Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Qupperneq 28
28
ÍÞRÓTTAKENNARAR
íþróttakennara vantar að Eskifjarðarskóla. Leigufrítt
íbúðarhúsnæði og flutningsstyrkur greiddur. Nánari
uppl. hjá skólastjóra í síma 97-61182 eða 97-61472.
REY K JMJIKURBORG
Jtau&cvi Stikáin,
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
ÍÞRÓTTAKENNARI
Iþróttakennara vantar til sundkennslu á námskeiðum
fyrrfullorðna í Sundhöll Reykjavíkur. Kennsla ferfram
á tímabilinu frá kl. 17.00-19.00 mánudaga til fimmtu-
daga og hefst í byrjun september og stendur til júní-
loka. Upplýsingar gefur forstöðumaður sundhallar í
síma 14059 eða íþróttafulltrúi í síma 622215. Um-
sóknir um starfið skilist til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar fyrir 4. ágúst næstkomandi.
DAGVIST BARNA
DAGVIST BARNA TILKYNNIR
Leyfisveitingar til daggæslu barna á einkaheimilum
hefjast að nýju 1. ágúst og standa til 30. september
1989. Einkum er skortur á dagmæðrum í eldri hverf-
um borgarinnar. Umsóknareyðublöð liggja frammi á
skrifstofu dagvistar barna í Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu. Vakin er athygli á því að samkvæmt
lögum um vernd barna og ungmenna nr. 53/1966
er óheimilt að taka börn í daggæslu á einkaheimili
án leyfis barnaverndarnefndar viðkomandi sveitarfé-
lags. Allar nánari upplýsingar veita umsjónarfóstrur
í síma 27277 daglega frá kl. 8.30-9.30 og kl. 13.00-
14.00 eða á skrifstofu dagvistar í Hafnarhúsinu.
HÁSKÓLAMENNTAÐUR
STARFSMAÐUR ÓSKAST TIL
AÐ SINNA MÆLINGUM Á
LOFTMENGUN
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur starfar í 2 deildum, heilbrigðis- og umhverfis-
deild. I umhverfisdeild er einkum unnið að eftirliti með umhverfismengun,
mengun frá fyrirtækjum og mengunarvörnum þeirra, sölu og notkun hættu-
legra efna og eiturefna. Búast má við að starfsemi deildarinnar aukist smátt
og smátt á komandi árum, sérstaklega ef lögbundnar reglur um mengun
og mengunarvarnir verða gefnar út.
I lok þessa árs hyggst heilbrigðiseftirlitið festa kaup á sérbúnum vagni með
sjálfvirkum tölvustýrðum mælitækjum til stöðugra efnagreininga á köfnun-
arefnisoxíði (NOx), kolsýrlingi (CO) og svifryki ásamt mælingum á veður-
þáttum. Vagninum er ætlað að fylgjast með loftmengun í Reykjavík og
verður aðallega notaður til reglubundinna mælinga. Leitað er að starfs-
manni til að annast þessar mælingar.
Viðfangsefni:
Starfsmanni þessum er ætlað að sjá um rekstur og
viðhald mælibúnaðarins, vinnslu og túlkun á mæli-
niðurstöðum, og sinna öórum verkefnum eftir þörf-
um, aðallega tengdum loftmengun.
Kröfur:
Starfsmaðurinn þarf að vera fær um að vinna með
flókin rafeindatæki og annast tölvuvinnslu gagna.
Hann þarf að vera nákvæmur í vinnubrögðum og
eiga auðvelt með að tjá sig skriflega og munnlega.
Viðkomandi þarf að vera háskólamenntaður og hafa
góða undirstöðuþekkingu í efnafræði. Starfið krefst
ennfremur þekkingar á sviði tölfræði, mælitækni,
umhverfisheilsufræði og vistfræði.
Starfið veitist frá 1. september nk. eða eftir nánara
samkomulagi.
Laun verða samkvæmt kjarasamningi borgarinnar við
viðkomandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar um starfið gefa framkvæmda-
stjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eða deildarstjóri
umhverfiseftirlitsdeildar þess, Drápuhlíð 14, í síma
623022.
Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og
starfsreynslu skal skilað til Heilbrigðiseftirlits Reykja-
víkur, Drápuhlíð 14, fyrir 20. ágúst nk.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
apj'tiöi CJ
MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 1989.
Iþróttir
Borgarráösdagurinn í Elliðaánum
Davíð veiddi sex
og fjóra á flugu
„Laxinn tók uppáhaldsfluguna,
Þingeying, og það var gaman að
þessu, þetta er annar laxinn í morg-
un,“ sagði Sigurður Karlsson við
Elliðaámar í gærmorgun eftir að
hafa glímt við flugulax á Breiðunni
í ánni. Laxinn var grálúsugur upp
fyrir haus og töluvert af laxi að
ganga í ámar.
„Laxarnir komnir á land eru 706
og veiðiskapurinn gengur vel,“
sagði Skúli Kristinsson, veiðivörð-
ur í Elhðaánum, í gærdag.
Á laugardaginn var borgarráðs-
dagur og veiddi Davíð Oddsson
borgarstjóri 6 laxa, þar af 4 á flug-
uria Blue Charm en tvo á maðk.
Laxamir hjá Davíð vom 12,7, tveir
6, 5 og 3 punda. Katrín Fjeldsted
veiddi þijá laxa á maðk, 8, 6 og 4
punda. Hjörleifur Kvaran veiddi 3
laxa á maðk. Aðalsteinn Guðjo-
hnsen veiddi einn 7 punda, Sigur-
jón Pétursson veiddi einn 6 punda,
Bjami P. Magnússon veiddi einn 5
punda. Laxamir urðu því alls 13 á
borgarráðsdaginn, 9 á maðk og 4 á
flugu.
-G.Bender fluguna hans í Elliðaánum í gærmorgun. DV-myndir G.Bender
• Sigurður Karlsson nokkrum mínútum eftir að laxinn tók uppáhalds-
HraunsQaröarvatn:
Mokveiði í bleikjunni
„Veiðin í Hraunsfj arðar/atni
hefur verið mjög góð undanfarið
og hafa veiðimenn verið að fá mik-
ið af vænni bleikju, sumir hafa
fengið nokkra tugi af fiskum,“
sagði veiðiáhugamaður á Snæfells-
nesi um helgina.
„Bleikjan mætti kannski vera
aðeins stærri en það kemur ein og
ein góð. Mest veiða menn þetta á
maðkinn. Við komum oft tU veiða
hérna á Lýsunni og fáum laxa hér.
Við eram farnir að þekkja staðina
sem fiskurinn er á. Ég sá laxa
héma í dag en fékk þá ekki til að
taka. í Fróöárósum er dagamunur
í veiðinni, einn daginn fá menn
20-30 bleikjur og næsta ekkert.
Laxar fást oft þarna og einn átta
ára gutti fékk fyrir skömmu tvo
laxa, 8 punda fiska. Það er víða far-
ið til veiða hérna á Nesinu, enda
mörg góð vötn og ár “ sagði veiðiá-
hugamaðurinn ennfremur.
-G.Bender
É: ; - . r •
Vatnasvæði Lýsu:
60 laxar og
mjög mikið
af bleikju
„Laxamir úr Lýsunni eru orðn-
ir 60 á þessari stundu sem er allt
í lagi,“ sagöi Símon Sigurmons-
son í Görðum á Snæfellsnesi á
laugardaginn um veiðina úr Lýsu
í sumar. „Bleikjuveiðin er aðeins
að taka við sér en fiskurinn mætti
vera stærri,“ sagði Símon enn-
fremur.
Korpa
„Úr Korpu era komnir um 190
laxar og er sá stærsti 15 pund,
allir veiddir á maðk nema einn
fiskur,“ sagði veiðimaður sem
var að koma úr Korpu um helg-
ina. „Það var Einar Olafsson sem
veiddi þann stóra, 15 pund, og
veiddist laxinn í Berghyl. Lax-
amir era famar veiðast upp um
alla á, eins og í Stokknum, Gijót-
imum, Leysingum og fleiri stöð-
um upp frá. Berghylurinn, Sjáv-
arhylurinn, Fossinn, Pallurinn
og Rennumar era sterkar niður
frá. Veiðin í Korpu hefur verið
góð og laxar era víða komnir um
ána,“ sagði veiðimaðurinn úr
Korpuígærdag. G.Bender
• Leifur Benediktsson með fimm bleikjur af Vatnasvæði Lýsu á laugardaginn, allar teknar á Teal and Black
og Black Killer flugur, alls veiddust 30 bleikjur. DV-mynd G.Bender