Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1989, Qupperneq 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989.
Sviðsljós
Ólyginn
sagöi...
Bill Cosby
- er ekki bara fyrirmyndarfaðir
á skjánum og heimavið. Hann er
líka fyrirmyndarfullorðinn og
gefur gott fordæmi á götum úti.
Hann var nýlega á ferð í vand-
ræðahverfi í New York og rakst
þá á tvo pilta sem voru í áflogum.
Cosby reyndi að stilla til friðar.
Annar strákurinn hótaði þá að
drepa hann ef hann hundskaðist
ekki í burtu. En hann hvikaði
hvergi og fékk pUtana að lokum
til aö sættast.
Angela
Visser
- nýkjörin ungfrú alheimur,
sagði opinberlega bless við kær-
astann sinn stuttu eftir að úrsUtin
voru kunn í síðustu viku í Mex-
íkó. „Ég vU ekki að neitt trufli líf
mitt núna og ég ætla að leggja
mig fram við skyldustörfm og
þegar ég hitti George Bush og
Margaret Thatcher," sagði húh.
HoUenski kærastinn hennar, sem
hafði fylgst með keppninni ásamt
foreldrum hennar, sagði við fjöl-
miðla aö hann hefði engar
áhyggjur af uppsögninni. Parið
ræddi máUn kvöldið fyrir keppn-
ina og komst að því samkomulagi
að sambandið yrði aðeins „síma-
samband". Angela segist munu
sakna stráksins. En framinn
gengur fyrir. Samt sem áður stað-
festir Angela að hún sé ekki feg-
urst kvenna í heiminum. Ungfrú
alheimur fékk um 15 mUljónir
króna fyrir titilinn.
Mike
Tyson
- var nýlega útnefndur heiðurs-
doktor við háskóla einn í Ohio.
Þetta þungavigtartröU sagði við
þaö tækifæri að þessi heiður væri
hápunktur í sínu lífi. Ekki að
undra að maðurinn sé kátur,
segja þeir sem best tU þekkja.
Mike Tyson lauk nefnUega aldrei
neinum skóla og segja sumir að
hcrnn sé vart læs eða skrifandi.
Helgi Pétursson varð fertugur á sunnudaginn:
„Gaman þegar
minnstvar á
Helga verka-
lýðsleiðtoga"
Um 150 manns komu í Félags-
heimUi Kópavogs þar sem Helgi Pét-
ursson, dagskrárgerðarmaður hjá
Stöð 2 og tónhstarmaður, hélt Upp á
fertugsafmæli sitt. Auk skyldmenna
afmæhsbamsins komu margir sam-
starfsmenn hans úr röðum blaða- og
fréttamanna, auk margra tónhstar-
manna og spilafélaga.
Helgi sagði í samtaU við DV í gær
að þeir félagamir úr Ríótríóinu hefðu
tekið lagið í veislunni og margar
ræður verið fluttar. Aðspurður um
hvort einhver sérstök ræða hefði
snortið hjartaræturnar sagði hann:
„Já, mér fannst gaman að því þegar
hlutverk mitt sem verkalýðsleiðtoga
var rakið í einni ræðunni. Ég er
nefnilega annar tveggja stofnenda
Félags fréttamanna - hinn aðUinn er
Ólafur Sigurðsson, fréttamaður hjá
Sjónvarpinu. Við fengum meira að
segja 100% hækkun í einni samn-
ingalotunni á sínum tíma. Ég veit
ekki til þess að nokkur annar hafi
náð slíkum árangri," sagði Helgi
stoltur. Mörg hlý orð vom látin faUa
í veislunni í garð afmæUsbarnsins
og var mál manna að þau væru öll
tímabær. -ÓTT
Helgi afmælisbarn Pétursson og eiginkona hans, Birna Pálsdóttir, ásamt
fríðum barnahópi þeirra. F.v.: Heiða Kristín, Snorri, Pétur og Bryndís.
DV-myndir Brynjar Gauti
Helgi skálar við spilafélaga sinn úr Ríótríóinu,
Ólaf Þórðarson, sem starfar hjá tónlistardeild
Ríkisútvarpsins.
Ólafur Sigurðsson, fréttamaður hjá Sjónvarpinu,
afhendir Helga lcy-vodkaflösku í afmælisgjöf.
Helgi og Ólafur stofnuðu í sameiningu Félag
fréttamanna.
Samstarfsmaður Helga, Páll Magnússon, frétta-
stjóri hjá Stöð 2, heilsar Birnu, eiginkonu Helga.
Helgi og Páll eru báðirfyrrverandi þingfréttamenn
þar sem leiðir þeirra lágu einnig saman - Helgi
starfaði þá hjá Ríkisútvarpinu en Páll hjá Sjón-
varpinu.
Mikið vill meira. Shelly Jamison starfar
sem fréttamaður við sjónvarpsstöð í
Arizona þar þar sem hún fær talsverða
athygli. Sviðsljósið mun beinast enn
frekar að henni í júlí þegar þessi mynd
ásamt öðrum verður birt í júlíhefti Pla-
yboy, karlablaðsins víðlesna. Þá munu
enn fleiri fá tækifæri til líta hana augum
og jafnvel ráða hana í betra starf.
Madonna er orðin Ijóshærð aftur og
spurningin er hvort hún sé líka búin að
ná sér í kærasta á ný - hún er skilin
við leikarann Sean Penn. Með þessari
símamynd frá Reuter er þess hins veg-
ar ekki getið hvaða dularfulla dökka
hönd heldur um mittið á henni. Vinstra
megin á myndinni er gamanleikarinn
Sandra Bernhard. Stöllurnar komu fram
í Tónlistarakademíunni í Brooklyn í síð-
ustu viku þar sem haldin var skemmtun
til stuðnings málefninu: gegn frum-
skógaeyðingu.
Kirkjubæjarklaustur:
Glæsi-
veisla
nemenda
Valgeir Ingi Ólafsson, DV, Klaustri:
Sá siður hefur haldist hér í Kirkjubæjar-
skóla um nokkurra ára skeiö að nemendur
9. bekkjar bjóða foreldrum sínum og kennur-
um í veislu í skólanum einhvern síðasta dag
skólans. í ár var veislan haldin 5. mai. Þar
voru á boðstólum hinir girnilegustu réttir sem
þeir höíðu sjálfir útbúið úr hinu margvísleg-
asta hráefni undir leiðsögn matreiðslukenn-
ara síns. Síðan þjónaði þessi fóngulegi hópur
til borðs. í Kirkjubæjarskóla fá allir nemend-
ur kennslu í matreiðslu frá 7 ára aldri.
Borðhaldió á Klaustri. DV-mynd Valgeir Ingi