Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Blaðsíða 10
u ■10 MÁNUD'AGUR 31. JÚLÍ Í989. Utlönd Ósamlyndi á friðarrádstefnu Shevardnadze, sovéski utanríkisráðherrann, og Baker, hinn bandaríski starfsbróðir hans, áður en viðræður þeirra fóru fram um helgina. Simamynd Reuter Leiðtoga- fundur í sjónmáli? Illa horflr um frið í Kambódíu eftir fyrsta dag nítján þjóða ráðstefnu sem hófst í París í gær um leiðir til að sætta stríðandi fylkingar í landinu. Stjórnarerindrekar sögðu að bilið milli deiluaðila virtist óbrúanlegt á sama tíma og hersveitir þeirra til- kynntu um átök sín í milli. Fulltrúar á ráðstefnunni körpuðu um grundvallaratriði eins og hvort rauðu khmerarnir, sem sakaðir eru um að hafa myrt milljón manns á valdatíma sínum á síðasta áratug, ættu aö fá að taka þátt í næstu stjórn landsins og hvort Sameinuðu þjóð- irnar ættu að taka þátt í friðarumleit- ununum. Bandaríkin og Asíuríki sem ekki lúta stjórn kommúnista hvöttu til þess að stjórnin í Kambódíu, sem er höll undir Víetnama, væri leyst upp og að Sihanouk fursti sneri heim úr útlegð til að veita nýrri ríkisstjórn landsins forystu. Eduard She- vardnadze, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, brást harkalega við gagn- rýni á stjórnirnar í Phnom Penh og Hanoi og sagði við fréttamenn að þetta ætti að vera friðarráðstefna. Javier Perez de Cuellar, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatti til þess að rannsóknarnefnd yrði þegar send til Kambódíu og sagði að eftirlits- sveitir yrðu að vera í landinu, þótt í litlum mæh væri, áður en Víetnamar hæfu brottflutning herja sinna í sept- ember. Shevardnadze gagnrýndi friðarumleitanir S.Þ. í Afganistan og sagði aö samtökin yrðu að vera óvil- hallari áður en þau gætu tekið þátt í sáttatilraunum í kambódíu. Hersveitir andspyrnuhreyfingar- innar í Kambódíu sendu frá sér til- kynningu þar sem þær sökuðu ,,ár- ásarsveitir Víetnama“ um harðar sprengjuárásir á tælenskt landsvæði með þeim afleiðingum að bæði kambódískir flóttamenn og Tælend- ingar létu lífið. Kambódíski herinn tilkynnti að hann hefði gert 22 árásir og drepiö 36 skæruliða. Skærur brutust út á landamærum Kambódíu og Tælands. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir á ráö- stefnunni í gær að stjórnin í Was- hington styddi stjómarþátttöku rauðu khmeranna gegn því að ‘Pol Pot og aðrir illræmdir leiðtogar þeirra kæmu þar hvergi nærri. Ba- ker sagði að nýja stjórnin í Kambód- íu fengi þeim mun minni stuðning frá Bandaríkjunum eftir því sem rauöu khmerarnir gegndu stærra hlutverki. Sihanouk fursti, leiðtogi samfylkingar andspyrnuhreyfing- anna, heldur því fram að stjórnar- þátttaka rauðu khmeranna sé nauð- synleg til að koma á þjóðarsátt. Qian Qichen, utanríkisráðherra Kína, sem er í fyrstu ferð sinni til útlanda eftir átökin í heimalandi hans, hvatti til þess að stríðandi fylk- ingamar fjórar deildu með sér völd- um og að utanaðkomandi afskiptum af deilunni yrði hætt. Reuter Viðræður utanríkisráðherra Sov- étríkjanna og Bandaríkjanna um helgina hafa flýtt fyrir hugsanlegum leiðtogafundi stórveldanna að sögn fréttaskýrenda. Utanríkisráðherr- amir, sem báðir taka þátt í friöarráð- stefnu um Kambódíu sem fram fer í París, hafa ákveðið að funda 19. og 20. september og munu þá hefja und- irbúning leiðtogafundar Bush Bandaríkjaforseta og Gorbatsjov Sovétforseta. Shevardnadze, sovéski utanríkis- ráðherrann, sagði að til leiðtogafund- ar gæti komið „fljótlega" ef viðræð- urnar í september gengju vel. Baker, bandaríski starfsbróðir hans, vildi aftur á móti ekki tjá sig um hugsan- lega dagsetningu. Sovétmenn vilja aö leiðtogafundur hefjist hið fyrsta en fyrrum forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, og Gorbatsjov hittust fimm sinnum á þremur áram. Á hinum fyrirhugaða ráðherra- fundi í september verður m.a. rætt um afvopnunarmál, mannréttindi, tvíhliða samskipti þjóðanna, um- hverfismál, auk undirbúnings fyrir leiðtogafund. Á síðasta fundi fulltrúa Sovét- manna og Bandaríkjamanna stálu þeir fyrrnefndu senunni af Baker með því að taka enn eitt frumkvæðiö í afvopnunarmálum. En fundurinn í París um helgina var öllu rólegri. Þeir ræddu saman í klukkustund lengur en áætlað var og sögðu banda- rískir embættismenn að viðræðurn- ar hefðu verið gagnlegar. Sovétmenn lögðu fram tilboð um að flýta banni við notkun efnavopna og auka sam- vinnu þjóðanna á sviði vísinda og efnahagsmála. Bandaríkjamenn lögðu fram tilboð um tæknilega aö- stoð við þann mikla efnahagslega vanda sem ríkir í Sovétríkjunum. En mestur tími ráðherranna fór í að ræða umbótastefnu Gorbatsjovs, auk staðbundinna deilumála. Reuter Kambódisk kona stendur i rigningu fyrir utan ráöstefnusalinn í Paris. Á skiltinu stendur: Frióur í Kambódíu, sjálfstæöi. Símamynd Reuter VERÐ FRÁ KR. ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 91-84477, Austurstræti 22, sími 91-623060.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.