Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1989, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1989, Blaðsíða 30
46 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989. Lífsstíll Franska byltingin: Konungshöiiin rue de Rivoli .Valoíssafnið Place de i'Hotei-de- Ville St-Germain Piacede •« Basille Jardin de Luxembourg rue de l'Ecole de Módícine ruede ^ Cordelliers DVJRl Franska byltingin áriö 1789 olli straumhvörfum í sögu Evrópu. Þeg- ar hún braust út var Frakkland eitt voldugasta ríki Evrópu og átti bylt- ingin eftir að hafa stórfelld áhrif í ■’^gjörvallri álfunni. Þaö veröur mikið um að vera í París næstu vikurnar í tilefni bylt- ingarafmælisins, má þar nefna leik- sýningar, myndlistarsýningar, skrúðgöngur og fleira. Langur aðdragandi Franska byltingin átti sér langan aðdraganda, stjórn landsins hafði verið í upplausn næstu árin á undan, almenningur var kúgaður og skatt- píndur en forréttindastéttir landsins mökuðu krókinn. Komið hafði verið á stéttaþingum en þau voru meira og minna óstarfhæf vegna deilna um . hvernig þau ættu aö vinna. Þann 12. júh 1789 brutust út miklar róstur i París þegar almenningur braust inn hjá vopnasmiðum og í vopnaverslanir. í Hotel des Invalides og í öðrum hernaðarstofnunum náðu margir sér í byssur sem þeir notuöu til að gera árás á aðalvirkið, Bastill- una. Fall hennar þann 14. júlí var tákn þess að konungseinveldið væri fallið. 14. júlí byltingin var bylting borgarastéttarinnar og hún var sam- vinna borgara, alþýðu, handverks- manna, smákaupmanna og verka- ' rnanna. Það var þátttaka lágstéttanna sem vakti mesta eftirtekt í frönsku bylt- ingunni. Því þaö var langt þvi frá að litið væri á það sem sjálfsagðan hlut að alþýðan blandaði sér í deilur heldri manna. Aðalástæða þess að alþýðan gerði uppreisn var sú að sumarið 1789 hafði orðið uppskeru- brestur, í kjölfarið fylgdu miklar hækkanir á korni, sem leiddu til sölutregðu og atvinnuleysis í vefja- iðnaði og afleiðingin var að lágstétt- irnar sultu. Eiffelturninn >aldargamall Fyrsti stóri hátíðardagurinn verð- ur 17. júní en þá verður fagnað aldar- afmæli Eiffeltumsins. Af því tilefni verður turninn lýstur upp með geysiöflugum ljósabúnaði, boðiö verður upp á mikilfenglega flugelda- sýnigu ásamt ýmsum öðrum uppá- komum. Þar á meðal mun gestum gefast færi á að bragða á 25 metra hárri afmælisköku sem 100 bakarar hafa bakað. Þann sama dag verða og 100 ára afmæli Eiffelturnsins verður fagnað á þjóðhátiðardegi Islendinga. miklar sirkusýningar í Palais de Chaillot og Camps de Mars. í gervi frægra manna Þann 25. júní, verður farin skrúð- ganga frá Bastillunni til Place de la Concorde. Fyrir göngunni fer 2.500 manna hópur sem klæðist sams kon- ar búningum og menn klæddust á ári byltingarinnar og má í þeim hóp sjá menn í gervi ýmissa frægustu leiðtoga byltingarinnar. Auk þess munu kórar og hljómsveitir taka þátt í göngunni. Banda- ríkjanna minnst Þann 8. júlí verður minnst sjálf- stæðisbaráttu Bandaríkjanna og bar- áttu Frakka fyrir auknu lýðræði. Fyrri hluta dags munu bandarískar háskólahljómsveitir leika í almenn- ingsgörðum í nágrenni Palais de Chaillot. Síðdegis gengur 51 banda- rísk hljómsveit frá Hotel de Ville til Palais de Chaillot. Um kvöldið leikur hljómsveitin American Waterways Orchestra á pramma sem bundinn verður við Quai de l’Hotel de Ville. Forseti franska lýðveldisins mun vígja nýtt óperuhús þann 13. júlí, Opéra del la Bastille. Það sama kvöld verður mikiö um að vera því á torg- inu við Bastilluna, Place de la Bast- ille, verður stiginn dans við undirleik margra heimsþekktra hljómsveita fram eftir kvöldi. Þjóðhátíðardagurinn 14. júlí er þjóðhátíðardagur Frakka, Bastilludagurinn. Að venju verður skrúöganga hersins þennan dag og munu hermenn marsera nið- ur Champs Elysées að viðstöddum öllum helstu ráðamönnum þjóðar- innar. Tískuhönnuðurinn Jean-Paul Goude vill ekki láta sitt eftir liggja til að gera þjóðhátíðardaginn sem eftirminnilegastan en hann mun standa fyrir skrúðgöngu frá Porte Maillot til Concordetorgsins um kvöldið. Alls munu um níu þúsund manns taka þátt í skrúðgöngunni í litfögrum klæðnaði, auk trumbu- slagara og fánabera. 15. júlí mun þessum þriggja daga hátíðahöldum svo ljúka með flug- eldasýningu við Eiffelturninn. Mannréttindayfir- lýsingin 25. og 26. ágúst verður haldið upp á 200 ára afmæli mannréttindayfir- Ferðir lýsingarinnar. Mannréttindayfirlýs- ingin er frægasta afsprengi frönsku byltingarinnar. Réttindayfirlýsingin lýsti samfélagi sem í væru einstakl- ingar og ríki sem þeir ættu milliliða- lausa aðild að. í mannréttindayfir- lýsingunni var meðal annars kveðið á um að engan mætti ákæra, hand- taka eða fangelsa nema samkvæmt ákvæðum gildandi laga. Einnig segir að engin samtök og enginn einstakl- ingur geti beitt valdi nema hann hafi hlotið umboð þjóðarinnar til að beita því. Fyrri hátíðardaginn munu dans- og söngflokkar frá Fílabeinsströnd- inni, Indlandi, Kína, Brasilíu, Perú og víðar að úr veröldinni dansa niður Champs Elysées. Dagskráin hefst kl. 21 og stendur til kl. 24. Síðari hátíðisdaginn hyggst línu- dansarinn Philippe Petis ganga þvert yfir Signu á línu sem strengd verður milli annarrar hæðar Eiffelturnsins og Trocadero en það er um 700 metra leið. Þegar Philippe verður kominn á leiðarenda hefjast miklir djass- og rokktónleikar þar sem margar heimskunnar hljómsveitir munu skemmta. Margt fleira verður að gerast í Par- ís í tilefni afmælisins. Fyrir þá sem sækja París heim í sumar verður hægt að kaupa sérstakan bækling þar sem hægt verður sjá hvað ber hæstáhverjumtíma. -J.Mar Veðrið í útlöndum HITASTIG ( GRÁÐUM Byggt á veðurfréttum Veðurstofu Islands kl. 12 á A kureyri 8° Ewíöjba j Reykjavík 8° Þórshöf n 8C Bergen g- /ý Z* Glasgow16° Osló17°^P London 18 ^ ^ Hamborg 26° Amsterdam18° Berlín25 poríci7°^r^ Frankfurt 26 Har.sl/ * \ Luxemborg 24° 0Vín2O° Madrid 16° Bamelopa^ AlgáTve 19° £ Helsinki 22° mur 22° Feneyjar 24 Mal orca 21 aga Heiðskirt Norður r Ameríka Lóttskýjað ] Hálfskýjað / yr Montreal Skýjaö / V Alskýja Los Angeles 14° ?\V Chicagó16° 9 New York19° Orlando 24° Rigning Sj Skúrir V Snjókoma pj Þrumuveður _ Þoka Æ m i á % i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.