Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1989, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1989, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 17. MARS 1989. Spumingin Lesendur Hvernig þótti þér kvik- myndin Lífsbjörg í Norður höfum eftir Magnús Guö- mundsson? Einar Páll Kjærnested nemi: Mjög góð. Viö eigum að sýna hana úti um allan heim til þess að sýna að okkar málstaður er réttur. Bjarni Stefánsson, atvinnulaus: Myndin var sannfærandi og harla góð og mjög í takt við þær hugmynd- ir sem ég hafði um þessi samtök. Umræðumar á eftir voru hins vegar á lágu plani. Svava Brand húsmóðir: Ég fágnaði því að lögbanni skyldi vera hafnað. Myndin var í sjálfu sér trúverðug en heiði samt getað verið betri. Guðmundur Pétursson ellilifeyris- þegi: Myndin var alls ekki góð heldur gjörsamlega mislukkuð því hún gekk of langt. Rúnar Skarphéðinsson bóndi: Mynd- in var góð og sæmilega trúverðug og á að sýna hana sem víðast sem mót- vægi við annan áróður. Karl E. Loftsson útibússtjóri: Mynd- in var góð en mér fannst stjómandi umræðnanna á eftir alls ekki standa sig sem skyldi. Leiðinleg dagblöð á hausnum: Engin þjóðmálaumræða „Hvar er þjóðmálaumræðan á siðum þessara blaða?“ er m.a. spurt i bréfinu. Þorsteinn Einarsson skrifar: Það er talsvert rætt um sameiningu þriggja dagblaða, þ.e. Alþýðublaös- ins, Tímans og Þjóðviljans. Öll em þessi dagblöð sögð vera á hausnum og nú er tahð af sumum að eina ráð- ið til að rétta þau við sé að steypa þeim saman í eitt og þá verði úr þeim gott og sterkt blað. - En lítum nú nánar á málið. Hvemig í ósköpunum dettur nokkmm manni í hug að blöð, sem ekki hafa selst neitt að ráði árum saman vegna þess hve leiðinleg þau era, geti batnað við að renna saman í eitt stórt blað? í þessum blöðum öUum hefur lítið annan birst en flokkspólitísk mál hvers fyrir sig og það er það leiðinlegasta efni sem fólk les, a.m.k. til lengdar. í þessum blöðum er ekki leyft að lesendur hafi skoðanir. Allt sem sent er til þeirra er ritskoðað vandlega og ef svo vill til að tilskrif frá hinum almenna borgara era leyfð og sem ekki falla í kramið híá viökomandi flokksblaði, þá er gerð sérstök at- hugasemd við þau frá ritstjórum eða á annan hátt andmælt næsta dag. Eöa hvar er þjóðmálaumræðan á síöum þessarra blaða, hvar era les- endabréfm? Hvergi. Slík umræða er ekki leyfð, nema hún sé í takt við Tímann, Þjóðviljann eða Alþýðu- blaðið. - Þjóðviljinn er uppfullur af „menningu" sem enginn nennir að lesa, Tíminn uppfullur af fréttum frá Búnaðarþingmn og áróðri fyrir áframhaldandi niðurgreiðslum og Alþýöublaðið er fyllt með „gráu gamni“ og kaffibröndurum. Ég vil taka undir með leiðarahöf- undi síðastnefnda blaðsins þegar hann segir í lok úttektar sinnar ný- lega um sameinuð dagblöð: „Draum- urinn um hiö öfluga og nútímalega dagblað félagshyggjumanna verður því að rætast á einhvern annan veg“. Tímamir breytast og mennimir með Gunnar Sverrisson skrifar: Það er þekkt gegnum aldirnar að stór þáttur í lífi fólks, einkum hinna fullorðnu, er að taka lífið stundum þægilega, koma ró á hugann, t.d. yfir góðum kaffibolla, heima eða heiman - ræða um tíðarandann, heimsmálin o.sírv. Þetta finnst mér hafa breyst nokk- uð eftir tilkomu sjónvarpsins. Áður komu vinir og kunningjar saman í heimahúsum til að skrafa saman, viðhafa vinalegt viðmót, ræða liöna tíma. Táknrænt dæmi um slíkt era gömlu kvöldvökurnar. Þetta hefur breyst í tímans rás. Nú heyrist stundum sagt að enginn megi vera að neinu nema vinna, borða, horfa á sjónvarpið - og sofa. Ég tek fram, til að koma í veg fyrir misskilning, að það er langt í frá að ég hafi nokkuð á móti sjónvarpinu - nema síður sé, eins og sagt er nú á dögum. Eg býst samt við að sá tími komi aftur að fólk átti sig almennt á því og uppgötvi að hin gömlu, sífersku kvöld og þægilegheitin, sem vora við lýði á mörgum heimilum, eigi fullt eins vel við okkur þrátt fyrir allt. Gamalt spakmæli segir að öllu megi ofgera og ég býst við aö það sé í þessu tilviki sem mörgum öörum að almennur hugsunarháttur, tíska og tíöarandi framtíðar muni breyta þessu á ný þótt nú sé sjónvarpið fast- ur liður í nútímamenningu okkar. Er alkóhól eitur? Hvaö segir prófessorinn? Starfsmaður i menntamálaráðun. skrifar: Ég var á tónleikum laugard. 11. þ.m. og mér ofbauð ódulbúinn áfeng- isáróðurinn. Um þverbak keyrði þeg- ar hljómsveitarstjóri auglýsti aust- urrískan bjór beinum orðum uppi á sviðinu. Ég vorkenndi blessuðum ráðherr- um Alþýðubandalagsins að sitja und- ir áróðri þessara „handlangara" austurríska áfengisauövaldsins - og klappa þeim lof í lófa. - Minn gamli húsbóndi, Sverrir Hermannsson, hefði líklega kallaö þetta að „sturta úr raslafotum lágmenningarinnar" yfir liðið. í bókinni „Lyíjafræði miðtauga- kerfisins" eftir dr. Þorkel Jóhannes- son má finna mjög fróðlega lesningu um helstu vímugjafa. Hún var gefin út af menntamálaráðuneytinu og Háskóla íslands 1984. - Þar er m.a. rætt um notkunarmynstur áfengis. Hugtakið „misnotkun" getur spannað allt notkunarmynstur áfengis. Ég tel að sá ódulbúni áfeng- isáróður sem viðhafður var á tón- leikum þeim er ég minntist á í upp- hafi hafi verið forráðamönnum þeirra til vansæmdar og tek undir með manni þeim er ritar tónlistar- gagnrýni í DV um þessa sömu tón- leika þar sem hann er jafnundrandi og ég á því hvemig áfengi og tónleik- ar vora fléttaðir þama saman. Hringið í síma 27022 miffi kl. 10 og 12 eða skrifið Iðgjöld bifreiðatrygginga: Engin sam- keppni Bjarni Bjamason skrifar: Ég er einn þeirra sera er furðu lostinn yfir ósvífni tryggingafélag- anna hvað varðar hækkun á ið- gjöldum bifreiðatrygginganna nú fyrir stuttu. Það sem mér finnst vera verst er að engir ábyrgir aðil- ar taka undir eða standa með neyt- endum, þ.e. bifreiðaeigendum í at- lögunni að þeim. Ég hef t.d. ekki séð eða heyrt neina hvatningu frá FÍB í þetta sinn, heldur ekki frá alþingismönnum sem þykjast láta sig allt varöa í þjóðlífinu, a.m.k. þegar umræður eru utan dagskrár á Alþingi. Ég las hins vegar ummæh utan- ríkisráöherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, í Alþýðublaðinu nýlega um þessar hækkanir, þar sem hahn segir að tryggingafélögin reiknj verðlagningu sína út og suð- ur eftir sínum eigin forsendum, og svo komi stofimn sem setji stimpil sinn á allt saman. - Þarna talar ráðherra fýrir munn flestra að ég hygg. Að mati ráðherra á það að vera forgangsverkefhi aö kanna þessi mál, því þama sé um að ræða „ein- okunarverðmyndun' ‘ og annaö- hvort sé að hafa þetta undir verö- lagseftirliti eða leggja þessa eftir- litsstofntm niöur og néyða þá til alvöra samkeppni. Það eigi að opna landið og gefa mönnum kost á að leita til erlendra tr>’ggingafélaga, segir svo Jón Baldvin í viðtalinu um tryggingarmál. Ég vil svo að lokum vitna til við- tals viö forsætisráðherra, Stein- grím Hermannsson, er hann svar- aði hlustanda á Bylgjunni fyrir stuttu. Þar spurði hlustandi ráð- herra hvort honum fyndist ekki ósanngjamt ef tryggingafélögin hækkuðu iögjöld sín um 20-25%. Ráöherrann svaraði að bragði að hann tryði nú ekki slíku og ef það yrði raunin myndi áreiðanlega verða kippt í taumana! - En hvað hefúr ekki orðiö raunin? Enginn hefur kippt í neina tauma og engin er samkeppnin milli tryggingafó- laganna. Og það sem verst er, ráða- menn era berir að óorðheldni hver um annan þveran. Verkalýðshugsión- in, hvar Verkamaður á Breiðdalsvík skrifar: Hvað er orðið af hinum mikla verkalýðsanda fyrri tíma? Menn hafa látið lífið fyrir hugsjón sína, veriö limlestir, grýttir og útskúfaðir víöa um heim. Þó ekki hér á landi. Hér tíökast að verkalýðsforingjar skipa sér í einhveija stjórnmála- flokka sem halda svo sínum verka- lýðsforingjum í hæfllega löngum spotta, þannig að þeir geti ekki og kannski vilji ekki gera of mikinn usla meðal almennra launþega. Hvað er að verða um hina dyggu verkalýðshugsjón? Hvað verður um rétt launamannsins í framtíöinni? Það er alveg sama í hvaða átt maður snýr sér, verkalýðsforingjar era fjötraöir í sinni eigin metnaðar- og framagirni. Þeir nota verkalýðs- hreyfinguna sem stökkpall fyrir póh- tískar framavonir sínar. Á þessum mönnum hefur verkalýðshreyfingin skaðast alvarlega síðustu árin. Þetta er ekki falleg mynd sem dreg- in er upp en allir sem fylgst hafa með verkalýðsmálum undanfarin ár hafa orðið varir við hvemig verkalýðs- er hún? hreyfingin er orðin. Hvaö er hægt að gera? Sú spuming brennur á vör- um hins fátæka verkamanns. - Mitt svar er að það er fátt hægt að gera nema einstaklingurinn rísi upp og segi: Ég lifi ekki á tekjum þeim er kjarasamningar gera ráð fyrir og ég ætla sjálfur að semja við minn vinnu- veitanda. Ég ráðlegg þeim launamönnum, sem vilja bæta kjör sín, að sækja fundi í sínu verkalýðsfélagi. Að koma sér saman um einn mann til aö flytja sitt mál og láta hann fá fastmótaðar tillögur í faramesti. Þannig komast þær betur til skila en að hver gjammi hver í kapp við annan. Þannig skapa þeir sér vald sem verkalýðsforingjar óttast og reyna að brjóta niður. En góðir félagar, standið beinir og óhagganlegir og bíðið rólegir eftir næsta fundi. Það mun spyrjast út til þeirra félagsmanna, er mæta ekki á þeim fundi, hversu málefnalegir þið vorað - og þeir munu mæta á þar- næsta fundi og þá er hægt að full- komna verkin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.