Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Page 6
6 MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 1989. Fréttir Frönsk skúta 1 hrakningum út af Langanesi: Skútuna rak stjórn- laust í átt að landi tekin í tog til Þórshafnar Lítil frönsk skúta með einum manni innanborðs lenti í hrakning- um norð- vestur af Langanesi á laug- ardag. Brotnaði stýrisbúnaður skú- tunnar og rak hana stjórnlaust í átt að landi í norðvestan strekkingi. Beiðni um aðstoð barst björgunar- sveitinni Hafliöa í gegnum Siglu- fjarðarradíó því að talin var hætta á að skútuna gæti rekið upp í fjörur Fontsins, nyrsta odda Langaness. Var sendur bátur frá Þórshöfn og þijátíu manns fóru á bíl norður nes- ið ef skútuna skyldi reka að landi. Var hins vegar vitað að ef skútan kæmist austur fyrir Fontinn væri hún úr mestu hættunni. Danskt flutningaskip fann skútuna sem þá hafði sloppið fyrir Fontinn og tók hana í tog. Björgunarbáturinn frá Þórshöfn, Geir ÞH, tók síðan við skútunni og dró hana til Þórshafnar. Gekk þeim ferðin seint vegna veðurs og komu ekki í höfn fyrr en snemma á sunnudagsmorgun. Frakkinn, sem er einn á ferð, kom hingað til lands frá Færeyjum fyrir nokkru og hefur hann veriö á sigl- ingu umhverfis landið. Hann dvelur nú á Þórshöfn á meðan gert er við stýrisbúnað skútunnar. -gh Vagnstjórar í Reykjavik Taka Sex af vagnstjórum Strætisvagna Reykjavíkur munu taka þátt í nor- rænni góðaksturskeppni í Osló 2. september. Þeir sem munu keppa eru Sigurður Einarsson, Steindór Stein- þórsson, Halldór Gíslason, Hörður Tómasson, Þórarinn Flosi Guð- mundsson og Kristján Jónsson, en auk þeirra munu Ársæll Baldvinsson og Valgarður Einarsson fara sem dómarar. Keppendur hafa æft sig á hverjum degi á Kirkjusandi, á vagni sem þeir fengu lánaðan hjá félögum sínum í Kópavogi, en rétt þótti að fá lánaðan vagn svo að alhr vagnstjóramir stæðu jafnt að vigi og æfðu sig á bif- reið sem þeir væm óvanir. þátt í keppni í Osló Tvær umferðir em í keppninni og munu keppendurnir 30 fyrst aka á bílum sem þeir þekkja, en í síðari umferð er dregið um á hvaða vagni hver keppir. Keppendur frá hinum Norðurlöndunum fjórum taka með sér vagna en reynt verður að útvega íslendingum svipaðan vagn og þeir era vanir. Strætisvagnar Reykjavíkur hafa tekiö þátt í keppninni frá 1983 en þess má geta að hún fer fram hér á landi 11. maí á næsta ári og munu þá vagnstjórar annars staðar af Norðurlöndunum fá tækifæri til að kynnast íslenskum strætisvögnum. -GHK Æft fyrir keppnina í Osló. Margir góðir íslenskir heimspekingar Einn fremsti siðfræðingur okkar tíma, Phihppa Foot, hélt fýrirlestur í Lögbergi á fimmtudagskvöldið. Var fyrirlesturinn mjög vel sóttur og máttu margir láta sér nægja aö standa út við dyr. Foot er prófessor í siðfræði viö Háskólann í Los Angeles og Há- skólann í Oxford. Hún vakti fyrst mikla athygh fyrir rúmlega þijátíu árum með ritgerðum sínum „Free will as involving determinism“ og .JMoral arguments“. Fjórtán af - segir virtur hennar bestu iltgerðum vora gefn- ar út á bók áriö 1978 og heitir hún „Virtues and viees“. Foot hefur verið óhrædd við aö taka á umdeil- anlegum málefnum eins og fóstu- reyðingum og líknardrápum. Hingað kom Foot fyrst fýrir 13 árum og hélt þá fyrirlestur um líknardráp sem vakti mjög mikla athygh. Aö þessu sinni sagöist hún hafa boðiö sér sjálf til íslands þar sem hún væri að heimsækja góða vini sera hún ætti hér á landi og siðfræðingur væri míög gott aö sjá þá aftur. Foot sagði að Islendingar ættu mjög marga góða heimspekinga og henni fannst mikið tíl koma þess lista- og menningarlífs sem hér blómstrar. Fyrirlestur Foot á fimmtudaginn fiallaði um hamingjuna og bar yfir- skriftina „Virtue and happiness“. Eins og góöum heimspekingum er einum lagið færði hún rök fyrir því hvemig maður, sem telur sig vera hamingjusaman, þarf ekki endilega að vera það. Benti hún á að ham- ingja og unaöur, eöa ánægja, væri tvennt ólíkt, en þó þyrfti gleöi til að vera hamingjusamur. Það væri einnig möguleiki að upplifaánægju en vera óhamingjusamur. Til að vera hamingjusöm þarf mann- skepnan að leggja stund á og njóta hluta sem era einhvers virði. Því gæti svo verið aö þó við áhtum okkur öll vera hamingjusöm núna, þá séum viö þaö ekki ef seinna kemur í ljós að geröir okkar eru lítilsvirðieöaslæmar. -GHK Árbæjarsafn: Slegið upp á gamla mátann Það er orðin sjaldgæf sjón að sjá rakað með hrífu en það var gert í Árbæj- arsafni um helgina. DV-myndir JAK Um 700 manns lögðu leið sína í Árbæjarsafnið á laugardaginn til að fylgjast meö slætti þar. Slegið var með orfi og ljá, rakað með hrífu og heyið bundið í bagga og reitt heim í hlöðu í klökkum. Að sögn Aðalbjargar Ólafsdóttur safnvarðar var vonast eftir fleira fólki þar sem aðsókn hafði verið mjög góð í fyrra þegar slegið var í fyrsta sinn á þennan hátt í safninu. En þeir sem komu sýndu þessu mikinn áhuga og tóku af heilum hug þátt í heyskapnum. Leiðsögumenn safnins voru klæddir eins og tíðkaöist fyrr á tímum. Félag eldri borgara útvegaöi fólk sem enn kann handtökin. -GHK Slegið var með orfi og Ijá í Árbæjar- safninu á laugardaginn. Til þess að Ijárinn biti nú þurfti aö sjálfsögðu að brýna hann. Sandkom dv Ekkert kjaftæði Kjaftasðiðá útvarpsstöðv- unum.þarsem allirþusafram ogafturum ótíöinasunnan- ogvestanlands oggóðaveðrið áNorður-og Austurlandi, er hefúrmáttbúavið næralltsumar.séoi veðurrövh en hitt kom irexar í símatíma RQcisútvarpsins á Akur- eyri að hlustandi einn, sem hefúr verið sólarmegin f lifinu í sumar, hundskammaði útvarpsmenn þar og sagðist vera búinn að fá meira en nóg af þessu veöurkjaftæði. Útvarps- menn nyrðra hafa nefnilega ekki lát- ið sitt eftir liggja í umræðunni um veðrið þótt á annan hátt hafi verið en híá „kollegum" þeirra syöra eins oggefuraö9ki)ja. Hérersól og blíða Akureyring- areruákafiega uppmeðsér þegarþeirfá gnttvoöurá sumrinogfara ekkileyntmeð þaðaðþarsé veðurblíða raeirienviðast ......... ; annarsstaöar hér á landi. Þekkt er sagan um Akur- eyrmginn sem fékk upphringingu frá kunningja sínu í Reykjavík. Veöriö barst að sjálfsögðu í tal og sagði Ak- ureyringurinn að hjá honum væri meiri háttar gott veður, sól og blíða og hitinn ura 20 stig. Vinurinn úr Reykjavík sagði fátt og slitu þeir tal- inu skömmu síðar. Akureyringurinn var varla búinn að sleppa símtólinu þegar dyrabjöllu hans var hringt og þegar hann opnaöi útidyrnar stóð enginn ánnar á tröppunum en um- ræddur kunningi úr Reykjavík. Hann var kominn norður og hafði fengið að hringja í næsta husl Þeir horföust í augu sraástund eða þangað tO Akur- eyringurinn bauð vininum aö ganga í bæinn svo hann yrði ekki holdvotur og kaldur í rokinu og rigningunni! Ekkertmál Ogmeira veðurkjaftæði. Fölskyldaein, sem dvaldi á hóteliáAkur- eyriádögun- um.varbúinað framlengja dvölinaþar livaðeftiraim- aöenþarkom að lokum að ekki var hægt að fá hót- elherbergiö til umráöa iengur. Fjöl- skyldufaðirinn var f nokkrum vanda því Qölskyldan harðneitaði að halda suður í rigninguna, öll hótel yfirfull og ekkert tjald með í ferðinni. Eitt- hvað hefúr hann veriö með í budd- unni sinni, þessi heimilisfaðir, þvi s vo fór að hann hélt í verslunarferð og kom til baka með tjaldhýsi aftan í bfinum. Síðan var stefhan tekin á fjaldsvæöið og þar var þessi fjöl- skylda síðast þegar af henni fréttist! Guðni fékk nei Einsogfólk hefurséðfékk Guðni Þórðar- sonfGuðnií > Sunnujneivið þeirri beiðni sinniaðfáað héftááætlunar- flugtilýmissa ianda í Evrór.u enáform Guðna voru að þetta flug yiöi frá Akureyri og Egilsstöðuiu að verclegu leyti a.m.k. Ráðuneytið sagði sem sagt nei og kom m.a. fram í bréfi ráðuneytísins að leitað hefði verið álits flugfélagarma íslensku, sem annast millilandaflug, á umsókninni. Þarfvarla aö leiða getum aö því að afstaða Flugleiða og Amarflugs til umsóknar Guðna hefúr veriö nei- kvæö og er reyndar fúrðulegt að slík umsókn skuli borin undir þessa aö- ila. Það er svona svipað og kaup- maður við Laugaveginn væri spurð- ur álits á því h vort annar aðili mætti opna sams konar verslun við götuna. Umsjón: Gylli Krlstjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.