Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1989, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1989. FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1989. 21 Messur Dómprófastur Guðsþjónustur sunnudaginn 13. ágúst 1989 Árbæjar- og Grafarvogssókn. Guðs- þjónusta í Árbæjarkirkju kl. 11 árdegis. Sr. Jón Kr. ísfeld messar. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guömundur Þorsteins- son. Áskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Sóknarprest- ur. Breiðholtskirkja. Sjá Laugameskirkju. Bústaðakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Pálmi Matthíasson. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn Hunger Frið- riksson. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Landakotsspítali. Messa kl. 13. Organ- leikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Jak- ob Ágúst Hjálmarsson. EUiheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 10. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Magnús Bjömssonprédikarogþjónarfyriraltari. . Fella- og Hólakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guömundur Karl Ágústs- son. Organisti ÞórhUdur Björnsdóttir. Sóknarprestar. Grensáskirkja. Messa kl. 11. Altaris- ganga. Sr. Guðmundur Öm Ragnarsson messar. Organisti Jón G. Þórarinsson. Sóknamefnd. Hallgrimskirkja. Sunnudagur. Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Karl Sigurbjömsson. Tónleikar Capella Media kl. 20. Lútuspil og söngur. Þriðjudagur. Fyrirbænaguös- þjónusta kl. 10.30. Beöið fyrir sjúkum. Landspitalinn. Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Karl Sigurbjömsson. Hateigskirkja. Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldbænir og fyrirbænir em í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Prest- amir. Kópavogskirkja. Messa kl. 11. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. Langholtskirkja. Kirkja Guöbrands biskups. SameiginlegguðsþjónustaLang- holtsprestakalls og Breiðholtsprestakalls verður í Langholtskirkju kl. 11. Organisti Jón Stefánsson. KafS verður í safnaðar- heimilinu eftir messuna. Sr. Þórhallur Heimisson. Laugarneskirkja. Vegna viðgeröa á kirkjunni messar Jón Dalbú Hróbjarts- son í Áskirkju næstu sunnudaga kl. 11. Sóknarprestur. Neskirkja. Guösþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Miðviku- dagur. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.20. Sr. Ólafur Jóhannsson. Seljakirkja. Guðsþjónustur falla niður í ágústmánuði vegna sumarleyfa starfs- fólks. Seltjarnarneskirkja. Safnaðarferð sunnudaginn 13. ágúst. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 10 f.h. suður í Hvalsnes og að Utskálum þar sem messað verður kl. 14. Prestur sr. Hjörtur Magni Jóhanns- son. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 618126 eftir kl. 19. Víðistaðasókn, sjá Bessastaðakirkju. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. Bessastaðakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson mess- ar. Sóknamefnd. Frikirkjan i Hafnarfirði. Guðsþjónusta ki. 11. Organisti Smári Ólason. Einar Eyjólfsson. Alþýðuleikhúsið: Macbeth Annað kvöld verður sjötta sýning Alþýðuleikhússins á meistaraverki Shakespeares, Macbeth, í íslensku óperunni. Macbeth fjallar eins og flestir vita um valdabaráttu og blóöug átök. Sverrir Hólmarsson hefur þýtt verkið fyrir þessa upp- færslu og kemur þýðingin út á bók Erlingur Gíslason leikur héraðshöfðingjann Macbeth sem vill verða kóngur og beitir til þess öllum brögðum. fljótlega. Leikstjóri sýningarinnar er Inga Bjamason. Leikmynd gerir Gunnar Örn og er það frumraun hans á því sviöi. Leifur Þórarins- son hefur samið tónlistina og Gerla hannaði búninga. Sviðshreyfingar eru í höndum Láru Stefánsdóttur og lýsingu hannaði Árni Baldvins- son. Aðstoðarleikstjóri og leiklist- arráðunautur er Ingunn Ásdísar- dóttir. Erlingur Gíslason fer með hlut- verk Macbeths sjálfs en konu hans, lafði Macbeth, leikur Margrét Áka- dóttir. Andri Öm Clausen leikur Banquo, Björn Karlsson Duncan og Kristján Franklín Magnús leik- ur Malcolm. Harald G. Haraldsson fer með hlutverk Macduffs og Jón- ína Ólafsdóttir leikur eiginkonu hans. Sex leikkonur fara með hlut- verk nprnanna, Anna S. Einars- dóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Sigrún Edda Björns- dóttir, Vilborg Halldórsdóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Einungis tíu sýningar verða á Mac- beth að þessu sinni. Slunkaríki á ísafirði: Veggskúlptúrar Guðrún Guðmundsdóttir opnar sýningu á veggskúlptúrum úr handunnum pappír á morgun kl. 16 í Slunkaríki á ísafirði. Þetta er þriðja einkasýning Guðrúnar sem auk þess hefur tekið þátt í nokkr- um samsýningum erlendis. Guðrún er Isfirðingur og lauk í vor prófl frá listadeild háskólans í Iowa City. Hún heldur til fram- haldsnáms í treljalistum við lista- akademíuna í Chicago í haust. Sýning Guðrúnar stendur til 27. ágúst og er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 16-18. íslenska óperan: Tónleikar Martin Berkofsky Píanósnillingurinn Martin Ber- kofsky er einn þeirra listamanna sem halda tónleika á Hundadögum. Tónleikar hans verða á sunnudag- inn í íslensku óperunni kl. 20.30. Berkofsky er þjóðkunnur á ís- landi. Hann kenndi og hafði bæki- stöð á íslandi um árabil. Hann er nú píanóprófessor viö Tónlistar- skóla í Istmir í Tyrklandi. Á ein- leikstónleikunum á sunnudags- kvöld mun hann flytja tvær sónöt- ur eftir Beethoven og tónlist eftir Lizt og Wagner. Þó Berkofsky sé jafnvígur á alla tónlist er hann sennilega mest dáður fyrir aö spila síðrómantíska tónlist, skrifaða fyr- ir afburðapíanóleikara. Martin Berkofsky Susse Wold og Bent Mejding i hlutverkum sínum í H.C. Andersen ævintýraskáldið. manneskjan og Danskur gestaleikur í Iðnó: H.C. Andersen - manneskjan og Dönsku leikaramir Susse Wold og Bent Mejding sýna sýningu sína H.C. Andersen - manneskjan og ævintýraskáldiö í Iönó fóstudag og laugardag kl. 20.30. Þessa sýningu hafa þau leikið á þriðja ár víðs vegar um heiminn. Hingað koma þau frá Grænlandi en þar höfðu þau nokkrar sýningar. Verkið fjallar um H.C. Andersen, líf hans og starf og bregður upp þjóðlífsmynd af Danmörku fyrri tíðar sem og okkar daga. Þau Susse Wold og Bent Mejding eiga langan og glæstan feril að baki og komust meðal annars í Heimsmetabókina fyrir sýningu sína á Einkalífi eftir Noel Cow- ævintýraskáldið ard. Þá sýningu léku þau 724 sinnum fyrir 556.000 áhorfendur sem er meira en 10% dönsku þjóðarinnar. íslendingar þekkja þau eflaust best úr Matador-þáttunum sem sýndir voru í Sjónvarpinu síðasta vetur við miklar vin- sældir. Þar fór Bent Mejding með hlutverk Jörgens Varnæs, lögfræðingsins sem var svarti sauðurinn í bankastjórafjölskyl- dunni. Susse Wold fór með hlutverk Gitte Graa sem var hið dýra viðhald hans. Sem fyrr segir verða aðeins tvær sýning- ar á leik þeirra um H.C. Andersen í Iðnó. Þau Susse Wold og Bent Mejding sýna hér í boði starfsmannafélags Flugleiða. Nýhöfn: Olíumálverk ^ eftir Ameunni Ýr Arngunnur Ýr opnar sýningu í Nýhöfn, Hafnarstræti 18, í dag kl. 17. Á sýningunni eru olíumálverk unnin í tré með vaxáferð ásamt ýmsum öðrum efniviði. Verkin eru unnin í San Francisco á síðustu tveimur árum. Arngunnur er fædd í Reykjavík 1962. Hún varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1982 og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og einkanám í Kanada í flautuleik. Myndlistamám stund- aði hún við Myndlista- og handíða- skóla íslands 1982-1984 og við San Francisco Art Institute í málun 1984-86. Þetta er sjötta einkasýning Arn- gunnar, en hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Þessi sýning Amgunnar er tileinkuð systur hennar, Gunn- hildi Sif, sem lést í nóvember 1987. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10-18 og frá kl. 14-18 um lielgar. Henni lýkur 20 ágúst. Arngunnur Ýr ásamt einu verka sinna á sýningunni i Nýhöfn. Alþýðubankinn á Akureyri: Þrettán myndverk unnin í olíu I afgreiðslusal Alþýðubankans á Akureyri stendur nú yfir kynning á verkum myndlistarmannsins Gunnars Friðrikssonar. Kynningin er haldin á vegum bankans og Menningarsamtaka Norðlendinga. í afgreiðslusalnum hanga uppi þrettán myndverk unnin í olíu á striga. Allmargar myndanna em einnig unnar með sérstakri aðferð sem Gunnar hefur þróað en þar notast hann við sand. Verkin eru öll frá þessu ári. Gunnar er fæddur á Sauðár- króki. Hann hóf nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1962. Hann sótti einnig tíma í Myndlista- skólanum viö Freyjugötu og var þar í myndhöggvaradeild hjá Ás- mundi Sveinssyni. Gunnar hefur haldiö einkasýningar í Reykjavík, Hofsósi, Sigluflrði og í Varmahlíð. Fyrstu sýningu sína hélt hann í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1967. Einnig hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum. Gunnar er búsettur á Sauðárkróki. Kynningunni í afgreiðslusal Al- þýðubankans lýkur 8. september næstkomandi. Myndlist frá Moldavíu Á morgun verður opnuð mynd- listarsýning í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar, á verkum frá Moldavíu. Sýning þessi er liður í dagskrá Sovéskra daga MÍR 1989, en dagarnir eru að þessu sinni sérstaklega helgaðir kynningu á þjóðlífi og menningu moldavíska Sovétlýðveldisins. Verða þeir opnaðir formlega á tón- leikum listafólks frá Moldavíu í Hafnarborg mánudagskvöldið 21. ágúst kl. 20.30. Á sýningunni í Hafnarborg em 39 myndverk af ýmsu tagi, 12 olíu- málverk, 12 svartlistarmyndir og 15 listmunir, aðallega ofln teppi og klæði, svo og kvenbúningar og þjóðlegur moldavískur fatnaður. Sýningin Myndlist í Moldavíu verður opin í Hafnarborg næstu vikur, daglega nema á þriðjudög- um, kl. 14-19. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Þingvallakirkja. Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 14. Organleikari Einar Sigurðs- son. Sóknarprestur. Fundir Ahugamenn um frjálshyggju Laugardaginn 12. ágúst nk. verður hald- inn málfundur um frálslyndar hugmynd- ir á veitingahúsinu Gauk á Stöng við Tryggvagötu. Á fúndinum verður fjallað um stjómmálaástandið og stefnu núver- andi ríkisstjómar. Lögð verður áhersla á nýjar hugmyndir og leiðir í stjómmála- baráttimni. Aðstandendur fundarins em i Hafirðu smakkað vín - láttu þér þá ALDREl detta í hug að keyra! áhugamenn um frjálshyggju og em allir áhugamenn um frjálslyndar hugmyndir velkomnir. Fundurinn hefst kl. 14 og er gert ráð fyrir að honum ljúki um kl. 17. Nánari upplýsingar veita Eiríkur Ingólfs- son, vinnusími 15959, og Gunnar Jóhann Birgisson, vinnusími 688622. Tilkyniiingar Stórgjöf Samábyrgðar jslands á fiskiskipum til SVFI í tilefni áttatíu ára afmælis Samábyrgðar íslands á fiskiskipum 30. júlí sl. afhenti stjóm hennar Slysavamafélagi íslands eina milljón til eflingar starfsemi Slysa- vamaskóla sjómanna. Meðfylgjandi mynd er frá afhendingu gjafarinnar. Frá félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Göngu-Hrólfúr, gönguhópur félags eldri borgara, gengur alla laugardaga. Lagt er af stað frá skrifstofu félagsins, Nóatúni 17, kl. 10 f.h. Frá félagi eldri borgara í Kópavogi Félagsvist og dans verður í félagsheimili Kópavogs (uppi) föstudaginn 11. ágúst og hefst kl. 19.30. Heymar- og talmeinastöð Isiands Móttaka verður á vegum Heymar- og talmeinastöðvar íslands i Heilsugæslu- stöð Húsavíkur dagana 25.-26. ágúst. Þar fer fram greining heymar- og talmeina og úthlutun heymartækja. Sömu daga að lokinni móttöku Heyrnar- og tal- meinastöðvarinnar verður almenn lækn- ingamóttaka sérfræðings í háls-, nef- og eymalækningum. Tekið er á móti viðtals- beiðnum á Heilsugæslustöð Húsavikur. Tímarit Notuð skrifstofuhúsgögn „Verslunin sem vantaði“ Nýstárleg verslun hefur verið opnuð í bænum og er það verslun með notuð skrifstofuhúsgögn, tölvur og skrifstofu- tæki. Eigendur em Sigurður O. Sigurðs- son og Þórir Gunnarsson og hafa þeir báöir starfað við sölumennsku áður. Verslunin er í Skipholti 50 B, sími 626062. Skinfaxi. 3. tbl. af tímaritinu Skinfaxa er komið út. Kennir þar margra grasa. Þórdis Gísladóttir hástökkvari er í viðtah, grein- ar em um konur í íþróttum, fjallað um undirbúning fyrir landsmót UMFÍ 1990 og margt fleira. Verð í lausasölu kr. 300. Tapað fundið Kettlingur í óskilum. Þríhtur kettlingur, ca. tveggja mánaða gamah, fannst í Norðurmýrinni. Eigandi hringi í síma 611560. Happdrætti Happdrætti félagsheimilis tónlistarmanna Drætti í happdrætti Félagsheimihs tón- hstarmanna, sem átti að fara fram 18. júní sl., er frestað til 23. okt. nk. Aðstand- endur F.T. hefla því að nýju átak í sölu happdrættismiða í tengslum við uppá- komur þar sem tónhstarmenn koma fram. Fyrsta uppákoman verðiu1 í Mikla- garði í dag kl. 17 en þá frumflytur hljóm- sveitin Stjómin nýtt lag og texta Jóhanns G. Jóhannssonar - Okkar framtíð. Föstu- daginn 11. ágúst milh kl. 17 og 18 kemur hljómsveitin Síðan skein sól fram í Miklagarði og Jónas Þórir leikur íslenska tónhst á sama tíma í Kaupstað í Mjódd. Næstu fimmtudaga og fóstudaga og á meðan íslenskir dagar standa yfir munu tónhstarmennimir koma fram á báðum stöðunum þar sem sala happdrættismiða F.T. fer einnig fram. Meðal vinninga í happdrætti F.T. er Skoda Favorit 1990 að verðmæti 430.000 kr. og ferð fyrir tvo til Mahorka á vegum ferðaskrifstofunnar Atlantik að verðmæti 70.000 kr. Vinning- ar em skattfijálsir og rennur ágóðinn th uppbyggingar félagsheimihs tónhstar- manna að Vitastíg 3, Reykjavík. Nánari uppl. í síma 21461. Ferðalög Helgarferðir Ferðafélagsins 11.-13. ágúst: Fjallabaksleið nyrðri og syðri. Gist í sæluhúsum FÍ. Þórsmörk. Gönguferðir við allra hæfi um Mörkina. Gist í Skagfjörðsskála. Landmannalaugar. Gönguferðir í ná- grenni Lauga og einnig verður ekið í Eldgjá. Gist í sæluhúsi FÍ í Laugum. Brottfor í ferðirnar í kvöld kl. 20. Dagsferðir Ferðafélagsins: Laugardagur 12. ágúst. Kl. 8. Hekla. Gönguferðin tekur um 8 klst. Verð 1500. Sunnudagur 13. ágúst. Kl. 8. Þórsmörk/dagsferð. Tilboðsverð fyrir sumarleyfisgesti. Verð kr. 2000. Kl. 10.30. Bláfjoll Hlíöarvegur Geita- fell. Hhðarvegur er gömul þjóðleið. Verð kr. 800. Kl. 13. Lágaskarð-Eldborg-Þrengsla- vegur. Ekið að Skiðaskálanum í Hvera- dölum og gengið þaðan. Miðvikudagur 16. ágúst. Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 2000. Sunnudagur 20 ágúst. Kl. 10. Skjaldbreiður. Ekið um línuveg- inn norður fyrir Skjaldbreið og gengið þaðan á fjalhð. Verð kr. 1500. Kl. 13. Gengið eftir Almannagjá. Létt gönguferð. Verð kr. 1000. Brottfór frá Umferðamiðstöðinni, austanmegin. Far- miðar við bíl. Frítt fyrir böm í fylgd fuh- orðinna. Utivistarferðir Helgin 11.-13. ágúst. Fjölskylduhelgi í Þórsmörk. Góð dagskrá fyrir aha fjölskylduna. Rat- leikur, leikir, pylsugrih, gönguferðir og kvöldvaka. Unglingadehd Útivistar sér um dagskrána í samvinnu við fararstjóra og skálaverði. Sérstakt afsláttargjald, kr. 4.200 f. utanfélaga og kr. 3.800 f. félaga. Fimmvörðuháls. Gengið frá Skógum i Bása á laugardeg- inum, 8-9 klst. ganga. Gisting í Útivist- arskálanum Básum. Einnig góð tjald- stæði. Afsláttarverð. Uppl. og farmiðar á skrifstofunni, Grófinni 1 (Vesturgötu 4), símar 14606 og 23732. Pantið timan- lega. Tónleikar Capella media -lútuleikur, blokkflauta og söngur Tríóið „Capeha media“ mvm halda tón- leika í Hahgrímskirkju í Reykjavík sunnudaginn 13. ágúst kl. 20. Tríóið skipa einn íslendingur og tveir Þjóðvetjar, þau Rannveig Sif Sigurðardóttir, Klaus Hölze og Stefan Klar. Á efnisskránni eru verk eftir Tobias Hume og John Dowland. Inferno 5 Listamannahópurinn Inferno 5, sem staðið hefur fyrir liflegri gerningastarf- semi, sjónleiktim og fleiri uppákomum undanfarin ár hugsar sér nú th hreyf- ings. í kvöld, fóstudaginn 11. ágúst, mtm tónleikadeild Inferno 5 halda tónleika th styrktar gemingaþjónustu Infemo 5 en hópamir hafa hug á samstarfi. Tónleik- amir verða á Veitingahúsinu 22 (efri hasð) og hefjast kl. 23.30 en húsið verður opnað kl. 22. Allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Sýningar Art-Hún, Stangarhyl 7, Reykjavík Að Stangarhyl 7 em sýningarsalur og vinnustofur. Þar em th sýnis og sölu ohu- málverk, pastelmyndir, grafik og ýmsir leirmunir eftir myndhstarmennina Erlu B. Axelsdóttur, Helgu Ármanns, Elin- borgu Guðmundsdóttur, Margréti Salome Gunnarsdóttur og Sigrúnu Gunnarsdóttur. Opið aha virka daga kl. 13-18. Árbæjarsafn, sími 84412 Opið kl. 10-18 aha daga nema mánudaga. Leiösögn mn safnið laugardaga og sunnudaga kl. 15. Veitingar í Dihonshúsi. Ásgrímssafn, Ber'gstaðastræti 74 Þar em th sýnis 24 landslagsmyndir, bæði ohumálverk og vatnshtamyndir, eftir Ásgrím. Sýningin stendur th sept- emberloka og er opið aha daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Ásmundarsalur, Freyjugötu 41, sími 14055. Arkitektafélag íslands stendur fyrir sýn- ingu á verkum Gunnlaugs Hahdórssonar arkitekts. Sýningin stendur th 20. ágúst. FÍM-salurinn, Garðastræti 6 í FÍM-salnum stendur yfir sýning með verkum félagsmanna. Félagsmenn FÍM em yfir 100 talsins og taka fjölmargir þátt í sýningunni. Á sýningunni em th sölu sýningarskrár og ýmsir bæklingar. Sýningunni lýkur 15. ágúst og em öh verkin á sýningunni th sölu. I kjahar- anum rekur félagið einnig sölugaherí þar sem kennir margra grasa. Fímsalurinn er opinn virka daga frá kl. 13-18 og um helgar frá kl. 14-18. Myndlist frá Moldavíu Nk. laugardag, 12. ágúst, kl. 15 verður myndhstarsýning frá Moldaviu opnuð í Hafnarborg, menningar- og hstastofnun Hafnarfiarðar. Sýning þessi er hður í dagskrá sovéskra daga MÍR 1989 en dag- amir em að þessu sinni sérstaklega helg- aðir kynningu á þjóðlífi og menningu moldaviska Sovétlýðveldisins. Verða þeir opnaðir formlega á tónleikum hstafólks frá Moldavíu í Hafnarborg mánudags- kvöldið 21. ágúst kl. 20.30. Sýningin „Myndhst í Moldavíu" verður opin i Hafnarborg daglega næstu vikur, nema á þriðjudögum, kl. 14-19. Aðgangur er ókeypis og öhum heimih.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.