Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989. FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989. 21 Messur Guðsþjónustur sunnudaginn 21. mai 1989 Árbæjarkirkja Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Sr. Ólafur Jens Sigurösson messar. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja Guðsþjónusta ld. 11. Ath. breyttan messutíma. Sr. Árni Bergur Sigurbjöms- son. Breióhol tsk irkj a Guösþjónusta kl. 11. Organisti Sigríður Jónsdóttir. Þriðjudagur: Bænaguðsþjón- usta kl. 18.15. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja Guösþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Félagsstarf aldraðra mið- vikudag kl. 13.30-17. Eldri borgarar á Seltjamamesi koma í heimsókn. Sr. Ólaf- ur Skúlason. Dómkirkjan Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organ- leikari Jónas Þórir. Sr. Hjalti Guðmunds- son. Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Grímur Gríms- son prédikar og þjónar fyrir altari. Félag fyrrverandi sóknarpresta. Fella- og Hólakirkja Guðsþjónustan feUur niöur vegna ferða- lags starfsfólks kirkjunnar. Sóknarprest- ar. Fríkirkjan í Reykjavík Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Sr. CecU Haraldsson. Grensáskirkja Messa kl. 11. Altarisganga. Þriðjudagur: BibUulestur fyrir aldraða kl. 14. Sam- verustund með kaffi og meðlæti á eftir. Fimmtudagur: Almenn samkoma hjá ungu fólki með hlutverk kl. 20.30. Prest- amir. Hallgrímskirkja Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Matur seldur eftir messu. Þriðjudagur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Landspítalinn Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lámsson. Háteigskirkja Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöld- bænir og fyrirbænir em í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Prestamir. Kópavogskirkja Messa í Kópavogskirkju kl. 11 (altaris- ganga). Næstkomandi þriðjudagskvöld verður samvera samstarfshópsins um sorg og sorgarviðbrögð í safnaðarheimil- inu Borgum kl. 20-22. Allir velkomnir. Sr. Ámi Pálsson. Langhol tskirkj a Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón- usta kl. 11. Hestamenn koma á gæðingum sínum til messunnar. Ræðu flytur Þor- geir Ingvason, frkvstj. Fáks. Lesarar: Gunnar Eyjólfsson og Klemens Jónsson leikarar. Listamenn úr röðum hesta- manna sjá um tónlistarflutning ásamt kór LangholtskirHju. Prestur Sigurður Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stef- ánsson. Máltíð hestamanna að messu lokinni. Sóknamefndin. Laugarnessókn Kirkjan er lokuð vegna viðgerða. Safnað- arfólki er bent á helgihaldið í Áskirkju. Sóknarprestur. Neskirkja Messa kl. 11. Félagar i Æskulýðsfélagi Neskirkju taka þátt í messunni og selja léttar kafflveitingar að henni lokinni. Orgel- og kórstjóm Reynir Jónasson. Sr. Ólafur Jóhannsson. Miðvikudagur: Bæ- naguðsþjónusta kl. 18.20. Sr. Ólafur Jó- hannsson. Þriðjudagur og fimmtudagur: Opið hps fyrir aldraða kl. 13-17. Ferð í Skálholt 28. maí. Nánari upplýsingar og innritun hjá kirlguverði í síðasta lagi 23. mai. Seljakirkja Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sveinbjöm Bjamason frá Skotlandi prédikar. Organ- isti Kjartan Siguijónsson. Aðalsafnaðar- fundur Seljasafnaöar er að lokinni guðs- þjónustu. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirja Messa kl. 11. Organisti Sighvatur Jónas- son. Prestur Solveig Lára Guðmunds- dóttir. Hafnarfjarðarkirkja Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan tíma. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. Tilkyimiiigar Flóamarkaður FEF Félag einstæðra foreldra heldur flóa-, markaö í Skeljanesi 6, Skerjafirði, næstu laugardaga kl. 14-17. Fatnaður á böm og unglinga í sveitina. Komið og gerið góð kaup. Húnvetningafélagið Félagsvist á laugardagúm kl. 14 í Húna- búð, Skeifunni 17. Síðasti spiladagur árs- ins. Parakeppni. Allir velkomnir. Félag eldri borgara Opið hús á laugardag í Tónabæ. Kl. 13.30. Fijáls spilamennska og tafl. Kl. 15 hefst bingó. Flóamarkaður Uppeldis- og meðferðarheimilið Sólheim- um 7, Reykjavík, er heimili fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára sem þurfa á aðstoð aö halda. Heimiliö, sem er ein deild innan Hafsteinn Austmann. Nýhöfn: Hafsteinn Austmann sýnir málverk og vatnslitamyndir Hafsteinn Austmann opnar mál- verkasýningu í listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, á morgun kl. 14. Á sýningunni eru málverk og vatns- litamyndir sem málaöar eru á síö- ustu tveimur árum. Hafsteinn er fæddur 1934 á Ljóts- stööum í Vopnafiröi. 1951 innritaðist hann í Myndlistarskólann í Reykja- vík og á árunum 1952-1954 stundaði hann nám við Handíða- og mynd- hstaskólann. Að því loknu hélt hann til Parísar í framhaldsnám við Aca- demie de la Grande Chaumier þar sem hann dvaldi eitt ár. Sýning þessi er tólfta einkasýning Hafsteins en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Sýningin, sem er sölu- sýning, er opin virka daga frá kl. 10-18 og um helgar frá kl. 14-18. Henni lýkur 7. júní. listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Tónverk eftir Jónas Tómasson Víðistaðakirkja: Tónleikar Kórs Víðistaðasóknar Jónas Tómasson tónskáld. Tónleikar með verkum Jónasar Tómassonar verða haldnir í Lista- safni Siguijóns Ólafssonar á sunnu- daginn kl. 17. Flutt veröa verkin Són- ata XVIII fyrir horn, Sónata XIX fyr- ir bassaklarinett og píanó og Cantata II fyrir söngrödd, selló, altílautu, bassaklarinett og horn. Flytjendur verða Hrefna Eggerts- dóttir, píanó, Inga Rós Ingólfsdóttir, selló, John Speight, söngur, Kjartan Óskarsson, bassaklarinett, Þorkell Jóelsson, horn, og Jónas Tómasson, altflauta. Cantata II var samin 1973 viö fimm ljóð eftir kínverska skáldið Lí Pó i enskri þýðingu Arthurs Cooper. Són- ötumar eru hins vegar nýrri af nál- inni. Hornsónatan frá 1986 og Sónata XIX frá síðastliðnu ári. Sú sónata er í sjö þáttum. Kór Víðistaðasóknar og Siguröur S. Steingrímsson barítónsöngvari halda tónleika í Víðistaðakirkju á morgun kl. 17. Á efnisskránni eru meðal annars kafli úr Sálumessu eft- ir Fauré, Fangakórinn úr Nabucco eftir Verdi, Barcarole úr Ævintýrum Hoffmanns eftir Offenbach og The Holy City eftir Stephen Adams. Kór Víöistaðakirkju var stofnaður 1977. Auk þess að syngja við guðs- þjónustur og aðrar samkomur á veg- um sóknarinnar hefur hann haldið tónleika og meðal annars frumflutt hér á landi Tékkneska jólamessu eft- ir J.J. Ryba. Kórinn hefur þrívegis farið í söngferðalag til útlanda. Krist- ín Jóhannesdóttir hefur verið söng- stjóri kórsins frá stofnun hans. Sigurður S. Steingrímsson er Skag- firðingur. Hann hefur stundað söngnám við Söngskólann í Reykja- vík og Nýja tónlistarskólann. Hann hefur sungið einsöng við f'ölda tæki- færa. Undirleikari á tónleikunum verður Bjarni Þ. Jónatansson. M-hátíð á Egilsstöðum: Pilturogstúlka Sigrún Björgvinsdóttir, Egilsstöðum: Nokkrir unglingar, sem hafa unnið saman í leiklistarklúbbi í vetur, hafa tekið fyrir leikritið Pilt og stúlku og ætla að sýna það á M-hátíð sem stendur yfir á Egilsstöðum. Verður sýning þeirra á sunnudaginn í Vala- skjálf. Starf unglinganna byijaði þegar nokkrir krakkar sýndu leikrit á árs- hátíð í fyrra undir stjórn Kristínar Jónsdóttur og héldu áfram aö vinna að leiklist fram á vor. Þegar M-hátíö hafði verið ákveöin var hópnum boðiö að sýna þar. Þau hafa að undanfórnu verið að æfa Pilt og stúlku í styttri útgáfu og geta íbú- ar á Egilsstöðum og í nágrenni séð árangurinn á sunnudaginn. Gallerí Gijót: Finnsk málm- listarsýning Opnuð veröur sýning tíu finnskra málmlistarmanna í GaUerí Grjóti við Skólavörðustíg 4a í dag. Sýningin ber yfirskriftina Intimate Pieces. Verkin á sýningunni eru afrakstur vinnu nemenda á málmhstarbraut Listiðn- aðarháskólans í Helsinki á nýhðnu vormisseri. í hópnum eru guh-, silfur- og stein- smiðir og efniviðurinn því marg- breythegur. Að auki er ein veflistar- kona í hópnum. í thefni af sýning- unni eru allir listamennirnir nú staddir hér á landi. Sýningin, sem er opin virka daga kl. 12-18 og um helgar frá kl. 14-18, stendur th 4. júní. í Óvitum leik börn fullorðna en fullorðnir leika börn. Síðustu sýningar á Óvitum Bamaleikritið Óvitar eftir Guð- rúnu Helgadóttur hefur notið óhemju vinsælda á stóra sviði Þjóð- leikhússins. Uppselt hefur verið á flestar sýningar en 38. og síðasta sýn- ing er á sunnudaginn. Böm leika fullorðna en fuhorðnir leika börn. Níu fuhorðnir leikarar taka þátt í sýningunni og tuttugu börn. Þór Tulinius og Halldór Björnsson leika söguhetjurnar, strákana Guðmund og Finn. Finnur strýkur að heiman og leitar skjóls á heimih Guðmundar án vitundar for- eldranna. Leikritið fjallar um þessa stroksögu og þá einkum samskipti barna og fullorðinna, hverjir eru börn og hverjir óvitar. Leikstjóri er Brynja Benediktsdótt- ir en hún var einnig leikstjóri Óvita fyrir tíu árum þegar leikritiö var frumflutt í Þjóðleikhúsinu. Kjarvalsstaöir: Helgi Þorgils heldur fyrir- lestur um list Helga Þorgils Nú fer að ljúka sýningum á verk- um eftir Helga Þorghs Friðjónsson sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöð- um. Helgi sýnir þar 27 málverk sem hann hefur unnið á síðustu tveimur ámm. Sýningin hefur fengið góðar viðtökur og hafa öll helstu listasöfn í landinu fest kaup á verkum eftir hstamanninn. Helgi Þorgils Friðjónsson er einn af fáum íslenskum listamönnum sem náð hafa athygli erlendra listasafna og gahería. Verður þessi sýning nú send th Listamiðstöðvarinnar í Svea- borg, Borgarhstasafnsins í Ecken- fórde í Þýskalandi og síðan th lista- safnsins í Rovaniemi í Finnlandi. í tengslum við sýninguna heldur Helgi Þorgils Friðjónsson fyrirlestur á Kjarvalsstöðum um list sína sunnudaginn kl. 16 í fundarsal safns- ins. Er þetta einstakt tækifæri th að kynnast hugmyndum listamannsins um eigin listsköpun. Frú Emelía: Hamskiptin Leikhúsið Frú Emelía sýnir ham- skiptin eftir Franz Kafka í nýju að- setri í Skeifunni 3c nú um helgina. Verður 6. sýning á verkinu í kvöld kl. 20.30 og 7. sýning á sunnudag kl. 20.30. Hamskiptin er einfóld og þó margslungin lýsing á óvenjulegu og mögnuðu sálarlifi, mikilh ógæfu sem fólgin er í því aö ungur maður er ekki lengur hlutverki sínu vaxinn. Litið er á Franz Kafka sem einn af brautryðjendum í bókmenntum nú- tímans. Hann fæddist í Prag 1883 og lést 1924. Hann var óþekktur er hann lést en á næstu áratugum eftir dauða hans urðu verk hans þekkt um gjör- vahan heim. Aðstandendur sýningarinnar eru Ellert A. Ingimundarson, Ámi Pétur Guðjónsson, Margrét Árnadóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Einar Jón Briem og Erla B. Skúladóttir. Leik- stjóri er Guðjón Pedersen. Miðapant- anir em í síma 678360 allan sólar- hringinn. Unglingaheimilis ríkisins, tók til starfa 1. september 1985 og geta 7 unglingar búið þar á hverjum tíma. Á heimilinu er lögð mikil áhersla á tómstundastarf og skipa ferðalög, bæði innanlands og utan, stóran sess í því starfi. í sumar er fyrir- hugað ferðalag hér innanlands og er nú unnið að fjáröflun til þeirrar ferðar. Einn þáttur í fjáröfluninni er hinn árlegi flóa- markaður sem verður haldinn laugar- daginn 20. maí kl. 14-17 í safnaðarheimili Langholtskirkju. Þar verða til sölu mjög ódýr fót, búsáhöld og skrautmunir. Upp- boð verður á húsgögnum og góðum mun- um kl. 14.30. Einnig verður tombóla og grænmetis- og blómamai-kaður. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardag- inn 20. maí. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Á meðan maístjaman skín rölt- um við um bæinn. Markmið göngunnar er: samvera, súrefni og hreyfing. Nýlagað molakaffl. 40 ára afmæli Sambands- lýðveldisins Þýskalands í tilefni 40 ára afmælis Sambandslýð- veldsins Þýskalands verður haldið mál- þing föstudaginn 19. mai nk., undir yfir- skriftinni „Tengsl í 40 ár“, um samskipti landsins við ísland undanfama fjóra ára- tugi. Fjögur félög, ásamt vestur-þýska sendiráðinu í Reykjavík, standa að mál- þinginu, en þau eru Alexander von Hum- boldt-félagið á íslandi, Daad-félagið á ís- landi, Germania og Goethe-Institut. Mál- þingið hefst kl. 13. Á föstudagskvöldið standa þessir sömu aðilar fyrir afmælis- hófi Sambandslýðveldsins í Viðeyjar- stofu, sem hefst með kvöldverði kl. 20, en veislustjórar verða Úlfar Þórðarson læknir og Þorvarður Alfonsson fram- kvæmdastjóri. Nánari upplýsingar fást þjá Goethe-Institut 1 síma 16061. 100 áraafmæli Lágafellskirkju í sambandi við 100 ára afmæli Lágafells- kirkju í Mosfellsbæ er lýst eftir gömlum myndum af kirkjunni, utan eða innan. Einkum er sóst eftir myndum sem teknar em fyrir 1979. Mosfellingar og aðrir þeir sem eiga þannig myndir em beðnir að hafa samband við einhvem eftirtalinna aöila: Sigurður Hreiðar, hs. 666272, vs. 27022, sr. Birgir Ásgeirsson, hs. 675340, vs. 667113, og Svanhildur Þorkelsdóttir, hs. 666377 og vs. 66218. „Sumarstarf fyrir börn og unglinga 1989“ Bæklingurinn „Sumarstarf fyrir böm og unglinga 1989“ er kominn út og er honum dreift til allra aldurshópa í skólum Reykjavikurborgar um þessar mundir. í bæklingi þessum er að finna upplýsingar um framboð félaga og borgarstofnana á starfi og leik fyrir böm og unglinga í borginni sumarið 1989. Starfsþættir þeir sem getur í bæklingnum era fyrir aldur- inn 2-16 ára. Flest atriði snerta íþróttir og útivist en einnig em kynntar regluleg- ar skemmtisamkomur ungs fólks. Utgjöld þátttakenda vegna starfþáttanna em mjög mismunandi. Foreldrar, sem hug hafa á að hagnýta sér framboð borgarinn- ar og félaganna fyrir böm sín, em hvatt- ir til þess að draga ekki innritun þeirra. Innritun í starfsþætti á vegum íþrótta- og tómstundaráðs fer ffarn í Laugardals- höllinni laugardaginn 20. maí kl. 13-17. Myndakvöld Útivistar Síðasta myndakvöld vetrarins verður í Fóstbræðraheimilinu, Langholtsvegi 109, fimmtudagskvöldiö 18. maí kl. 20.30. Dag- skrá: 1. myndir úr ferðum síðari hluta vetrar og í vor, m.a. frá Þórsmörk, SkaftafeUi og jöklaferðum ásamt mynd- um frá síðustu hvitasunnuferð í Öræfa- sveit. 2. Ferðakynning. Kynntar verða margar og spennandi helgar- og sumar- leyfisferðir sem em á ferðaáætlun Úti- vistar. Allir era velkomnir á meðan hús- rúm leyfir. Góðar kaffiveitingar kvenna- nefndar í hléi. Nýtt blað í bænum Nk. föstudag, þann 19. maí, birtist nýtt blað í bænum, íslenskt myndmál. í blað- inu em nærri eingöngu myndir af fólki á fömum vegi og við vinnu. íslenskt myndmál verður selt í lausasölu á stræt- um borgarinnar og gengið í hús. Blaðiö er sérstakt að þvi leyti að nánast ekkert lesmál er í blaðinu, en nær eingöngu ljós- myndir af fólki sem venjulega prýðir ekki síður dagblaðanna. Blaðið mun kosta 100 krónur og er gefið út í mjög takmörkuðu upplagi. Ferðalög Félag eldri borgara Farin verður 12 daga hringferð um landið og til Færeyja 30. mai nk. Upplýsingar og pantanir hjá Félagi eldri borgara. Opið hús á morgun í Goðheimum, Sigt- úni 3. Kl. 14 frjáls spilamennska, kl. 19.30 félagsvist, kl. 21 dansaö. Útivistarferðir Sunnudagur 21. maí kl. 13 Landnámsgangan 12. ferð H vítanes-Bry nj udals vogur-Bry nj udal- ur. Létt og fjölbreytt ganga um strönd og dal. Kræklingatínsla. Takið þátt í þess- ari ágætu ferðasyrpu þar sem ætlunin er aö ganga á mörkum landnáms Ingólfs í 21 ferð. Skoðaöar rústir í Hvitanesi o.fl. Verð 900 kr„ frítt fyrir böm með fullorön- um. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Göngu- ferð á Fagradalsfjall og fuglaskoðun á Hafnarberg 28. maí. • Skagafjörður-Drangey 26. 28. maí og helgarferðir i Þórsmörk um hverja helgi. Kvöldganga á miðvikudags- kvöldið 24. mai kl. 20. Elliðaárdalur- Fossvogsdalur. Ferðafélag íslands Dagsferðir Ferðafélagsins: Sunnudaginn 21. maí Skarðsheiði (1053 m) kl. 09. Ekið inn i -+ Svínadal og gengið þaðan. Verð kr. 1.000. Kl. 13 Úlfarsfell (295 m). Létt ganga, ótrú- legt útsýni. Verð kr. 500. Ath. breytt ferðatilhögun frá prentaðri áætlun 1989. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin. Farmiðar við bíl. Fritt f. böm í fylgd fullorðinna. Helgarferð 16.-18. júní: Mýrdalur-Heiðardalur-Dyrhóla- ey-Reynishverfi. Ráðstefnur Friðarömmur halda ráðstefnu um friðarfræðslu/friðar- uppeldi að Hótel Sögu laugardaginn 20. mai kl. 13.30. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um málefnið. Fundir Safnaðarfélag Frí- kirkjunnar í Reykjavík heldur fund í Hressingarskálanum við Austurstræti mánudagskvöldið 22. maí nk. kl. 20.30. Á dagskrá fundarins em væntanlegar prestskosningar í Fríkirkj- unni og önnur mál. Fundur um borgara- legar athafnir Þann 9. apríl sl. fór fram fyrsta borgara- lega fermingin á íslandi. Aðstandendur hennar boða til fundar um áframhald- andi starf. Rætt verður um borgaralegar athafhir við helstu tímamót á mannsæv- inrú, svo sem nafngiftir, fermingar og jarðarfarir, og hugað að stofnun sam- taka, sem m.a. heföu að leiðarljósi lífsvið- horf óháð trúarsetningum þar sem trúar- leg efni em utan mannlegs þekkingar- sviðs. Megináhugamál samtakanna væm mannkynið og þau verðmæti sem það hefur skapað. Allir sem áhuga hafa á að kynna sér starfið eða undirbúa og móta samtök á þessum gmndvelli em hvattir til að mæta á fundinn sem haldinn verð- ur í húsi Félags bókagerðarmanna að Hveríisgötu 21 (við hliðina á Þjóðleik- húsinu) laugardaginn 20. maí og hefst kl. 14. Leikhús Þjóðleikhúsið Síðustu sýningar á Óvitanum á laugar- dag og sunnudag kl. 14. Sýning á Haust- brúður verður í kvöld kl. 20. Sýning á ballettunum Hvörfum verður á laugar- dags- og sunnudagskvöld kl. 20. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Sveitasinfóníu í kvöld, á laugar- dagskvöld og sunnudagskvöld kl. 20.30. Gríniðjan hf. sýnir í Islensku óperunni, Gamla bíói, Brávallagötuna í kvöld kl. 23.30. Nemendaleikhúsið sýrúr Hundheppinn í Lindarbæ á laugar- dags- og sunnudagskvöld kl. 20.30. Frú Emilía Leikhús, Skeifúnni 3c, sýnir Gregor í kvöld kl. 20.30. Leikfélag Hveragerðis sýnir Dýrin i Hálsaskógi í Bæjarbíói, Hafnarfirði, á laugardag kl. 14 og á sunnudag kl. 14 og 17. Leikfélag Akureyrar Allra síðustu sýningar á Sólarferð verða í kvöld, föstudagskvöld, laugardagskvöld og á þriðjudagskvöld kl. 20.30. Námskeið Námskeið í dulspeki 3. júni verður haldið námskeiö í dulspeki á Hótel Lind. Felst námskeiðið aðallega í að móttaka tilfinrúngar, skap og per- sónuleika frá ámm fólks. Námskeiðið er fyrir alla, hvort sem það sé næmt eða ekki. Námskeiðið er samtals 8 tímar að lengd, tveir laugardagar og tveir mið- vikudagar. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Friðrik P. Ágústson dulspekingur. Hægt er að innrita sig hjá honum í síma 622273 fyrir 1. júni Sýningar Árni Rúnar sýnir á Mokka Nýlega opnaði Ámi Rúnar Sverrisson sýningu á málverkum, klippimyndum og teikningum á Mokkakaffi við Skóla- vörðustíg. Sýningin, sem er sölusýning,. stendur út maímánuð. Tónleikar Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík efnir til vortónleika í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, sunnudaginn 21. maí kl. 17. Stjómandi er Violeta Smid. TVOFALDUR L MNNINGUR á laugardag handa þér, ef þú hittír á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki vanta í þetta sinn!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.