Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Blaðsíða 1
Gríniðjan: Brávallagatan - Arnarnesið Á miðnæturfrumsýningu á laugar- daginn frumsýnir Gríniðjan gaman- leikinn Brávallagatan - Arnarnesið. Aðalpersónur eru hin landsþekktu Halldór og Bibba sem hafa skemmt hlustendum Bylgunnar á undanfóm- um misserum við miklar vinsældir. Gamaleikurinn fjallar um búferla- flutninga sæmdarhjónanna. Komatil leiks ýmsar kostulegar persónur, sumar nýskapaðar og aðrar sem komu fyrir eyru Bylgjuhlustenda. Bibbu og Halldór leika Edda Björg- vinsdóttir og Júlíus Brjánsson. Margir aðrir þjóðkunnir leikarar taka þátt í gleðileik þessum. Eins og áður segir er frumsýning á laugardagskvöld. Önnur sýning verður á sunnudagskvöld kl. 20.30 og þriðja sýning á mánudagskvöld á sama tíma. Miðasala er í gamla bíói kl.16-19. Sýningardag er opið fram að sýningu. Ballettsýning leikársins hjá íslenska dansflokknum verður annað kvöld. Þá verða fluttir fjórir baliettar eftir Hlíf Svavarsdóttur. Þjóðleikhúsið: Hvörf - ballettar eftir Hlíf Svavarsdóttur Annað kvöld frumsýnir íslenski dansflokkurinn fjóra balletta eftir Hlíf Svavarsdóttur við undirleik hljómsveitar undir stjóm Hjálmars H. Ragnarssonar. Þetta er jafnframt síðasta frumsýning leikársins í Þjóð- leikhúsinu. Fyrsti ballettinn, sem verður frum- sýndur þetta kvöld, heitir Rauður þráður og hefur Hjálmar H. Ragnars- son samið tónhstina. Annar ballettinn, Innsýn I, var frumfluttur á Akureyri síðastliðið haust. Hlíf samdi hann við tónlist eftir Erik Satie og gerði einnig bún- ingana. Þriðji ballettinn, Innsýn II, er hka saminn við tónlist eftir Erik Satie. Hann hefur ekki verið fluttur fyrr en nu. Fjórði og síðasti ballett kvöldsins, Af mönnum, hlaut 1. verðlaun í sam- keppni dansskálda á Norðurlöndum sem haldin var í Osló í maí 1988. í kjölfar þess sigurs hefur Hlíf og dans- flokknum veriö boðið að vera með hehs kvölds sýningu eftir Hlíf í öllum helstu ópemhúsum Norðurlanda í ágúst. Tónlistina við Af mönnum samdi Þorkell Sigurbjörnsson en búninga teiknaði Sigrún Úlfarsdótt- ir. Hlíf Svavarsdóttir sviðsetti alla ballettana en aðstoðarmaður hennar við þjálfun dansaranna og sýninguna er Auður Bjarnadóttir. Sveinn Bene- diktsson lýsir aha sýninguna og sýn- ingarstjóri er Kristín Hauksdóttir. A Kjarvalsstööum verður opnuð sýning á nýjum verkum eftir Helga Þorgils Frðjónssonar á laugardag- inn. Sýningin er á vegum Meiming- armálanefndar Reykjavíkurborg- ar. Þetta er önnur boðsýning Lista- safns Reykjavíkur á þessu ári og stendur hún til 21. maí. Sýningin mun síðan fara utan, fyrst til Norrænu listamiðstöðvar- innar í Sveaborg þar sem hún verð- ur opnuð 16. júní, þá til gallerís NEMO í Eckernfórde og loks til Rovaniemi lístasafnsins í Finn- landi. Helgi Þorgils Friðjónsson vakti strax mikla athygh og umtal er hann kom fram á sjónarsviðið í ís- lenskri myndlist í lok 8. áratugar- ins. Hann var þá einn af fáum lísta- mönnum af yngstu kynslóðinni sem hélt sér við heföbundin efni og aðferðir í málverkinu. Því er ekki að neita að konsepthstin, sem var allsráðandi víöast hvar á þess- um tíma, hafði afgerandi áhrif á myndhugsun listamannsins er hann dvaldi viö nám í Hollandi á árunum 1976-1979. Þótt Helgi legði stund á málara- list gekk hann á engan hátt inn í þann formalisma sem ríkt hafði í íslensku málverki um áratuga- skeið. Hugmyndin eða myndefnið hefur ávallt gegnt jafnstóru hlut- verki og hin formræna útfærsla í verkum hans. Verk Helga eru í hæsta máta vitsmunalegjafnframt því sem listræn næmi hans hefur ahð af sér nýja og persónulega fag- urfræöhega sýn innan málverks- ins. Helgi Þorghs Friðjónsson hefur á undanförnum árum haldið einka- sýningar, bæði hér heima og er- lendis. Ennfremur hefur hann tek- ið þátt í fjölda samsýninga, th dæm- is sýningunni Nordanad í Musée des Arts Décoratifs i París 1986, Scandinavian Art f Seibu-safninu í Tokýo 1987 og í Rooseum safninu í Malmö 1988. Helgi Þorgils Friðjónsson er einn af fáum íslenskum myndlistar- mönnum sem náö hafa alþjóðlegri athyglí, sérstaklega í Norður-Evr- ópu en verk eftir hann er meðal annars að finna í Rooseum safninu í Malmö, Statens museum for kunst í Kaupmannahöfn og Kunst- halle í Kiel í Þýskalandi. Bibba og Halldór eru leikin af Júlíusi Brjánssyni og Eddu Björgvinsdóttur. Þau snúa hér baki í myndavélina. Á milli þeirra eru Bessi Bjarnason og Rúrik Haraldsson í hlutverkum sínum. Veitingahús vikunnar: Grillið á Hótel Sögu| - sjá bls. 18 Viðar í Heita pottini - sjá bls. 19 Kirkju- lista- hátíð - sjá bls. 20 Atkvæðaseðill íyrir söngva- keppnina - sjá bls. 21 Hættu- leg samböndl - sjá bls. 30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.