Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Page 11
MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 1989. 11 Utlönd POST Arftakinn ekki fundinn Enginn arftaki Rakowskis, forsæt- isráöherra Póllands, virðist vera í sjónmáli. Rakowski tók viö embætti formanns kommúnistaflokksins um helgina og hann á erfiða viku í vænd- um. Pólska þingið kemur saman til tveggja daga fundar í dag til aö ræða afsögn Rakowskis og áætlanir um að hækka laun til að þau haldi að ein- hveiju leyti í við verðbólguna í landinu sexti nú er um 100 prósent. Búist er við að Rakowski muni sæta hörðum árásum fyrir efnahags- stefnu stjómar hans sem sat við völd í tíu mánuði. Eitt af síðustu verkum stjómarinnar var að þrefalda verð á matvælum til þess að draga úr vöms- korti, minnka fjárlagahaUann og ná tökum á verðbólgunni. Gagnrýnend- ur segja að hætta sé á uppþotum vegna verðhækkananna. Jaruzelski hershöfðingi, sem vék úr embætti formanns kommúnista- flokksins á laugardag, hefur vald til Lítil þátttaka í kosningum í íran Þátttaka var fremur dræm í for- setakosningunum sem fram fóra í íran á fóstudag. Úrslit vora tilkynnt í gær og eins og búist var við sigraði AU Akbar Hashemi Rafsanjani, for- seti þingsins, með yfirburðum. Hann hlaut alls 94,5 prósent atkvæða en eini keppinautur hans, Abbas Shei- bani, hlaut 3,8 prósent atkvæða. Ógild voru 1,7 prósent. Kosningaþátttaka var mun minni en búist hafði verið við. Um tuttugu og fjórar milljónir írana höfðu kosn- ingarétt en aðeins rúmlega sextán milljónir neyttu hans sem þýðir rúm- lega tveir þriðju kosningabærra manna. í síðustu forsetakosningum, áriö 1985, var rúmlega sjötíu prósent þátttaka. Kosningaþátttaka er ekki lögboðin í íran en þrír háttsettir klerkar höfðu lýst yfir að hún væri trúarleg skylda. Leiðtogar landsins höfðu einnig hvatt írani til að taka þátt í kosningunum til að sýna stuðn- ing sinn við trúarbyltinguna. A fóstudag var einnig kosið um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins. Rúmlega 97 prósent sam- þykktu breytingarnar sem gera ráð fyrir mun valdameira forsetaemb- ætti, að embætti forsætisráðherra verði lagt niður og störf hans og völd færð í hendur forseta. Samkvæmt breytingunum verður Rafsanjani fyrstur forseta írans til að hafa fullt framkvæmdavald. í kosningabaráttunni lagði hinn nýkjörni forseti áherslu á uppbygg- ingu efnahagslífsins og betri sam- skipti við útlönd. Fréttaskýrendur telja að Rafsanjani muni taka við daglegri stjóm en Khamenei, núver- andi forseti og arftaki Khomeinis, hins látna trúarleiðtoga, mun hafa með höndum hið andlega leiðtoga- embætti. Þeir telja Rafsanjani hóf- saman og hliðhollari Vesturlöndum en margir íranskir stjórnmálamenn. Reuter þess sem forseti landsins að skipa mann í embætti forsætisráðherra. Pólska þingið verður síðan að greiða atkvæði um tilnefninguna. En hann hefur ekkert aðhafst hingað til á meðan hann reynir að sannfæra verkalýðssamtökin Samstöðu og fá þau til að taka þátt í samsteypu- stjóm. Þeir sem hafa verið nefndir sem hugsanleg forsætisráðherraefni era Kiszczak innanríkisráðherra, Malinowski, formaður bændaflokks- ins, og Sekula aðstoðarforsætisráð- herra. Lech Walesa, formaður Samstöðu, sagði að samtök hans myndú ekki taka þátt í samsteypustjóm og krafö- ist þess enn einu sinni aö þau fengju allt eða ekkert. „Ef við eram leik- brúður með verstu ráðuneytin náum við engu fram öðra en því að missa traust fólksins," sagði Walesa. Reuter Jaruzelski forseti Póllands, til hægri, ræðir við Rakowski, nýjan formann kommúnistaflokksins. Simamynd Reuter TRK-640E Ferðatæki Kr. 7.165 Með segulbandi og 4 bylgjum V M - 6 0 0 Upptökuvél K r. 1 20.671 Stg. 114.637 Fyrir slórar I VHS spólur RÖNhS K R I N G ING U N N I S. 58 68 Ú T S A L A Vinnufatabúdín Kringluxixii 3. hæð - Hverfisgötu 26

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.