Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989. 19 Dansstaðir Abracadabra, Laugavegi Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Amadeus, Þórscafé, Braut arholt i. simi 23333 Hin vinsæla Gleðidagskrá og dans- leikir fóstudags- og laugardagskvöld. Ártún, Vagnhöfða 11 Gömlu dansamir fóstudagskvöld kl. 21-3 og laugardagskvöld kl. 22-3. Hljómsveitin Danssporiö leikur fyrir dansi bæði kvöldin. Broadway, Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500 Stjömuball í kvöld, bein útsending. Á laugardagskvöld verður stór- skemmtun. Casablanca, Skúlagötu 30 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Duus-hús, Fischersundi, simi 14446 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Glæsibær, Álfheimum Hljómsveitin í gegnum tíðina leikur gömlu og nýju dansana fóstudags- og laugardagskvöld. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavík Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld með ýmsum uppákomum. Hótel Borg, Pcjthússtrioti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími 82200 Dansleikir fóstudags- og laugardags- kvold. Lifandi tónlist. Opið frá kl. 19-1. Hótel ísland Skriðjöklar leika fyrir dansi í kvöld og á laugardagskvöld. Saga Bítlanna rakin í máli og myndum á laugar- dagskvöld. Hótel Saga, Súlnasalur v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221 Þjóðarspaug í 30 ár, skemmtidagskrá með Ómari Ragnarssyni, Hemma Gunn. og Helgu Möller á laugardags- kvöld. Cuba, Borgartúni 32 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Aldm-stakmark 18 ár. Tunglið og Bíókjallarinn, Lækjargötu 2, simi 621625 • Hljómsveitin The Grinders leikur fyrir dansi um helgina. Vetrarbrautin, Brautarholti 20, sími 29098 Lúdósextett leikur fyrir dansi um helgina. Zeppelin rokkklúbburinn, Borgartúni 32 Royal Rock, húshljómsveit, leikur fyrir dansi um helgina. Ölver, Álfheimum 74, s. 686220 Opið fimmtudags-, fóstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. Sólheimar í Grímsnesi: íslandsmeistaramót í Svarta Pétri Á laugardaginn verður haldið íslandsmeistaramót í spilinu Svarta Pétri á Sólheimum í Gríms- nesi. Keppnin hefst kl. 14.00 og lýk- ur kl. 16.00. Stjómandi keppninnar verður Svavar Gests. Mótið er fyrst og fremst hugsað sem mót fyrir þroskahefta, en vegna eðhs leiksins er jafnræði með þroskaheftum og öðmm í keppninni. Keppnin er þvi öllum opin. Skilyrði fyrir þátttöku er að við- komandi kunni og geti spilað Svarta Pétur, eins og hann er spO- aður á Svarta Péturs spil. í keppninni verða notuð spil með dýramyndum eftir Otto Pech, en í þeim spilum er Stígvélaði köttur- inn Svarti Pétur. Er keppnin með útsláttarfyrirkomulagi. Keppt er um veglegan farand- bikar, en stefnt er að því að mótið veröi árlegur viðburður. Mörg aukaverðlaun eru í boði. Þátttaka er ókeypis. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku í keppninni. Keppendur þiggja léttar veitingar meðan á mótinu stendur. Sætaferð- Væntanlegir keppendur æfa sig í Svarta Pétri fyrir átökin á laugardaginn. ir verða frá Umferðarmiðstöðinni daginn kl. 12.00 og til Reykjavíkur kr. Skráning fer fram í síma í Reykjavík til Sólheima á keppnis- aö mótinu loknu. Kostar farið 500 98-64430. Heiti pottuiinn: Norrænn djass Trimmarar á hlaupum á Seltjarnarnesi. Grótta og Trimmklúbbur Seltjamamess: Fyrsta Neshlaupið Norrænir djasstónleikar verða í Heita pottinum á sunnudagskvöld- iö. Þar munu koma fram sænski gítarleikarinn Lelle Kullgren, danski písnóleikarinn Kristian Blak, færeyski trymbilhnn Jónleif Jensen og íslenski kontrabassa- leikarinn Tómas R. Einarsson. Þess utan verður á staðnum færeyski Tómas R. Einarsson er fulltrúi ís- lendinga í norrænu djasshljóm- sveitinni. hstmálarinn Tórbjörn Olsen og mun hann bregða á léreft þeim áhrifum sem tónhstin hefur á hann. o Þeir Kristian Blak og Lólle Kull- gren komu hingað á síðasta ári með hljómsveitinni Yggdrash sem ferð- aðist þá um Norðurlöndin og hljóð- ritaði plötu í leiðinni. Sá flokkur hljómhstarmanna hefur starfað saman um árabil og vérið skipaður ýmsum fremstu músíköntum Sví- þjóðar, Danmerkur og Færeyja. Höfuðpaurinn í þvi starfi hefur verið Kristian Blak, en hann hefur lengi búið í Færeyjum. Hann hefur leikið jöfnum höndum djasskennda tónlist, þjóðlög og samið ballettón- list. Lelle Kullgren hefur lengst af starfað í Gautaborg og sphað þar með fjölmörgum hljómsveitum. Jónleif Jensen er ungur Færeying- ur sem verið hefur við nám í trommuleik í Tónhstarskóla FÍH. Tórúistin, sem flutt verður á • sunnudagskvöldið, er að lang- mestu frumsamin. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00. Fyrsta Neshlaupið verður haldið á laugardaginn og hefst stundvís- lega kl. 11 við sundlaug Seltjarnar- ness. Hlaupnar verða tvær vega- lengdir 3,5 km og 7 km og verða veitt verðlaun í öhum aidursflokk- um kvenna og karla. Allir eru hvattir til þátttöku, jafnt hlauparar sem og skokkarar og einnig áhuga- fólk um útivist og góða fjölskyldu- skemmtun. Flokkarnir eru sex, 12 ára og yngri, 13-16 ára, 17-29 ára, 30-39 ára, 40-49 ára og 50 ára og eldri. Skráning fer fram í Gróttuher- bergi, sími 611133 og við Hagkaup, Eiðistorgi, í dag kl. 17-19 og á móts- stað á morgun kl. 9-10.30. Lúðrasveit Seltjarnarness leikur fyrir upphitun í fimmtán mínútur. Ræsir verður Páll Guðmundsson. Eftir hlaupið er hægt að fara í sund og kl. 12.30 hefjast vináttuleikir í knattspyrnu 5. flokki karla milh Gróttu og KR. Verðlaun afhent við sundlaug Seltjarnarness eftir leikina og öh úrslit birt. Innritunargjald er 200 kr. fyrir fullorðna og 100 kr. fyrir börn. HundasÝning í Reiðhöllinni Gríniðjan: Brávallagatan- Amamesið Gríniðjan sýnir í íslensku ópe- runni farsann Brávahagatan- Arnarnesið. Segir þar af hinum þekktu hjónum Bibbu og Halldóri og vandræðum þeirra við undir- búning fyrstu veislunnar í vihunni á Amamesi. Það gengur mikið á og koma upp ýmis vandamál sem leysa þarf í hvelh. Og eins og í öhum góðum fórsum er mikið um misskilning sem leysist þó í lokin. Aðalhlutverkin, Bibbu og Hahd- ór, leika Edda Björgvinsdóttir og Júlíus Brjánsson. Þá era í stórum hlutverkum Rúrik Haraldsson, Bessi Bjamason, Jóhann Sigurðar- son Lhja Guðrún Þorvaldsdóttir og Kjartan Bjargmundsson. Næsta sýning er í kvöld kl. 23.30. Sýning- um á Brvallagötu-Amarnesi hefur verið vel tekiö. Verða sýningar á verkin út máimánuð. í Reiðhöllinni í Víðidal verður á sunnudag hundasýning á vegum HRFÍ í tilefni 20 ára afmælis félags- ins. Sýningin og keppnin standa frá kl. níu um morguninn fram til kl. 18 og verða hundar sýndir og dæmdir allan daginn. Verð er kr. 600 fyrir fuhorðna og 250 kr. fyrir 6-12 ára börn. Dæmt er um gæði hundanna í tveimur dómhringjum, A og B. Dómarar verða Diane T. Anferson og Ebba Aalegaard. Auk hefö- bundinnar sýningar á hinum ein- stöku tegundum hunda verður af- kvæmasýning, hundaleikir og hundafimi. Úrsht og verðlaunaaf- hending verður kl. 15.30. Hundar eru góðir félagar á göngu- ferðum eins og sjá má á þessari mynd. Baejarbíó, Hafnarflrói: DýriníHálsaskógi í vetur hefur Leikfélag Hvera- gerðis sýnt leikritiö Dýrin í Hálsa- skógi eftir Thorbjörn Egner undir leikstjóm Sigurgeirs H. Friðþjófs- sonar. Átján sýningar voru í Hveragerði og fjórar í Hafnarfirði. Undirtektir voru mjög góöar og aðsókn mikh. Hróður dýranna barst víða, meðal annars th Nor- egs, en íslendingafélagið í Osló bauð leikfélaginu með sýninguna út til að skemmta þeim 17. júní og jafnvel nokkrar sýningar að auki. Ákveðið var að þiggja þetta boð. Th að gleðja þá fjölmörgu er urðu frá að hverfa og th þess að safna fyrir farareyri í ferðina hefur verið ákveðið að halda þrjá sýningar nú um helgina í Bæjarbíói, Hafnar- firði, og verða þær kl. 14 á laugar- dag og kl. 14 og 17 á sunnudag. Vissara er að tryggja sér miða tímanlega. Miðapantanir em í síma 98-34909.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.