Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1989, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989.
7
DV
Mistök ríkisstofiiana í tölvumálum:
Viðskipti
200 milljóna klúður
Bjami Júlíusson, sem situr í ráö-
gjafanefnd ríkisins um upplýsingar
og tölvumál á vegum fjárlaga- og
hagsýslustofnunar, fullyröir aö
veruleg mistök hafi átt sér staö hjá
ríkisstofnunum í tölvumálum. Telur
hann aö heildarkostnaður vegna
þessara mistaka nemi vel á annað
hundrað milljónum króna á ári. Eina
ástæðu þessara mistaka telur Bjarni
vera skort á heiðarlegri ráðgjöf.
Skipt um allt
hjá Húsnæðisstofnun
„Ég get nefnt dæmi um kaup stofn-
unar á tölvu þar sem verkið var mjög
vanmetið. Keypt var vitlaus stærð
og tegund og þurfti eftir smátíma að
fá aðra tegund, aðra stærð og nýjan
hugbúnað þrátt fyrir að búið væri
að eyða milljónum króna í verkið,“
segir Bjarni.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 14-16 Vb,Sp
Sparireikningar
3jamán.uppsögn 14-18 Vb
6mán.uppsögn 15-20 Vb
12mán. uppsögn 16-16,5 Ab
18mán. uppsögn 32 Ib
Tékkareikningar, alm. 3-9 Sp
Sértékkareikningar 4-16 Vb.Ab,-
Innlán verðtryggö
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6mán. uppsögn 2-3 Allir
nema Úb
Innlánmeð sérkjörum 27-35 Ab
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 8,25-9 Ab
Sterlingspund 11,5-12 Sb.Ab
Vestur-þýsk mörk 5,25-5 Sb
Danskarkrónur 7,5-8 Ib.Bb,-
ÚTLÁNSVEXTIR (%) Sp lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 28-30,5 Lb.Úb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 27,5-33 Lb
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(vfirdr.) 31,5-35 Lb
Utlán verötryggö
Skuldabréf 7,25-9,25 Lb.Bb
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 27,5-33 Lb.Úb
SDR' 10-10,25 Allir
Bandaríkjadalir 11,25-11,5 nema Úb Allir
Sterlingspund 14,5 nema Úb Ailir
Vestur-þýsk mork 8,25-8,5 Úb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 38,4
MEÐALVEXTIR
Cverðtr. mai 89 27,6
Verðtr. maí 89 7.9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala maí 2433 stig
Byggingavísitalamaí 445stig
Byggingavísitala maí 139 stig
Húsaleiguvisitala 1,25% hækkun 1. april
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 3,855
Einingabréf 2 2,144
Einingabréf 3 2,534
Skammtimabréf 1,329
Lífeyrisbréf 1,938
Gengisbréf 1,730
Kjarabréf 3,844
Markbréf 2,044
Tekjubréf 1,704
Skyndibréf 1,169
Fjölþjóðabréf 1.268
Sjóðsbréf 1 1,854
Sjóðsbréf 2 1,526
Sjóðsbréf 3 1,312
Sjóðsbréf 4 1,092
Vaxtasjóðsbréf 1,3112
HLUTABRÉF
Soluvérð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 278 kr.
Eimskip 348 kr.
Flugleiðir 171 kr.
Hampiðjan 154 kr.
Hlutabréfasjóöur 127 kr.
Iðnaðarbankinn 156 kr.
Skagstrendingur hf. 200 kr.
Útvegsbankinn hf. 135 kr.
Verslunarbankinn 143 kr.
Tollvörugeymslan hf 106 kr.
Bjarni Júlíusson, (ramkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Tölvumynda og nefndarmaður í ráðgjaí anefnd rikis-
Jns um tölvumál. Hann telur að mistök ríkisstofnana i tölvumálum hafi kostað vel á annað hundrað milljónir króna.
DV-mynd Brynjar Gauti
- Hvaða stófnun er þetta?
„Þetta er Húsnæðisstofnun.“
Lánasjóðsmálið
Að sögn Bjarna kom ráðgjafanefnd
ríkisins um tölvumál inn í tölvukaup
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
sem varð til þess að stofnunin breytti
um vinnubrögð og hætt var við að
gera fastan samning viö ákveðið
tölvufyrirtæki. Þess í stað voru
fengnir tölvuráðgjafar sem varð til
þess að stofnunin bauð verkið út.
Samningar tókust um tölvukaup og
hljóðuðu þeir upp á um 80 prósent
af kostnaðaráætlun.
Þess má geta að í Lánasjóösmálinu
gerðist það að annað tölvufyrirtæki
en það sem upphaflega átti að semja
við hreppti hnossið þegar verkið var
boðið út.
Tölvumál Ríkisútvarpsins
Um síðastliðna páska óskaði Ríkis-
endurskoöun eftir því við tölvu-
nefndina að hún gerði úttekt á tölvu-
málum Ríkisútvarpsins. „Sú úttekt
er ekki alveg búin en niðurstöðurnar
hggja í meginatriðum fyrir. Ég vil
ekki tjá mig um þær að ööru leyti
en þvi að þarna hefði mátt standa
verulega betur að málum."
Vantar heiðarlega ráðgjöf
- En hvað er til ráða hjá ríkisstofn-
unum, sem og raunar öðrum fyrir-
tækjum í tölvumálum?
„Það sem vantar ekki hvað síst er
heiðarleg ráðgjöf. Menn vita um
dæmi þess að fyrirtæki hafi fengið
til sín tölvuráögjafa sem hefur ráð-
lagt kaup á ákveðinni gerö og stærð
tölvu og þegið samhliða fyrir þaö
laun hjá tölvusalanum. Fyrirtækið,
sem fékk tölvuráðgjöfma, hafði ekki
hugmynd um að svona væri í pottinn
búið.“
Endurskoðendur annist
ráðgjöf
Bjarni bendir á að í Bandaríkjun-
um komi stóru endurskoðunarfyrir-
taekin mun meira inn í tölvuráðgjöf.
„Ég tel rétt að við íslendingar spyrj-
um okkur að því hvort þaö sé ekki
heppilegasta aðferðin í tölvuráðgjöf
að endurskoðunarskrifstofur komi
sér upp sérstökum tölvudeildum, að
hætti erlendra endurskoðunarstofa,
sem annist tölvuráðgjöf. Þar með
væru mjög hæfir ráðgjafar, sem
væru lausir við hagsmunatengsl,
fengnir til starfans."
Á milli 3 og 4 þúsund einmenn-
ingstölvur eru nú í eigu ríkisins og
segir Bjarni að það sé komið í ljós
að um 80 prósent þeirra séu mest
notaöar við ritvinnslu. „Sú spurning
hlýtur að vakna hvort ekki sé um
of dýrar ritvélar að ræða og að nýta
megi tölvurnar betur.“
Skipting kostnaðarins
viðtölvukaup
Loks segir Bjarni að skipting
kostnaöarins við tölvukaup sé önnur
en margir halda. „Það sýnir sig er-
lendis að sjálf tölvukaupin og hug-
búnaðurinn eru rúmlega þriðjungur
af heildartölvukostnaðinum, miöað
við fimm ár, sem ég tel að sé mjög
raunhæft tímabil að skoða. Aöal-
kostnaðurinn liggur hins vegar í efni,
aðstöðu, menntun starfsmanna og
viðhaldi vélbúnaðar og hugbúnaðar.
Þetta eru tölur sem eru þekktar er-
lendis. Það er athyghsvert að lang-
stærstur hluti þessa kostnaðar verð-
ur til hér innanlands,“ segir Bjarni
Júhusson.
Tryggingaeftirlitið:
Fórna ekki eignarrétti sínum í
Brunabót og Samvinnutryggingum
Erlendur Lárusson, framkvæmda-
stjóri Tryggingaeftirlitsins, segir að
það sé ekki rétt, sem haft hafi verið
eftir Inga R. Helgasyni, stjórnar-
formanni Vátryggingafélags íslands
hf. í DV á dögunum, að þeir sem
hætti aö tryggja hjá Brunabótafélag-
inu eða Samvinnutryggingum fórni
þar með rétti sínum til eignaraðild-
ar. Tryggingaeftirlitið telur mjög
mikilvægt að þetta komi skýrt fram
enda séu mikhr hagsmunir í húfi.
Erlendur segir ennfremur að skilja
hafi mátt umrædda grein um trygg-
ingafélögin, þar sem rætt var við
Inga R. Helgason, svo að eignaraðild-
in að tryggingafélögunum tveimur
fahi alveg niöur eða að þau eigi sig
sjálf ef þá nokkur verður eigandi.
„í lögum um vátryggingarstarf-
semi, nr. 50 frá 1978, eru ákvæði um
gagnkvæm vátryggingarfélög og um
hlutverk og skyldur Tryggingaeftir-
litsins þegar stofnar vátrygginga eru
yfirfærðir milh félaga. Eitt meginat-
riðið í því sambandi er að Trygginga-
eftirhtinu ber að sjá th þess að hags-
munir og réttur vátryggingartaka
skerðist ekki við yfirfærsluna.
Aö þvi leiðir að ekki yrði mælt með
yfirfærslu stofna frá gagnkvæmu
vátryggingarfélagi nema eignar-
aðildin væri áfram tryggð með sama
hætti og áður og fleirí atriði komi þar
til áhta,“ segir Erlendur Lárusson.
„Því var stofnendum Vátrygginga-
félags íslands hf. bent á að í stofn-
samningi félagsins yrði að vera
ákvæði sem meðal annars tryggðu
áfram eignaraðild vátryggingartaka
Samvinnutrygginga og Brunabótafé-
lags íslands, svo og þeirra sem síöar
kynnu að vátryggja hjá hinu nýja
félagi,“segirErlendur. -JGH
Sölumiðstöð hraðfiystihúsanna:
Miklu meira selt en í fyrra
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum
og við-skiptaskuldabréfum, útgefnum af
þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnu-
banki kaupa viðskiptavíxla gegn 31%
ársvöxtum og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Áb = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkaö-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
Ótrúleg söluaukning varð hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
fyrstu fjóra mánuði ársins. Útflutn-
ingurinn jókst um 87 prósent að
magni til og um 78 prósent að verð-
mæti sé miðað við sama tíma í fyrra.
Þetta kemur fram í nýjasta hefti
fréttabréfs Sölumiðstöðvarinnar.
Umtalsverð aukning hefur orðið á
öllum mörkuðum en þó langmest í
Sovétríkjunum þar-sem aukningin
er yfir þijú þúsund prósent í magni
og lítið minni sé miðað viö verð-
mæti. Einnig vegur sala á loðnu og
loðnuhrognum til Asíu þungt í þess-
ari mynd.
Útflutningur til Sovétríkjanna var
um 200 tonn fyrstu fjóra mánuði árs-
ins í fyrra á móti um 6400 tonnum á
vsama tíma í ár. Til Japans var flutt
út fyrir um 550 milljónir króna en
hhðstæð tala í fyrra var um 303 mihj-
ónir króna. Aukningin er því um 85
prósent í verðmætum en um 11 pró-
sent í magni. Munar mest um út-
flutning á frystri loönu tfl Japans.
Th Bandaríkjanna var flutt út fyrir
1544 milljónir fyrstu fjóra mánuðina
núna á móti um 1272 mifljónum í
fyrra. Aukningin er um 5 prósent að
magni en um 21 prósent aö verðmæti.
-JGH
t