Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1989, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1989, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 17. MARS 1989. Utlönd Stríðsaðilar styrkja stöðu sína Bardagar héldu áfram í Beirút og nágrenni í gær og kom eldur upp í skipi sem varð fyrir skotárás í höfn- inni í Beirút. Báðir stríðsaöilar, kristnir og múhameðstrúarmenn, eru sagðir hafa styrkt stöðu sína og íbúar Beirút segja að sýrlenskir her- menn, sem verið hafa í Líbanon síðan 1976, hafi dregið sig til baka frá ýms- um varðstöðvum í vesturhluta Beir- út í gær. Þjóðvarðliðar múhameðstrúar- manna eru staðráðnir í að halda höfnum sínum sem verið hafa lífs- björg þeirra undanfarin íjórtán ár á meðan borgarastyrjöld hefur geisað í Líbanon. Segjast þeir ætla að halda áfram árásum sínum á höfnina í Beirút þar til herforingi kristinna leyfi aftur umferð um hafnir múha- meðstrúarmanna. Sérfræðingar segja að þjóðvarðlið- ar múhameðstrúarmanna setji sem skilyrði fyrir vopnahléi að umferð um hafnimar verði leyfð á ný. Aoun, herforingi kristinna, segir hins vegar að einungis brottför Sýrlendinga frá Líbanon geti leitt til friðar. Reuter Höfnin í Beirút er oröin skotmark múhameóstrúarmanna og kom eldur upp í skipi þar í gær. Simamynd Reuter Vörubílstjórar í El Salvador kröfðust sumir hverjir 400 prósent hærri fargjalda í gær en venjulega vegna hótana skæruliöa um aö ráðast á farartæki á vegum úti. Nær engir strætisvagnar voru í umferð og þurftu þúsundir að ganga til vinnu sinnar. Simamynd Reuter Ongþveiti í El Salvador Vinstri sinnaðir skæruliðar í E1 Salvador ollu öngþveiti í gær er þeir reyndu að hindra umferð um landið í tilefni kosninganna á sunnudaginn. Hótun þeirra um að ráðast á farar- tæki lamaði nær alla umferð úti á landsbyggðinni og umferð í höfuð- borginni Santiago var litil. Skæruliðar hafa meö skemmdar- verkum sínum valdið því að nær allt landið hefur verið rafmagnslaust og hafa aögerðir þeirra skyggt á vænt- anlegar kosningar. Nær engir strætisvagnar vom í umferð í gær og gengu þúsundir manna til vinnu sinnar. Hermenn vom á verði á götum úti og við bens- ínstöðvar. Átök urðu sums staðar úti á landsbyggðinni. Boði skæruliða í janúar um að þeir létu kosningarnar ótruflaðar gegn því að þeim yrði frestað svo að þeir gætu undirbúið kosningabaráttu var hafnað og hvetja þeir nú landsmenn til aö taka ekki þátt í kosningunum. Reuter Krefjast afsagnar þingf orseta Forseti danska þingsins, Erik Ninn-Hansen, sem áður var dóms- málaráðherra Danmerkur, sætir nú vaxandi gagnrýni stjórnarandstöð- unnar. Er þess krafist að hann segi af sér vegna aðgerða hans í málefn- um tamílskra flóttamanna í Dan- mörku. Ninn-Hansen er sagður hafa, á meðan hann gegndi embætti dóms- málaráðherra, tafið í nokkra mánuði umsóknir frá flóttamönnunum um spieiningu fjölskyldna. Hann er einnig sagður hafa gefið þingnefnd rangar upplýsingar um möguleika tamílanna um að snúa aftur til Sri Lanka þrátt fyrir að stjómin hefði fengiö upplýsingar frá Sameinuðu þjóðunum um að hætt hefði verið um stundarsakir að senda tamfiska flóttamenn heim vegna vaxandi óró- leika á Sri Lanka. Margir stjómmálamenn segja að þetta megi aðeins túlka á þann hátt að dómsmálaráðherrann hafi með þessu brotið lög. Ritzau MINOLTA Kynning verður á morgun, laugardag, kl. 10-14 Viðgerðarmaður MINOLTA verður á staðnum og yfirfer vélar fyrir fólk. >■ iiniiiiiii] LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF LAUGAVEGI 178 - REYKJAVIK - SIMI 685811 ■ ■■■■■■ iiiiiiinim

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.