Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Qupperneq 8
32
FÖSTUDAGUR 5. MAl 1989.
Þar varö Krókódíla Dundee aö gefa
eftir 1. sæti eftir að hafa dvalist þar
fimm vikur í röð. Það eru tvær
hörkumyndir sem skjótast fram fyrir
Ástralann. Draugaspaugið í Bjöllu-
djúsi og mynd um ljósvíking í Víet-
nam ætla að gera það gott og má
nánast varla á milli sjá hvor hefur
fyrsta sætið.
Fátt er um nýjar myndir á listanum
en mynd eftir sögu Agöthu Christie
nær 5. sæti enda kunnur stjörnufans
þar á ferð með tilheyrandi spennu.
Þá er dansmynd komin í 7. sæti og
ekki úr vegi fyrir vídeóglápara að
læra nokkur dansspor fyrir sumarið.
DV-LISTINN
1. (2) Beetlejuice
2. (6) Good Morning
Vietnam
3. (1) Krókódíla Dundee II
4. (3) A Prayer for Dying
5. (-) Apointment with Death
6. (4) Little Nikita
7. (-) Salsa
8. (7) Broadcast News
9. (8) Saigon
10. (5) Cop
Njósnir og nasistar
THE HOUSE ON CAROLL STREET
Útgefandi: Háskólabió
Leikstjóri: Peter Yates
Aöalhlutverk: Keliy McGillis og Jeff
Daniels
Bandarisk 1988. 100 min.
Bönnuð yngri en 12 ára
Það er ljótt að sjá hér tvær upp-
rennandi stjörnur daga uppi í sljóu
handriti í mynd sem við fyrstu sýn
ætti að geta orðið góð.
Myndin segir frá ungri konu sem
verður fyrir barðinu á McCarty-
ofsóknunum í Bandaríkjunum.
Hún missti vinnuna í kjölfar þess.
Skömmu síðar vekur hús eitt at-
hygh hennar og þá sérstaklega þeg-
ar hún sér að maöur sá sem hvað
harðast ofsótti hana er þar með
eitthvert leynibrugg. Fljótlega
dregst hún inn í atburöarás þar
sem njósnir og nasistar blandast
saman.
Myndin er fallega tekin og öll
umgerðin er faglega unnin. Því
miður er handritið bitlaust og fullt
af óskiljanlegum og allt að því
kjánalegum atburöum. Það er t.d.
þreytandi að sjá aðalpersónuna í
sífellu haga sér kjánalega við að
reyna að upplýsa mál sem er í senn
óskiljanlegt og óspennandi. Njósn-
afléttan fer því fyrir lítið. -SMJ |
í
★★
f Putalandi
DARBY O’GILL AND
THE LITTLE PEOPLE
Útgefandi: Bergvik.
Leikstjóri: Robert Stevenson.
Aóalhlutverk. Albert Sharpe, Janet
Munro og Sean Connery.
Bresk, 1959 - sýningartimi 93 min.
Það eru margar myndir frá
Disney sem eldast einstaklega vel.
Meðal þeirra er Darby O’Gill and
the Litde People sem er ævintýra-
mynd í besta skilningi þess orös.
Meira'að segja gætu tæknibrellu-
menn nútímans verið hreyknir af
sumum atriðunum sem gerð voru
fyrir þrjátíu árum.
Myndin fjallar annars um gaml-
an írskan húsvörð sem er orðinn
svo margsaga í ótrúlegum sögum
sínum að enginn trúir honum þeg-
ar hann segist hafa hitt kónginn í
Putalandi. Það er ekki fyrr en gamh
bragðarefurinn nær kónginum í
poka sinn að fólk trúir honum...
Mörg atriði í myndinni eru stór-
skemmtileg, sérstaklega atriðin
þar sem þeir einir þreyta þrauta-
kóng,- gamh írinn og kóngurinn.
Rómantíkin fær sinn skammt og í
hlutverki ungs og myndarlegs
manns er enginn annar en Sean
Connery sem hér var að stíga sín
fyrstu skref á leikhstarbrautinni.
Mynd fyrir alla fjölskylduna.
-HK
Talsmaður verkamanna
BOUND FOR GLORY
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: Hal Ashby.
Aöalhlutverk: David Carradine, Ronny
Cox og Melinda Dillon.
Bandarisk, 1976-sýningartimi 143 mín.
Líf verkamanna í Bandaríkjun-
um á fjóröa áratugnum þegar
kreppan var í algleymingi var dap-
urlegt. Framboðið af vinnuafli var
gífurlegt og atvinnurekendur gátu
ráðið hvað þeir borguðu í laun og
það var nánast ekki neitt. Fjöl-
skyldur flosnuðu upp og leituðu til
draumalandsins sem í flestum til-
fellum var Kalifornía.
Þjóðsagnapersónan Woddy Gut-
hrie var einn þeirra. Hann skildi
eftir konu og börn í Texas og hélt
á vit drauma um betra líf.
Hann, sem flestir aðrir, komst að
því að Kahfornía var ekkert
draumaland, heldur heimkynni
þrælahaldara sem gjörnýttu sér
verkafólkið í sína þágu. Guthrie
var samt með vopn sem átti eftir
að fara fyrir brjóstið á atvinnurek-
endum, gítarinn og eldheitan bar-
áttuvhja fyrir hönd verkamann-
anna. Með gitarinn að vopni blés
hann lífi í veikburða vilja fólks sem
löngu var búið að gefast upp.
Bound For Glory segir frá nokkr-
um árum í lífi þessa merkilega
manns, aht frá því hann fer frá
•Texas til Kaliforníu og þar til hann
yfirgefur borg englanna til að þjóna
köhun sinni að syngja fyrir minni-
máttar þjóðfélagsverur.
Hæfheikarnir eru mikhr og það
fer ekki fram hjá eiganda útvarps-
stöðvar. Hann býður honum að
vera með eigin þátt. Gæfan fer að
brosa við honum og hann sendir
eftir konu og börnum.
Lagaval hans fer þó í taugarnar
á þeim sem auglýsa, enda söngvar
Svart og
hvítt stríð
THE KITCHEN TOTO
Útgefandi: Myndbox
Leikstjóri og handritshöfundur: Harry
Hook. Framleióendur: Golan/Globus.
Aðalhlutverk: Bob Peck og Phyllis Log-
an.
Bresk/bandarisk 1987. 90 min. Bönnuó
yngri en 16 ára.
Einn af blóðugri þáttum í sögu
breska heimsveldisins er Mau-
Mauuppreisnin í Kenya eftir
heimsstyrjöldina síðari. Hér er
reynt að bregða upp mynd af því
hvemig stríðið leit út í augum
þeirra Kenyamanna sem ekki vildu
átök. Hlutleysi er reynt að ástunda
hér en því er ekki að neita að hlut-
ur uppreisnarmanna er svartur.
Myndin er í sjálfu sér þægileg á
að horfa þó aö hún rísi ekki upp í
neinar epískar hæðir. Reynt er að
fara vel með efnið og unnið af fag-
mennsku. Það er varla við því að
búast að efnið falli öllum í geð en
þeir sem nenna að sitja yfir mynd-
inni ættu að fá eitthvað fyrir sinn
snúð. -SMJ
liiin
ffUil
um verkalýðsfélög og hvemig
verkamenn eru nánast hafðir sem
þrælar. Hann er skikkaður til að
koma meö lista yflr þau lög sem
hann ætlar að leika.
Þetta fyrirkomulag hentar ekki
Guthrie og er hann því fljótur að
koma sér út úr húsi. Þessa ákvörð-
un skhur ekki eiginkonan sem tel-
ur sig loksins hafa fundið öruggt
skjól og yflrgefur hann. Við skhjum
svo við Guthrie þar sem hann syng-
ur sitt frægasta lag, This Land Is
Your Land, uppi á þaki vöruflutn-
ingalestar sem er á leið austur.
Bound For Glory er um Woddy
Guthrie sem var þjóðsögn í lifanda
lífi um leið og hún lýsir á raunsæj-
an hátt þeim hörmungum sem hinn
óbreytti verkamaður þurfti að búa
viö á þessum árum. David Carrad-
ine leikur Guthrie og tekst nokkuð
vel að lýsa kostum og göllum hans.
Enginn stórleikur en sannfærandi.
Sjálfsagt er Bound For Glory há-
punktur feril hans. í dag sést hann
yfirleitt ekki nema í aukahlutverk-
um í ómerkilegum kvikmyndum.
-HK
Hnignun
APPOINTMENT WITH DEATH
Útgefandi: Myndbox.
Leikstjóri: Michael Winner. Handrit:
Anthony Shaffer, Peter Buchman og
Michael Winner. Framleiðendur: Gol-
an/Globus. Aðalhlutverk: Peter Ustinov,
Lauren Bacall, Carrie Fisher, John Giel-
gud, Jenny Seagrove.
Bandarisk 1988. 102 mín. Öllum leyfð.
Hnignun er það orð sem lýsir
best þeim árum breska heimsveld-
isins sem hér er lýst. Því miður á
það einnig við þessa stjörnum
prýddu mynd. Enn einu sinni legg-
ur einvalalið af stað með sögu
Agöthu Christie í farteskinu. Flest-
ir hafa komið nálægt henni áður
en þó enginn eins oft og Ustinov í
hlutverki Hercule Poirot.
Því miður vantar neistann í
myndina og lokin eru óvenju fyrir-
sjáanleg miðað við Agöthu
Christie. Eigi að síður er vel þess
virði að setjast niður eins og eina
kvöldstimd yfir henni. Það fylgir
nefnilega skemmtileg fágun hnign-
uninni. -SMJ
Ödrepandi leigubílstjóri
l-MAN
Útgefandi: Bergvík.
Leikstjóri: Corey Allen.
Aðalhlutverk: Scott Bakula, Ellen Brye
og Joey Cramer.
Bandarísk, 1986 -Sýningartími 100 min.
I-Man er forveri sjónvarpsseríu.
Ekki veit ég hvernig sjónvarps-
seríunni hefur reitt af. Mynd þessi
er aftur á móti ágæt aiþreying, hröð
og spennandi.
Fjallar hún um leigubílstjórann
Jeff Wilder sem verður vitni að
bílslysi. Hann reynir að koma bíl-
stjóranum til hjálpar en fær þriðja
stigs bruna þegar bíllinn springur
í loft upp.
Wilder er ekki hugað líf. Það eru
því undrandi læknar sem sjá lík-
ama Wilders lækna sig sjálfan. Það
sem Wilder veit ekki er að bíllinn,
sem sprakk í loft upp, var frá
NASA, geimferðastofnun Banda-
ríkjanna, og innanborðs var kútur
með gasi utan úr geimnum. Þegar
leki kom að kútnum andaði Wilder
að sér gasinu og hefur það gert
hann ódauðlegan.
Þegar þetta uppgötvast sér leyni-
þjónustan að hér er maður sem hún
getur notað og þýðir lítið fyrir
Wilder að malda í móinn...
Gallinn við persónusköpun á
borð við ódauðlegan mann er að
erfitt er að halda áhuga áhorfand-
ans við efnið. Það nægir ekki að
sýna bara einu sinni banvænt
skotsár sem læknast af sjálfu sér.
Aðstandendur I-Man eru nokkuð
hugmyndasnauöir að þessu leyti,
því er varla hægt að telja myndina
vísindaskáldsögu. í heild er hér um
að ræða dæmigerða spennumynd
með skýrt dreginni línu milli góös
og ills og illmennið er enn einn
brjálæðingurinn sem vill leggja
undir sig heiminn.
Hvað sem að öllum annmörkum
lýtur er I-Man ekki verri né betri
en álíka sjónvarpsmyndir. Hraðinn
er mikill, fáir daufir kaflar og
tæknibrellur vel leystar. Endirinn
snubbóttur af þeirri ástæöu að
framhald kemur.