Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1989, Blaðsíða 26
42 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989. Knattspyma unglinga Stjörnustrákarnir unnu Faxamótiö í keppni A-liða 6. flokks. Sæmundur Friðjónsson í marki, Sveinn Magnússon, Heiðar Sumarliðason, Ólafur Gunnarsson, Hilmar Sveinsson, Ottó Sigurðsson, Veigar Gunnarsson, Magnús Heimis- son, Bernharður Guðmundsson. Þjálfari strákanna er Jóhann Ragnarsson og honum til aðstoðar er Hálfdán Þor- steinsson. DV-mynd Hson Yalur Reykjavíkur- meistari í 2. fl. karla 2. flokkur karla A: Fylkir-Valur 0-2 Fram-Valur 0-2 Fram-KR 3-2 Valur-Víkingur 3-2 Leiknir-Fram 1-3 Leiknir-Fylkir 1-3 Valur-KR 3-0 Leiknir-Valur 0-4 Fylkir-KR 3-1 Víkingur-Fylkir 1-1 Valsmenn hafa unnið aila leiki sína í mótinu og eru þegar orðnir Reykja- víkurmeistarar. 2. flokkur B: Fram-Víkingur 9-1 Aðeins þessi tvö félög senda B-lið. Þau leika heima og heiman. ÍR-ingar drógu lið sitt úr keppni A-liöa. 3. flokkur A: KR-Valur 4-0 Þróttur-Leiknir 7-1 ÍR-Fylkir 0-3 Fram-Víkingur 2-0 ÍR-Valur 5-2 Fjölnir-KR 1-17 Valur-Þróttur 9-0 Leiknir-ÍR 0-8 Fylkir-Fram 1-0 Þróttur-Fíölnir 9-0 Fram-Leiknir 17-0 Víkingur-Fylkir 0-3 Valur-Fram 1-3 KR-Þróttur 8-0 Leiknir-Víkingur 0-8 Fjölnir-ÍR 0-21 Mörk ÍR: Kjartan Kjartansson 6, Baldur Jónsson 5, Arnar Þór Valsson 4 og Bragi Fjalldal, Óli Sigwjónsson, Amar Jóhannsson, Þórarinn Engil- bertsson, Helgi Hannesson og Sævar Davíðsson, allir 1 mark hver. Góður dómari leiksins var Jakob Haralds- son, Víkveija. Víkingur-Valur 3-4 Leikurinn var bæði fjörugur og spennandi þrátt fyrir leiðinlegt veð- ur. Mörk Vals: Sigurjón Hákonarson, Gísli Einarsson, Friðrik Jónsson og drengjalandsliösmaðurinn Dagur Sigurðsson. Mörk Víkings: Guð- mundur Ámason 1 og hinn harð- snúni framherji Víkinga, Helgi Sig- urðsson, 2 mörk. Staðan í hálfleik var 3-2 fyrir Val. Dómgæslan var í góð- um höndum Eyjólfs Ólafssonar. Fylkir-Leiknir 23-0 Þróttur-ÍR 0-5 KR-Fram 5-2 Fylkir-Fjölnir 21-0 Víkingur-KR 0-3 ÍR-Fram 0-3 KR-ingar era taplausir og standa best að vígi. Ármenningar hættir þátttöku. 3. flokkur B: Fylkir-Fram 4-0 Víkingur gaf leik gegn Fram. KR-Fram 2-1 4. flokkur A: Valur-KR 1-1 Leiknir-Þróttur 1-2 Fylkir-ÍR 3-6 Víkingur-Fram 3-0 KR-Fjölnir 12-0 ' Þróttur-Valur 0-20 ÍR-Leiknir 6-1 Fram-Fylkir 4-1 Fjölnir7Þróttur 13-3 Valur-ÍR 14-0 Leiknir-Fram 1-5 Fylkir-Víkingur 1-7 Þróttur-KR 0-17 Fram-Valur 0-9 ÍR-Fjölnir 5-1 Fjölnir-Fram 1-9 KR-ÍR 12-1 Leiknir-Fylkir 3-2 Víkingur-Fjölnir 4-0 Fram-KR 0-3 ÍR-Þróttur 10-1 Fylkir-Valur 0-9 Fjölnir-Fylkir 0-8 Þróttur-Fram 0-11 Valur-Leiknir 11-0 Leiknir-Fjölnir 2-3 Fjölnir hefur komið verulega á óvart í 4. flokki. Þetta er annar sigur Fiölnis í mótinu. Mörk Fjölnis: Har- aldur Þórðarson, langskot utan víta- teigs, Þorsteinn Sigurvinsson og Fjölnir Sverrisson. Mörk Leiknis: Vignir Sverrisson og Birgir Ólafsson. Dómaratríó Leiknis var skipað þeim Jóhanni Gunnarssyni, Helga Agn- arssyni, sem dæmdi að þessu sinni, og Gísla Þorsteinssyni. Strákamir, sem em í 2. flokki félagsins, skiluðu hlutverki sínu með miklum ágætum. Víkingur-Þróttur 11-0 Fram-ÍR 2-2 Valur og KR hafa jafnmörg stig en yalur betra markahlutfall. Ármenningar hættir. Dómaramál Leiknis til fyrirmyndar Athygli hefur vakið góð frammi- staða Leiknis varðandi dómgæslu því í hveijum heimaleik teflir Leikn- ir fram dómaratríói og allir eru í dómarabúningum sem er afar sjald- séð í yngri flokkum, nema þá helst í úrslitakeppni íslandsmótsins. Leikn- ir hefur 17 virka dómara og geri aðr- ir betur. „Það hefur aldrei þurft að fresta leik hér hjá okkur," var við- kvæðið hjá forráðamönnum félags- ins. Leiknir hefur svo sannarlega skotið hinum gömlu og rótgrónu fé- lögum í Reykjavík ref fyrir rass í þessum efnum. 4. flokkur B: Víkingur-Fram 6-4 Valur-KR 6-2 Valur-ÍR (ÍR gaí) KR-ÍR 21-0 Fylkir hættir. 5. flokkur A: KR-Valur 7-8 Þróttur-Leiknir 4-3 ÍR-Fylkir 3-1 Fram-Víkingur 6-3 Fjölnir-KR 0-11 Valur-Þróttur 4-2 Leiknir-ÍR 0-7 Fylkir-Fram 1-5 Fram-Leiknir 4-2 KR-Þróttur 10-0 ÍR-Valur 6-1 Víkingur-Fylkir 4-2 Fiölnir-ÍR 0-11 Leiknir-Víkingur 6-3 ÍR-KR 4-2 Víkingur-Valur 2-5 Fjölnir-Víkingur 1-2 KR-Fram 6-0 Þróttur-ÍR 0-8 Leiknir-Valur 2-3 5. flokkur B: KR-Valur 5-2 Þróttur-Leiknir 3-6 ÍR-Fylkir 5-0 Fram-Víkingur 9-4 Fiölnir-KR 0-16 Valur-Þróttur 11-1 Leiknir-ÍR 2^1 Fylkir-Fram 0-4 Fram-Leiknir 3-4 KR-Þróttur 7-2 ÍR-Valur 1-8 Víkingur-Fylkir 3-4 Fjölnir-ÍR 0-29 Leiknir-Víkingur 0-2 ÍR-KR 2-7 Víkingur-Valur 0-11 Fjölnir-Víkingur 1-2 KR-Fram 6-2 Þróttur-ÍR 6-2 Leiknir-Valur 0-7 Athyglisverð breyting er gerð hvað stigagjöf áhrærir í 5. flokki því A- liðin fá 3 stig fyrir unninn leik og 1 fyrir jafntefli. B-Uð fær, eins og áður, 2 stig fyrir unninn leik. Stig beggja liða em síðan lögð saman eins og um eitt lið væri að ræða. Fróðlegt verður að fylgjast með hvemig þessi tilraun tekst. ÍR stendur best að vígi, hefur tapað 4 stigum, Valur 5 og KR 6. 2. flokkur kvenna: KR-Valur 2-2 Valur-KR 1-4 KR-ingar Reykjavíkurmeistarar. 3. flokkur kvenna: KR-Valur 0-2 Valur-KR 2-0 Valur Reykjavíkurmeistari. Aðeins þessi tvö félög senda lið til þátttöku í þessum flokkum. Leikið erheimaogheiman. Hson DV 2. flokkur kvenna: KR-stúlkumar meistarar - unnu Val á útivelli 4-1 KR-stúlkumar í 2. flokki tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitil þegar þær unnu Val 1-4 á Valsvelli s.l. fóstudag. Leikurinn var þó nokkuð spennandi framan af og skoruðu Valsstúlkumar fyrsta mark leiksins. En þegar leið á leikinn þá kom styrk- ur KR-liðsins í ljós og áttu Valsstúlk- umar ekkert svar við ákveðnum leik vesturbæjarliðsins. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir var í miklum ham og gerði tvö mörk KR-liðsins, og Snjó- laug Birgisdóttir og Helga Brynjólfs- dóttir 1 mark hvor. Mark Vals gerði Berglind Jónsdóttir. í fyrri leik lið- anna voru Valsstúlkumar mun ákveðnari, en sá leikur fór fram á KR-velli og endaði 2-2. Það em bara þessi tvö hð sem spila í 2. flokki og er leikið heima og heim- an. Myndir af Reykjavíkurmeistur- um í kvennaflokkunum verður að bíða betri tíma. Umsjón Halldór Halldórsson Valsstúlkurnar Reykjavíkur- meistarar í 3. flokki Sömu félög áttust við í 3. flokki og fór sá leikur einnig fram á Valsvell- inum. Valur hafði þó nokkra yfir- burði og hirtu stelpurnar bæði stigin í 2-0 sigri- í fyrri leik liðanna á KR- velli sigraði Valur einnig og með sömu markatölu. Mörk Vals i báðum leikjanna gerðu þær stöllur og Krist- björg H. Ingadóttir 2, (dóttir Inga Bjöms Albertssonar), Hjördís Sím- onardóttir og Helga Rut. Einungis þessi tvö hð keppa í þessum flokki. Hson. KR-stúlkurnar urðu Reykjavíkurmeistarar í 2. flokki og hér eru tvær þræl- góðar úr því ágæta félagi. Til vinstri er Guðrún Jóna Kristjáns dótt ir sem gerði 2 marka KR gegn Val á Valsvelli og Snjólaug Birgisdóttir, sem gerði 1. En Helga Brynjólfsdóttir gerðu og 1 mark. DV-mynd: Hson. Dáglegar æfingar skaða ekki unglinginn Nú, þegar knattspymukeppni er að færast í fullan gang, er vert að reyna fjalla örlítið um hið vanda- sama starf sem felst í því að vera þjálfari í unglingaflokki: Hann verður að stjórna sínu htla sam- félagi af sanngirni og réttsýni. Allir leikmenn eiga að vera jafnréttháir hvað varðar athygli hans og á æf- ingum ber honum því skýlaus skylda að sinna öllum. Þarfir leik- manna em afar misjafnar og því mikhvægt að skipulag við æfmgar sé í góðu lagi, annars er eins víst að allt fari úr böndunum. Allt tiltal þjálfara til leikmanna verður að hitta í mark. Eitt lítið orö talaö af óvarkámi getur dregið stóran dilk á eftir sér og getur þjálf- ari þá lent í miklum ógöngum. Það er því alltaf skynsamlegt að hinkra ögn viö áður en svarað er erfiðum spurningum einstakra meðlima í áheym hópsins. Að gera lítið úr einhveijum í áheym félaga er ekki happasæl aðferð, þó svo að þaö geti skapað kátínu meðal sumra sem telja sig ef til vih fastamenn í liðinu. Krakkar em ákaflega opnir fyrir öhu því sem þjálfari leggur á borð fyrir þá og finni þeir að þeir eigi vin þar sem hann er þá er mikið unnið. Svo er það náttúrlega hæfni hans sem leiðbeinanda sem ræður hvemig til tekst með framhaldið. Eitt er víst að þaö er með ólíkindum hvað börn geta bætt við getu sína ef þjálfari leggur sig vel fram og hvetur börnin á jákvæðan hátt. En þá er miðað við að æfingar séu á hverjum rúmhelgum degi og eiga að miðast við að bæta hæfni (bolta- æfingar). Slíkur fjöldi æfinga skað- ar á engan hátt börnin því ef þau væm ekki á æfingunni væru þau bara í fótbolta á skólalóðinni í stað- inn. í grundvallaratriðum verður barnið að eiga þjálfarann sem trún- aðarvin og sé hann traustsins verð- ur er hann nánast kóngur í ríki sínu. Og umfram allt verða börnin að finna fyrir vendi vinar ef hann þarf að setja ofan í við þau. Þjálfari er uppalandi og takist honum vel við ungmennin hefur hann unnið gott starf og skilað af sér góðum þjóðfélagsþegnum því knattspymuflokkur er í raun eins og lítið þjóðfélag með öllum'þeim skyldum sem því fylgir, boðum og bönnum. Hson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.