Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1989, Qupperneq 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989.
Fréttir
Sandkom dv
Styttist í komu páfa:
Búast má við þúsundum
messugesta við Landakot
Það styttist óðum í komu Jóhann-
esar Páls II. páfa hingað til lands.
Er undirbúningur fyrir komuna á
fullu. Við Landakotstúnið er að rísa
stór og mikill altarispallur þar sem
páfi mun messa á sunnudagsmorg-
un. Verður sú messa hápunktur
heimsóknar páfa hingað til lands.
Eins og DV hefur skýrt frá munu 50
börn ganga til altaris í fyrsta skipti.
Sú altarisganga jafnast á við ferm-
ingu í lúterskum sið ásamt seinni
altarisgöngu um 13-14 ára aldur sem
staðfestir fermingarheit það sem gef-
ið er í þeirri fyrri.
Á altarispallinum verða auk páfa 3
kardínálar, 6 biskupar, 11 kórdreng-
ir, 10 prestar og nokkrir íslenskir
karlmenn úr íslenska söfnuðinum
sem verða til að aðstoða páfa við út-
deilingu altarissakramentisins.
Svæðið framan viö altarispallinn
hefur verið skipulagt og reitað.
Svæðið næst pallinum er ætlað ka-
þólskum messugestum. Verða gestir
með sérstök barmmerki sem vísa
þeim í sérstakan reit innan svæðis-
ins. Þeir sem taka á móti altaris-
sakramenti fá það borið niður til sín.
Verður því útdeilt í hópnum svo ekki
þurfl að ganga upp og taka á móti
þvi. Gert er ráð fyrir að flestir messu-
gestir standi en uppi við pallinn verð-
ur takmarkaður fjöldi sæta fyrir
aldrað fólk og þá sem eiga erfitt með
að standa. Austan við pallinn verður
sérstakt svæði fyrir fjölmiðlafólk,
um 200 talsins.
Sérstaklega merktir verðir munu
aöstoða fólk og halda uppi reglu
ásamt lögregluþjónum. Snyrting
verður í Landakotskirkju. Fyrir-
hugað er að koma upp aðstöðu fyrir
upplýsingar og vegna barna er gætu
orðið viðskila við foreldra sína.
Bílaumferð verður takmörkuð um
nærliggjandi götur. Þannig verða
Hávallagata og Ægisgata lokaðar,
einnig fyrir gangandi umferð. Er
fólki bent á að koma tímanlega og
vera vel klætt þar sem það má búast
við að dvelja á túninu í þrjá tíma.
Þessum upplýsingum er beint til
kaþólskra í dreifibréfi frá móttöku-
nefnd kaþólska safnaðarins. í ka-
þólska söfnuðinum hér á landi er um
2300 manns. Um 2500 manns hafa
boðað komu sína af Keflavíkurflug-
velli þannig að um fimm þúsund
kaþólikkar verða við messu páfa.
Ekki er vitað hve margir koma er-
lendis frá. Þaö má reikna með að
þúsundir annarra gesta muni leggja
leið sína á Landakotstúnið til að vera
við messu páfa, sérstaklega ef veður
veröur gott. -hlh
Kortið sýnir svæðið þar sem útimessa páfa fer fram við Landakotstúnið á
sunnudagsmorgun. Búast má við þúsundum messugesta, sérstaklega ef
veðrið veröur gott. Kaþólskir messugestir verða um fimm þúsund, þar af
helmingur frá Keflavíkurflugvelli.
Ýmis tilbrigði
við Dennagraut
Uppskrifta-
samkeppniDV,
sembyggðcrá
hrísgrjónarétt-
um.hefurstað-
iðyflrínokk-
urn tíma. Úr-
slitaerað
væntafljótlega.
iMðliel'urvakið
atliygli þcirra
semviðkeppn-
ina vinna hversu margir réttir eru
nefndir í höfuðið á forsætisráðherr-
anumpkkar, Steingrími Hermanns-
syni. ÁstaPuna vita eflaust allir.
Hér eru nöfli á nokkrum réttanna:
Sparigrautur Denna, Hrísgrjón að
hæíti Denna, Sparigrautur Stein-
grhns, HrísgrjónaðhættiSteingríms,
EftirlætiDenna, Steingrímsgrautur
ogsvoframvegis.
Denni í
uppskriftunum
Steingríms er
ofí getið i upp-
skriftum þeiira
réttasemsend-
irvoruíkeppn-
inaenvoru
ekkinefndin
höfuðiðáhon-
um. Þaöer
greinilegtaö
Stemgiimurer
ofarlegaíhuga
fólksins í landinu þegar þaö hugar
að hrísgrjónum. Látum á nokkur
dæmi þar sem Steingríms er getiö:
Takið3bollaafSteingrímsgraut. . .,
notið 2 bolla af soönum graut að
hættiDenna . . .
Þetta er svona undan og ofan af því
sem kom af rúmlega þrj ú hundruð
uppskriftum sem sendar voru í upp-
skriftasamkeppnina.
Símahleranir erlendis:
Eiturlyfjamálin fyrirferðarmest
Eins og kom fram í svari dóms-
málaráðherra á Alþingi fyrir stuttu,
viö fyrirspum Kristínar Halldórs-
dóttur, hafa símahleranir færst í vöxt
á síðustu árum. Þá kom einnig fram
að réttur þolenda símahlerana er
mjög litill enda ekki kveðið á í lögum
um aö það þurfi aö gera þeim grein
fyrir að hlerað hafi verið.
DV kannaöi hvemig þessum mál-
um er háttað í Noregi og Danmörku.
Það kom í ljós að í Noregi er bannað
með lögum aö hlera síma. Hins vegar
em til sérlög sem heimila símahler-
un en þau þarf að endumýja með
jöfnu millibni.
Ef lögreglan í Noregi hlerar síma
verður hún að fara til saksóknara
og gefa skýrslu um máliö. Þetta verð-
ur hún að gera eftir hvert tilvik.
Þá er einnig starfandi nefnd sem
fer vandlega ofan í þær símahleranir
sem lögreglan framkvæmir. Þessi
nefnd gerir ekki boö á undan sér
þegar hún ætlar að kanna mál.
í Noregi má rekja uppruna síma-
hlerana til tveggja málaflokka. Ann-
ars vegar em eiturlyfjamál og hins
vegar eru njósnamál. Það er aðallega
herinn sem sér um njósnirnar en þó
mun lögreglan einnig taka eitthvað
á þeim málum.
Samkvæmt dönskum lögum ber
lögreglunni skylda til að biðja um
leyfi fyrir símahlerun hjá dómsmála-
ráðuneytinu. Em þau leyfi nánast
alltaf veitt nánast umsvifalaust. Auk
þess er vitað að danska leyniþjónust-
an hlerar síma eins og henni sýnist
og nýtir lögreglan sér það til að
lauma inn sínum málum. Lögreglan
er þó aðallega að hlera síma í tengsl-
um við eiturlyfjamálum.
Þá komust hleranir í Danmörku í
sviðsljósið fyrr í vetur þegar formað-
ur danska kommúnistaflokksins
kom fram í fjölmiðlum og sagði að
símahleranir væru ótrúlega algeng-
ar. Hélt hann því fram um leið að
hans sími hefði verið hleraöur.
-SMJ/BEE/GH
Yfir 100 tonna spennir, sem fara á í hið nýja yfirbyggða tengivirki Lands-
virkjunar við Straumsvik, var hífður upp úr Jökulfelli þar sem það lá við
Holtabakka í Reykjavík á fimmtudagskvöld. Spennirinn mun vera þyngsta
stykki sem hift hefur verið úr skipi á íslandi. Kraninn, 300 tonna beljaki,
virtist ekki eiga í erfiðleikum með verkið. Spennirinn var síöan settur á
sérstakan vagn og fluttur að tengivirkinu í fyrradag. Mun hann vonandi
koma i veg fyrir rafmagnsleysi eins og hrjáði mestallt landið einn sunnudag-
inn í vetur. DV-mynd KAE
Flugleiöir:
Vikulegar fraktferðir
hefjast í september
Flugleiðir munu taka upp vikuleg-
ar vöruflutningaferðir milli íslands
og Bandaríkjanna og íslands og Evr-
ópu í septembermánuði næstkom-
andi. Ætlun félagsins er að nota til
ferða þessara leiguflugvélar með
burðargetu nálægt fjörutíu tonnum.
Er búist við að flogiö verði milh
Keflavíkur og New York en áfanga-
staður í Evrópu hefur ekki veriö
ákveðinn.
Aö sögn talsmanna Flugleiða hefur
orðið vart nokkurra efasemda um
vöruflutningagetu Flugleiða eftir til-
komu nýrra flugvélategunda. Nýju
Boeing 737-400 þotumar, sem verða
á Evrópuleiðum félagsins, bera
nokkru minna í lestum en Boeing
727-200 þotur félagsins. Þá bera Bo-
eing 757 þoturnar, sem verða notaðar
í Bandaríkjaflug félagsins, mun
minna í lestum en DC8 þoturnar sem
nú eru notaðar.
Segja talsmenn Flugleiða að flutn-
ingageta félagsins verði þó óbreytt á
þessum leiðum því feröir verði fleiri
á viku hverri með nýju vélunum.
Þörfum þeirra sem þurfa aö flytja
mikið af vörum milli Islands og ann-
arra landa - þar á meðal fiskútflytj-
enda og grænmetisinnflytjenda -
verður síöan að hluta mætt með til-
komu þessa nýja vikulega vöruflutn-
ingaflugs sem ætlunin er að halda
úti allt árið þótt flutningaþörfin
minnki alltaf verulega yfir sumar-
tímann.
HV
Sparisjóður Rauðasandshrepps:
Málflutningur hefst á morgun
Adólf Adólfsson, bæjarfógeti í Bol-
ungarvík og setudómari í máli
ákæruvaldsins gegn Valdimar Öss-
urarsyni, fyrrverandi sparisjóðs-
stjóra í Sparisjóöi Rauðasands-
hrepps, segir að málflutningur í mál-
inu hefjist á morgun og stefnt sé að
því að ljúka honum á morgun eöa
næstu daga.
Að sögn Adólfs er dóms í málinu
aö vænta seint í júnímánuði næst-
komandi ef allt gengur eins og að er
stefnt.
Vilí Páll
ekki kortið?
Nýjuveður-
kortin, sem
veðurfræðing-
amirerumeði
Sjónvarpinu,
þykjámjögfali-
eg.Veður-
fréttasjúkir
raennhafaveitt
hvíathygliað
einnelstiog
.vjuuwuM. wvu.. w-v.mguriim, I ali
Bergþórsson, hefur ekki tekið nýju
kortin í sína þjónustu og notast enn
við gömlu gerðina. Þessir sömu veð-
uráhugamenn hafa spurt sig hverju
þetta sæti - hvort það geti verið að
Páll sé svona íhaldssamur - eða hvort
hann hafi bara verið óheppinn og
tæknin brugðist 1 þau skipti sem
hann hefur verið með veðurfrétthn-
ar frá því verkfalli lauk. En nýju
kortin voru einmitt hönnuð á meðan
veðurfræðingar voru í hinu langa
verkfalh.
Gróa kemur
víðavið
Gróa á Loiti ;
erímiklustuði
þessadagana.
Daglegaheyr-
astnýjarsögur
um hveijireru
ígæsluvarð-
haldivegna
rannsóknara
kókaínmálinu. ;
Þarerutil-
neflidirinargirkunnir menn. Sög-
umar eiga það allar sameiginlegt að
vera ósannar. Ekki em síðri sögurn-
ar um h veijir Flórídafaramir eru -
það er mennirnir t veir sem fóm
staurblankir en með allar gerðir
greiöslukorta í mikla iystireisu til
Flórída. Svo langt hefur Gróa bless-
unin komist með sögur sínar að tveir
Selfyssingar sáu sig tilneydda til aö
gefa út yflrlýsingu. Yfirlýsingin birt-
ist í blaðinu Dagskránni á Selfossi.
Þar sagði meðal annars að undirrit-
aðir hefðu aldrei (því miður) til
Fiórída koraiö og aö auki hefðu við-
komandi menn aldrei hafl greiðslu-
kort. Undir yfirlýsinguna skrifa Stef-
án B. Guðjónsson og Sigfinnur Þ.
Lúðvíksson. Gróa verður því aö finna
sér aðra menn en þessa tvo Selfýss-
inga.
Umsjón: Sigurjón Egilsson
, -sme