Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1989, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989.
25
Fréttir
Stærsta loð-
dýrabú lands-
ins gjaldþrota
- skuldir Pólarpels á Dalvík um 190 miUjónir króna
Geir A. Guösteinsson, DV, Dalvik:
Stærsta loödýrabú landsins, Pól-
arpels að Böggvisstöðum á Dalvík,
var lýst gjaldþrota sl. miðvikudag en
skuldir búsins munu vera um 190
milljónir króna. Pólarpels er eitt af
þremur minkabúum sem fyrst voru
sett á stofn árið 1971, þegar minka-
rækt var leyfð á ný hér á landi.
Búið hefur haft greiðslustöðvun
undanfarna mánuði en talsverðar
þreifingar hafa fariö fram, m.a. hefur
verið skoðaður sá möguleiki að
stærstu kröfuhafarnir, sem eru
Landsbanki íslands, Byggðastofnun,
Framkvæmdasjóður og Fóðurstöðin
á Dalvík, breyttu kröfum sínum í
hlutafé. Það hefur þó greinilega ekki
þótt fýsilegur kostur.
Sl. haust var allur refastofninn á
Pólarpels pelsaður (slátrað) en tals-
vert sett á af minkum. Áætlað sölu-
verðmæti skinna þeirra er um 60
milljónir króna í haust. Þó ber þess
að geta að nokkurt verðfall varð á
minkaskinnum á síðasta skinnaupp-
boði í Kaupmannahöfn.
Refabúið af Böggvisstöðum.
Menntamálaráðherra, bæjarstjóri, Bera Nordal og gestir skoða málverkin
frá Listasafninu. DV-mynd Sigrún
M-hátíð á Austurlandi:
Glæsileg menningarveisla
Sigrún Björgvinsdóttir, Egflsstööum:
Lokið er fyrsta hluta menningar-
hátíðar á Austurlandi, þeim hluta
sem fram fór í tali og tónum, en sýn-
ingar munu standa enn um sinn.
Hátíðin stóð í þrjá daga á Egilsstöð-
um 19.-21. maí. Viðbrögð fólks hafa
verið á einn veg, sannkölluð menn-
ingarveisla, glæsileg hátíð. En mikið
er eftir enn. Öll stærri þorp og bæir
á Austurlandi munu halda sína hátíð
nú í sumar og hringnum lokað með
hátíð á Skriðuklaustri 20. ágúst.
Menntamálaráöherra, Svavar
Gestsson, setti hátiðina í íþróttahús-
inu og opnaði um leið sýningu þar á
málverkum frá Listasafni íslands
sem síðar fer um Austurland. Þá var
ljóðakvöld, flutt ljóð austfirskra höf-
una. Á laugardag var opnuð í FeUa-
skóla samsýning austfirskra hsta-
manna og hátíðardagskrá var í Vala-
skjálf. Um kvöldiö var þar sýning á
vegum Þjóðleikhússins.
21. maí var opnuð sýning í Minja-
safni Austurlands sem verður opin í
sumar, nemendur EgUsstaðaskóla
sýndu PUt og stúlku í leikstjóm
Kristrúnar Jónsdóttur og um kvöldiö
var dagskrá í tilefni af 100 ára af-
mæh Gunnars Gunnarssonar. Að-
sókn var með ágætum aUs staðar og
munu gestir að auglýstum dagskrám
hafa orðið um 2000. Sigurður Símon-
arson, bæjarstjóri á Egilsstöðum og
formaður M-hátiðarnefndar, var
mjög ánægður með hve vel tókst tU.
Hafnarstjóm Sauöárkróks lítt hrifin af hafhaáætlim 1989-1992:
■ ■
Ongþveiti ef hafna-
áætlun gengur eftir
Þórhallur Asmundssan, DV, Sauðárkróki:
Hafnarstjóm Sauðárkróks er ekki
hrifin af hafnaáætlun fyrir árið
1989-1992 sem nú Uggur fyrir Al-
þingi. Á fundi nýlega samþykkti
nefndin áskorun tU þingmanna kjör-
dæmisins, hafnaráðs, Hafnamála-
stofnunar og samgönguráðuneytis
um að gera nauðsynlegar breytingar
á áætluninni þannig aö Sauðár-
krókshöfn geti þjónað því lágmarks-
hlutverki sem henni er æUað.
í bókun hafnarstjórnar er bent á
að í framkvæmdaáætlun, sem send
var Hafnamálastofnun fyrir réttu
ári, var tUgreindur fyrsti áfangi stál-
þils á norðurgarði. í framvarpinu er
þessi framkvæmd feUd út. Svo virðist
sem ekki hafi tekist aö koma stjórn-
völdum í skilning um hversu brýnar
framkvæmdir við Sauðárkrókshöfn
era. Framkvæmdir era engar við
höfnina á þessu ári en farið var fram
á tæpar 30 miUjónir sem hlut ríkisins
í heildarframkvæmdum að upphæð
tæpar 35 miUjónir. Áætlun fyrir
næsta ár gerir ráð fyrir 18,4 miUjón-
um úr ríkissjóði sem hvergi nálgast
þær þarfir sem bráðnauðsynlegt er
að leysa við Sauðárkrókshöfn.
Skipakomur síðasta ár voru um 600
og einn togari hefur bæst í skipaflota
Skagfirðinga, svo og stórt rækjuskip.
Þá mun og koma nýr bátur tU Sauð-
árkróks í sumar. Fyrirsjáanlegt sé
að öngþveiti skapist við Sauðár-
krókshöfn á næstu árum miðað við
þær framkvæmdir sem ríkið ætlar
sér að fjármagna.
DV-mynd Ægir
Skólakrakkarnir 44 við listaverk sitt á gafli skólans.
Búðahreppur:
Vinabæjatengsl við Gravelines
Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfiröi:
Búðahreppur og GraveUnes í
Frakklandi era að stofna til form-
legra vinabæjatengsla og í tUefni
þess era 14 nemendur 8. bekkjar
Grunnskóla Fáskrúðsflarðar nú í
GraveUnes ásamt kennara sínum og
fararstjóra, Gunnari Þ. Halldórssyni.
Með í forinni eru einnig oddviti og
sveitarstjóri ásamt hreppsnefndar-
manni og eiginkonur tveggja hrepps-
nefndarmanna.
Nemendur 8. bekkjar söfnuðu fyrir
ferð sinni með ýmsu móti, m.a.
blómasölu og rekstri sjoppu í æsku-
lýðsheimiUnu. Nýstárlegast í fjáröfl-
uninni var að þau söfnuðu áheitum
meðai fyrirtækja og bæjarbúa tU að
mála stórt Ustaverk á austurgafl
skólans. Á þann hátt söfnuðust á
annað hundrað þúsund krónur sem
þau notuðu tU greiðslu á ferðinni til
Frakklands. Þess má geta að þau
fengu aðstoð kennara viö að mála
Ustaverkið sem prýðir skólann.