Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1989, Síða 14
14
FÖSTUDAGUR 17. MARS 1989.
Frjálst, óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr.
Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Skammtímasamningar?
Kjarasamningar til skamms tíma hafa verið mjög á
döfmni. Líkur benda til, að helztu foringjar Alþýðusam-
bands og Vinnuveitendasambands hafi ætlað sér að
stefna að skammtímasamningum. En babb kom í bát-
inn. Meirihluti Verkamannasambandsins taldi í gær,
að semja bæri til ekki skemmri tíma en eins árs.
Ætlun forystumanna var að semja til fyrsta septemb-
er. Launþegar fengju á tímabihnu 6-7 prósent kaup-
hækkun. Vinnuveitendur munu hafa sætt sig við 6 pró-
sentin en Alþýðusambandið vildi teygja sig einu pró-
sentustigi lengra. Svo vill til, að flestir iðnaðarmenn
hafa samninga til fyrsta september. Iðnaðarmenn þessir
eiga eftir að fá 3,5 prósent kauphækkun fram til fyrsta
september, auk þess sem þeir fengu tveggja og hálfs
prósent kauphækkun í fyrrahaust, sem aðrir fengu ekki.
Þetta eru gróft reiknað sex prósent. Samkvæmt hug-
myndunum um skammtímasamning mundu kaup-
hækkanir til launþega almennt því haldast í hendur við
hækkunina til iðnaðarmanna.
Ríkisstjómin átti að koma inn í slíka skammtíma-
samninga. Ríkisstjórnin átti að lofa hækkun bamabóta.
Lengja átti greiðslur atvinnuleysisbóta og hækka skatt-
leysismörk. En Verkamannasambandið hefur aðra
skoðun.
Rétt er að undirstrika, að launþegahreyfingin er klof-
in í þessu máli. Sá klofningur kann að verða skýrari
en nú er. En meirihluti í Verkamannasambandinu vill
semja til eins ár. Ríkið sjái þá um lækkun vaxta, eflingu
atvinnulífs og hækkun skattleysismarka. Ríkisstjómin
hefur enn ekki svarað slíkum tilmælum. í raun mundi
ríkisstjómin vilja kjarasamninga til lengri tíma. Ýmsir
forystumenn stjómarflokkanna óttast, ef samið yrði til
fyrsta september, að þá spryngi blaðran og stjórnin fengi
ekki við neitt ráðið. Samningar flestallra yrðu því laus-
ir allir í einu.
Vissulega er skammtímasamningur neyðarlausn. En
á hitt ber að líta, að samningar til fyrsta september með
lítilli kauphækkun mundu koma sér vel fyrir efnahag-
inn, af því að þá yrði okkur í bili forðað frá hörðu kjara-
stríði. Því er rétt að líta svo á, að skammtímasamningar
af þessu tagi væm alls ekki slæmur kostur.
Áður en DV greindi frá tilburðum forystumanna til
skammtímasamnings, var gert ráð fyrir, að kjarasamn-
ingar drægjust fram eftir árinu. Þetta gæti nú gerzt.
Raddir em um, að meðal annars Verkamannasamband-
ið kunni að draga sig út úr ASÍ-samflotinu. Launþega-
hreyfingin er illa klofin. Sumir vilja að mestu fara að
ráðum ríkisstjómarinnar og þola verulega kjaraskerð-
ingu. Aðrir hafa hátt og vilja meðal annars tryggmgu
kaupmáttar. Skiljanlegt er, að margt alþýðufók teljí sig
eiga um sárt að binda. Verðbólgan er orðin mikil, og
kaup hefur nánast ekki hækkað. Sorglegt er, að hið
opinbera hefur gengið á undan öðmm með verðhækkan-
ir.
Flokkspólitík ræður miklu um afstöðu sumra verka-
lýðsforingja nú. Sumir vilja einkum vera góðir við ríkis-
stjómina. Tvímælalaust er rökrétt, að fók taki á sig
kjaraskerðingu. Efnahagur þjóðarinnar útheimtir það.
En ríkisstjómin á að bjóða betur en hún hefur enn gert.
Meðal annars á stjómin að bjóðast til að vinda ofan af
matarskattinum.
Stjómin hefur ekki mætt á verðugan hátt heiðarleg-
um tilraunum sumra verkalýðsforingja til lausnar.
Haukúr Helgason
Hjá Borgarfógetaembættinu; þingað um lögbann á hvalamynd Magnúsar Guðmundssonar. „Áróðursgildi
myndarinnar erlendis er að mínu viti minna en ekki neitt,“ segir greinarhöfundur m.a.
Grænir hvalir
Svo er Gorbatsjov fyrir að þakka,
eða þannig lítur mikill hluti heims-
byggðarinnar ámálin, að gjöreyð-
ingarstyrjöld með kjamorkuvopn-
um er ekki lengur sá heimsendir
sem vofir yfir veröldinni. Nú er það
annars konar heimsendir sem
heimsendaspámenn óttast: 'eyði-
legging mannsins á umhverfi sínu.
Á síðustu árum hafa nýjar hætt-
ur verið uppgötvaöar og þeim flölg-
ar þvi meir sem kjamorkuhættan
minnkar.
Þessar heimsendaspár virðast
uppfylla einhverja innri þörf. Spár
um heimsendi hafa breyst í tímans
rás, nú er það ekki lengur Guð sem
í reiði sinni yfir syndum mannanna
lætur eldi og brennisteini rigna yfir
Sódómur og Gómormr, nú em það
menn sjálfir sem em að skapa sér
sinn eigin heimsendi með því að
gera jörðina óbyggilega.
Þessi hugsunarháttur hefur jafn-
vel á sér trúarlegt yfirbragð, menn
em í milljónatah famir að trúa á
jörðina og náttúruna eins og ein-
hvem guðdóm sem mennimir séu
að fordjarfa. Því meir sem fólk í
iðnríkjunum fjarlægist náttúmna
og hrærist 1 mannfjandsamlegu
umhverfi stórborga því meira að-
dráttarafl hefur hugmyndin um
hina hreinu óspilltu náttúm sem æ
færri þekkja af eign raim en allir
þrá í eðli sínu.
Hugmyndir manna um veröldina
mótast af nánasta umhverfi. Þeir
sem búa alla ævi við stórfelld nátt-
úmspjöll og eitmn umhverfisins
af mannavöldum trúa ekki öðra en
öll samskipti manna við náttúruna
séu sama marki brennd. í iðn-
væddum ríkjum Vesturlanda er
það liðin tíð að menn lifi í sátt við
náttúruna. Nú er komið bakslag í
þá þróun sem verið hefur óstöðv-
andi síðustu hundrað ár og hin
svokölluðu grænu mál em þau
pólitísku stórmál sem fyrirsjáan^
lega mxmu setja stöðugt meira
mark á þróunina.
Sífellt fleiri stjómmálamenn gera
sér grein fyrir þessu, jafnvel Marg-
aret Thatcher, sem verið hefur tals-
maður hins óhefta einkaframtaks
og látiö sig náttúmspjöll Iitlu
skipta þegar efnahagsuppbygging
er annars vegar, er farin að tala
eins og grænfriðungur um ósonlag-
ið og regnskógana í Suður-Amer-
íku.
Aö berjast gegn heimsfriði
Hvalavemd er aðeins einn angi
af þessari vakningu. Baráttan fyrir
vemdun hvala er fyrstjog fremst
táknræn. Þeir sem beijast fyrir
þessu kæra sig kollótta um tölur
um stofnstærð eða röksemdir um
að hvalir séu ekki í útrýmingar-
hættu, hvalir era tákn um þá
óspjölluðu, heilögu náttúm sem
maðurinn er í skammsýni sinni að
eyðileggja.
Barátta fyrir hvalveiðum er
einna líkust baráttu á móti heims-
friðinum, sá sem er á móti friöi er
ekki tekinn alvarlega. í þessari að-
stöðu era íslendingar núna og
þverskallast viö aö skilja það. í stað
Kjallariim
Gunnar Eyþórsson
fréttamaöur
þess að gera sér grein fyrir ástaeð-
unum fyrir því að hvalveiðar ís-
lendinga era svo harðlega for-
dæmdar í viðskiptalöndum okkar
einbeita menn sér að nokkrum ein-
staklingum sem hafa af því lifi-
brauð að reka áróður fyrir mál-
staðnum. Sá mannskapur er ekki
allur geðfelldur og vísindalegur
sannleikur skiptir það fólk litlu
máli.
En málið snýst ekki um vísinda-
legan sannleika. Þaö er í sjálfu sér
auðvelt að hrekja mál grænfrið-
unga með rökum en andstaðan
gegn hvalveiðum byggist ekki á
rökum heldur tilfinningum. Taka
má Suður-Afríku til samanburðar.
Mjög fáir hafa nokkra hugmynd
um raunverulegt ástand mála þar
í landi, andstaðan gegn stjóminni
byggist eingöngu á því að réttlætis-
kennd manna er misboðið. Á sama
hátt er tilgangslaust fyrir íslend-
inga að rökstyðja mál sitt í hvala-
málinu, öllum rökum er fyrirfram
hafnað. Þessari staöreynd er erfitt
að kyngja.
íslendingar vita mæta vel að
hvalveiðar okkar em engin rán-
yrkja og það vita rétt yfirvöld í út-
löndum líka en almenningur kærir
sig kollóttan. Andstaðan gegn hval-
veiðum kemur frá almenningi,
ekki yfirvöldum, og hvort sem okk-
ur líkar betur eða verr Uggja ís-
lendingar ákaflega vel við höggi,
miklu betur en nokkur önnur
stærri og stórtækari hvalveiðiþjóð.
Áróöur
Myndin, sem sýnd var í sjón-
varpinu á þriöjudag, fellur íslend-
ingum eflaust vel í geð enda sýnir
hún að friðunarsinnar geta verið
óvandir að meðulum. En áróðurs-
gildi myndarinnar erlendis er að
mínu viti minna en ekki neitt. Lák-
legra þykir mér þvert á móti aö þaö
sem eftir situr í huga útlendinga
séu einmitt þau atriði, sviðsett eða
ekki, þar sem dýrum er misþyrmt
og tilfinningaviðbrögðin verði ekki
samúð með hvalveiðum íslendinga
eða selveiðum íbúa norðurhjarans
heldur streymi fjárframlög frá al-
menningi til grænfriðunga og þús-
undir manna finni hjá sér hvöt til
að ættleiða nafngreindan hval fyrir
lítið gjald.
Ég gæti trúað að mynd þessi yrði
Greenpeace beinlínis til framdrátt-
ar ef hún væri sýnd erlendis. Hún
er heldur ekki nógu vel gerð sem
kvikmynd og í henni em of margar
hæpnar fullyrðingar sem auðvelt
er að snúa út úr. Það er líklegra
aö hún verði vopn í höndum græn-
friöunga en skýring á málstað ís-
lendinga.
Grænfriðungar hafa haft sérstakt
lag á því að snúa árásum sér 1 hag.
Skemmst er að minnast þeirrar
reginskyssu Frakka að sökkva Ra-
inbow Warrior 1 höfxúnni í Auck-
land á Nýja-Sjálandi, aðra eins
himnasendingu hefur Greenpeace
aldrei fengið enda neyddust Frakk-
ar til að hætta kjamorkutilraunum
á Suöur-Kyrrahafi fljótlega upp úr
því. Ég man vel eftir væminni kvik-
mynd sem Greenpeace gerði um
þetta píslarvætti og sýnd var í ís-
lenska sjónvarpinu fyrir tveimur
eða þremur árum. Sú mynd kom
efnahag samtakanna á græna grein
enda kunna þeir vel til verka í
áróðri.
Kvikmynd þeirra Magnúsar Guð-
mundssonar og Eddu Sverrisdóttur
stenst engan samanburð sem áróð-
ur sem skírskotar til tilfinning-
anna. Hvað sem því líður þykir
mörgum sjálfsagt gott að hafa kom-
ið þama höggi á grænfriðunga
enda þótt það sé vindhögg að mínu
viti. Það léttir á sálinni að bíta frá
sér og sjálfsagt era einhveijir
þeirrar skoðunar að nú hijóti um-
heimurinn að taka sönsum og láta
hvalveiðar okkar afskiptalausar.
En í þessu máh stöndum við á
móti straumi sem er of þungur. Þaö
er sjálfsblekking að halda aö viö
getum farið okkar fram án tillits
til sjónarmiða umheimsins rétt
eins og Rússar. Hvalavemd snýst
aðeins að hluta um hvalina sjálfa,
sú barátta er sama eðlis og barátta
gegn eyðingu regnskóganna í Bras-
ilíu, sem ógnar súrefnisframleiðslu
í andrúmsloftinu, hún er barátta
gegn heimsendi af mannavöldum.
Hvalir em tákn þeirrar baráttu og
íslendingar hafa þegar verið ofur-
liði bomir.
Gunnar Eyþórsson
„Það er í sjálfu sér auðvelt að hrekja
mál grænfriðunga með rökum en and-
staðan gegn hvalveiðum byggist ekki á
rökum heldur tilfinningum.“