Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Síða 44
44
Jarðarfarir
Guðjón Pétursson skipstjóri lést 20.
júlí sl. Hann fæddist á Stóru-Vatnsleysu
^■20. september 1902, sonur hjónanna Pét-
urs Jóakimssonar og Agnesar Felixdótt-
ur. Hann mun hafa alist upp frá unga
aldri hjá fósturforeldrum, f.rst í Flekku-
vík og síðar í Hafnarflrði. Snémma fór
Guðjón að stunda sjóinn. Hann var sjó-
maður í 34 ár sem háseti, stýrimaður og
skipstjóri. Hann kvæntist Jóhönnu Guð-
mundsdóttur 19. maí 1928, hún dó 24.
nóvember 1970. Þeim varð ekki barna
auðið. Útfór hans verður gerð frá Árbæj-
arkirkju í dag kl. 13.30.
Helga Magnúsdóttir kennari andaðist
25. júlí sl. Helga átti æskustöðvar í Ólafs-
vík, dóttir prestshjónanna sr. Magnúsar
Guðmundssonar og Rósu Th. Einars-
dóttur. Hún var heitbundin Friðriki Ól-
afssyni kennara en hann lést úr hvit-
blæði 18. desember 1942. Helga starfaði í
skóla ísaks Jónssonar sem kennari og
einnig sem skólastjóri. Hún var líka ráð-
in æfingakennari við Kennaraskóla ís-
lands og Kennaraháskóla íslands er hann
tók til starfa. Á löngum starfsferh voru
henni falin mörg trúnaðarstörf svo sem
formennsku í sumarstarfi KFUK. Útfór
hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í
Reykjavik í dag ki. 13.30.
Óskar örn Jónsson lést 24. júli sl. Hann
fæddist i Hafnarfirði 9. desember 1966,
sonur Lilju A. Guðmundsdóttur og Jóns
Grétars Öskarssonar. Hann ólst upp í
Hafnarfirði fyrstu ár ævi siimar. Þegar
hann var fiögurra ára gamall flutti fjöl-
skyldan til Kanada þar sem faðir hans
fór til náms. Fljótlega eftir heimkomuna
shtu foreldrar hans samvistum. Nokkr-
jim árum síðar flutti hann til Sviþjóðar
með móður sinni. Faðir hans lést nokkru
síðar. Síðustu árin þurfti Óskar að glíma
við erfiðan sjúkdóm. Útfor hans verður
gerð frá Fella- og Hólakirkju í dag kl. 15.
Borgarspítalanum miðvikudaginn 26. júlí
MÁNutíAGUR ll. JÚL*! 10891'
Merming
sl. Klara fæddist 8. janúar 1898 í Innri-
Fagradal í Saurbæ í Dalasýslu. Foreldrar
' hennar voru hjónin Rögnvaldur Magnús-
en og Anna Soffía Oddsdóttir. Klara Ólst
upp í Dalasýslu, lengst af í Tjaldanesi en
flutti síðan til Reykjavíkur. Þar kynntist
hún eiginmanni sínum, Skúla Símon
Eggertssyni, og gengu þau í hjónaband
árið 1925. Klara og Skúh eignuðust eina
dóttrn-. Útfór hennar verður gerð frá nýju
kapehunni í Fossvogi í dag kl. 13.30.
Jórunn Norðmann, Skeggjagötu 10,
Reykjavík, sem lést sunnudaginn 23. júh
sL, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 1. ágúst kl. 15.
Þorvaldur Guðmundsson frá Deplum
verður jarðsunginn frá Siglufjarðar-
kirkju miövikudaginn 2. ágúst kl. 14.
Sigurmundur Einarsson, EUi- og
hjúkrunarheimilinu Grund, andaðist 19.
júh sl. Útfórin verður gerð frá Fíladelfiu-
kirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 1.
ágúst kl. 13.30.
Peimavinir
Giraud Jocelyn óskar eftir íslenskum
pennavini. Heimihsfangiö er:
6, Square Hoche
94200 Iury-Sur-Seine
France.
Philippe Cléroy óskar eftir íslenskum
pennavini, getur bæði skrifað á ensku og
frönsku. Áhugamál eru margvísleg, t.d.
saga og landafræði. Heimihsfangið er:
Résidence Froutdecher
30, Aheé de Venise
F. 37200 Toors
France.
Ferðalög
Útivist.
Ferðir um verslunarmannahelgi, 4.-7.
ágúst.
Þórsmörk. Heim á sunnudegi eða mánu-
degi, einnig sunnudagsferð.
Langisjór - Sveinstindur - Lakagígar
Fjallabaksleið syðri. Gist í svefnpoka-
plássi í félagsheimih Skaftártungu-
manna.
Núpsstaðarskógar. Tjöld. Kynnist þessu
margrómaða svæöi.
Hólaskógur - Landmannalaugar -
Gljúfurleit. Ný ferð. Gist í húsum.
Munið fjölskylduhelgina í Þórsmörk
11.-13. ágúst. Uppl. og farm. á skrifst.,
Grófmni 1, símar 14606 eða 23732.
Sjáumst.
Listasafn íslands
Mynd mánaðarins
Mynd ágústmánaðar í Listasafni íslands
er Úr Þingvahahrauni, eftir Finn Jónsson
listmálara. Hér er um að ræða olíumál-
verk frá árinu 1953. Listamaðurinn og
eiginkona hans gáfu Listasafninu mál-
verkið árið 1985 og er það til sýnis í sal
2. Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" fer
fram í fylgd sérfræðings á fimmtudögum
kl. 13.30-13.35. Listasafnið er opiö aha
daga nema mánudaga kl. 11-17.
Alþýðuleikhúsið sýnir i íslensku óper-
unni á Hundadögum:
MACBETH
Höfundur: William Shakespeare
Þýðing: Sverrir Hólmarsson
Lýsing: Árni J. Baldvinsson
Leikstjórn: Inga Bjarnason
Leikmynd: Gunnar Úrn
Búningar: Gerla
Tónlist: Leilur Þórarinsson
Aðstoðarleikstjóri: Ingunn Ásdísardóttir
Sviðshreyfingar: Lára Stefánsdóttir
Förðun: Kristín Thors
Hundadagar ’89, eöa Dies Canic-
ulares, er yfirskrift listahátíöar á
sumri og hófust dagskráratriði í
gær. Næsta mánuðinn munu síðan
hvers kyns listviðburðir ylja
áhugamönnum um hjartarætur og
þó að ekki skíni úti sól má bæta sér
það upp með því að fylgjast með
ýmsu sem á boðstólum er innan
dyra.
Sýning Alþýðuleikhússins á Mac-
beth, einhverju stórbrotnasta verki
leikbókmenntanna fyrr og síðar,
er einn liður í dagskránni og var
frumsýningin í húsi íslensku óper-
unnar í gærkvöldi.
Viö uppsetninguna er greinilega
ekki ætlunin að fara með löndum
heldur virðist vera lagt upp með
það að leiöarljósi að þessi viða-
mikla sýning verði hvöss, hröð og
forvitnileg. Þetta tekst að sumu
leyti en það eru þó ekki stórskorn-
ir hausar í sviðsmynd Gunnars
Arnar, ágeng tónlist Leifs Þórar-
inssonar eða brettur og kóngulóar-
kenndar hreyfingar nornanna sex
sem valda þar mestu um.
Inga Bjarnason leikstjóri hefur
valið gott lið leikenda í sýninguna
og nær athyglisverðum' árangri.
Það er einmitt leikurinn og svo
auðvitaö inntak verksins sem er
sterkast í sýningunni, hitt er svo
eins og krydd með og sumu jafnvel
ofaukiö.
Þá sætir það líka tíöindum að hér
heyrist í fyrsta sinn ný þýöing
verksins, þýðing þar sem nokkuð
frjálslegar er farið með bragarhátt
og rím en í fyrri þýöingum og leit-
ast er viö að skúa textanum sem
leikhæfustum. Sverrir Hólmarsson
gerði þýðinguna og verður fjallað
sérstaklega um hana síðar hér í
blaöinu þar sem hún kemur út á
bók um þessar mundir.
Það kann að virðast ofdirfska að
leggja til atlögu við texta sem tii
er fyrir í þýðingu tveggja slíkra
jöfra sem Matthíasar Jochumsson-
ar og Helga Hálfdanarsonar og efa-
laust skiptar skoðanir á því-hvort
slíkt sé til bóta.
En þýðing Sverris heyrðist mér
ná því yfirbragði að vera lipur í
flutningi, textinn hefur ekki skáld-
legt yfirbragö, hann liggur nærri
nútíma talmáli og var á að heyra
vel gerður sem slíkur.
Þó að komin séu hátt í fjögur
hundruð ár síðan Shakespeare
Erlingur Gíslason í hlutverki Macbeths.
Leiklist
Auður Eydal
skrifaði leikritið og atburðirnir,
sem fjallað er um, hafi gerst enn
þá fleiri öldum fyrir hans daga er
kynngi höfundar og orðsnilld ein-
stök og gerir menn andaktuga enn
í dag.
Kjarninn í verkinu er heldur ekki
háður ytri aðstæðum. Höfundur
skyggnist um, kafar í mannlegt
eðli og gegnumlýsir persónurnar
af skarpskyggni. Þó að forsendur
hafi breyst og hér í okkar heims-
hluta tíðkist þaö að menn ryöji
keppinautum sínum úr vegi meö
öðrum hætti en gert var á dögum
Macbeths eru valdagræðgi og
drottnunargirni vel þekkt fyrir-
bæri enn, þó svo að mannorðs-
morðin hafa leyst sjálf sverðalögin
af hólmi.
Leikrit Shakaspeares um skoska
kónginn Macbeth er fullt af myrkri
og ógn og fjallar um þaö hvernig
sök bítur sekan.
Erlingur Gíslason leikur Mac-
beth og sýnir á áhrifamikinn hátt
hvernig heiðraður, trúr og virtur
höfðingi svíkur herra sinn af því
að seiðkonur spá honum konung-
dómi. Til þess að Macbeth hljóti þá
tign þarf hann að vinna það til að
drepa kónginn með eigin hendi.
En þessi drottinssvik og önnur
voðaverk, sem fylgja í kjölfarið til
þess að styrkja stööuna, taka sinn
toll og smám saman missir Mac-
beth tökin og hverfur æ lengra inn
í heim ranghugmynda og ofskynj-
ana, hundeltur af hroðalegum
ímyndum þeirra sem hann hefur
fyrirkomið.
Höfundur lætur aö því liggja að
Macbeth hlusti á nornaseiðinn og
taki mark á honum vegna þess aö
hann ali innst inni með sér löngun
til valda sem að öðru jöfnu hefðu
aldrei orðið hans.
Sú breyting sem veröur á mann-
inum frá því að hann er virðulegur
höfðingi til þess er hann þjakaður
af samviskukvölum upplifir
ýtrustu ógnir hugarvíls og martr-
aðar verður einkar skýr í með-
fórum Erlings sem leikur þetta
stórbrotna hlutverk af öryggi og
innsæi. Eitur illverkanna tærir
manninn innan frá og lausnin fyrir
hann og þjóð hans getur aðeins
orðið ein.
Þétt við hlið hans stendur lafði
Macbeth sem stýrir hönd og hvetur
til voðaverksins þegar honum
bregst kjarkur í upphafi. í leik
Margrétar Ákadóttur var jöfn stíg-
andi og saman áttu þau Erlingur
nokkrar af sterkustu stundum
kvöldsins. Atriðið þar sem lafðin
eggjar mann sinn og tekur síðan
þátt í drápi konungs var eitt þeirra
en þó varð leikur Margrétar enn
sterkari þegar á leiö.
Lafði Macbeth, sem er annálað-
asta kvendi leikbókmenntanna,
hlýtur sína hegningu þegar hún,
svipt sálarró, gengur um í svefni
og endurlifir ógnir morðnæturinn-
ar. Þetta atriði var mjög vel unnið
og hádramatískt eins og vera ber.
Aðalsmenn og aörir, sem við sögu
koma, eru m.a. leiknir af þeim
Harald G. Haralds, sem er öruggur
í hlutverki MacDuífs. Andri Orn
Clausen er líka góöur í hlutverki
Banquos og Viðar , Eggertsson
traustur sem Lennox.
Björn Karlsson var í nokkrum
hlutverkur, þar af var hlutverk
Duncans konungs veigamest.
Gunnar Rafn Guðmundsson kom
vel fyrir sem aðalsmaðurinn Ross
en hafði óeðlilega framsögn og
Kristján Franklín Magnús náði sér
ekki á strik í hlutverki hins göfuga
Malcolms. Þannig fór veigamikiö
atriði, þar sem MacDuffs eru færð-
ar fréttir af því að eiginkona hans
og börn hafi verið myrt af útsend-
urum konungs, alveg í vaskinn,
varð ósannfærandi og innantómt.
Þeir Daði og ívar Sverrissynir
leika báðir af öryggi og þokka, svo
ungir sem þeir eru, og Jónína Ól-
afsdóttir sló á rétta strengi í litlu
hlutverki lafði MacDuff. Valgeir
Skagfjörð var mjög roðinn blóði,
bæði sínu eigin og annarra, og skil-
aði hlutverki illmennis eins og til
stóð.
Eins og ýjað var að hér að framan
var þannig leikurinn sterkari en
umbúðirnar sem stundum trufluöu
frekar en hitt.
Búningar Gerlu voru prýðilega
útfærðir og sviðsmynd Gunnars
Arnar viðunandi nema andlitin
gríðarstóru sem náðu ekki neinni
samlögun við gang verksins og
voru þarna eins og minjagripir frá
Mexíkó. Eilífur snúningur norn-
anna á þessum ferlíkjum mynduðu
óþarfa millikafla og trufluðu gang
verksins. Nornirnar sex voru líka
óþarflega fyrirferðarmiklar og til-
burðir þeirra stundum til þess eins
að drepa framvindunni á dreif.
Enda sýndi það sig að þær Þórunn
Magnea Magnúsdóttir, Sigrún
Edda Björnsdóttir og Sigurveig
Jónsdóttir, hver um sig hin magn-
aðasta norn, önnuðust nomaþátt-
inn að mestu en hinar urðu hálfut-
anveltu.
Þessar þrjár brugðu sér líka í
fleiri hlutverk, þjóna og dyravarða
m.m.
Tónlist Leifs Þórarinssonar var
víðast góð, skapaði rétt andrúms-
loft seiðs og galdra og gaf til kynna
ógn og hættu. Hún varð þó full
ágeng á stundum og óþarflega
mögnuð upp í tækjunum. Hylling-
arstefið undir lokin fannst mér gott
og hefði mín vegna mátt setja þar
punkt og sleppa hallelújakórnum.
Þetta er sjálfsagt viðamesta upp-
færsla Alþýöuleikhússins til þessa
og hreint ekki lítiö afrek að koma
henni upp. Sýningafjöldi verður
takmarkaður að sinni þannig að
betra er að hafa hraðan á vilji menn
vera öruggir um að sjá þessa sýn-
ingu.
AE
Sök bítur sekan