Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1989, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 17. MARS 1989.
15
Menn hafa ofmetið getu upplýs-
ingaiðnaðarins. Fyrirtæki eru smá
og veikburða. Verkskipulagi og
áætlanagerð er ábótavant. Algengt
er að kostnaður tvöfaldist eða þre-
faldist frá áætlunum. Ráðgjöf er
áfátt. Aðilar, sem koma fram í hlut-
verki ráðgjafa, taka við þóknun frá
innflytjendum tölva sem þeir mæla
með. Mikið verk er óunnið við að
koma reglu á starfshætti í upplýs-
ingaiðnaði. Litlar líkur eru á að
þær vonir rætist í bráð að íslensk
fyhrtæki standist samkeppni á er-
lendum mörkuðum.
Vaxandi iðnaður
Hönnun hugbúnaðar fyrir tölvur
er vaxandi atvinnugrein. Fjöldi
fyrirtækja sérhæfir sig í hugbúnað-
argerð og ráðgjöf fyrir tölvunot-
endur. Menn binda vonir við upp-
lýsingaiönaðinn. Sumir telja að
hugbúnaöur verði innan tíðar arð-
vænleg útflutningsvara. Menn hafa
ofmetið getu hugbúnaðariðnaðar-
ins. Hann hefur ekki slitið barns-
skónum og skortir festu og ábyrgð.
Fyrirtækin eru smá og veikburða.
Þekkingu skortir á veigamiklum
þáttum í hönnun hugbúnaðar. Því
hefur verið haldið fram að íslensk
hugbúnaðarfyrirtæki skorti helst
þekkingu á markaössetningu. Það
er ekki rétt. Þau skortir almenna
rekstrarþekkingu. Verkskipulagi
og áætlunargerð er aðallega ábóta-
vant. Hugbúnaðarframleiðendur
geta illa ábyrgst verð, afhendingar-
tíma og gæði framleiðslu sinnar.
Lítil fyrirtæki
Tahð er að hátt í 60 fyrirtæki
hanni upplýsingakerfi eða veiti
aðra þjónustu. Þau eru flest smá.
Örfá eru til dæmis nægilega öflug
Upplýsingaiðnaðurinn:
Urbóta er
tækin hafa boðið fram betri lausn-
ir. Mest af hugbúnaði, sem notaður
er hér á landi, er innlend fram-
leiðsla. í mörgum tilfellum er þjón-
usta fyrirtækja, sem selja staðlað-
an hugbúnað, ófullnægjandi. Fyr-
irtæki, sem „sérsmíða" hugbúnað,
þurfa einnig að bæta starfshætti
sína. íslenskir hönnuðir hafa vald
á hinni tæknilegu hlið. Stjórnun,
verkskipulagi og áætlanagerð er
hins vegar ábótavant.
Reynslu skortir
Kostnaður við tölvuvæðingu fer
undantekningalítið fram úr áætl-
un. Ekki er óalgengt að kostnaður-
inn tvöfaldist eða þrefaldist frá því
sem áætlað var. Ákvarðanir um
tölvuvæðingu eru almennt teknar
að fengnum ráðleggingum hönn-
„Verkskipulagi og áætlunargerð er að-
allega ábótavant. Hugbúnaðarfram-
leiðendur geta illa ábyrgst verð, af-
hendingartíma og gæði framleiðslu
sinnar.“
Kjallarinn
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
til að hanna miðlungsflókin upp-
lýsingakerfi stórra fyrii-tækja og
stofnana. Þau munu af þeim sökum
ekki standast erlendum fyrirtækj-
um snúning í alþjóðasamkeppni
enn um sinn. Hugbúnaðarfyrir-
tækin hafa aftur á móti þekkingu
á sérþörfum íslenskra tölvunot-
enda. Þau hafa náð góðum árangri
við að aðlaga erlend tölvukerfi inn-
lendum aðstæðum. Erlendur við-
skiptahugbúnaður hefur ekki gef-
ist vel hér á landi. Innlendu fyrir-
uða og þeir gera eínnig kostnaðará-
ætlanir. Verkáætlanir eru óáreið-
anlegar. Algengt er að tölvukerfi
séu afhent löngu eftir áætlaðan
tíma. Hönnuðir taka ekki ábyrgð á
áætlunum sínum. Flest verkefni
eru unnin samkvæmt reikningi án
þess að formlegir verksamningar
hafi verið gerðir. „Smíði“ hug-
búnaðar er sjaldan boðin út. Örfá
fyrirtæki hafa reynslu af að gera
tilboð í hugbúnað. Markaðinum
má líkja við það sem gerðist á með-
al verktakafyrirtækja fyrir tveim-
ur áratugum. Einnig gætir tregðu
hjá fyrirtækjum að taka ábyrgð á
eigin framleiðslu. Þau eru til dæm-'
is ekki almennt reiðubúin að á-
byrgjast rekstraröryggi tölvukerfa
sinna.
Ráðgjöf er ábótavant
Ráðgjöf er ábótavant í upplýs-
ingaiðnaði. Algengt er að fyrirtæki
og stofnanir 'leiti til hugbúnaðar-
fyrirtækis og feli því að gera úttekt
á þörfum fyrir tölvuvæðingu. Þaö
gerir tillögur um tækjakaup og
hönnun hugbúnaðar og tekur oft-
ast sjálft að sér verkefnið í fram-
haldi af því. Hönnuðurinn kemur
fram bæði í hlutverki ráðgjafa og
verktaka. Þegar gera þarf breyting-
ar er hann enn fenginn til að gera
tillögur. Þar með er hönnuðurinn
að dæma eigin verk. Hann leggur
mat á hugbúnað sem hann hannaði
sjálfur og vélbúnað sem keyptur
var að hans ráði. Þetta þykja slæm
vinnubrögð í flestum starfsgrein-
um. í flestum greinum er lögð rík
áhersla á að ráðgjafar fylgi ákveðn-
um siðareglum. Nefna má lögmenn
og ráögjafarverkfræðinga. I siða-
reglum er lögð áhersla á að félagar
séu vandir aö virðingu sinni og
beiti faglegiun aðferðum. Þeim er
óheimilt að taka við þóknun vegna
starfa sinna frá öðrum en skjól-
stæðingum. „Ráðgjafar" í upplýs-
ingatækni eru óbundnir af siða-
reglum. Starfsháttum margra
þeirra er áfátt. Það þekkist til dæm-
is að aðilar, sem kalla sig ráðgjafa,
geri „samstarfssamninga" við selj-
endur tölvubúnaðar eða hugbún-
aðar. í þeim felst að „ráðgjafar"
taki við þóknun fyrir að mæla með
búnaði sem hinir selja. Það er brot
á siðareglum helstu ráðgjafastétta.
Ráðgjafa, sem tekur að sér verk
fyrir annan aðila, er óheimilt að
taka við þóknun frá þriðja aðila í
sambandi við verkið nema sam-
þykki verkkaupa komi til. Aðili,
sem hagnast sjálfur fjárhagslega á
því að farið sé eftir tillögum hans,
er vanhæfur sem ráðgjafi.
Opinber stuðningur
Tímabært er að hugbúnaðarfyr-
irtæki og aðilar, sem nota þjónustu
þeirra, sameinist um að taka upp
markvissa starfshætti við undir-
búning og framkvæmd tölvuvæð-
ingar. Mörg hugbúnaðarfyrirtæki
hafa burði til að ná langt á sínu
sviði. Þau þurfa þó að temja sér
agaðri starfshætti en nú tíðkast og
bæta áætlanagerð. Ráðamenn hafa
sýnt upplýsingaiðnaðinum áhuga
og lýst vilja til að styðja fyrirtæki
við markaðssókn erlendis. Opin-
berir aðilar geta styrkt hugbúnað-
ariðnaðinn á annan hátt. Fjárlaga-
og hagsýslustofnun hefur gefið út
handbók fyrir ríkisstofnanir með
leiðbeiningum um áætlunargerð,
val á tölvubúnaði og viðskiptum
viö ráðgjafa og hugbúnaðarfyrir-
tæki. Handbókinni er ætlað að
stuðla að festu í viðskiptum opin-
berra aðila við verktaka og seljend-
ur og veita hugbúnaðarfyrirtækj-
um aðhald í opinberum verkefn-
um. Ef til vill er það besti stuðning-
urinn sem unnt er að veita hug-
búnaðarframleiðendum og gagnast
þeim betur en framlag úr opin-
berum sjóðum. Fyrirtæki, sem
stendur sig illa á heimamarkaði, á
enga framtíð á alþjóðamarkaði.
Stefán Ingólfsson
Já við nýjum
varaflugvelli
Eitt er þaö mál sem mikið hefur
verið í umræðunni á íslandi und-
anfamar vikur, það er varaflug-
völlur.
Greinilegt er að ekki eru allir á
eitt sáttir um þetta tiltekna mál,
frekar en önnur mál af svipuðum
toga.
Skoðun þingkonu
Ég get ekki orða bundist eftir að
hafa lesið kjallaragrein í DV 2.
mars sl. eftir Kristínu Halldórs-
dóttur þingkonu. Grein sína nefnir
Kristín „Nei við nýjum Nato-velli“.
Kristín segir í grein sinni: „Hlut-
ina her að kalla réttum nöfnum.
Það er vérið að reyna að tosa áfram
því brennandi áhugamáli banda-
ríska hersins og hershöfðingjanna
í Atlantshafsbandalaginu að hér
verði hægt að reka hernað ef á þarf
að halda, ekki aðeins frá suðvestur-
homi landsins, heldur einnig frá
norðausturhorninu."
Svo mörg voru þau orð og merki-
leg. Ég vil vinsamlegast leyfa mér
að henda þessari þingkonu á að ef
til styrjaldar kemur þá skiptir engu
máli hvort við íslendingar höfum
byggt þennan varatlugvöll sjálf eða
hvort mannvirkjasjóður Atlants-
hafsbandalagsins hefur byggt
KjaUarmn
Steindór Karvelsson
varaformaður FUJ í Hafnarfirði
svæði né telur að aðrir þurfi að
hafa áhyggjur af þessum öryggis-
þáttum. Mikið væri nú gott ef þing-
konan hetði rétt fyrir sér, en ég vil
náðarsamlegast benda henni á að
kynna sér það sem fagmönnum í
flugmáium finnst um flugöryggis-
mál á íslandi.
Nato
Því er nú einu sinni þcmnig farið
að íslendingar eru ein af Nato-
þjóðunum og þar af leiðandi er það
skylda okkar að leggja eitthvað af
mörkum i þeim samskiptum.
Eitt er víst að ekki getum við lagt
fram peninga með góðu móti því
að allir vita jú að ríkiskassinn er
hriplekur ef ekki alveg botnlaus,
að minnsta kosti vantaði í hann
htla sjö milljarða á síðasta ári, eða
„Því er nú einu sinni þannig farið að
Islendingar eru ein af Nato-þjóðunum
og þar af leiðandi er það skylda okkar
að legga eitthvað af mörkum í þeim
samskiptum.“
hann.
Flugvöhurinn verður hemaðar-
mannvirki á stríðstímum, óháð því
hver byggir hann eða rekur.
Menn (konur) skulu bara gera sér
grein fyrir því að ekki bara vara-
flugvöllur heldur alhr flugvellir og
hafnir á íslandi verða hemaðar-
mannvirki á stríðstímum.
Annað er athyglisvert í grein
þingkonunnar. Hún hefur engar
áhyggjur af öryggi í flugmálum
okkar og annarra þeirra sem þurfa
að fara um okkar flugstjórnar-
eins og einn varaflugvöh. Það er
þvi ljóst að þar er ekki feitan gölt
að flá. Af þessum sökum verðum
við að leita annarra lausna á þess-
um samskiptum okkar við Nato.
Eitt er það sem við íslendingar
eigum nóg af öðm fremur, það er
Allir flugvellir verða hernaðarmannvirki á stríðstímum, óháð því hver
byggir þá eða rekur, segir hér m.a. - Frá Egilsstaðaflugvelli.
landrými. Einmitt þess vegna eig-
um við að láta það vera okkar fram-
lag í samvinnunni við Nato.
Nú má enginn skilja mig svo að
ég sé að mæla með því að við höfum
hér á landi erlendan her, nei, auð-
vitað vilja allir að herinn fari héðan
sem ahra fyrst. Einu verðum við
hins vegar að gera okkur grein fyr-
ir, að herinn er hér á landi og verð-
ur það vafalaust um eitthvert ára-
bil enn.
Verum skynsöm
Það er enginn vafi á því að við
eigum að byggja hér varaflugvöh
og láta Mannvirkjasjóð Atlants-
hafsbandalagsins kosta fram-
kvæmdina fyrst hann er að bjóðast
tíl þess. Hvort vöUurinn á að vera
í Aðaldal eða á Melrakkasléttu
verður bara að koma í ljós eftir að
búið er að kanna staðhætti og ann-
aö sem þarf að kanna er lýtur að
svona mannvirki.
Nú vitum við að nágrannaþjóðir
okkar, Grænlendingar, Norðmenn,
Færeyingar og fleiri, sækjast eftir
þessum velli, hvers vegna skyldu
þeir gera það? Eru þetta svona
ófriðsamar þjóðir sem eru að sækj-
ast eftir einhverju hernaðarbrölti
tU sín? Nei, það held ég ekki, þeir
eru skynsamir og sjá hve mikla
þýðingu svona mannvirki hefði
fyrir þessar þjóðir. Slíkt hið sama
ættum við íslendingar að gera og
hætta þessum eilífðar uppgerðar-
þjóðarrembingi.
Leyfum forathugun
Mín skoðun er sú að utanríkis-
ráðherra ætti að stíga fyrsta skrefið
á þessari braut sem gæti orðið ís-
lendingum til heiUa á komandi
ármn, hann á að fylgja þessu máU
fast eftir og leyfa forathugun á gerð
varaflugvaUar á íslandi.
Ég ætla rétt að leyfa mér að vona
að utanríkisráðherra láti ekki sam-
gönguráðherra eða aðra aftm--
haldsseggi þvælast fyrir sér í þessu
máU því að ég er viss um að það
er meirihluti fyrir því hjá þjóðinni
að af þessum framkvæmdum verði.
Steindór Karvelsson