Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1989, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989. 17 Nýjar plötur Roxette dúettiiin Með eitt og annað að láni Roxette dúettinum hefur oftar en einu sinni verið líkt við hljómsveit- ina ABBA. Báðar sveitimar eru frá Svíþjóð pg báðar flytja þær dægur- tónlist. Ég heyri satt að segja ekki mikið fleira í fljótu bragði sem rétt- lætir samanburð. Til dæmis hefur Roxette strax slegið í gegn í Banda- ríkjunum. ABBA vegnaði þar alla tíð fremur illa. Aðalvígstöðvar Agnethu, Björns, Benny6 og Fridu voru Evr- ópa, Ástralía og Japan. Þar af leið- andi er kannski ekkert undarlegt að þeim Per Gessle og Marie Fredriks- son sé spáð bjartri framtíð. Bara ef þau væm nú dáhtið frumlegri en á nýju plötunni sinni, Look Sharp. Meira að segja nafnið hefur verið notað. Fyrsta plata Joe Jacksons hét einnig Look Sharp. Aðallag plötunn- ar, The Look, byrjar með sama gít- arfrasa og Last Train to Clarksville með Monkees og víða í laginu skín Children of the Revolution eftir Marc Bolan í gegn. Annie Lennox, söng- kona Eurythmics, virðist vera í tals- verðu uppáhaldi hjá Marie Fredriks- son. Að minnsta kosti hefur hún fengið allnokkuð af stíl hinnar ensku stéttarsystur sinnar lánað. Og þann- ig mætti lengi telja. Nú skal það fús- lega viðurkennt að margt af því lista- poppi, sem hellist yfir okkur, er langt frá því að vera frumlegt. Og allmörg lög plötunnar Look Sharp virðast einmitt hafa verið sett saman til að ná árangri á þeim vígstöðvum. Þau eru svo sem hvorki betri né verri en annað listapopp. The Look hefur þeg- ar náð toppnum í Bandaríkjunum og nokkur önnur virðast líkleg til að geta klifrað upp á við. Mér finnst bara svo skratti ódýrt að fá lánaða lagabút frá einum, útsetningu frá öðrum og söngstíl frá hinum þriðja og hrista svo allt saman í eitt áferðar- fallegt hanastél. En slikt skilar eflaust dágóðum summum inn á bankareikninginn. Ef metnaðurinn nær ekki lengra þá er ósköp fátt við slíkuaðgera. ÁT. Eric Clapton - Homeboy: Gítaræfingar Eric Clapton hefur nú bæst við í þann hóp poppstjama sem hafa farið að semja tónlist fyrir kvikmynd og tekst honum bara nokkuð vel upp. Hann heldur sig á þeim slóðum þar sem hann þekkir sig best, blúsinum. Kvikmyndin sem Clapton hefur sam- ið tónlist við er Homeboy sem fjallar um hnefaleikara, sigra og töp, jafnt í hringnum sem í lífinu. Það er Mic- key Rourke er leikur hnefaleikar- ann. Það má skipta tónhstinni á plöt- unni í tvennt. Lög sem Clapton hefur samið og leikur hann þau nánast einn og svo eldri lög sem fylgja með, lög sem flest eru blúsættuð. Þegar hlustað er á frumsmíðar Claptons þá má segja að hann feti í fótspor margra annarra og byggir aha tónhstina í kringum fá stef og spinnur svo út frá þeim. Þetta gerir hann snihdarlega enda enginn við- vaningur á gítar. Þó verður að segjast eins og er að þegar eingöngu er hlustað á tónhst- ina þá verður gitarleikur hans nokk- uð langdreginn. Tilbreytingin kemur aðeins fram þegar hann spinnur út frá gamla slagaranum Dixie, sem fær þarna nýja yfirhalningu á sama hátt og Jimi Hendrix gerði við bandaríska þjóðsönginn forðum daga. Eins og búast má við eru bestu stef- in þar sem blúsinn nýtur sín. Þar er Clapton á heimaslóðum og kann greinilega best við sig. Eldri lög plötunnar og þau einu sem eru sungin, eru betri eftir því sem þau eru eldri og er þar sérlega skemmtileg útgáfa af þekktum blús Pretty baby í flutningi J.B. Hutto & The New Hawks. Það hafa margar poppstjörnur reynt fyrir sér að semja fyrir kvik- myndir en fáar hafa náð árangri. Mark Knopfler er kannski sá sem mesta viðurkenningu hefur fengið og þykir gott efni í kvikmyndatón- skáld. Nafn hans kemur upp í huga manns vegna þess að sumt af því sem Clapton er að' gera minnir á kvik- myndatónhst Knopflers. Sérstaklega er það titillag kvikmyndarinnar Homeboy sem minnir á stef eftir KnofQer úr kvikmyndinni Cal, stef sem mikið hefur verið leikið. Homeboy er nauðsynleg plata í plötusafn aðdáenda Claptons þótt tónhstin sé alls ekki það besta sem Clapton hefur gert. Að hiýða á Clap- ton á Homeboy er eins og að fá að vera þess aðnjótandi að hlusta á hannæfasig. -HK SVISSNESKA. HEILSUPANNAN BETHPÍNNA Leíðbeíníngar og uppskriftír á íslensku. Pantið núna. Kr. 2.990,- Póstverslunin Príma Bankastræti, sími 21556. Pöntunarsími 62-35-35. Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00. osa/áslA Keflavík - Amsterdam - NEW YORK Auðvelt og þœgllegt með Arnarflugi og KLM ■ Kynntu þér sérfargjöldin okkar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.