Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1989, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989.
9
pv________________________________________________________________________Útlönd
Gorbatsjov á sovéska fuUtrúaþinginu:
Kynnir framlög til varnarmála
Framlög til vamarmála í Sovét-
ríkjunum á þessu ári munu nema
77.300 milljón rúblum eða sem svarar
129.000 milljónum dollara. Þetta kom
fram í máli Mikhails Gorbatsjovs
Sovétleiðtoga á hinu nýja fulltrúa-
þingi í morgun, á fimmta starfsdegi
þingsins.
Gorbatsjov sagði að þessi upphæð,
sem er nær fjórfalt hærri en hin op-
inbera, upphæð er kom fram í fjár-
lagafrumvarpi vamarmála Sovét-
ríkjanna sem lagt var fram síðasta
haust, myndi minnka um 14 prósent
árið 1991. Sagði hann að framlög til
varnarmála yrðu skorin niður um
16,600 milijónir dollara á fjárhagsár-
inu 1990-1991 og aö þannig myndi
losna um fjármagn til þjóðfélagslegra
umbóta.
Þetta er í fyrsta sinn sem sovésk
yfirvöld opinbera hin raunverulegu
framlög til vamarmála en vestræn
ríki hafa ætíð tahð þær tölur um
framlög til varnarmála, sem birtar
hafa verið óbreyttar frá árinu 1984,
of lágar.
Á þinginu í gær gerðust þau tíðindi
aö sovéski umbótasinninn Boris
Jeltsin hlaut kosningu í hið nýja
æösta ráð Sovétríkjanna, þing rúm-
lega 500 manna sem fara með löggjaf-
arvaldið. Síðastliðinn fostudag, þeg-
ar gengið var formlega til kosninga
til æðstaráðsins, tapaði Jeltsin kjöri,
var í tólfta sæti yfir ellefu þingsæti
Rússneska Sovétlýðveldisins í ráð-
inu. En með stuðningi Gorbatsjovs,
nýkjörins forseta Sovétríkjanna,
hlaut Jeltsin kosningu. Gorbatsjov
veitti samþykki sitt að einn kosinna
fulltrúa í ráðinu, Alexei Kazannick,
gæfi Jeltsin eftir sæti sitt og rúmlega
tvö þúsund fulltrúar á fulltrúaþing-
inu gengu síðan til atkvæða.
Ráðamenn í Sovétríkjunum vonuð-
ust til að kjör Jeltsins í æðsta ráðið
myndi lægja öldur vonbrigða í
Moskvu en um helgina fóru þúsúnd-
ir íbúa borgarinnar í kröfugöngu þar
sem því var mótmælt að margir
þekkti umbótasinnar náðu ekki
kosningu í æðsta ráðið. Kosning
Jeltsins í gær er og talin koma sér
vel fyrir Gorbatsjov sem fréttaskýr-
endur telja að hafi hlotið nokkurn
áhtshnekki um helgina vegna kjörs
í æðsta ráðið.
Jeltsin var vikið úr formannsstarfi
kommúnistaflokksins í Moskvu eftir
að hafa gagnrýnt hægagang umbóta-
stefnu Gorbatsjovs. Ibúar höfuð-
borgarinnar hafa aftur á móti gert
úr honum hetju og kusu hann með
yfirgnæfandi meirihluta sinn fuh-
trúa á hinu nýja fulltrúaþingi. En
það er æðsta ráðið sem í raun mun
fara með völdin því það hefur á sinni
könnu löggjafarvaldið.
Á fundi fulltrúaþingsins í gær var
frambjóðandi kommúnistaflokksins,
Anatoly Lukyanov, kosinn til emb-
ættis varaforseta án mótframboðs en
valdsvið hans er enn sem komið er
óljóst.
Reuter
Lýðræðisstytta hefur verið reist á Torgi hins himneska friðar í Peking. Er
hún eftirlíking af Frelsisstyttu Bandaríkjamanna. Simamynd Reuter
Hindra umferð
um lögreglustöð
Um fimm hundruð mótmælendur
í Peking hindruðu umferð inn um
hhð aðalstöðva lögreglunnar í morg-
un. Héldu mótmælendur því fram að
þrír verkamenn, sem saknað var,
hefðu verið handteknir.
Rétt áður en efnt var til þessara
aðgerða höfðu námsmenn á Torgi
hins himneska friðar reist tíu metra
háa eftirlíkingu af Frelsisstyttu
Bandaríkjamanna kínverskum leið-
togum til höfuðs.
Með því að reisa styttuna, sem er
andspænis risastórri mynd af Mao
formanni, vonuðust námsmenn til
aö blása nýju lífi í mótmælaaðgerðir
sínar. Það virtist hafa áhrif því í
morgun höíðu tuttugu þúsund
manns safnast saman á torginu til
að dást að styttunni sem köhuð er
Lýðræðisstyttan. Námsmenn hafa
einnig tilkynnt að nokkrir verka-
menn og menntamenn muni heíja
hungurverkfall á torginu í dag.
Reuter
Umbótasinninn Boris Jeltsin náði kjöri i æösta ráð Sovétríkjanna i gær eftir að einn fulltrúa þess gaf eftir sæti sitt.
Símamynd Reuter
Garðar
og
gróður II
^ FYLGIR
Á MORGUN
MEÐAL EFNIS:
Sérfræðingur leiðbcinir um val á trjáplöntum og gróð-
ursetningu.
Hvernig á að losna við mosa?
Leiðbeiníngar landslagsarkitekts um skipulag nýrra
sem rótgróínna lóða.
Garðyrkjufólk Qallar um sumarblóm - sölustaðir á
höfuðborgarsvæðínu og Hveragerði -verð gefið upp.
Hellulagningar og snjóbræðslukerfi.
Gefið verð og ýmis holl ráð varðandi sláttuvélar, einn-
ig viðgerðír, túnþökur og meðferð grasflata.
Hvernig möl og sandur passar við hibýli.