Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Blaðsíða 19
• Guðmundur Torfason í fullum
skrúða og tilbúinn í slaginn með St.
Mirren. DV-mynd GS
Guðmundur
t
keyptur á
29 milljónir
DV ræðir við Guðmund Torfason á bls. 24-25
Guðmundur Torfason var keyptur til St. Mirren fyrir 300 þús-
und pund eða 29 milljónir ísl. króna. Þetta er hæsta upphæð
sem skoska félagið hefur greitt fyrir leikmann en Gumundur
er fyrsti erlendi landshðsmaðurinn sem leikur með liðinu.
Guðmundur mun hefja æfingar af
fuUum krafti nú í vikunni og ef at-
vinnuleyfi verður tilbúið leikur hann
sinn fyrsta leik fyrir félagiö 12. ágúst
en þá hefst keppnistímabilið í Skot-
landi. St. Mirren mætir sjálfum
meisturunum, Glasgow Rangers, í
fyrsta leik.
Guðmundur hefur verið í örstuttu
fríi á íslandi síðustu daga og DV naði
taU af honum í Laugardalnum um
helgina. Viðtal og myndir eru í opnu
blaðsins.
-RR
Risi til Keflvíkinga
og Rússi til KR-inga
- ÍR í Yiðræöum við blökkumann sem skoraði mikið á írlandi
Mikið er að gerast hjá
úrvalsdeildarfélögunmn
í körfuknattleik þessa
dagana. Mörg félaganna
eru að ganga frá sínum málum
fyrir veturinn varðandi erlenda
leikmenn.
Nú er ljóst að íslandsmeistarar
Keflvíkinga munu mæta til leiks
með mikinn risa innanborðs. KR-
ingar hyggjast fara ótroðnar slóðir
sem oft áður í þessum málum og
sovéskur landsliðsmaður mun
leika með liðinu í vetur.
Risinn, sem leikur með ÍBK, heitir
John Weargason og er 23 ára og 2,12
metrar á hæð og hvítur á hörund.
Hann er frá Los Angeles og þykir
afar sterkur varnarmaður.
Keflvíkingar, sem eru núverandi
íslandsmeistarar, munu augljóslega
mæta með afar sterkt liö til leiks og
með Weargason innanborðs ætti lið-
ið að geta haft nokkra yfirburði í loft-
inu.
Rússinn í 20 manna
landsliðshópi Rússa
Rússneski leikmaðurinn, sem kemur
til með að leika með KR, heitir Kovto-
um. Hann er um 2,06 metrar á hæð
og örvhentur. Þykir hann afburða-
snjall leikmaður og er hann í 20
manna landsliðshópi Sovétríkjanna
sem segir meira en margt annað.
Sá rússneski kom til landsins í gær
til viðræðna við KR-inga og til að líta
á aðstæður hjá vesturbæjarliðinu.
Rússinn verður með á æfingu hjá lið-
inu í kvöld.
Lazzló Nemeth, hinn ungverski,
verður áfram þjálfari KR-inga en
hann vildi allra helst fá leikmann frá
Austur-Evrópu til liðs við félagið og
draumur Ungverjans virðist ætla að
rætast.
IR-ingar í sambandi
viðTommy Lee
ÍR-ingar eru í sambandi við þeldökk-
an leikmann, Tommy Lee að nafni,
og er sá frá Bandaríkjunum. Tommy
Lee er 24 ára og hefur undanfarið
leikið á írlandi. Lee er um tveir metr-
ar á hæð og vegur um 110 kíló. Hann
þykir mikil skytta og skoraði 33 stig
að meðaltali í írsku deildinni í fyrra.
Þór og Grindavík
búin að ráða leikmenn
Eins og fram hefur komið í DV hafa
tvö úrvalsdeildarfélög þegar ráðið til
sín leikmenn. Það eru Þórsarar frá
Akureyri og Grindvíkingar. Líklegt
er að ÍR-ingar semji á næstu dögum
við Tommy Lee og sömu sögu er að
segja af KR-ingum og Keflvíkingum.
Weargason mun þjálfa lið ÍBK og
Tommy Lee mun þjálfa lið ÍR.
-SK/RR
KR-stúlkur urðu
íslandsmeistarar
- í 2. flokki kvenna í knattspymu
KR-ingar eignuðust íslandsmeistara í knattspymu í gær. Þá gerðu
KR-stúlkur í 2. flokki sér lítiö fyrir og tryggðu sér meistaratitilinn.
KR-liðið sýndi mikið öryggi í úrslitakeppni þriggja liða og sigraöi
Akurnesinga örugglega, 2-0. KR sigraði síðan Þór ffá Akureyri, 5-0,
og þar með var titillinn í höfn. Skagastúlkur sigruöu síðan Þór, 4-0.
Nánar verður greint firá mótinu í föstudagsblaði DV, á unglingasíðu
HalldórsHalldórssonar. -SK
Landsmótið
hófst í dag
Ægir Már Kárason, DV, Suöuresjum;
Landsmótið í golfl hófst í morgun
á Hólmsvelli við Leiru. Ritari Golf-
sambands íslands setti mótið rétt
fyrir klukkan 8 í morgun. Leikið
verður daglega en mótinu lýkur á
laugardag.
Um 300 keppendur taka þátt og
mun þetta vera fjölmennasta lands-
mót í íþróttinni sem haldið hefur
verið.
Einar áfaði
og kastaði
82,22 metra
- sjá nánar á bls. 30