Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1989, Qupperneq 31
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989.
31
dv Kvikmyndir
Hjarta-
þjófur
Þrjú á (lótta (Three Fugitives)
Aðalhlutverk: Nick Nolte, Martin Short
Leikstjóri: Francis Veber
Handrit: Francis Veber
Sýnd í Bíóhöllinni.
Lucas (Nick Nolte) er látinn
laus úr fangelsi eftir fimm ára
dvöl. Hann hafði framið 14 vopn-
uð bankarán á ferlinum. Lög-
regluþjónninn Dugan (James
Earl Jones) tekur á móti Lucasi
þegar hann losnar og býður hon-
um far. Hann þiggur far að næsta
banka og hyggst opna banka-
reikning. Inn í bankann ryðst
Perry (Martin Short), veifandi
byssu og handsprengju, og heimt-
ar peningana. Þegar hann loks
fær peningana er lögreglan fyrir
löngu búin að umkringja staðinn.
Perry bregöur á það ráð að taka
gísl og Lucas veröur fyrir valinu.
Þegar þeir koma út telur lögregl-
an að Lucas hafi rænt bankann.
Nú upphefst eltingaleikur lög-
reglunnar við Lucas og Perry.
Þeir félagar hafa betur en það er
sama hvað Lucas gerir til að
sanna sakleysi sitt, lögreglan trú-
ir honum ekki og enn einu sinni
er hann á flótta en nú situr hann
uppi með Perry. Perry fer með
Lucas til Horvaths dýralæknis
(Kenneth McMillan) til að láta
hann gera að skotsári sem Lucas
hlaut af hans völdum en þar er
einnig hin þögla Meg (Sarah Row-
land Doroff), hin unga dóttir
Perrys, sem ekki hefur talað í tvö
ár. Hún á að passa Lucas á meöan
Perry fer til að fá ný skilríki.
Bamið bræðir hið harða hjarta
Lucasar, þrátt fyrir aö hann berj-
ist gegn því af öllum mætti. Eftir
ýmsa atburði er Lucas hreinsað-
ur afbankaráninu og getur snúið
sér að heiðarlegu lífemi. Lögregl-
an hefur náð Meg en ekki Perry.
Meg hefur verið komið fyrir á
munaðarleysingjahæli og Lucas
heimsækir hana. Honum líkar
ekki það sem hann sér og ákveöur
að gera eitthvað í málinu. Nokkr-
um kvöldum seinna er hann fyrir
utan hæhð þegar hann sér Perry
læðast að hliðinu og í sameiningu
ræna þeir Meg og ákveða að fara
til Kanada. Nú byrjar ballið aftur
og enn eru þau hundelt en kom-
ast þau til Kanada?
Nick Nolte er einn af betri leik-
urum hvíta tjaldsins en bestur er
hann í hlutverki harðjaxlsins
með gullhjartaö þar sem tilfmn-
ingar og hugarangur sjást á
meitluðu andliti hans. Hann
skapar þá andstæðu sem nauð-
synleg er til að lyfta mótleikurum
sínum upp (t.d. Eddie Murphy í
„48 hrs“). Martin Short („Inn-
erspace") verður enn minni og
væskislegri vegna samanburðar-
ins við Nolte en hann er frábær
sem hinn seinheppni smákrimmi.
Senuþjófurinn er Sarah Rowland
Doroff sem ekki bara stelur
hjarta Lucasar heldur áhorfend-
anna einnig. Maður skilur vel
örvæntingu Perrys og að hann
skuli beita öllum brögðum til að
halda henni hjá sér. Leikstjórn
Francis Veber er örugg og hann
heldur uppi hraða í myndinni en
það verður smá spennufall við
kaflaskipin. Handrit hans er
gloppótt en fyndið og skemmti-
legt og sökum hraðans á mynd-
inni verður maður ekki var við
gallana á því. „Þrjú á flótta“ er
fyrsta flokks skemmtun.
Stjömugjöf: * * *
Hjalti Þór Kristjánsson
Leikhús
Haustbrúður
Nýtt leikrit eftir Þórunni Sigurðardóttur
Sunnud. 4 júní kl. 20.00, aukasýning.
Síðasta sýning á þessu leikári.
Islenski
slagverkshópurinn
SNERTA
Tónleikar á stóra sviðinu
fimmtudag kl. 20.30.
Litla sviðið, Lindargötu 7
Færeyskur gestaleikur:
Logi, logi eldur mín
LOGI, LOGIELDUR MIN
Leikgerð af „Gomlum Götum"
eftir Jóhonnu Mariu Skylv Hansen
Leikstjóri: Eyðun Johannesen
Leikari: Laura Joensen
Fimmtud. 8. júní kl. 20.30.
Föstud. 9. júní kl. 20.30.
BÍLAVERKSTÆÐI
BADDA
Leikferð:
12.-15. júní kl. 21.00, Vestmannaeyjum.
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá kl. 13-20. Síma-
pantanir einnig virka daga frá kl. 10-12. Slmi
11200.
Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningar-
kvöldfrákl. 18.00.
Leikhúsvelsla Þjóðleikhússins: Máltíð og
miði á gjafverði.
3E SAMKORT E
frumsýnir í
Gamla Stýrimannaskólanum,
Öldngötu 23.
AÐ BYGGJA SÉR VELDI
EÐA SMÚRTSINN
eftir Boris Vian.
Miðvikud. 31. maí kl. 20.30.
Fimmtud. 1. júní kl, 20.30.
Laugard. 3. júní kl. 20.30.
Allra síðustu sýningar.
Takmarkaður sýningafjöldi.
Miðasalan opnuð kl. 18.30 sýning-
ardaga.
Miðapantanir allan sólarhring-
inn í síma 29550.
Ath. Sýningin er ekki við hæfi
bama!
SVEITASINFÓNÍA
eftir Ragnar Arnalds
Föstudag 2. júní kl. 20.30.
Laugardag 3. júní kl. 20.30.
Sunnudag 4. júní kl. 20,30.
Ath. næstsiðasta sýning.
Miðasala í Iðnó, sími 16620.
Miðasalan er opin daglega frá kl. 14-19 og
fram að sýningartima þá daga sem leikið er.
Simapantanir vlrka daga kl. 10-12. Einnig
símasala með Visa og Euro á sama tíma.
Nú er verið að taka á móti pöntunum til 11.
júní 1989.
Frú Emilía
leikhús, Skeifunni 3c
11. sýn. fimmtud. 1. júní
kl. 20.30.
Sýningmn fer fækkandi.
Miðapantanir og upplýsingar í
síma 678360 allan sólarhring-
inn.
Miðasalan er opin alia daga kl.
17.00-19.00 í Skeifunni 3c og
sýningardaga til kl. 20.30.
1
sýnir í
ÍSLENSKU ÓPERUNNI,
GAMLA BÍÓI
SÝNINGAR í MAÍ
Kvöldsýn. kl. 20.30
I kvöld, þriðjud. 30. mal.
Ósóttar pantanir seldar í dag.
Kvöldsýn. kl. 20.30
miðvikud. 31. maí.
'Örfá saeti laus.
Ósóttar pantanir seldar I dag.
ATH. AUKASÝNINGAR í JÚNÍ
vegna gífurlegrar aósóknar:
Kvöldsýn. kl. 20.30
föstud. 2. júní.
Miðnætuisýn. kl. 23.30.
Kvöldsýn. kl. 20.30
laugard. 3. júni.
Mðnætursýn. kl. 23.30.
Miðasala i Gamla bíói, simi 1-14-75.
frá kl. 16.00-19.00. Sýningardaga er
opið fram að sýningu.
Miðapantanir og EURO & VISA þjón-
usta allan sólarhringinn í sima 11-123.
ATH. MISMUNANDI
SÝNINGARTÍMA!
Kvikmyndahús
Bíóborg-in
SETIÐ A SVIKRAÐUM
Þeir frábæru leikarar Tom Berenger og De-
bra Winger eru hér komnir i úrvalsmyndinni
Betrayed sem gerð er af hinum þekkta leik-
stjóra Costa Gavras.
Aðalhlutverk: Tom Berenger, Debra Winger,
John Heard, Betsy Blair. Framleiðandi: Ir-
win Winkler. Leikstjóri: Costa Gavras.
Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.20.
Bönnuð innan 16 ára.
REGNMAÐURINN
Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.20.
HÆTTULEG SAMBÖND
Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.20.
FISKURINN WANDA
Sýnd i Bióhöllinni.
Bíóliöllin
frumsýnir toppgrínmyndina
ÞRJÚ Á FLÓTTA
Þá er hún komin toppgrínmyndin Three
Fugitives sem hefur slegið rækilega i gegn
vestanhafs og er ein best sótta grínmyndin
á þessu ári. Þeir félagar Nick Nolte og Mart-
in Short fara hér á algjörum kostum enda
ein besta mynd beggja, Aðalhlutverk: Nick
Nolte, Martin Short, Sarah Rowland Do-
roff, Alan Ruck. Leikstjóri: Francis Veber.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
UNGU BYSSUBÓFARNIR
Youngs Guns hefur verið kölluð „spútnik
vestri" áratugarins enda slegið rækilega i
gegn. Toppmynd sem toppleikurum. Aðal-
hlutverk: Emilio Estevez, Kiefer Sutherland,
Lou Diamond Philipips, Charlie Sheen.
Leikstj. Christopher Cain. Bönnuð börnum
innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11,
EIN ÚTIVINNANDI
Sýnd kl. 4.50, 7, 9 og 11.
Á SÍÐASTA SNÚNINGI
Sýnd kl. 7 og 11.
FISKURINN WANDA
Sýnd kl. 5 og 9.
HVER SKELLTI SKULDINNI
Á KALLA KANÍNU?
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Háskólabíó
PRESIDIO HERSTÖÐIN
Spennumynd. Leikarar: Sean Connery,
Mark Hammon og Meg Ryan.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
Laugarásbíó
A-salur
BLÚSBRÆÐUR
John Belushi og Dan Ackroyd fara á kostum
I hlutverki tónlistarmannanna Blúsbræðra
sem svifast einskis til að bjarga fjárhag
munaðarleysingjahælis sem þeir voru aldir
upp á, en þessi uppákoma þeirra leggur
Chicago nær því I rúst. Leikstjóri: John
Landis. Aðalhlutverk: John Belushi, Dan
Ackroyd, John Candy, James Brown, Aret-
ha Franklin og Ray Charles.
Sýnd kl. 4.45, 6.45, 9 og 11.15.
B-salur
TVÍBURAR
Frábær gamanmynd með Schwarzen-
egger og DeVito.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
C-salur
MYSTIC PIZZA
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
MARTRÖÐ A ALMSTRÆTI
Sýnd kl. 11.
Bönnuð innan 16 ára.
Regnboginn
THE NAKED GUN
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15
GLÆFRAFÖR
„Iron Eagle II" hefurverið liktvið„Top
Gun" Hörku spennumynd með Louis
Gossetts Jr.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15.
Bönnuð innan 12 ára.
UPPVAKNINGURINN
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15.
Bönnuð innan 16 ára.
GESTABOÐ BABETTU
Sýnd kl. 5.
TVÍBURAR
Sýnd ki. 7, 9 og 11.15.
Bönnuð innan 16 ára.
SKUGGINN AF EMMU
Sýnd kl. 7.10.
I LJÓSUM LOGUM
Sýnd kl. 5, 9 og 11.15.
Stjörnubíó
frumsýnir
HARRY.. .HVAÐ?
Grinmynd með John Candi í aðalhlutverki.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI
Sýnd kl. 5 og 7.
KOSSINN
Sýnd kl. 9 og 11.
FACO FACD
FACD FACO
FACD FACD
listimn á hverjum
MÁNUDEGI
•^ZT cl veginn!
Veður
Vestan en síðar norðvestan kaldi,
skýjað um land allt og súld norðvest-
anlands í fyrstu, síðdegis má búast
við súld eða rigningu á Norðaustur-
og síðar Austur- og Suðausturlandi.
Vestanlands verður skýjað en þurrt
að kalla. Svalt í veðri en fer að hlýna
einkum um norðan- og austanvert
landið.
Akureyri skýjað 5
Hjaröames skýjaö 2
Galtarviti rigning 6
Keila víkurflugvöllur skýj að 6
Kirkjubæjarkiausturskýjaö 4
Raufarhöfn skýjað 3
Reykjavík alskýjað 4
Sauðárkrókur alskýjað 4
Vestmannaeyjar alskýjað 5
Útlönd kl. 12 á hádegi:
Bergen skýjaö 6
Helsinki skýjað 13
Kaupmarmahöfn skýjað 11
Osló léttskýjað 9
Stokkhólmur léttskýjað 10
Þórshöfn skýjað 4
Algarve þokumóða 16
Amsterdam skýjað 12
Barcelona mistur 15
Berlin alskýjað 13
Chicago skýjað 23
Feneyjar þokumóða 17'
Frankfurt heiðskírt 14
Glasgow léttskýjað 5
Hamborg skýjað 10
London léttskýjað 11
LosAngeles léttskýjað 16
Lúxemborg skýjað 13
Madrid þokumóða 14
Malaga þokumóða 15
Mallorca þokumóða 18
Montreal alskýjað 14
Nuuk súld 7
Orlando léttskýjað 23
París léttskýjað 15
Róm þokumóða 15
Vin þokumóða 15
Valencia súld 15
Gengið
Gengisskráning nr. 99 - 30. mai 1989 kl. 9.15
Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 57.230 57,390 53.130
Pund 89,728 89,979 90,401
Kan.dollar 47,445 47,577 44,542
Dönsk kr. 7,3161 7,3365 7.2360
Norskkr. 7,9145 7,9367 7,7721
Sæosk kr. 8.4823 8.5060 8,2744
Fi.mark 12,8175 12,8533 12,5041
Fra.franki 8,4112 8,4347 8,3426
Belg. franki 1,3604 1,3642 1.3469
Sviss. franki 32.5818 32,6729 32,3431
Holl. gyllini 25,2666 25,3372 25.0147
Vþ. mark 28.4426 28,5522 28,2089
'it. lira 0,03939 0,03950 0,03848
Aust.sch. 4,0478 4,0591 4,0097
Port. escudo 0,3438 0,3448 0,3428
Spá.peseti 0,4463 0,4476 0.4529
Jap.yen 0,39905 0,40017 0,40000
irskt pund 76,182 76,395 75,447
SDR 70,7935 71,9914 68,8230
ECU 59,2674 59.4331 58.7538
Simsvari vegna gengisskróningar 623270.
Fiskmarkaðimir
Faxamarkaður
30. mai seldust alls 127,098 tonn
Magn i Verð í krónum
tonnum Meöal Lægsta Hæsta
Blandað 0,355 50,00 50,00 50,00
Grálúða 105,346 50,86 49.50 52,00
Hlýri 0,045 26,00 28.00 26.00
Karíi 0,816 30,00 30.00 30.00
Langa 1,124 32,00 32.00 32.00
Lúða 0,326 239,13 210,00 255,00
Koli 0,157 59,49 59,00 70,00
Skötuselsh. 0,059 260,00 260,00 260,00
Steinbitur 0,247 48,00 48,00 48,00
Þorskur 5,133 56,48 56,00 60,00
Ufsi.smár 6,092 27,00 27,00 27,00
Ufsi 4,372 31,10 30,00 32,00
Ýsa 3,027 70,34 28,00 98,00
Á morgun verða seld úr Keili 40 tonn af þorski og 17
tonn af ýsu.
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
29. mai seldust alls 160,759 tonn
Þorskut 11,074 85.63 45,00 60,50
Þorskur, smár 0,110 28,00 28.00 28.00
Ýsa 6.328 69,29 59.00 76,00
Koli 0,075 53,00 53.00 53,00
Steinbitur 0,145 39,00 39,00 39,00
Ufsi 0,310 28,00 28,00 28,00
Grálúða 141,278 45,22 43,00 48,00
Lúða 0.886 207,26 150,00 370,00
Skötuselur(a) 0,393 340,00 340,00 340,00
Skötuselur(b)' 0,076 90,00 90,00 90,00
Tindabykkja 0,026 25,00 25.00 25.00
Svartfugl 0,060 30,00 30.00 30,00
Á morgun verður selt úr Otri, aðallega grálúða, úr
Stakkavik, þorskur og ýsa, einnig verður seldur bátafisk-
ur.
Fiskmarkaður Suðurnesja
29. mai seldust alls 74,017 tonn
Þorskut 26.674 56,91 32,00 63,00
Ýsa 13,314 67,16 57,00 83,00
Karfi 12,172 31,78 29,50 35,50
Ufsi 16,867 32,29 15,00 33,00
Steinbitur 0.551 29,40 25,50 31,00
Langa 2,690 30,43 15,00 30,50
Skarkoli 0.508 48,28 35,00 49,00
Háfur 0,801 18,00 15,00 15,00
v