Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Side 7
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1989. 31 íþróttir um helgina: Rúnar Kristinsson fiskar hér vítaspyrnu í leik KR gegn Fylki. KR hafði betur og leikur til úrslita i Reykjavíkur- mótinu. Fylkir spilar hins vegar við Víking nú um helgina í leik um bronsið. Boltinn rúllar - knattspymuvertíðin aó hefjast Það er ekki mikið á 'seyði um helgina í íþróttalífinu. Þó má benda á kappleiki í knattspyrnu en óðum styttist í íslandsmótið í þeirri íþrótt. í Reykjavíkurmótinu verður einn leikur á sunnudag en þá mætast Fylkir og Víkingur. Leikur liðanna er um 3. sætið í mótinu og hefst hann klukkan 20.30 á gervigras- vellinum í Laugardal. Úrshtaleik- urinn, sem er milli KR og Fram, fer hins vegar fram síðar í mánuðin- um. Á laugardag eru nokkrir leikir í litlu bikarkeppninni en þá eigast við þessi hð: FH leikur við IA, Sel- foss ghmir við Stjörnuna, Víðir et- ur kappi við Breiðablik og Haukar spila við Keflvíkinga. Allir þessir leikir hefjast klukkan 13.30. ÞingÍBH íþróttabandalag Hafnarfjaröar heldur ársþing sitt um helgina, nánar tiltekið á laugardag. Er þetta 36. þing ÍBH og fer það fram í Álafehi, samkomusal íþróttahússins við Strandgötu. Hefst þingið klukkan 10. Ráðstefna um íþróttir barna og unglinga Unghnganefnd ÍSÍ heldur ráð- stefnu um helgina, nánar tiltekið á sunnudag. Verður þar fjahað um íþróttir barna og unglinga á ís- landi. Hefst ráðstefnan klukkan 10 og er áætlað að henni ljúki klukkan 16. Ráðstefnustjóri verður Hannes Þ. Sigurðsson, varaforseti ÍSÍ. Þátttökugjald er 1000 krónur og eru hádegisveröur og kaffiveiting- ar innifaldar í þvi verði. FYRSTA SANDSPYRNAN Sandspyrna verður haldin í landi Varmadals, Kjalarnesi, fyrir ofan Mosfellsbæ, sunnudaginn 7. maí kl. 14.00. FYRIRLESTUR í Bústaðakirkju í kvöld föstudaginn 5. maí kl. 20.30. JOSEPH P. PIRRO VELT- IR UPP SPURNINGUN- UM: The realapse syndrome; are today’s rehab pro- grams complicating recovery? eða Hvert stefnir áfengis- meðferðin í dag? Stuðla meðferðarstofn- anirnar ómeðvitað að sí- komu skjólstæðinga sinna? ALLIR VELKOMNIR MEÐAN HÚSRÚM LEYFIR Nauðungaruppboð á fasteigninni Ólafsvegi 8, neðri hæð, þingl. eign Steins Jónssonar, fer fram á skrifstofu embættisins að Ólafsvegi 3 þriðjudaginn 9. maí nk. kl. 15.30. Uppþoðsbeiðendur eru Ásgeir Thoroddsen hdl. og Garðar Briem hdl. Bæjarfógetinn á Ólafsfirði Nauðungaruppboð á fasteign þrotabús Sævers hf., Strandgötu 22, fer fram á skrifstofu embætt- isins að Ólafsvegi 3 þriðjudaginn 9. maí kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru Iðnþróunarsjóður, Byggðastofnun, Fiskveiðasjóður og Brunabótafélag ís- lands. Bæjarfógetimi á Ólafsfirði SMÁAUGLÝSINGAR Nauðungan^pboð . þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Túngata 2, Eskifirði, þingl. eign Óla Fossberg, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 10. maí nk. kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Axels- son hrl., Bjöm Ól. Hallgrímsson hdl., Steingrímur Þormóðsson hdl., Ámi Pálsson hdl., Róbert Ámi Hreiðarsson hdl, Magnús M. Norðdahl hdl., Bygg- ingarsjóður ríkisins, Ævar Guð- mundsson hdl. og Ólafur Garðarsson hdl. Strandgata 75a,_ Eskifirði, þingl. eign Sigurðar Leós Ásgrímssonar og Jónu Bjargar Kristjánsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 11. maí nk. kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em: Magnús M. Norðdahl hdl., Ámi Hall- dórsson hrl. og Landsbanki íslands. Réttarstígur la, Eskifirði, þingl. eign Sigurd Joensen, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 11. maí nk. kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Magnús M. Norðdahl hdl.________________ Hlíðargata 2, Búðahreppi, þingl. eign Rúnars Þórs Hallssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 11. maí nk. kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em: Guðjón Armann Jónsson hdl., Ævar Guðmundsson hdl., Reynir Karlsson hdl., Lúðvík Kaaber hdl., Innheimta ríkissjóðs, Guðmundur Þórðarson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Skólavegur 52, Fáskrúðsfirði, þingl. eign Gunnars P. Friðmarssonar og Amleifar Axelsdóttur, fer fram á eign- inni sjálfri fimmtudaginn 11. maí nk. kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em: Búðahreppur og Guðjón Ármann Jónsson hdl. SÝSLUMAÐUR SUÐUR-MÚLASÝSLU BÆJARFÓGETINN Á ESKIFIRÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.