Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1989. 19 Abracadabra, Laugavegi Diskótek fostudags- og laugardags- kvöld. Amadeus, Þórscafé, Brautarholti, simi 23333 Hafrót, hljómsveit hússins, leikur fyrir dansi rnn helgina. Diskótek á fyrstu haeðinni. Ártún, Vagnhöfða 11 Gömlu dansamir fóstudagskvöld kl. 21-3 og laugardagskvöld kl. 22-3. ' mjómsveitin Danssporið leikur fyrir dansi bæði kvöldin. Broadway, Álfabakka 8, Reykjavík, simi 77500 Unglingadansleikur fóstudags- og laugardagskvöld. Aldiu-stakmark fæddir 1973 og eldri. Casablanca, Skúlagötu 30 Smekkleysukvöld í kvöld, diskótek laugardagskvöld. Duus-hús, Fischersundi, simi 14446 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Á sunnudagskvöld verður leikin djass- og blústónlist. Flytjend- ur: Ellen Kristjánsdóttir ásamt Mezzoforte og Stefáni Stefánssyni saxófónleikara. Glæsibær, Álfheimum Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavik Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavík, simi 11440 Diskótek föstudag og laugardag. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavik, sími 82200 Dansleikir föstudags- og laugardags- kvöld. Lifandi tónlist. Opið frá kl. 19-1. Hótel ísland . „Sumarkamival" föstudags- og laug- ardagskvöld. 24 dansarar koma fram í litríkri sýningu. Hljómsveitin Mannakom og Pálmi Gunnarsson spila. Cuba, Borgartúni 32 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Aldurstakmark 18 ár. Tunglið og Bíókjallarinn, Lækjargötu 2, simi 621625 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Vetrarbrautin, Brautarholti 20, sími 29098 Hljómsveit André Bachmann leikur fyrir dansi föstudags- og laugardags- kvöld. Zeppelin rokkklúbburinn, Borgartúni 32 Royal Rock, húshljómsveit, leikur fyrir dansi um helgina. ölver, Álfheimum 74, s. 686220 Opið fimmtudags-, fóstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. Hótel Selfoss Viking band leikur fyrir dansi á laug- ardagskvöld. Uppinn, Akureyri Hljómsveitin Síðan skein sól leikur fyrir dansi í kvöld. Djassað í Djúpinu Heljarinnar mikil djassveisla er í uppsiglingu í Djúpinu, kjallar- anum úndir veitingastaðnum Hominu. Dagana 10.-14. og 17.-21. júli verður leikinn þar djass á hveiju kvöldi. Fyrir hátíð þessari standa þrír tóníistarmenn sem tónlistarunn- endur þekkja vel. Þeir eru Sigurður Flosason, sem leikur á alt- og barít- ónsaxófóna, nýkominn heim eftir langt nám í Bandaríkjunum; Hilm- ar Jensson gítarleikari, sem hefur leikið með ýmsum hljómsveitum heima og erlendis og var í Berklee- tónlistarskólanum í Boston síðast- liðinn vetur, og loks Tómas R. Ein- arsson kontrabassaleikari. Þann síðastnefnda er óþarfi að kynna, svo ötull hefur hann verið við djassleikinn á undanfomum árum. Félagamir munu fá trommuleik- ara í heimsókn á fimmtudögum og fostudögum en ekki er loku fyrir það skotiö að aðrir tónlistarmenn líti inn með tól sín og tæki. Tónleikamir hefjast kl. 21.30 og þeim lýkur um miðnættið. Krýsuvík er einn viökomustaöa í skoðunarferð um Reykjanes á laugar- dag. Náttúruskoðun á Reykjanesi Náttúruverndarfélag Suðvestur- lands fer í skoðunarferð um Reykjanesskagann á laugardag. Lagt verður af stað frá Norræna húsinu kl. 9. í ferðinni verður kynnt hin merkilega jarðfræði skagans, varð- veislugildi jarðmyndana og nýting náttúruauðlinda. Bent verður á áhugaverða skoðunarstaði og skemmtilegar gönguleiðir. Tilgangur ferðarinnar er m.a. sá að vekja athygli á hinni brýnu þörf á að unnið verði að markvissri kynningu á svæði þessu. Einnig verður vakin athygÚ á því hvers þurfi að gæta í umgengni við nátt- úruauðlindir Reykjanesskagans svo að þeim verði ekki spillt frekar en orðið er fyrir komandi kynslóð- um. Fyrsti viðkomustaðurinn er Njarðvíkurfitjamar en þaðan verð- ur haldið til Grindavíkur, í Einis- dal, til Krýsuvíkur og yfir Bláfjalla- veginn að Suðurlandsvegi. Stansað veröur á völdum stöðum til vett- vangskönnunar. Ferðalok verða kl. 18 við Norræna húsið. Þátttakendur em hvattir til að hafa með sér nesti en kostur verður gefinn á að fara á matsölustað í Grindavík. Þeir sem vilja koma í rútuna á leiðinni geta látið skrásig í síma 91-15800 fyrir laugardag. Öll- um er heimil þátttaka í ferð þessari og fargjaldið er 800 krónur. Leið- sögumaður verður Freysteinn Sig- urðsson jarðfræðingur. Stuðmenn i búningum Hjálpræðishersins. Þeir leika á Austurlandinu um helgina. Stuðmenn á Austfjörðum Stórhljómsveitin Stuðmenn úr Reykjavík heldur áfram tónleika- ferð sinni um landið um þessa helgi. Sveinamir troða í kvöld upp á nýjum stað í æskubyggð Þór- bergs, Suðursveitinni. Hrollaugs- staðir heitir þar. Kvöldið efdr, laugardagskvöld, verður leikið í Egilsbúð á Neskaupstað en þar er sterkt vígi þeirra Stuðmanna. Að vanda verður leikin hæfileg blanda af nýjum lögum og gömlum, eitthvað við allra hæfi, og ekki að efa að Austfirðingar munu kunna gott að meta. Hilmar Jensson, Tómas R. Einarsson og Sigurður Flosason leika djass í Djúpinu næstu tvær vikurnar eða svo. Galtalækur: Sumarmót AA samtakanna AA samtökin ætla að halda sum- armót sitt í Galtalækjarskógi um helgina. Hátíðin hefst í dag, fóstu- dag, og lýkur á sunnudag. Margt verður sér til gamans gert fyrir austan, skemmtanir fyrir bæði böm og fullorðna. André Backmann og félagar leika fyrir dansi af sinni alkunnu snilld ásamt diskótekinu Tommi Sicko. Sýnd verða atriði úr Öllu vitlausu og Rokkskóm og bítlahári. Og ekki má gleyma fiölskylduskemmtun- inni og bamadansleiknum þar sem trúðurinn Jógi mun leika við hvem sinn fingur. Og einhvern tíma verð- ur kveiktur varðeldur. Ekki gleymist fæðan, hvorki ver- aldleg né andleg. Sameiginlegt grill verður á staðnum og flutt verður hugvekja. Þá verða fundir hjá AA og Al-anon. Aðgangseyrir að sumarmótinu er 1600 krónur en böm innan 16 ára aldurs fá ókeypis inn. André Backmann og félagar hans leika fyrir dansi á sumarmóti AA samtakanna í Galtalæk um helgina. Október Hljómsveitin október spilar um helgina á Café Hressó, fomum veit- ingastað í hjarta borgarinnar og nú einu af höfuðvígjum íslenskrar rokktónlistar. Leikið verður á fostudags- og laugardagskvöld og hefst hljóðfæraslátturinn kl. 22. Októbermenn hafa kynnt tónlist sína víða að undanfömu á hljóm- leikum, óvenjulega blöndu af fín- gerðum grípandi melódíum og þrumandi rokki sem mótaðist í þeim tónheimi sem nýbylgjan skapaði. Söngkona sveitarinnar er Hanna Steina. Gestur Október á hljómleikunum verður Te, efnileg hljómsveit meö fjölbreytilegt efnisval. á Hressó Hanna Steina og Október verða á Hressó um helgina. Viking Band í Glæsibæ Færeyska hljómsveitin Viking Band ásamt Georgi Eysaná leika fyrir dansi í Glæsibæ um helgina. Sveitin hefur gert víðreist um landið að undanfomu og kynnt landanum færeyskt rokk. Færey- ingar em boðnir velkomnir á dansiballið svo og íslendingar allir. Meðalfellsvatn: Laugardaginn 8. júlí er hreins- og harmóníkuleikari spilar vel unardagur viö Meðalfellsvatn. valin lög. Fleira verður tíl Gengið verður á fjörur vatnsins skeramtunar og loks á að dansa og um nánasta umhverfi þess og fram á nótt. allt rusl fjarlægt. Afrakstrinum Sumarbústaðareigendur eru verður síðan safhað f heliarraik- hvattir til að hreinsa vél í kring- inn báMst og kveikt í stundvfs- um hús sfn og mæta við bálköst- lega kl. 20. Pylsur verða grillaðar inn ki 20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.