Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1989, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1989, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989. 15 Brestirnir í NATÓ Þegar Nató reynir nú aö klæðast hátíðarskrúða vegna fjörutíu ára afmælisins blasir við djúpstæðasta kreppa sem yfir þetta hernaðar- bandalag hefur gengið til þessa. Flestir fjölmiðlar hérlendis virðast raunar lítið fylgjast með þeim tíð- indum, sem eru á góðri leið með að sundra þessu „mikilvægasta bandalagi mannkynssögunnar'1, svo notuð séu orð Eyjólfs Konráðs Jónssonar. Vert er að rifja þaö upp að einn af hornsteinum í hernaðar- stefnu Nató er að gera ráð fyrir að bandalagið beiti kjamavopnum að i fyrra bragði. ísland hefur sem Nató-ríki skrifað upp á þessa stefnu sem ekkert lát er á. Evrópa má brenna! Upp er kominn mikill trúnaðar- brestur milh Bandaríkjanna ann- ars vegar og Nató-ríkjanna í Mið- Evrópu hins vegar. Kjarni deilunn- ar snýst um það hvort Bandaríkin æth að standa við svardagana um að í stríði við Sovétríkin skuh eitt yfir öh Nató-ríkin ganga: Árás úr austri verði svarað með kjarna- vopnum, ekki aðeins á orrustuvöll- unum í Mið-Evrópu heldur með því að skjóta langdrægum kjarnaflaug- um frá bandarískri gmnd á skot- mörk í Sovétríkjum og mega þá um leið búast við svari í sömu mynt. Nató og nýju fötin keisarans Hernaðarstefna Nató, sem ght hefur um árabh og gengur undir einkunnarorðunum um „sveigjan- legt svar“ (flexible response), hefur nú sýnt sig aö brjóta rækilega gegn þessum boðorðum og þurfti það svo KjaUarirm Hjörieifur Guttormsson alþingismaður sem ekki að koma neinum á óvart. Þessi stefna gengur út frá því að beitt verði að fyrrabragði skamm- drægum og meöaldrægum kjama- flaugum í bardögum í Evrópu, þ.e. sem svar við árás úr austri þar sem eingöngu væm notuð hefðbundin vopn. Þessi ljóti leikur var æfður „í þykjustunni" en þó í fúlustu alvöru í Wintex-heræfingum Nató í mars sl. í þeim æfingum rann það upp fyrir Vestur-Þjóðverjum, herstjóm þeirra og ríkisstjórn jafnt sem sfjómarandstöðu, að Bandaríkin ganga út frá því að takmarka kjam- orkuátök við Evrópu í lengstu lög en forða eigin skinni með því að grípa ekki til langdrægra kjarna- flauga sem draga heimsálfa á mhh. Hemaðarstefna bandalagsins, sem mótuð hefur verið af Bandaríkjk- unum frá upphafi og studd ein- dregnast af Bretum, var afhjúpuð frammi fyrir almenningi svo ræki- lega að „afmælisbarnið" stendur berstrípað á sviðinu líkt og keisar- inn í ævintýri H.C. Andersen. Skammdrægu flaugarnar kvika málsins Dehan um skammdrægu kjama- flaugamar eru sjálf kvika þessa máls. Vestur-Þjóðverjar, sem ekki vhja taka við nýjum skammdræg- um flaugum og krefjast samninga við Sovétríkin um fækkun þeirra sem fyrir eru, segja sem svo: Skammdrægu flaugamar og önn- ur kjamavopn þurfa aö hverfa úr Evrópu th að Nató verði trúverðugt og fái staðist th frambúðar. Aöeins þannig er hægt að sannfæra Vest- ur-Þjóðverja og önnur Nató-ríki um að Bandaríkin taki á sig sömu ábyrgð og Evrópu-ríki bandalags- ins og geri í raun ráð fyrir að tefla fram langdrægum kjarnaflaugum sínum ef til ófriðar dregur. Þannig tala leiðtogar jafnaðarmanna í Vestur-Þýskalandi sem þrengja nú mjög að Kohl kanslara. Genscher utanríkisráðherra er í fararbroddi fyrir kröfunni um að leitað verði samninga við Sovét- menn um fækkun skammdrægra flauga en Bandaríkin vhja ekki ljá máls á því. Þau óttast að síkar samningaviðræður gætu endaði í núhlausn, þ.e. upprætingu kjama- vopna í Mið-Evrópu en það þýddi endaiok herfræðikenningarinnar um „sveigjanlegt svar“. Þplir Nató siökunarstefnu? í þrætunum styðja Bandaríkja- menn afstöðu sína th skammdrægu flauganna m.a. þeim rökum að þær séu nauðsynlegar ekki síst til aö tryggja öryggi 250 þúsund bandarí- skra hermanna í Vestur-Þýska- landi. Þjóðveijar spyrja eðlhega hvort bandarísku dátunum sé vandara um en 60 mhljónum heimamanna. Sú staðreynd blasir nú við að þorri Vestur-Þjóðverja telur kjamavopn á þýskri grund mun meiri ógnun en hættuna á árás úr austri. Helsti talsmaður vestur- þýskra jafnaðarmanna í öryggis- málum, Egon Bahr, varpaði nýlega fram þeirri spurningu í blaöavið- tah hvort hkur væru á að Nató hefði vhja og getu th afvopnunar ef og þegar hernaðarógnunin úr austri væri úr sögunni. Hingað til hefði Nató aðeins sýnt sig að duga vel í að vígvæðast! Sú málamiðlun, sem nú er unniö að innan Nató til aö koma í veg fyrir að leiðtogafundur bandalags- ríkjanna í Brussel í lok maí endi í uppnámi, er ekki líkleg th að duga lengi. Til þess er skoðanaágrein- ingurinn og andstæðurnar alltof djúpstæðar. Margir rýnendur í al- þjóðamál eru famir að spá því að Vestur-Þýskaland muni draga sig út úr Nató-klúbbnum. Fyrr en var- ir geti sameining þýsku ríkjanna komist á dagskrá og sameiginleg krafa þeirra um að bægja kjarn- orkuhættunni frá eigin garði. Lærdómsríkt fyrir íslendinga Fyrir okkur íslendinga má draga margar ályktanir af því sem nú er að gerast innan Nató og staöfest var í Wintex-heræfingunum sl. vet- ur. Bandaríkin halda hér úti her- stöðvum til að veija þrönga eigin hagsmuni og halda hugsanlegum átökum sem lengst frá eigin ranni. Þeir munu flytja hingað kjarnorku- vopn þegar þeim hentar án þess að spyrja kóng né prest og beita þeim héöan með öllum þeim afleiðingum sem því fylgja fyrir íslendinga. : Eina leiðin til að bægja þessari ógn frá er að losna við herstöðvarnar og um leið úr þeim hernaðarviðjum sem við nú erum flækt í undir merkjum Nató. Hjörleifur Guttormsson „Bandaríkin halda hér úti herstöðvum til að verja þrönga eigin hagsmuni og halda hugsanlegum átökum sem lengst frá eigin ranni.“ Menntakerfi í ógöngum: Af hverju fer enginn í mál? Þjóðin öh stendur nú í ævarandi þakkarskuld við félaga Svavar menntamálaráðherra og félaga Ól- af fjármálaráðherra fyrir að hafa fært okkur endanlega sönnun þess 'að miðstýrt og ríkisstýrt mennta- kerfi íslendinga verður að víkja fyrir einkavæðingu og það sem ahra fyrst. Kennarar eru fyrstir th að finna að þetta kerfi er að hrynja vegna óstjómar. Verkfall þeirra verður að mestu skrifað á þá ástæðu að stigmagn- andi óstjórn ríkisins í menntamál- um hefur verið þvhík undanfarna tvo áratugi að nú veldur kostnaður við þetta óhagkvæma kerfi því að ekki er lengur hægt að greiða kenn- urum mannsæmandi laun. Ríkisvaldið hugðist því bjarga öhu fyrir hom með því að hrekja aha hæfa starfskrafta út úr menntakerfinu en þar sem óstjórn- in heldur áfram að stigmagnast með hveiju árinu er hér varla um kattarþvott að ræða enda munu nemendur á komandi ámm Mta með söknuði th ársins 1989 því að enn mun ástandið versna. Á menntakerfið að vera skilvirkt? Efth vih dettur einhverjum í hug að með aðgeröum sínum undan- famar vikur séu forráðamenn þjóöarinnar á sinn hátt að reyna að tryggja skilvirkni menntakerfis- ins. Almenningi er eiginlegt að líta svo á að menntakerfið eigi jafnvel að færa nemendum hámarksþekk- ingu með lágmarksáreynslu, eða í það minnsta að ríkið eigi ekki að reyna að gera nemendum erfitt fyr- ir um að afla sér þekkingar. Að minnsta kosti virðast flestir gera ráð fyrir aö menntakerfinu sé ekki ætlað að afla nemendum lágmarks- þekkingar með hámarksáreynslu. En þar með opinbera menn botn- KjaUannn Árni Thoroddsen hugbúnaðarfræðingur lausa vanþekkingu sína því að auð- vitað þarf menntakerfi landsmann- a í raun ekki að snúast um nein svo fáránleg markmið. Hefur þetta fáfróða fólk aldrei hugleitt þau yfirþyrmandi vanda- mál sem fylgja skilvirku mennta- kerfi? Hvað myndi hljótast af því th að mynda að menntakerfið gæti skilað mönnum út með sömu þekkingu með t.d. helmingi minni námstíma, í stað þess að geyma þá inni í kennslustofum um óþarfar árarað- ir? Nú, auðvitað atvinnuleysi þegar allt þetta vel menntaða fólk tæki að þyrpast út á atvinnumarkaðinn í hinu íslenska kyrrstöðuþjóðfélagi framsóknarmennsku ahra flokka. Ef menn sitja tvöfalt lengur í skóla ræna þeir ekki atvinnu frá öðrum á meðan. Lélegt mennta- kerfi getur þannig verið skilvirkt ekki síöur en byggðastefna í því að dulbúa atvinnuleysi. Gjaldþrot sósíahsmans, miðstýr- ingarinnar og byggðastefnunnar má því fela með ennþá meira gjald- þroti hins miðstýrða menntakerfis. Ekki skynsemi heldur óskynsemi Það hlýtur að læðast að manni sá grunur að slik skynsemissjónar- mið félagshyggjuaflanna búi á bak við nýlegt hrun íslenska mennta- kerfisins. Hitt virðist þó sennhegra að þetta vandamál, eins og önnur vandamál þjóðarinnar, sé að öllu leyti rekjan- legt til vanþekkingar og óstjórnar og ábyrgðarleysis stjómvalda. Einnig er athyghsvert það sjónar- mið margra að kennarar eigi að bera ábyrgð á stjórn menntakerfis landsmanna en það er misskhning- ur þótt hitt sé réft að þeir hafa þurft að taka að sér stóran hluta af stjórn þess vegna hæfnisskorts þar th kjörinna stjórnvalda. En í raun bera kennarar ekki meiri ábyrgð á menntakerfmu en götusóparar eða fiskvinnslufólk, enda hafa þeir ekki úrshtavald um ákvarðanir í menntamálum. Eru vörubhstjórar ábyrgir fyrir vega- kerfi landsmanna? Það þýðir því ekkert fyrir ráð- herra að reyna að varpa ábyrgð af afleiðingum verkfallsins yfir á kennara því að það er ábyrgðar- leysi af stjórnvöldum að láta verk- fallsrétt gilda um kennarastarfið. Og ekki má gleyma því að þessum verkfahsrétti er þannig fyrir komið hjá kennuram að þeir nánast verða að nota hann árlega. Þar er einnig um að kenna vanþekkingu og ábyrgðarleysi stjórnvalda. Það er ekki síður ótrúlegt ábyrgð- arleysi af hálfu stjórnvalda að ætla að ýta öllu hæfu fólki út úr kenn- arastétt með lúsarlaunastefnu en ef th vhl er eðlhegt að skórinn sé látinn kreppa einhvers staðar aö þegar fjármála- og byggðastefnu- óstjórn stjórnvalda á framsóknar- áratugunum hefur eytt öllu sem landsmenn afla og munu afla um áratugaskeið. Skaðabótamál við ríkið? Ef einkaskólar skiluðu slíkri þjónustu, sem hið opinbera virðist gera, hlytu aö kvikna ótal skaða- bótamál vegna ofgreiddra skóla- gjalda og tapaðs vinnutíma þegar menn missa ár úr námi. Hvers vegna hefur engum nem- anda dottið í hug að hefja skaða- bótamál við ríkið? Jú, menn vita sem er að ríkis- valdið þykist aldrei bera neina ábyrgð og skaðabótamál yrðu hleg- in út úr dómssölum landsins. En mér er spurn, hefur ríkisvald- ið ekki tekið við skattpeningum okkar og ber því ekki skylda þar með th að veita okkur menntun með eðlilegum tímatakmörkunum á því hvenær hún sé veitt? Hefur þetta siðlausa óg sphlta kerfi engar skyldur? Hafa þeir nemendur, sem settust í nám í haust, ekki í raun fengið loforð um að fá að þreyta próf að vori? Skilja núverandi ráöherrar ekki slík sjónarmið eða kæra þeir sig kollótta? Halda þeir að það sé nem- enda að taka afleiðingum af ábyrgðarleysi og vitrænu gjald- þroti stjórnvalda og þakka grát- klökkir fyrir? Einkavæðing strax Þessi uppákoma öll sýnir okkur endanlega fram á hversu fráleitt j það er að ætla ríkisvaldinu að j halda uppi menntakerfi lands: manna. Hvaða annað hlutverk geta j menn nefnt sem hið opinbera hefur getaö gegnt án þess að það hafi kostað þrefalt og veitt samt lélega þjónustu. Reyndar læðist aö manni sá grunur aö þrátt fyrir fagurlegar yfirlýsingar í lagabálkum um menntamál sé hinu miðstýrða menntakerfi ekki ætlað að tryggja neina þjónustu aðra en barnagæslu og jafnlélega menntun öllum til handa. Atburðarás undanfarinna mán- aða kallar á yfirlýsingar frá þeim j félögum Svavari og Ólafi um hvort framtíðarætlun hins opinbera sé að veita ekki aðeins lélega mennt- un heldur alls enga (þá fyrst næðist | verulegur árangur í baráttu við i atvinnuleysisvofuna). Eigi menntakerfið að gegna öðru hlutverki en barnagæslu í framtíð- inni er bersýnilega nauðsynlegt að j ná því undan óstjórnarhrammi manna eins og Svavars og Ólafs. Það verður ekki gert til lang- ] frama nema með einkavæðingu. Ég mun veija fáeinum greinum í viðbót til að fjalla um af hverju slík einkavæðing sé augljóslega skyn- samlegri kostur en þessi hruna- dans miðstýringarinnar, sem landsmenn hafa verið nauðugir vitni að á undaníornum áratugum. Árni Thoroddsen „Gjaldþrot sósíalismans, miðstýringar- innar og byggðastefnunnar má því fela með ennþá meira gjaldþroti hins mið- stýrða menntakerfis.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.