Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1989, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1989, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989. Fréttir Lán ríkissjóðs til ársins 2016: 137 milljóna tap á ári vegna lélegra vaxtakjara Á árinu 2016 mun ríkissjóður ís- lands greiða upp skuldabréf sem gef- in voru út í fjármálaráðherratíð Ragnars Amalds árið 1981. Á þessum 35 ára lánstíma má reikna með að vaxtagreiðslur af þessum bréfum verði nærri 18 miUjörðum. Þar sem skuldabréfin bera fasta vexti, sem reynst hafa afskaplega óhagkvæmir, má reikna með að ríkissjóður greiði hátt í 4,8 milljörðum meira í vexti af þessum lánum en hann annars hefði gert. Það jafngildir þvi að um 137 milljónir fari á árin hverju í umframvexti af þessu láni langt fram á næstu öld. Það var árið 1981 sem ríkissjóður - ríkissjóður greiði sexfalda lánsupphæðina 1 vexti gaf út skuldabréfað andvirði 30 millj- ónir punda. Það jafngildir um 3 millj- örðum á núvirði miðað við hækkun lánskjaravísitölu frá 1981. Þessi hréf bera fasta 14,5 prósent vexti. Lánið var til 35 ára. Það er afborgunarlaust og greiðist að fullu upp á árinu 2016. Það voru bresku lífeyrissjóðirnir sem keyptu þessi bréf. Þegar skuldabréfin voru gefin út árið 1981 voru vextir af lánum í pund- um í sögulegu hámarki. Svokallaðir Ubor-vextir (lágvextir á millibanka- lánum sem vaxtakjör taka mið af) voru þá 13,9 prósent í Bretlandi. Vextir á íslensku skuldabréfunum voru því um 0,6 prósent yfir libor- vöxtum. Stuttu eftir að skuldabréfin voru gefin út lækkuðu vextir í Brtelandi. Síðan þá hafa libor-vextir verið á bil- inu 9,1 til 12,1 prósent aö meðaltali á hveiju ári. Vextir á íslensku skulda- bréfunum hafa því verið allt að 5,4 prósent hærri en libor-vextir. Til samanburðar má geta þess að rúm- lega 5 milljarða lán, sem ríkissjóður tók fyrr í vor, ber 0,15 prósent vexti umfram libor-vexti. Þetta eru þau kjör sem ríkissjóður íslands á alla- jafnan aðgang aö. Ef skuldabréfin frá 1981 hefðu verið með breytilegum vöxtum, sem væru 0,15 prósent yfir libor-kjörum, hefðu afborganir af þeim orðið miklu létt- ari en þær hafa verið. Árið 1983 greiddi ríkissjóður þannig um 630 milljónir á núvirði í vexti af skulda- bréfunum en heföi greitt um 433 milljónir ef þau hefðu veriö á sams konar kjörum og lánið frá í vor. Mis- munurinn er 197 mfiljónir króna. Frá árinu 1982 hefur ríkissjóður greitt um 3.594 mUljónir í vexti af þessum skuldabréftun. Ef þau hefðu borið 0,15 prósent breytilega vexti umfram Ubor-kjör hefðu þessar vaxtagreiðslur orðið 2.637 milljónir. Mismunurinn er 957 milljónir eða 137 milljónir að meðaltali á hverju ári. Miðað við þróun á gengi íslensku krónunnar og breska pundsins frá því skuldabréfin voru gefin út má reikna með því að árið 2016 hafi ríkis- sjóður íslands greitt 17.970 milljónir á núvirði í vexti af þessu láni. Það er sexfold sú upphæö sem tekin var að láni. Ef reiknað er með því að vaxtaþró- un verði svipuð til ársins 2016 og hefur verið frá því lánið var tekið ' má áætla aö vaxtagreiöslumar yrðu um 13.185 milljónir af sams konar láni sem bæri 0,15 prósent vexti umfram libor-kjör. Það er um 4.785 milljónum minna en vaxtagreiðsl- urnar af skuldabréfunum verða. -gse Leiötogahmduriiin í Brussel: Afvopnun á höfunum ekki í lokaályktun Ljóst er að íslendingum tekst ekki að koma neinu um afvopnun á höf- unum inn í lokaályktun leiðtoga- fundar Atlantshafsbandalagsins. Á laugardaginn, eða fyrir leiðtogafund- inn sjálfan, dró íslenska sendinefnd- in til baka tillögu sína þar að lútandi eftir að hafa kynnt hana fyrir fulltrú- um hinna þjóðanna. Mun enda aldrei hafa verið ætlunin að reyna að fá tillöguna samþykkta. Að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra er hann ánægöur með að íslendingar skyldu ná að sýna þó þetta frumkvæði um af- vopnun á höfunum. Taldi Ólafur Ragnar mikilvægt fyrir okkur aö þessi boðskapur hefði verið fluttur úti í Brussel því meginlandsþjóðim- ar hefðu hingað til lítt sinnt afvopn- un á höfunum. -SMJ Islenska sendinefndin i Brussel. Fremst eru þeir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. Fyrir aft- an sitja þeir Jón Sveinsson, aöstoðarmaður forsætisráðherra, Gunnar Páls- son, starfsmaður utanríkisráðuneytisins, Einar Benediktsson sendiherra og Jóhann Einvarðsson, formaður utanrikismálanefndar Alþingis. Símamynd Reuter Bóndi fargaði 400 flár vegna riöu: Bréf yfirdýralæknis eftir verfall sagði féð heilbrígt Valdimar Eiríksson, bóndi að Vallamesi í Skagafirði, varð fyrir heldur óskemmtilegri reynsJu eftír að verkfalli BHMR lauk. Þannig var aö eitt riðutilfelli fannst á bæn- um hjá Valdimar í verkfallinu. Var ekki um annað að ræða en aö farga hátt í 400 fjár. Sýni hafði hins vegar verið sent tíl greiningar hjá settum yfirdýralækni sem haíöi undan- þágu til slfkra starfa í verkfaliinu. Þegar bóndi er að ná sér eftir að hafa urðaö féð berst honum bréf frá yfirdýralækni þar sem tilkynnt er að greining sýna hafi ekki leitt neina riðu í ijós. Var heilbrigðu fé þá fargað? „Þetta var afar óþægilegt og kom illa við mann. Ég hafði séð á eftir fénu rétt fyrir sauðburð og fæ síðan tilkynningu um að allt hafi verið í lagi. Mér og héraösdýralækninum fannst þetta nú eitthvað einkenni- legt. Við nánari eftirgrennslan kom síöan í fjós að um mistök hjá emb- ætti yfirdýralæknis var að ræða. Þetta bréf var ætlað öðrum bæ í sveitinni en var sent mér í mis- gripum. Þetta er nvjög klaufalegt og gerir málið óneitanlega tor- kennilegt í margra augum,“ sagöi Valdimar viö DV. -hlh Boraarar í viðræðu við ríkisstjórn? „Það er alveg ljóst að þegar þrír haröir hægrimenn hverfa úr Borg- araflokknum verða ýmis vinstri og miðjusjónarmið meira áberandi. Sú hugmynd, að ræða aftur viö Borgaraflokkinn, er í sjálfu sér ágæt - góðir liðsmenn eru alltaf velkomnir og þar að auki hafa ýmsir í Borgaraflokknum þegar veitt ríkisstjóminni gott liösinni," sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra þegar hann var spurður út í þá hugmynd Jóns Sig- urðssonar viðskiptaráðherra að hefia aftur viðræður við Borgara- flokkinn í sumar. Ólafur Ragnar sagði að þetta mál hefði ekki borið á góma í ríkis- stjóminni en þar eð Jón Sigurðsson væri hugmyndaríkur stjómmála- maður væri þetta vissulega hug- mynd til að velta fyrir sér. -SMJ A mynd lögreglunnar, sem tekin var áður en billinn var fjarlægður, sést að billinn er talsvert inni á veginum og því ekki rétt að hann hafi verið allur utan malbiks. Lögreglan segir ökumanninn segja ósatt: Bíllinn var ekki allur utan malbiks Lögreglan í Reykjavík segir að Franklín Friðleifsson, sem rætt var við í DV í gær, segi ósatt þegar hann heldur því fram að hann hafi skilið bíl sinn eftír utan vegar eftir að hann bilaði skammt frá Gullinbrú laust eftir miðnætti aðfaranótt síðastliðins sunnudags. í DV í gær sagði Franklín að hann hefði lagt bílnum, eftir að hann bil- aöi og Franklín varð að yfirgefa hann, vel utan við malbikið. Eins sagði Franklín að bíllinn hefði verið fjarlægður að beiðni lögreglu um klukkan fjögur aðfaranótt sunnu- dagsins. Lögreglan segir þetta hvort tveggja vera rangt. Hún segir aö bíllinn hafi verið að hluta inni á veginum og leggur fram ljósmynd sem sannar að svo var. Eins segir í lögregluskýrslu að bíllinn hafi ekki verið fjarlægður fyrr en klukkan 14.45 á sunnudag. í lögregluskýrslunni segir meðal ann- ars: „Staða bifreiðarinnar olli truflun og hættu fyrir önnur ökutæki sem ekiö var um Gullinbrú. Eftir aö við höfðum veitt stöðu bifreiðarinnar athygli biðum við í um 20 til 25 mín- útur áður en nokkuð var aðhafst." í umferðarlögimum er tekið ótví- rætt fram hver er skylda þess sem verður að yfirgefa bifreið sína. Þar segir að ekki megi stöðva ökutæki eða leggja þvi á þeim stað eða þannig að valdið geti hættu eða óþarfa óþæg- indum fyrir umferðina. íbúi í Grafarvogi hafði samband við DV og sagðist hafa verið undrandi á að sjá hvernig bifreiðinni var lagt og að hann hefði nær orðið fyrir um- ferðaróhappi vegna þess. Lögreglumaður, sem DV ræddi við í gær, sagði að þaö ætti að taka mál sem þetta fóstum tökum. Nýlegt banaslys, sem varð í Kópavogi, sýnir að aldrei er of varlega farið. -sme Egils Gull innkallaður Ölgerö Egils Skallagrímssonar hef- ur innkallað allar birgðir, um 12 bretti, í verslunum ÁTVR af bjómum Egils Gulh vegna þess að upp hafa komið tilfelli af skýjuðum bjór, bjór sem ekki er fyllilega tær. „Þetta hefur aðeins komið fram í takmörkuðum fjölda dósa en hvorki í flöskum né barkútum. Ástæða þessa óhapps er bilun í segulloka sem stýrir kolsýrublæstri á yfirborð bjórsins í dósinni í sama mund og lokið er sett á. í þau skipti sem seg- ullokinn brást komst súrefni í dósina en með tímanum veldur það útfell- ingu á eggjahvituefni í bjómum og hann verður skýjaður," segir Lárus Berg, framkvæmdastjóri Egils Skal- lagrímssonar. „Ég vil taka þaö fram að bjórinn verður aldrei hættulegur heilsu manna við svona slys sem er það versta sem fyrir framleiðanda getur komið. Sem betur fer hafa viðskipta- vinirnir skilið að um slys er að ræða og hafa því verið jákvæðir vegna þessa máls,“ segir Lárus. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.