Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1989, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989. SSIIlSíHlP sí>íw'í;í»!!SAíK!bSsí««s ■-......., ■ Éiliisiiiiiilí ■ : v ■ ■ , ■. ■±Xr-::itfZ •Jj. -■..•••••■■■ :..-á Breiðsíðan Heimsmeistaramót unglinga í snóker: Verðlaunaféð tvær milljónir króna - segir Guðbjartur Jónsson „Áhugi á snóker hefur fariö ört vax- andi á íslandi á stuttum tíma. Fyrir þremur árum voru einungis 18 borö í útleigu hér á landi en í dag eru 120 borö leigð út á stórum og smáum snókerstofum um land allt. Snóker var áöur fyrr hálfgerð búlluíþrótt en það hefur gjörbreyst. Nú er htiö á hana sem alvöruíþrótt enda hópur fólks sem æfir snóker reglulega. Við eigum orðið stóran hóp af góðum spilurum og þeir bestu eru strákar um tvítugt," segir Guð- bjartur Jónsson, formaður Billjard- sambands íslands. Heimsmeistaramót unghnga í snóker verður haldið hér á landi að þessu sinni og fer þaö fram í íþrótta- húsinu í Hafnarfirði. Mótið hefst þann 1. júní og stendur í tiu daga. Hingað th lands koma 44 erlendir keppendur alls staðar úr heiminum, auk þess sem átta íslenskir þátttak- endur veröa í mótinu. Keppendur mega ekki vera eldri en tvítugir en ekki sett nein skhyrði um neðri aldursmörkin. Yngsti kepp- andinn á mótinu verður 14 ára Frakki en flestir keppendurnir eru hins vegar tæplega tvítugir. Thdrög þess að íslendingar halda heimsmeistaramótið í ár má rekja til þess að Guðbjartur fór sem hðsstjóri íslensku keppendanna sem tóku þátt Þrír sterkustu íslensku snókerleikararnir sem taka þátt í heimsmeistaramóti unglinga í snóker, æfa hér af kappi. Arnar Richardsson, Ásgeir Guðbjartsson, fjórfaldur unglingameistari, og Eðvard Marteinsson, núverandi unglinga- meistari. í heimsmeistaramótinu í Bangkok í fyrra. Þá var búið að ákveða að næsta heimsmeistaramót færi fram í Ástr- alíu en Guðbjartur stakk upp á að þeirri ákvörðun yrði breytt og mótið yrði þess í stað haldið hér á landi. Uppástungunni var vel tekið og ákveðið var að halda mótið á íslandi en á næsta ári í Ástrahu. íslensku keppendurnir hafa æft stíft að undanförnu. Fyrir tveimur mánuðum kom hingað th lands breskur þjálfari, Jeff Foulds að nafni, en hann þykir einhver besti snóker- þjálfari í Bretlandi. Foulds þjálfaði íslensku keppend- urna í viku og útbjó síðan sérstakt æfingaprógramm fyrir hvern og einn sem þeir hafa æft eftir. Fyrir hálfum mánuði kom hingað til lands sams konar borð og notað veröur í keppn- inni og var það sett upp á snóker- stofu í Hafnarfirði. Og hafa strákarn- ir æft á því í um tvo tíma á dag. Þrír íslensku keppendanna hafa áður tekið þátt í heimsmeistaramóti, Arnar Richardsson tók þátt í mótinu í Hastings fyrir tveimur árum og þeir Atli Már Bjarnason og Ásgeir Guðbjartsson kepptu einnig í Hast- ings og í Bangkok í fyrra. Aðrir ísl- ensku keppendanna hafa ekki áður tekið þátt í heimsmeistarmóti ungl- inga. „Upphaflega ætluðum við ekki að senda nema íjóra keppendur á mótið en Foulds hvatti okkur til að senda átta, því við ættum svo marga góða sphara. Hann taldi meira að segja að fjórir bestu íslendingamir myndu lenda í hópi 20 bestu sphara í Eng- landi ef þeir byggju þar. Margir erlendu keppendanna, sem koma á mótið, eru geysisterkir sph- arar, þar af eru fjórir sem hafa náð þeim áfanga að fá 147 stig, það er að hreinsa borðið í einu stuði. Sex kepp- endanna hafa náð yfir 100 stigum og þar yfir. Það sést því best á þessu að þetta er sterkt mót, enda er áætlað að það sé fjórum sinnum sterkara en heimsmeistaramótið í Bangkok í fyrra. Það hefðu komið mun fleiri erlend- ir keppendur hingað til lands ef það væri ekki jafndýrt og raun ber vitni að koma til íslands. Sem dæmi um það er að gisting fyrir hvern þátttak- anda kostar um 50 dollara á sólar- hring og þá á eftir að sjá sér fyrir mat og fleiru.“ - Hvernig verður mótshaldi háttað? „Guðmundur Árni Stefánsson mun setja mótið kl. 17.00 þann fyrsta júní og meðan mótið varir verður keppt dag hvern frá klukkan 16.00-22.00. Keppendum verður skipt í riðla. í fyrstu umferð verða riðlamir 13 og komast fjórir efstu menn í hveijum riðh áfram, ahs sextán manns. Þá er haldið áfram og átta efstu menn úr þeim riðU halda keppninni áfram. Þá verða fjórir keppendur eftir og þegar þeir hafa lokið keppni sín á mhli standa einungis eftir tveir sem leika th úrslita. Stöð 2 gefur verðlaunaféð sem er um tvær milljónir íslenskra króna. Sigurvegarinn fær um 226 þúsund krónur í verðlaun, sá sem lendir í öðru sæti fær 135 þúsund krónur, þeir sem lenda í þriðja og fjórða sæti fá hvor um sig um 90 þúsund krónur í sinn hlut. Þeir sem hafna í 5.-8. sæti fá 27 þúsund krónur og loks fá þeir sem lenda í 9.-16. sæti 18 þúsund krónur í verðlaun. Á meðan á mótinu stendur verður Stöð 2 með beinar útsendingar frá mótinu th að sjónvarpsáhorfendur geti fylgst með gangi mála. Það hefur verið kappkostað að reyna á alla lund að vanda th þessa móts eins og kostur er. Við höfum meðal annars fengið lánuð hingað til lands átta mjög góð snókerborð, bestu borð í heimi. Það er fyrirtækið Machromm sem lánar borðin og þau eru eins og þau sem notuð eru á öll- um stórum átvinnumannamótum í snóker. Það er líka til mikhs að vinna fyrir sigurvegarann því auk þess að fá 226 þúsund krónur í verðlaun gefur sig- urinn góða von um atvinnumennsku í snóker. Th að mynda hafa heims- meistarar tveggja síðustu móta farið beint í atvinnumennsku að loknu mótinu," segir Guðbjartur að lokum. -J.Mar vegarar tveggja síðustu heimsmeistaramota unglinga farið beint í atvinnu- mennsku að loknu mótinu," sagði Guðbjartur Jónsson, formaður Billjard- sambands íslands, í spjalli við Breiðsíðuna. DV-myndir Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.