöinu Arbetet
Það var í marsbyijun sem það
upplýstist að ríkissaksóknarinn
hefði fengið upplýsingar um aö
hlera heföi átt síma háttsetts
sænsks stjómmálamanns. Hann
fór fram á aö þurfa ekki að néfna
nafn hans og leyfið var veitt
Samkvæmt blaðinu Arbetet var
franska skýrslan komin í hendur
sænsku leyniþjónustunnar í fyrra-
vor. Bengt Johansson rannsakaði
upplýsingamar í gær og sagðist
honum svo frá að þaö sem gæti leg-
ið til grundvallar væri að 1978 hefði
Schori fengið heimsókn af konu
sem seinna hefði svo orðið virkur
meðlimur í kúrdisku samtökunum
PKK. Ráðherrann segir að sá fund-
ur hafi átt sér stað í Stokkhólmi.
Konan hafi beðið um að fá að hitta
Palme en fengið að ræða við Schori
í staðinn.
Á laugardaginn í síðustu viku tál-
kynnti Sten Andersson, utanríkis-
ráðherra Svíþjóðar, að simi sinn
heföi verið hleraður. Komið hefur
í Ijós að símahleranimar hafa ekki
einungis tengst rannsókninni á
Palmemoröinu eins og fyrst var
álitið heldur hafi sænska leyni-
þjónustan ámm saman hlerað sima
nokkurra sljómmálamanna.
TT
Japanskir fiskibátar
kyrrsettir í Chile
Chilenski flotinn kyrrsetti fimm jap-
anska fiskibáta í höfnum í gær í
hefndarskyni vegna innflutnings-
bann Japana á ávöxtvun frá Chile.
Yfirmaður flotans sagði að þeim yrði
ekki leyft að halda til veiða fyrr en
Innflutningur á ávöxtum frá Chile er nú bannaður í mörgum löndum, með-
al annars Japan. Simamynd Reuter
Japanir opnuðu aftur markaði sína
fyrir ávexti frá Chile.
Japan hefur ásamt Bandaríkjun-
um, Kanada og ýmsum Evrópulönd-
um bannað innflutiúng á ávöxtum
frá Chile eftir að blásýra fannst í
tveimur vínbeijum þaðan í Banda-
ríkjunum.
Bátamir, sem um ræðir, eru í eigu
japanskra útgerðarfélaga en sigla
undir fána Chile í landhelginni þar.
Talsmaður utanríkisráðuneytisins
í Japan sagði í morgun að ólíklegt
væri að stjómin kæmi með athuga-
semdir á þessu stigi málsins. Sagði
hann að tilkynning hefði komið frá
Chile til Tokýo um að nokkrum jap-
önskum bátum væri haldið í höfn af
öryggisástæðum og að Japan gæti
ekki skipt sér af því þar sem um land-
helgi Chile væri að ræða.
Reuter
Dísilvélar - Utboð
Fyrir hönd eins viðskiptavinar okkar er hér með leitað
eftir tilboðum í 180-240 hestafla dísilvél, á vélinni
skal vera startari, kælir og gangráður. Vélinni er ætl-
að að knýja tvær glussadælur. Tilboðum skal skilað
Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., Glerárgötu
30, 600 Akureyri, fyrir 1. apríl 1989 og þar eru einn-
ig veittar frekari upplýsingar.
Hreinlætis-
tækjahreinsun
-Hreinsa kísil og önnur óhreinindi af hreinlætis-
tækjum og blöndunartækjum. Sértilboð á
stykkjafjölda. Fljót og góð þjónusta.
Verkpantanir daglega milli kl. 11 og 19 í síma
72186.
Hreinsir hf.
Barna- og unglingavika
12.-18. mars 1989
Háskólabíó kl. 14.00
Fjölskylduhátíð.
Niöurstööur kynntar.
Ókeypis aögangur.
Foreldrar hvattir til að mæta meö börn sín.
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Alþvðusamband íslands, Kennarasamband íslands,
Félag bókaaerðarmanna, Bandaíag háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna,
Starrsmannafélaa ríkisstofnana, Fósturfélag íslands, Sókn,
Hið íslenska kennarafélag, laja
GLUGGAR • UTIHURÐIR • SVALAHURÐIR • BILSKURSHURÐIR •
• £
K |
GLUGGAR OG f
! HURÐIR Á \
1 HÁLFYIRÐI I
Útsalan hefst á laugardaginn kl. 10.00.
Við erum að laga til á
lagernum og seljum því
gamlar ósóttar sérpantanir
og lítið gallaðar vörur með
sérstaklega góðum afslœtti.
s
co
.ri
n
%
o
o
D
Ö
"V
J_L
ÖQBSBIDSQHCT
Hamratún 1 Mosfellsbæ, sími: 666606
n
P'
w
»
• HIGHÍIHVTVAS • HIGHÍlHIin • HIGHÍIH HVGVNNVHH3S •