Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1989, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1989, Page 26
34 FÖSTUDAGUR 17. MARS 1989. Andlát Memiing Sinfóníutónleikar Þeir voru í gærkvöldi í Háskóla- bíói. Stjómandi var Moshe Atzmon frá Ungverjalandi. Hann hefur stjómað mörgum heimsfrægum hljómsveitum sem gestastjórnandi. Og mikið fór hann snoturlega með þá ágætu Lilju eftir Jón Ásgeirsson. Gísli Magnússon lék einleik í fjórða píanókonsert Beethovens. Hann spilaði mjög lýrískt og fall- ega. En líka af krafti og hita. Og dró vel fram dýptina undir niðri í músíkinni. Hljómsveitin var líka ágæt en kannski full íín og fáguö. Loks var fjóröa sinfónía Schum- anns. Hún er æði. Svo mikill Schumann. Hann er svo fallegur. Jafnvel villur hans og yfirsjónir em ljómandi dyggðir. Ég las um daginn ritgerð um Schumann í bókmenntatímaritinu Teningi. Hún var þýdd. Og er reyndar eitt- hvert mesta orðaklúður sem ég hef lesið á íslensku. En höfundurinn heldur því fram að Schumann hafi kannski veriö sá besti. Ég held að minnsta kosti að hann hafi verið vanmetinn. Hann er alltaf góður. Líka í hljómsveitarverkunum sem margir hafa þó hneykslast á ekki svo lítið. En er til mikið betra í Gisli Magnússon píanóleikari. Tónlist Sigurður Þór Guðjónsson músík en t.d. inngangurinn að lokakaflanum í þessari sinfóníu? Eða lokakaflinn sjálfur? Þessi lífs- gleði. Þessi sæla. Mann langar til að hverfa inn í hana. Verða þessi hamingja. Moshe Atzmon stjórnaði vel og vandlega. Állt tipp topp, svona spil- unarlega séð. En varð þó aldrei frá- bær. Það vantaði herslumuninn. Sigurður Þór Guðjónsson. Arndís Stefánsdóttir, Stóragerði 38, andaðist í Borgarspítalanum að morgni 15. mars. Jarðarfarir Páll Danielsson lést 8. mars. Hann fæddist á Örlygsstöðum í Helgafells- sveit, Snæfellsnesi, 5. apríl 1926, son- ur Guðrúnar Matthíasdóttur og Þor- leifs Einarssonar. Síðustu árin vann Páll í verksmiðju Álafoss. Eftirlif- andi eiginkona hans er Ebba Þor- geirsdóttir. Útfor Páls verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Eru nashyrningar í MH? fyrir ári síðan aö halda svokallaðan osta- dag í veitingahúsinu Glæsibæ í samvinnu við Osta- og smjörsöluna og Grensás- bakarí. Þá var boðið upp á osta og flsk- rétti í hádegi á laugardegi, auk ýmissa skemmtiatriða. Að þessu sinni hefur af- urðasala Sambandsins bæst í hópinn og verða það gimilegir ostar, brauð og kjöt- réttir sem gestum gefst kostur á að njóta í góðu yfirlæti. Ámi Elvar seiðir fram ljúfa tóna eins og honum er einum lagið. Þórhallur Sigurösson (Laddi) kemur og fræðir um osta og kjöt með sínu lagi, auk annarra skemmtiatriða sem á dagskrá em. Áðumefnd fyrirtæki leggja endur- gjaldslaust fram hráefni og tilbúna rétti í þennan fjáröflunarmiödag. Kiwanis- klúbburinn Esja sér um undirbúning og sölu miða. Allur ágóði rennur til líknar- mála. Miðaverð er kr. 2000 og er hægt að panta miða í dag í veitingahúsinu Glæsibæ s. 686220. Stuðningur við byggingu tónlistarhúss stóreykst Samtök um byggingu tónlistarhúss sendu nýlega bréf til ýmissa tónlistar- manna og tónlistamnnenda, þar sem þeim var gefið tækifæri á að lýsa yfir stuðningi við byggingu þessa langþráða húss. Nú þegar hafa um 2 þúsund manns bæst við þau 2000 sem verið hafa í sam- tökunum frá upphafi og daglega streyma nýir listar á skrifstofú samtakanna að Garðastræti 17. Frestur til að skila Usttm- um var miðaður við hinn umtalaða dag 1. mars, en vegna fjölda áskorana hafa samtökin ákveðið að framlengja þennan frest til marslöka. Dagana 17.-22. mars munu samtökin standa fyrir hlutaveltu í Kringlunni, „Kringlukasti" sem reynd- ist mjög vinsælt fyrir jóUn, og alveg á næstunni munu samtökin efna til gíró- happdrættis þar sem vinningar em ferðir tU allra heimshoma, einkum þangað sem tónhstarviðburða af ýmsu tagi má vænta. Síðustu sýningar Nú em síðustu forvöð að sjá sýningu Herranætur á leikritinu „Tóm ást“ eftir Sjón. Lokasýningar hafa verið ákveðnar fóstudaginn 17. og laugardaginn 18. mars kl. 20.30 í Tjarnarbíói. Miðapantanir í síma 15470 frá kl. 14.30-16.30 eða við inn- ganginn. ITC Melkorka 7 ára AfmæUsfagnaður ITC Melkorku verður haldin fóstudagskvöldiö 17. mars kl. 20 á loftinu við Vesturgötu í Reykjavík. Þrí- réttuð máltíð með léttri dagskrá án hefð- bundinna félagsmála. Skráningu annast Helga í s. 78441 og Guðrún í s. 46751. Stef fundarins er: í samkvæmislífmu kemst enginn hetjuskapur í hálfkvisti við gott kjaftæði. Leikfélag Menntaskólans viö Hamra- hlíð: NASHYRNINGAR Höfundur: Eugene lonesco Þýöing: Erna Geirdal Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson Búningar:Rósberg G. Snædal Leikmynd: Magnús Loftsson Ljós: Alfreö S. Böðvarsson Tónlist: Hilmar örn Hilmarsson, Óli Jón Jónsson í nóvember síðastliönum gafst kostur á að sjá franskan leikara, Eric Eycenne, flytja Nashyrninga Ionescos við mikinn fögnuð áhorf- enda í Iðnó. Eychenne var hér á landi í boði AÚiance Francais og hélt eina sýningu á leikgerð sinni á þessu margfræga verki. Hann byggði sýninguna á smásögunni, sem er undirstaða samnefnds leik- rits, og lék einn öll hlutverkin. Sýning nemenda Menntaskólans við Hamrahlíð verður eins konar framhald á eftirminnilegri túlkun Eychennes. Hann flutti verkiö án leikmuna eða búninga en búninga- hönnuðir MH-inga bregða heldur betur á leik. Hugmyndaflugið ræð- ur ferð rétt eins og hjá félögum þeirra í Herranótt MR. Rósberg G. Snædal er skrifaður fyrir furðuföt- um og framúrstefnulegum gervum og hann undirstrikar karakter per- sónanna með þessum ýkta fatnaði. Efni Nashyrninganna er vel þekkt. Þar fjallar Ionesco um venjulegt fólk í heldur hversdags- legu umhverfí sem verður fyrir þeirri hremmingu að skyndilega birtast nashyrningar í friðsælum bænum og fara þeir mikinn. Til að byija með eru þeir aðeins einn eða tveir. En smám saman fjölgar þeim og að sama skapi eykst atgangur þeirra. Brátt rennur það upp fyrir mönnum að nashyming- Ur uppfærslu MH á Nashyrningunum eftir lonesco. amir em vinir og vandamenn sem hafa umbreyst í þessar ófélegu skepnur. Þegar verkið var samið á sjötta áratugnum duldist engum að höf- undur beindi skeytum sínum fyrst og fremst að nasismanum og þeim ógnum sem hann hafði valdið. En verkið stendur engu að síður alveg fyrir sínu sem miklu víðtækari ádeila og aðvörun og er listavel skrifað. í flutningi MH-inga verður ádeila Ionescos almenns eðlis og hvers kyns hugarmengun og múgsefjun á öllum tímum er það sem skeytum er beint að. Frammistaða einstakra leikara var með miklum ágætum, sérstak- lega aöalleikendanna, Sigurðar H. Pálssonar og Benedikts Erlings- sonar, en óneitanlega mæðir lang- Leiklist Auður Eydal mest á þeim. Sigurður leikur aðal- persónuna, Berenger, en hann er sá eini í leikritinu sem er „bara venjulegur" í útliti og klæðaburði. Honum tekst að sýna letilega af- stöðu Berengers til lífsins og tilver- unnar, hann vill aðeins njóta líð- andi stundar og gerir sér ekki óþarfa rellu út af hlutunum. En þar kemur að Berenger er neyddur til að taka afstöðu og þá er það einmitt hann sem lengst stendur af sér múgæsinguna. Sig- urður hefur góða framsögn og túlk- aði sívaxandi örvæntingu persón- unnar sannfærandi. Jón er vinur Berengers, meðvit- aður maður með allt á hreinu. Hann er skoðanafastur og vandur að virðingu sinni, kannske eilítið fordómafullur, enda fellur hann fljótlega fyrir sjarma hinna rymj- andi og þungstígu nashyminga og breytist 1 einn slíkan fyrir augum furðu lostins vinar síns, Berengers. Benedikt Erlingsson túlkaði Jón af miklu öryggi og gaf Jóni skýr per- sónueinkenni. Hann lék fyrirhafn- arlaust og hafði framsögnina alveg á valdi sínu. Atriðið, þegar Jón breytist í nashyming, var sterkt og margur reyndari leikari hefði verið fullsæmdur af frammistöð- unni. Af annarri áhöfn verksins má nefna þau Önnu Sóleyju Þorsteins- dóttur, sem lék Daisy, Breka Karls- son, Dudard og Magnús Jóhann Guðmundsson, Botard. Páll Óskar Hjámtýsson var rökfræðingur og Rúnar Páll Gestsson lék herra- mann. Þau og aðrir í smærri hlut- verkum stóðu sig að vonum og leik- stjórinn Andrés Sigurvinsson á sinn heiður af því hversu góð heild- armyndin var. Enda þótt höfundur vari með þessu verki við bhndri þjónkun við öfgaskoðanir og letilegri afstöðu nútímamannsins til umhverfis síns er enginn grafalvarlegur prédikun- artónn í þessu verki. Óðru nær. Textinn er ísmeygilega fyndinn og oft bráðsnjall. Þetta skilaði sér all- vel í þýðingu Ernu Geirdal. Leikfélag MH hefur oftlega staðið fyrir eftirminnilegum sýningum og enda þótt ótrúlegur tími og fyrir- höfn fari í undirbúning er til ein- hvers unnið þegar svona vel tekst til. Þessi sýning finnst mér vera Leikfélagi MH og öðrum aðstand- endum til sóma. AE , ÞJÓÐRÁÐ I HALKUNNI Tjara á hjólböröum minnkar veggrip þeirra verulega. Ef þú skrúbbar eöa úðar þá meö olíuhreinsiefni (white spirit / terpentína) stórbatna aksturs- eiginleikar í hálku. n| UMFERÐAR Skarphéðinn Rúnar Ólafsson, Bakkastíg 10, Bolungarvík, veröur jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju laugardaginn 18. mars kl. 14. Ólafur Gíslason frá Vesturholtum, Sólvallagötu 29, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 18. mars kl. 14. Þórdís Eiríksdóttir, Grænugötu 10, Akureyri, sem andaðist í Fiórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudag- inn 12. mars, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 20. mars kl. 13.30. Tilkyrmingar Ostadagur Kiwanis- klúbbsins Esju verður í annað sinn laugardaginn 18. mars. Esjufélagar tóku upp þá nýbreytni Haukur Jóhannsson lést 10. mars. Hann var fæddur í Reykjavík 6. ágúst 1916. Foreldrar hans voru Guölaug Árnadóttir og Jóhann H. Jóhanns- son. Haukur vann lengst af sem verkamaður og verkstjóri við ýmis störf. Um langa hríð vann hann hjá Skipaútgerð ríkisins. Haim kvæntist Sigurbjörgu G. Guðjónsdóttur og eignuðust þau þijú böm. Þau hjónin slitu samvistum. Útfór Hauks verður gerð frá Kapellunni í Fossvogi í dag kl. 15. Hanna Brynjólfsdóttir ljósmyndari, Skeiðarvogi 91, andaðist í Vífils- staðaspítala að morgni miðvikudags 8. mars. ÚtfÖrin hefur farið fram. Bárður Magnússon frá Steinum, Norðurgarði 13, Hvolsvelh, verður jarðsunginn frá Eyvindarhólakirkju laugardaginn 18. mars kl. 14. Bílferð verður frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu á Selfossi og Hvolsvelh. Kristján Gíslason frá Snæfelh, Hveragerði, sem lést 13. mars, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju 18. mars kl. 14. Pálmi Halldórsson smiður, Bjarma- stig 6, Akureyri, sem lést fimmtudag- inn 9. mars, verður jarösunginn frá Akureyrarkirkju fóstudaginn 17. mars kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.